Morgunblaðið - 18.05.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 116. tölublað . 109. árgangur .
BRÚÐULEIKHÚS
GRETU HLAUT
EYRARRÓSINA
VARÐI FYRIR
VAL Á SÍÐUSTU
SEKÚNDUNNI
KORTATRYGG-
INGAR DUGA
SKAMMT
HANNES ÞÓR 26 BÍLAR 16 SÍÐURHANDBENDI 28
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til
landsins í gærkvöldi með beinu flugi frá Danmörku. Hann
mun funda með Norðurskautsráðinu í Hörpu á fimmtudag.
Á dagskrá ráðherrans eru málefni norðurslóða sem og tví-
hliða málefni vestnorrænu landanna þriggja, Íslands, Fær-
eyja og Grænlands. Blinken mun í dag eiga fund með Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún hyggst nota tækifærið
og hvetja hann og utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavr-
ov, til þess að beita sér á alþjóðlegum vettvangi til að ná frið-
samlegri lausn í átökum Ísraelsmanna og Palestínumanna.
Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla fyrir utan
Hörpu meðan á fundahöldunum stendur. »4 & 10
Morgunblaðið/Eggert
Málefni norðurslóða í brennidepli í heimsókn Blinkens
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þórður Birgir Bogason, fram-
kvæmdastjóri RR Hótela, áætlar að
nýtingin hjá Reykjavík Residence
verði yfir 90% í júlí og ágúst. Mikil
umskipti séu í rekstrinum sem sé
ekki síst að þakka mikilli eftirspurn
frá bólusettum Bandaríkjamönnum.
Þá hafi eldgosið í Fagradalsfjalli
aukið áhugann á Íslandsferðum.
Mikil ásókn í nýja lónið
„Efnaðir Bandaríkjamenn eru
áberandi í sumar, gjarnan 30-65 ára,
sem ætla sér í ævintýraferðir á Ís-
landi. Nýir innviðir styrkja ferða-
þjónustuna. Við erum til dæmis stöð-
ugt að bóka miða í nýja Sky
Lagoon-lónið í Kópavogi og í nýja
náttúrusafnið í Perlunni. Slíkir stað-
ir styrkja Reykjavíkursvæðið í
sessi,“ segir Þórður Birgir.
RR Hótel selji gistinguna á svip-
uðu verði og 2019. Því sé ekki um út-
söluáhrif að ræða. Fleiri bókanir hafi
borist í maí en í maí 2019 og útlit fyr-
ir 90% herbergjanýtingu í vetur.
Spurður hvort skýringin á góðri
nýtingu hjá RR Hótelum sé minna
framboð af gistingu en vorið 2019
segir Þórður Birgir að stóru hótelin
séu opin fyrir pöntunum. Því sé
skýringin ekki minna framboð. Á
hinn bóginn hafi framboð íbúða á vef
Airbnb minnkað verulega frá 2019.
Keyptu reksturinn af Margréti
RR Hótel eru með gistirými fyrir
350 manns í 150 einingum undir
þremur vörumerkjum. Nú síðast
tóku RR Hótel yfir Oddsson-hótelið
á Grensásvegi en þar eru 77 her-
bergi. Margrét Ásgeirsdóttir opnaði
hótelið árið 2019 en hún rak jafn-
framt Circle hostel í JL-húsinu
ásamt syni sínum Ásgeiri Mogensen.
RR Hótel skoða fleiri hótelkaup.
Fá jafnmargar bókanir
og um ferðavorið 2019
- RR Hótel spá 90% nýtingu í júlí - Taka yfir önnur hótel
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kaup RR Hótel yfirtóku Oddsson.
MReikna með 90% nýtingu … »12
_ Umsóknum íslenskra aðila um
skráningu vörumerkja og einkaleyfi
fjölgaði á seinasta ári þrátt fyrir
samdrátt í efnahagslífinu. Íslenskur
sjávarútvegur og afleiddur iðnaður
hans skipar stóran sess í skráningu
einkaleyfa.
Skv. greiningu sem unnin var og
greint er frá í ársskýrslu Hugverka-
stofu tengist rúmlega fimmtungur
íslenskra einkaleyfisumsókna á ár-
unum 2010-2020 sjávarútvegi. Að-
eins þýsk fyrirtæki eiga fleiri sjávar-
útvegstengd einkaleyfi hér á landi
en íslenskir aðilar.
Alþjóðlegum umsóknum um vöru-
merki fækkaði á seinasta ári. Á
sama tíma fjölgaði vörumerkja-
umsóknum íslenskra aðila. Aftur á
móti hefur umsóknum um skráningu
hönnunar fækkað á seinustu árum.
Jón Gunnarsson samskiptastjóri
Hugverkastofu segir að af ein-
hverjum ástæðum hafi skráning á
hönnun ekki náð sömu vinsældum
meðal íslenskra hönnuða og annarra
hönnuða í Evrópu. Virðast íslensk
fyrirtæki, þ.á m. hönnuðir, frekar
nota vörumerkjaskráningar í aukn-
um mæli. »14
Mörg einkaleyfi í
sjávarútveginum
_ „Ég hef trú á
að ferðamögu-
leikar Íslendinga
verði talsverðir
þegar líða fer á
sumarið,“ segir
Bogi Nils Boga-
son, forstjóri Ice-
landair.
Vonir Íslend-
inga um að geta
ferðast til út-
landa virðast smám saman vera að
glæðast. Sífellt fleiri lönd búa sig
nú undir eða hafa opnað landamær-
in á ný og bólusetningum gegn kór-
ónuveirunni miðar víða vel.
„Þessi stóru ferðamannalönd,
Spánn, Ítalía, Grikkland, Frakk-
land, Malta, Krít, Kýpur og fleiri,
munu horfa til þess að vera tilbúin í
slaginn í júlí og ágúst,“ segir Jó-
hannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar. „Það er allt að opnast og
ég held að það verði brátt Ólympíu-
leikarnir í markaðssetningu á milli
þessara landa.“ »4
Gleði Ferðamenn
koma til Portúgals.
Ólympíuleikar í
markaðssetningu á
sumarleyfisferðum