Morgunblaðið - 18.05.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.05.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Unnið er að reglugerð og ýmsum nauðsynlegum frágangi hjá Um- hverfisstofnun til að íslensk stórfyrir- tæki geti nýtt sér þjónustu Carbfix, dóttufélags Orkuveitu Reykjavíkur. Lög um niðurdælingu á koltvísýringi voru afgreidd frá Alþingi í mars sl. Edda Sif Pind, framkvæmdastjóri Carbfix, vonast til þess að breyting- arnar geti klárast á næstu mánuðum. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álfyrirtækja, sagði frá því í Morgunblaðinu á dögunum að ef íslensk álver tækju þátt í þróun og nýtingu tækni sem fangar koldíoxíð varanlega, þá þyrftu þau engu að síður að greiða milljarða í losunargjöld inn- an ETS-kerfisins. Með innleiðingu nýju laganna breytist þetta, þannig að niðurdæling koltvísýringsins verður frádráttarbær gagnvart ETS-kerfinu, viðskiptakerfi ESB um losunarheim- ildir. „Það er mjög mikilvægt að Alþingi hafi stigið þetta skref og innleitt okkar tæknilausn í íslenska löggjöf. Þannig verður til fjárhagslegur hvati til að fyrirtæki fjárfesti í tæknilausnum á þessu sviði í stað þess að kaupa los- unarkvóta,“ segir Edda Sif. Hún segir að verð á losunarheim- ildum hafi hækkað ört á síðustu vikum og mánuðum og sé nú yfir 45 evrur á tonn. „Okkar lausn er orðin sam- keppnishæf. Sem dæmi þá er heild- arkostnaður við allt ferlið í niðurdæl- ingu okkar í Hellisheiðarvirkjun í kringum 20-25 evrur á tonnið, sem er verulega undir verðinu á losunarheim- ildunum.“ Mikilvægt skref Hún segir að sambærilegur kostn- aður við föngun og bindingu koltvísýr- ings frá stál-, sements- eða málmfram- leiðslu sé á bilinu 20-70 evrur á tonnið. „Því er samt spáð að verðið á losunar- heimildum haldi áfram að hækka auk þess sem kostnaður við föngun og förgun mun lækka með stærri skala. Það er farið að verða ákjósanlegt fyrir stórnotendur að velta fyrir sér að fjár- festa í lausnum í stað þess að halda áfram að kaupa losunarkvóta. Niður- dæling efnisins er mun umhverfis- vænni og betri leið því með því að fanga koltvísýringinn, blanda hann við vatn og dæla niður í berglögin, verður efnið aftur að grjóti til framtíðar. Það er hin náttúrulega leið.“ Niðurdæling kostar fimm evrur Edda segir til útskýringar að niður- dælingin sjálf kosti um fimm evrur á tonnið, en allt ferlið, að fönguninni meðtalinni, kosti á bilinu 40-70 evrur í dag, eins og segir hér að framan. Þjónusta Carbfix snýst bæði um föngun og bindingu, en fyrirtækið hyggst einnig bjóða fyrirtækjum bind- inguna eingöngu og hyggst fyrirtækið hefja slíka starfsemi frá og með árinu 2025. Þá verður tekið við koltvísýringi frá stóriðju í Evrópu sem flutt verður hingað með skipum, og því dælt inn í kerfi Carbfix sem staðsett verður ná- lægt álverinu í Straumsvík, en verk- efnið gengur undir nafninu Coda. „Í fyrsta áfanga ætlum við að dæla niður 300 þúsund tonnum á ári frá og með 2025. Afköstin verða komin í eina milljón tonn árið 2028 og þrjár millj- ónir árið 2030 sem nemur um 75% af heildarlosun Íslands.“ Frá því Carbfix var sett á stofn hef- ur fyrirtækið dælt 65 þúsund tonnum af koltvísýringi niður í berg og 35 þús- und tonnum af brennisteinsvetni. Sex starfsmenn starfa hjá Carbfix í dag. „Auk þess fáum við stuðning ann- ars staðar úr orkuveitusamstæðunni. Með auknum fjölda verkefna, eins og verkefninu í Straumsvík, þurfum við að fjölga í hópnum.“ Kominn fjárhagslegur hvati Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson Dæling Edda Sif segir að boðin verði binding eingöngu frá 2025. - Lög um niðurdælingu á koltvísýringi voru afgreidd frá Alþingi í mars sl. - Verð á losunarheimildum hækkað ört á síðustu vikum og mánuðum - Fanga og farga Koltvísýringur » Farið að verða ákjósanlegt fyrir stórnotendur að velta fyr- ir sér að fjárfesta í lausnum í stað þess að halda áfram að kaupa losunarkvóta. » Niðurdæling efnisins er mun umhverfisvænni og betri leið. » Sex starfa hjá Carbfix. hótelsvítur í hæsta turni Höfðatorgs, og loks Oddsson hótelið á Grensás- vegi 16a, sem er