Morgunblaðið - 18.05.2021, Side 8

Morgunblaðið - 18.05.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 FERSKT OG GOTT PASTA TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM! ÁReykjavíkurflugvelli er flug-braut sem búið er að skilgreina sem ekki-flugbraut og til að tryggja að enginn noti hana, ekki heldur í neyð, er búið að koma þar fyrir steypuklumpum og malbikshrúgu. Það dugði ekkert minna. Þessi gjörningur er ein af afleiðingum þeirrar skoðunar borgaryfirvalda að borgarbúar vilji hvorki ferðast með flugvélum né fólks- bílum, aðeins stræt- isvögnum og ofur- strætisvögnum. - - - Þess vegna hafaborgaryfirvöld lagt áherslu á að koma öllum flugbrautum út fyrir borgarlandið og út á Reykjanes, nánar tiltekið í Hvassahraun. - - - Njáll Trausti Friðbertsson al-þingismaður spurði sam- gönguráðherra á Alþingi í gær út í hugmyndir um flugvöll í Hvassa- hrauni í ljósi eldgossins í Geldinga- dölum. Mátti ljóst vera að fyrirspyrj- anda þótti heldur ótryggt að ætla með flugvöll nærri gossvæðinu, meðal annars þegar haft væri í huga að vísindamenn telji jarðhræringar á Reykjanesi geta „staðið yfir næstu 200-300 árin“. - - - Og ráðherra virtist á sama máliog sagði að það „gæti verið óskynsamlegt að fara í miklar fram- kvæmdir rétt á meðan slík hrina gengur yfir“, og vísaði þar til jarð- hræringanna sem taldar eru geta staðið um aldir. - - - Undir það má taka að eftir nokk-ur hundruð ár sé mögulegt að huga að því hvort gosóróinn sé að baki. En þangað til þarf að tryggja flugvöll í Reykjavík. Njáll Trausti Friðbertsson Til skoðunar – eftir nokkur hundruð ár STAKSTEINAR Sigurður Ingi Jóhannsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stafræn smiðja Vesturlands, Fab- Lab, mun opna móðurstöð á Akra- nesi og hafa bæjaryfirvöld undirrit- að samstarfssamning þess efnis við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auk fjölda annarra samstarfsaðila. Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri á Akranesi segir í samtali við Morgunblaðið að smiðjan hafi gríð- arlega mikla þýðingu fyrir bæinn: „Með þessu erum við á Akranesi að stuðla að því að við náum að búa okk- ur betur undir fjórðu iðnbyltinguna, sem á eftir að hafa gríðarleg áhrif á allt, til dæmis með gervigreind, sjálf- virknivæðingu og fleiru.“ FabLab er smiðja búin tækjum og tólum þar sem frumkvöðlum er gert kleift að skapa nánast hvað sem er. Þrjú fyrirtæki á Akranesi og ná- grenni taka þátt í uppbyggingu og þróun smiðjunnar með sérstöku framlagi; ELKEM, Norðurál og Skaginn 3X, en Brim leggur til að- stöðuna. Samanlagt leggja þessi fyrirtæki tólf milljónir til verkefnis- ins á næstu þremur árum. Smiðjan verður með aðsetur hjá þróunarfélaginu Breið við Bárugötu á Akranesi. Stefnt verður að því að auglýsa opna tíma í smiðjunni um næstu mánaðamót og í ágúst mun stundatafla fyrir smiðjuna taka gildi, þar sem hópum er úthlutað tímum. Stafræn smiðja opnuð á Akranesi - Móðurstöð FabLab opnuð á Bárugötu - Búin tækjum og tólum til sköpunar Ljósmynd/Akraneskaupstaður Samstarf Atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytið tekur þátt í verkefninu. Umhverfisstofnun skoðar að áfrýja dómi sem féll í Héraðsdómi Vest- fjarða nýlega í máli þyrlufyrirtæk- isins Reykjavík Helicopters ehf., þar sem framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og tveir flugmenn voru sýknaðir af ákæru fyrir brot gegn náttúruverndarlögum með því að selja þyrluferðir að friðlandinu á Hornströndum og lenda þyrlum þar. „Við þurfum að taka dóminn til skoðunar með okkar ráðuneyti og skoða hvernig sé rétt að bregðast við honum,“ segir Eva B. Sólan lögfræð- ingur Umhverfisstofnunar. Sýknudómurinn byggðist m.a. á því, að sú regla sem sett var í auglýs- ingu ráðherra um verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum hefði ekki haft fullnægjandi lagastoð í náttúruverndarlögum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmað- ur Miðflokksins, tók málið upp á Al- þingi í gær og spurði Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra hvort hann teldi ástæðu til að herða löggjöf. Ráðherra sagði að þetta yrði skoðað í ráðuneytinu, en hann hefði ekki svör við því hvað þetta þýddi nákvæmlega eins og staðan væri núna. Þorsteinn spurði einnig hvernig ráðherra og hans fólk hygðust fylgja eftir reglum um hámark 50 farþega sem mætti setja í land á Horn- ströndum hverju sinni. Búið væri að tilkynna að skemmtiferðaskip yrði á ferðinni kringum Ísland og komið hefði fyrir að þessi skip hefðu sett í land farþega og fleiri en þá 50 sem áskilið væri í reglum sem Umhverf- isstofnun hefur sett. Guðmundur Ingi sagði að landverðir eða aðrir að- ilar myndu fylgjast með því að eftir þessum reglum yrði farið. Skoða að áfrýja dómi vegna þyrluflugs - Auglýsing um verndaráætlun hafði ekki næga lagastoð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Friðland Horft frá Hornbjargsvita að Fjölunum undir Hornbjargi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.