Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kjarn-orku-vopnasmíði
klerkastjórn-
arinnar í Íran er
nú komin á fulla
ferð á ný með
komu Joes Bidens í Hvíta-
húsið. John Kerry var, eins og
Biden, lykilmaður í stjórn
Obama forseta. Hann komst í
fréttir nýlega þegar upplýst
var að utanríkisráðherra
Íransstjórnar nú og þá, Javad
Zarif, sagði, í leynilegri upp-
töku sem mátti ekki opinber-
ast í áratugi, að þáverandi
starfsbróðir sinn Kerry hefði
sagt sér frá 200 árásum
Ísraelsmanna á írönsk skot-
mörk innan Sýrlands!
Þeir Obama og Kerry stigu
óneitanlega sérkennilegt skref
þegar þeir féllu frá öllum
efnahagsþvingunum gagnvart
Íran vegna tilrauna þeirra til
að koma sér upp kjarn-
orkuvopnum í heimildarleysi,
og samþykktu að auki að
greiða klerkastjórninni miklar
fjárhæðir, sem hún taldi sig
eiga inni frá því að Khomeini
erkiklerkur hafði forystu um
að fella Pahlavi Íranskeisara
frá völdum í febrúar 1979. Í
framhaldinu niðurlægðu
klerkarnir stjórn Jimmys
Carters með því að „borg-
arar“ í Teheran gerðu innrás í
sendiráð Bandaríkjanna og
tóku á annað hundrað starfs-
menn þess í gíslingu. Carter,
sem var, eins og Biden, veikur
forseti, réð ekki við neitt.
Hann samþykkti þó vopnaðan
leiðangur til að frelsa gíslana
sem endaði með ósköpum sem
jók enn niðurlæginguna.
Obama lét svo á seinni hluta
valdaskeiðs síns senda Írans-
stjórn fjárfúlgurnar í reiðufé
og gekkst undir kröfur um að
seðlarnir yrðu hafðir í fleiri
en einni mynt, margnotaðir og
snjáðir og því illrekjanlegir
eftir númeraröð. Slík seðla-
búnt virtust einkum fallin til
að brúka til verka sem þyldu
ekki dagsins ljós.
Og í sömu andrá féll Obama
frá viðskiptaþvingunum á
framleiðslu Írana, og þar
skipti olíuútflutningur lang-
mestu, og gerði Íran á ný að
helsta efnahagsveldi svæð-
isins í einni svipan. Í stuttu
máli fékk forseti Bandaríkj-
anna í þessum skiptum heim-
ild til að fylgjast mætti með
verkferlum Íransstjórnar í
kjarnorkumálum. Gagnrýn-
endum þótti það eftirlit vera í
skötulíki og yrði að öllu leyti
að treysta heilindum Írans-
stjórnar sem hafði ekki verið
hægt fram að því.
En þess utan var enda-
punktur samningsins eftir að-
eins 10 ár og þá gæti Írans-
stjórn ein tekið
ákvörðun um að
framleiða kjarn-
orkuvopn og eng-
inn annar fengi
rönd við reist. Ísr-
aelsstjórn var
mjög andvíg þessu brölti,
enda klerkastjórnin í hópi
þeirra haturshópa og -ríkja
sem hvað eftir annað kölluðu
eftir gereyðingu Ísraels. En
fleiri voru óttaslegnir, því að
þeim ríkjum araba sem hafa
átt allgóð samskipti við
Bandaríkin var mjög brugðið.
Það jók áhyggjurnar á svæð-
inu að Teheranstjórnin er
fjárhagslegur bakhjarl Ham-
as, hreyfingarinnar sem
stjórnar Gaza og Hezbollah,
sem er vopnuð stjórnmála-
hreyfing sem fer sínu fram í
Líbanon og er í jafnnánum
tengslum við klerkastjórnina
og Hamas á Gaza.
Eftir að Joe Biden tók upp
gamlan þráð Obama urðu Ísr-
aelsmenn mjög órólegir. Þeir
eru því taldir hafa gert net-
árásir á verin þar sem kjarn-
orkuvopn eru þróuð til að
draga úr hraða væðingar
kjarnorkuvopna í Íran. Æðsti
klerkur Írans, Al Khamenei,
tilkynnti í nóvember sl. að
leyniþjónusta Ísraels, Mossad,
hefði gert fyrirsát og fellt
Mohsen Fakhrizadeh, lykil-
mann í vísindalegri uppbygg-
ingu kjarnorkuvopna í Íran.
