Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 32
Þjóðleikhúsið sýnir í fyrsta sinn
verk eftir Caryl Churchill, sem er
eitt virtasta leikskáld Bretlands.
Um er að ræða verkið Ást og upp-
lýsingar sem Auður Ava Ólafsdóttir
þýðir og Una Þorleifsdóttir leik-
stýrir, en Þjóðverjinn Daniel Anger-
meyer hannar leikmyndina. Verkið
verður frumsýnt í Kassanum í febr-
úar 2022. Churchill, sem er í hópi
framsæknustu leikskálda samtímans, er ekki síst þekkt
fyrir afar áhugaverðar tilraunir með form og innihald. Í
verkinu Ást og upplýsingar, sem hlaut mikið lof þegar
það var frumflutt í Royal Court-leikhúsinu í London árið
2012, kryfur Churchill samtímann af óvægni. „Hún
skoðar með skemmtilegum og frumlegum hætti hina
djúpstæðu löngun okkar til að upplifa nánd og vera
elskuð, í heimi sem oft og tíðum virðist einmitt koma í
veg fyrir einingu. Brugðið er upp skörpum skyndimynd-
um af mannlífinu, í hjartnæmu, tragísku og fyndnu
verki,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu.
Leikrit eftir Caryl Churchill sýnt
í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn
FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Liverpool er komið aftur af alvöru í slaginn um sæti í
Meistaradeild Evrópu eftir sætan sigur á erkifjend-
unum í Manchester United á Old Trafford, 4:2, í gær-
kvöld. Sigurinn fleytti Jürgen Klopp og hans mönnum
upp fyrir West Ham og í fimmta sætið, og nú er Liver-
pool fjórum stigum á eftir Chelsea og sex stigum á eftir
Leicester. Liverpool á hins vegar eftir þrjá leiki en
keppinautarnir aðeins tvo leiki hvor. »27
Liverpool styrkti stöðuna verulega
með sigri á Old Trafford
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bókin Stafavísur. Lestrarnám í ljóði
og söng, sem er ætluð leikskóla-
börnum og yngstu nemendum
grunnskóla, er komin út hjá Bóka-
félaginu. Með því að fara inn á you-
tube.com á netinu og slá inn stafavís-
ur er hægt að hlusta á lögin sungin
og leikin. „Svona útgáfa hefur senni-
lega aldrei verið gerð áður,“ segir
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, fyrrver-
andi kennari, sem átti hugmyndina
og hafði umsjón með verkinu ásamt
Steinunni Torfadóttur, lektor í lestr-
arfræðum.
„Gríðarlega mikil vinna liggur á
bak við bókina, milli 40 og 50 manns
komu að henni,“ upplýsir Ragnar
Ingi. Hann segir að lengi hafi blund-
að í sér að gera eitthvað fyrir börnin
og vanda vel til verka. Ekki sé öllum
gefið að gera góðar vísur á réttan
hátt og á fallegu máli. Hann hafi
fengið hagyrðinga til að yrkja um
bókstafina samkvæmt íslenskum
bragreglum. Vísurnar hafi ýmist
verið ortar við ákveðin sönglög eða
lögin valin eftir á og þess gætt að
engir tveir stafir fengju sama söng-
lagið. Gylfi Garðarsson, Bjarni Haf-
þór Helgason,
Björgvin Þ.
Valdimarsson og
Sigurður Sigurð-
arson hafi samið
ný lög við sumar
vísurnar. Þá hafi
Steinunn Torfadóttir unnið bókina
faglega út frá kennslufræðilegu hlið-
inni.
Lestrarfræðin ræður röð
Stafirnir eru ekki í stafrófsröð í
bókinni heldur raðað samkvæmt því
sem best þykir út frá lestrarfræð-
inni. Í aðfaraorðum Steinunnar kem-
ur fram að stafavísurnar þjálfi næmi
barna fyrir hljóðum tungumálsins
og tónlistin hjálpi þeim að læra vís-
urnar og festa í minni hljóð þeirra og
heiti. Auk þess séu „vísurnar gull-
náma orðaforða og málskilnings sem
síast inn í vitund barna gegnum
sönginn“.
Ragnar Ingi segir að mikið mál
hafi verið að finna lögin sem ekki
hafi verið frumsamin. „Við völdum
til dæmis nokkrar óskaplega fal-
legar rímnastemmur sem gott er að
kynna fyrir börnunum.“ Bókin hafi
þegar vakið mikla athygli og for-
eldrar og sérstaklega ömmur og afar
hafi keypt hana fyrir börn og barna-
börn, en hún eigi vissulega fullt
erindi í skólana.
Textarnir eru grípandi og gera
stafina ljóslifandi. Í er I með
kommu./Þeir sem vilja fá sér frí/fara
þá til Kanarí, yrkir Kristján Run-
ólfsson. Lítil, stór og út um allt/u-in
bognu dvelja, segir í vísu Emblu
Rúnar Hakadóttur. Að o sé hringur
er ekki plat, er byrjunin á vísu
Bjarna Hafþórs Helgasonar. Mitt
elskulega é é é kemur fyrir í vísu
Höskuldar Búa Jónssonar. Mjög er
M-ið meyrt og sigið/mitt um langa
arminn, segir Sigrún Haraldsdóttir.
Stendur ennþá stafrófið/frá A til Ö
eru lokaorð Ragnars Inga.
Dagmar Agnarsdóttir mynd-
skreytti bókina. Margrét Eir syngur
lögin. Pétur Valgarð Pétursson leik-
ur undir á gítar og Þórir Úlfarsson á
píanó. Í bókarlok eru höfundar texta
taldir upp sem og höfundar laga eða
uppruna laganna getið. Þar birtast
stafirnir í stafrófsröð. Auk þess eru
gítargrip fyrir stafavísur birt. Ing-
unn Wernersdóttir og Kvæða-
mannafélagið Iðunn styrktu útgáf-
una. „Tónlistin á netinu er rúsínan í
pylsuendanum,“ segir Ragnar Ingi.
„Ég held að bókin sé einsdæmi.“
Morgunblaðið/Eggert
Frjór Hugmynd Ragnars Inga Aðalsteinssonar er orðin að veruleika og hann telur bókina einsdæmi.
Mitt elskulega é é é
- Kennslubók og söngur til að örva lestraráhuga barna