með 77 herbergi. Fá ágætt verð fyrir gistinguna „Þetta komst á flug fyrir tveimur vikum. Það er mikil aukning milli vikna. Bókunarstaðan er yfir 50% fyrir júlí og ágúst og stefnir í yfir 90% nýtingu hjá Reykjavík Resi- dence í júlí og ágúst. Haustið og vet- urinn líta einnig vel út. Við teljum að nýtingin verði yfir 90% í vetur en við höfum haft 94-96% ársnýtingu frá 2014, að undanskildu árinu 2020. Verðið er ágætt og á svipuðu róli og það hefur verið. Það er einfald- lega gríðarleg eftirspurn eftir ferða- lögum til Íslands og nú eru allar lík- ur á að Bretland opnist. Sem stendur koma 80-90% bókana frá bólusettum Bandaríkjamönnum,“ segir Þórður Birgir sem telur að flugið verði tak- markandi þáttur í sumar. Slík sé eftirspurnin eftir Íslandsferðum. Hann þakkar þennan góða árang- ur meðal annars því að Reykjavík Residence hafi í mörg ár notið þeirra forréttinda að vera í efsta sæti hjá Trip Advisor yfir hótel í Reykjavík. Svíturnar á Höfðatorgi séu mikið bókaðar næstu mánuði en sú gisting sé fyrir þá allra kröfuhörðustu. Náðu 85% nýtingu í fyrra RR Hótel hafi tekist að halda uppi 85% nýtingu hjá Reykjavík Resi- dence í fyrra. Meðal gesta hafi verið erlendir kvikmyndagerðarmenn, Ís- lendingar búsettir erlendis, fólk sem er tímabundið húsnæðislaust og fólk í sóttkví. Sem áður segir heyrir Oddsson hótelið á Grensásvegi nú undir RR Hótel. Margrét Ásgeirs- dóttir fjárfestir opnaði hótelið 2019 en hún skrifaði undir leigusamning við Íslenskar fasteignir. Keyptu reksturinn af Margréti Þórður Birgir segir aðspurður að RR Hótel hafi keypt reksturinn af Margréti í fyrravor um það leyti er kórónuveirufaraldurinn skall á. Íslenskar fasteignir eiga húsið en Íslensk fjárfesting á 60% hlut í því félagi og 100% hlut í RR Hótel. Nú stefni í að tekjur Oddsson hót- elsins í júlí verði tvöfalt til þrefalt meiri en í júlí í fyrrasumar, þegar ferðalög fóru tímabundið af stað. Vegna góðs gengis séu RR Hótel að skoða tvö hótelverkefni sem fela í sér að koma inn sem rekstraraðili og séu opin fyrir frekari tækifærum í rekstri á 10 ára afmælinu í ár. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þórður Birgir Bogason, fram- kvæmdastjóri RR Hótela, segir mik- il umskipti hafa orðið í rekstrinum á skömmum tíma. Bókunarhraði nýrra bókana fyrstu vikuna í maí 2021 sé jafn mikill og á sama tíma árið 2019. RR Hótel eru með gistirými fyrir 350 manns í 150 gistieiningum undir þremur vörumerkjum; Reykjavík Residence, sem er með 63 íbúðir í 8 húsum við Hverfisgötu og umhverfis Port 9 vínbar á Veghúsastíg, Tower Suites Reykjavík, sem er með átta Reikna með 90% nýtingu í júlí og ágúst Morgunblaðið/Arnþór Birkisson RR Hótel Oddsson á Grensásvegi. - Umskipti hjá RR Hótelum - Tóku yfir Oddsson og skoða fleiri yfirtökur 18. maí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.47 Sterlingspund 175.31 Kanadadalur 102.65 Dönsk króna 20.292 Norsk króna 15.075 Sænsk króna 14.903 Svissn. franki 137.79 Japanskt jen 1.1391 SDR 179.16 Evra 150.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.5999 Hrávöruverð Gull 1833.5 ($/únsa) Ál 2438.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.0 ($/fatið) Brent « Lífeyrissjóður verslunarmanna tók þátt í hlutafjárútboði Síldarvinnsl- unnar. Þetta hefur Morgunblaðið fengið staðfest. Ekki liggur nákvæm- lega fyrir hversu stórum hlut sjóðn- um var úthlutað í ljósi þess að hlutur fagfjárfesta var skertur vegna mikillar eftirspurnar. Hins vegar er ljóst að hluturinn nemur um einum milljarði króna. Stjórn sjóðsins hefur því ekki látið undan þrýstingi Ragnars Þórs Ing- ólfssonar, formanns VR, sem kallað hafði eftir því að lífeyrissjóðir og al- menningur tækju ekki þátt í útboði félagsins sem lauk í síðustu viku. Þar seldu núverandi eigendur félagsins 29,3% hlut í félaginu fyrir 29,7 millj- arða króna. Síldarvinnslan verður skráð á skipulegan hlutabréfamarkað Kaup- hallar Íslands 27. maí næstkomandi. Eru hluthafar fyrirtækisins nú um 7.000 talsins. Lífeyrissjóður versl- unarmanna var með STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.