Sá var myrtur í desember
2020 þegar ljóst var að Joe
Biden tæki senn við embætti.
Ári fyrr gaf Trump forseti
fyrirmæli um að herforinginn
Soleimani skyldi drepinn í
loftárás. Hann var trúnaðar-
maður Al Khameneis og
tengiliður við Hamas á Gaza
og Hezbollah í Líbanon og
önnur hryðjuverkaöfl. Getgát-
ur voru um að Mossad hefði
einnig komið að því verki. Í
báðum tilvikum hótaði æðsti
klerkur grimmilegum hefnd-
um.
Hamas hefur nú skotið þús-
undum sprengiflauga í átt að
byggðum í Ísrael. Öflugar
loftvarnir þar hafa náð að
eyða flestum þeirra, en fjöld-
inn var svo mikill að fleiri
náðu í gegn en líklegt var. Það
er öllum ljóst að Hamas
ákveður ekki slíka hernaðar-
aðgerð. Lokaorðið er austar
og þar er hún einnig fjár-
mögnuð og séð um flutning
vopna á skotstað.
Íransstjórn óttast ekki við-
brögð stjórnvalda í Wash-
ington eins og hún hefði gert
fyrir fáeinum mánuðum. En
viðurkenna má að Ali Kham-
enei erkiklerkur hótaði
grimmilegum hefndaraðgerð-
um og nú er að minnsta kosti
hluti þeirra kominn fram.
Það fer vart á milli
mála að stríðinu í
Ísrael og Gaza var
startað í Íran}
Staðið við hótanir
V
ið í Flokki fólksins lýsum yfir þung-
um áhyggjum vegna stighækkandi
verðbólgu og þeirra afleiðinga sem
þetta getur haft fyrir íslensk heim-
ili. Verðbólgan hér á landi mældist
4,6 prósent nú um síðustu mánaðamót. Þar með
var hún orðin næstum tvöfalt hærri en verð-
bólgumarkmið Seðlabankans en það er 2,5 pró-
sent. Gögn á heimasíðu bankans sýna ótvírætt að
verðbólga hefur aukist jafnt og þétt frá því
Covid-faraldurinn hófst í endaðan janúar 2020.
Þá var hún 1,7 prósent.
Þegar bandaríska hagkerfið hnerrar fær það
íslenska kvef. Því er áhugavert að skoða verð-
bólguþróun þar vestra. Í Bandaríkjunum er hún
ískyggileg. Þar hefur verðbólgan aukist úr 0,3 prósentum í
apríl 2020 í 4,2 prósent nú í apríl 2021. Í mars á þessu ári var
verðbólga í Bandaríkjunum 2,6 prósent. Þetta endurspeglar
umtalsverðar verðhækkanir á ýmsum vörum á heimsmark-
aði. Þær munu eflaust koma fram hér á landi og verða verð-
bólguhvati hjá okkur. Horfum við fram á stóraukna dýrtíð
og víðtæka heimskreppu vegna Covid?
Við í Flokki fólksins erum ekki ein um að vera órótt
vegna þessa. Hinn 5. maí sl. sendu Hagsmunasamtök heim-
ilanna frá sér áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hún efni
loforð sín um að bregðast við til að vernda heimilin fyrir
áhrifum verðbólgu. Þar segir m.a.: „… þó margir hafi flúið
verðtrygginguna á undanförnum mánuðum er það alls ekki
á allra færi. Það eru einmitt þau sem verst standa sem ekki
geta flúið verðtryggða leigu eða húsnæðislán. Það er engan
veginn réttlætanlegt að þau greiði hæsta gjald-
ið vegna ástands sem þau bera enga ábyrgð á.
Það er algjörlega óviðunandi að áhrifa þessa
ástands á verðtryggð lán heimilanna gæti um
ókomna tíð, því þegar verðtryggðu lánin hafa
einu sinni hækkað þá lækka þau ekki aftur. Í
þessu felst einmitt einn stærsti galli
verðtryggingarinnar. Heimilin súpa seyðið um
alla framtíð vegna tímabundinnar hækkunar
verðbólgu, á meðan lánveitendur hagnast um
langa framtíð á þessari sömu tímabundnu
hækkun.“
Fjármálaráðherra segist engar áhyggjur
hafa af verðbólguskoti. Forsætisráðherra fór
undan í flæmingi þegar ég spurði hana um að-
gerðir í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Þau lifa í ósk-
hyggju um að verðbólgan lækki síðar á þessu ári og virðast
ráðþrota gegn aðsteðjandi hættu.
Ég spyr: Af hverju hefur ríkisstjórnin ekki gripið til fyr-
irbyggjandi ráðstafana til að verja heimili landsmanna í
tíma þegar hækkun verðtryggðra skuldbindinga vegna
verðbólgu af völdum faraldursins skellur á þeim? Hvað ætl-
ar ríkisstjórnin að gera, nú á síðustu vikum þingsins, til að
verja heimilin fyrir verðbólgudraugnum? Mun hún styðja
frumvarp Flokks fólksins sem bannar verðtryggingu hús-
næðislána og um leið sýna það í verki að hún vinnur ekki
einungis að sérhagsmunagæslu fyrirtækja heldur og er
tilbúin að verja heimilin í landinu gegn aðsteðjandi vá?
Inga Sæland
Pistill
Verðbólgudraugurinn ógnar fólkinu
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Í
slenskum vörumerkja-
umsóknum fjölgaði í fyrra um
5,2% þrátt fyrir slæmt efna-
hagsástand í kjölfar kórónu-
veirufaraldursins en Hugverkastofu
barst alls 671 landsbundin vöru-
merkjaumsókn frá íslenskum aðilum
í fyrra. Þá fjölgaði einnig lands-
bundnum einkaleyfisumsóknum frá
aðilum á Íslandi í fyrra um 8,5% og
svonefndum IS-PCT alþjóðlegum
umsóknum íslenskra aðila fjölgaði
um 33%. Þetta má sjá í nýútkominni
ársskýrslu Hugverkastofu.
Borghildur Erlingsdóttir, for-
stjóri Hugverkastofu, bendir á í
skýrslunni að það sé afar jákvætt að
verða vitni að aukningu í vöru-
merkja- og einkaleyfaumsóknum frá
íslenskum aðilum sem margir blási
til sóknar og leggi áherslu á nýsköp-
un. „Fjöldi umsókna er oft talinn
vera mælikvarði á stöðu nýsköpunar
og markaðsstarfs hér á landi og því
er jákvætt að sjá þessa grósku hjá
íslenskum fyrirtækjum á erfiðum
tímum,“ segir hún.
Sjávarútvegurinn áberandi
Erlendir aðilar eru þó sem fyrr
stærsti hópurinn og það á við um all-
ar umsóknir og réttindi sem öðlast
gildi hér á landi á hverju ári.
Þegar íslensk einkaleyfi eru
skoðuð kemur í ljós að sjávarútvegur
og afleiddur iðnaður skipa þar stóran
sess. Yfir helmingur íslenskra einka-
leyfa sem eru í gildi hér á landi teng-
ist sjávarútvegi og frá 2010 og til
seinustu áramóta tengist rúmlega
fimmtungur íslenskra einkaleyfis-
umsókna sjávarútvegi. Þetta kemur
fram í greiningu sem Hugverka-
stofan og Nordic Patent Institute
stóðu að. Pétur Vilhjálmsson, sviðs-
stjóri hjá Hugverkastofu, segir í árs-
skýrslunni að frá 2010 hafi verið tekið
á móti 492 íslenskum umsóknum um
einkaleyfi og þar af eru 105 umsóknir
tengdar sjávarútvegi. Á fyrri hluta
tímabilsins voru einkaleyfi á sviði
veiða og vinnslu algengust en á síðari
árum eru einkaleyfi á afleiddum af-
urðum og uppfinningum sem tengjast
fiskeldi orðin meira áberandi. 40%
yngstu einkaleyfanna eru nú á sviði
fiskeldis og afleiddra afurða. „Aðeins
þýsk fyrirtæki eiga fleiri sjáv-
arútvegstengd einkaleyfi hér á landi
en íslenskir aðilar,“ segir Pétur.
Færri skráningar á hönnun
Á sama tíma hefur umsóknum
um skráningu hönnunar aftur á móti
farið fækkandi. Jón Gunnarsson, sam-
skiptastjóri Hugverkastofu, segir við
Morgunblaðið að ýmis merki séu um
að skráningum á hönnun hafi fækkað
almennt í heiminum í fyrra og er
ástæðan rakin til efnahagsástandsins í
kjölfar faraldursins.
„En þegar horft er á fjölda skrán-
inga á hönnun hér á landi síðustu ár þá
er þróunin vissulega neikvæð og það
sem af er árinu 2021 eru ekki merki
um viðsnúning í þessari þróun,“ segir
Jón. „Það er erfitt að benda á ein-
hverja eina skýringu á þessu. Lang-
flestar skráningar hér á landi eru í
eigu erlendra aðila og eru það aðallega
aðilar í iðnhönnun sem sjá hag sinn í
því að sækja um vernd á Íslandi. Mið-
að við þá grósku sem er í nýsköpun og
hönnun hér á landi myndi maður telja
að það ætti að vera meiri eftirspurn
eftir skráningu á hönnun. Af ein-
hverjum ástæðum hefur skráning á
hönnun ekki náð sömu vinsældum
meðal íslenskra hönnuða og annarra
hönnuða í Evrópu, t.d. annars staðar á
Norðurlöndum,“ segir hann.
Blésu til sóknar með
áherslu á nýsköpun
9
5 5
7 6
9 9
17
15 16
26
8
4 3
2
5 4
4
2
3
6
2
10
6
8
3
4
10
3
3
17
5
4
Einkaleyfi tengd sjávarútvegi
Fjöldi umsókna um einkaleyfi 2010-2020
Aðilar sem hafa einkaleyfi tengd sjávarútvegi á Íslandi
20
15
10
5
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Heimild:
Hugverkastofan
Fjöldi einkaleyfa
Birtar
umsóknir
Marel hf. 14
Skaginn hf. 6 16
Hampiðjan hf. 7 5
Kerecis ehf. 3
Valka ehf. 3 1
Genis hf. 2 5
Style Technology ehf. 2 2
Sæplast Iveland hf. 2 1
3x Technology 1
Atli Már Jósafatsson 1 1
Björn Halldórsson 1 1
Fjöldi einkaleyfa
Birtar
umsóknir
Fjarðarnet ehf. 1
Fjólmundur
Fjólmundarson
1
Fossadalur ehf. 1
Héðinn hf. 1 2
Jón Bragi Bjarnason 1
Lipid Pharmaceuticals ehf. 1
Marglidi ehf. 1 1
Micro-ryðfrí smíði ehf. 1 1
Norður ehf. 1
Vaki – fiskeldi hf. 1 2
Veiði og vinnsla Fiskeldi Afleidd afurð
Íslenskir aðilar eiga lítinn hluta
einkaleyfa sem í gildi eru hér á
landi. Heildarfjöldi þeirra er nú
8.750 en þar af eru 93 í eigu ís-
lenskra aðila. Meirihlutinn eða 52
tengjast sjávarútveginum.
Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi
hafa einnig sótt um og fengið
fjölda einkaleyfa erlendis. Frá
2010 hafa íslensk fyrirtæki lagt
inn a.m.k. 124 umsóknir um
einkaleyfi erlendis sem tengjast
sjávarútvegi, í mestum mæli á
helstu markaðssvæðum Íslands í
Bandaríkjunum og Evrópu en
einnig m.a. í Ástralíu og Kanada.
Tæpur helmingur umsókna um
einkaleyfi hefur verið birtur.
Flestar eru í eigu Marels hf. sem
er með 14 einkaleyfi í gildi, Skag-
inn hf., Hampiðjan hf., Kerecis
ehf., Valka ehf. og Genis hf. koma
svo í næstu sætum þar á eftir.
52 tengjast
sjávarútvegi
EINKALEYFI