Morgunblaðið - 18.05.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.05.2021, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 Stokkið Kári Heiðdal sendir labradorhundinn sinn, hana Bíbí, í svonefnda vatnasókn og Bryndís Bragadóttir fylgist vel með. Bíbí stekkur af stað, enda þarf hún að æfa sig að sækja veiðibráð. Gunnar Örn Arnarson Það er nú svo að í okkar góða landi eru víða mannréttinda- brot. Vert er að fjalla um eitt þeirra sem snýr að starfslokum fólks á vinnumarkaði. Ótalinn fjöldi kvenna og karla hefur misst vinnu löngu fyrir töku lífeyris. Hvað tekur þá við? Jú, þrautaganga á atvinnuleysisbótum og margendurteknar umsóknir um at- vinnu. Umsóknum um atvinnu er sjald- an svarað og nánast aldrei boðið viðtal. Þarna er kennitalan að verki, segja flestir. Ekki er skoðuð færni, hæfni og reynsla. Þetta upp- lifir fólk sem mikla höfnun og nið- urlægingu. Hvað er að á vinnumarkaðnum? Hér er um að ræða fólk sem mætir alltaf og er heill reynslu- brunnur í sinni starfs- grein. Við þurfum nýja ráðningarstofu með nýjar hugmyndir um mannauð sem sérhæfir sig í þessum mannauði og hvernig best er að vekja fólk til meðvit- undar um tapið sem atvinnulífið verður fyr- ir. Nokkrar hliðar eru á þessu stóra máli. Má þar nefna endurhæfingu á atvinnuleysisbótum sem þó nokkrum sinnum leiðir til atvinnutækifæra á vinnumarkaði en fleiri fara á örorku. Sú leið er dýr bæði vegna kostnaðar lífeyrissjóða og almannatrygginga en ekki síst í niðurbroti fólks við að vera ekki virkt í samfélaginu. Það þarf sterk bein og dugnað til að bogna ekki. Við gerum langflest ráð fyrir að vinna til 65 ára og upp í 70 ára, sem mörgum finnst vera lokatala, en vilja líka vinna fram yfir 70 ára aldur. Hátt í 20% vilja vinna lengur samkvæmt könnunum. Hvers vegna að negla fólk við afmælisdag- inn sinn? Atvinnufrelsi er fallegt orð og ætti að vera meira notað. Atvinnusköpun með miðaldra fólk í huga er vænlegur kostur og ætti líka að hvetja sprotafyrirtæki til að huga að þeim mannauði sem í eldra fólki býr. Í nýsköpun í mat- vælaiðnaði hafa verið teknar fram gamlar uppskriftir og eru margar þeirra að gera það gott. Eitt skemmtilegt dæmi um hvernig hjónabandssælan og randalínan urðu að sparikaffimeðlæti. Ég tala nú ekki um pönnukökurnar, sem allar ömmur eru beðnar um. Víða erlendis er fólk að vinna hluta úr degi eins og á hótelum við morgunverðarhlaðborðin. LEB tel- ur að það sé mannréttindabrot að hafna fólki vegna aldurs. Aldurs- fordómar eiga ekki að vera til. Lög um endurnýjun ökuskírteina eru eitt dæmi um fordóma; gömul lög þegar fólk um sjötugt var líkt og fólk er í dag um áttrætt. Við lifum lengur og getum æði margt mun lengur en foreldrar okkar. Danir hafa aflagt sambærilegar reglur og hér eru um endurnýjun öku- skírteina. Kostnaður fyrir sam- félagið er mikill; læknisferð og ferð til sýslumanns, eina sem hefur batnað er að ekki þarf mynd í hvert sinn. Skorum á stjórnvöld að aflétta þessu úrelta kerfi. Æði margir vita ekki af því að það þarf að fá nýtt ökuskírteini 70 ára því enginn er að skoða svo gamalt próf, sem getur verið 53 ára gamalt. Var einhvern tíma á þessum 53 árum boðið upp á endurmenntun? Nei, en lítil tilraun var gerð fyrir nokkrum árum í ökuendurhæfingu með sam- göngustofu. Það námskeið líkaði mjög vel og þarf að taka upp að nýju. Vinnum að fjölbreyttara starfs- vali á efri árum og sýnum fólki virðingu. Verndum störfin okkar, gott fólk. Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur » Aldursfordómar eiga ekki að vera til. LEB telur það mann- réttindabrot að hafna fólki vegna aldurs. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. thor8@simnet.is Vanvirðing við eldra fólk Áhugi á málefnum norðurslóða er mikill og fer vaxandi, þar fara norðurslóðaríkin Bandaríkin, Kanada, Rússland og Norður- löndin auðvitað fremst í flokki en áhuginn er síst minni hjá löndum sem eru fjarri norðurslóðum. Bráðnun íssins opnar nýjar siglingaleiðir sem stytta siglingaleiðina milli Asíu og Evr- ópu um allt að 40%. Því fylgja ým- is tækifæri, á svæðinu eru auð- lindir en síðast en ekki síst hafa flest ríki áttað sig á að þær miklu breytingar sem eru að verða á svæðinu sökum loftslagsbreytinga hafa áhrif á okkur öll. Ekki bara okkur sem búum á norðurslóðum. Ríki og ríkjasambönd eru ekki ein um að hafa áhuga á svæðinu, tækifærum og ógn- unum sem þar lúra heldur hefur atvinnu- lífið og fjöldi félaga- samtaka mikinn áhuga á svæðinu. Fyrir Ísland felast margvísleg tækifæri í auknum alþjóðlegum áhuga á norður- slóðum. Sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli norðurskautsríkj- anna í austri og vestri, er Ísland í ákjósanlegri aðstöðu til að marka sér enn frekar sess sem vett- vangur umræðu og ráðstefnuhalds um norðurslóðir. Rannsóknir eru forsenda þess að greina megi þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað á norðurslóðum og meta hvaða viðbragða er þörf. Norður- slóðarannsóknir snerta mörg fræðasvið og kalla á virkt alþjóð- legt samstarf. Þarna liggja mikil sóknarfæri fyrir Ísland að vera vettvangur opinnar umræðu um rannsóknaniðurstöður, leiða sam- an rannsakendur frá ýmsum lönd- um, finna leiðir til að hagnýta rannsóknaniðurstöður og stuðla að nýsköpun. Það er því mikilvægt að nýta krafta fræðasamfélagsins sem heildar hér á landi til að nýta sem best þekkingu þess og reynslu. Enda eru verkefni fram- tíðarinnar krefjandi og kalla á framsýnar lausnir, öflugt samstarf og víðtæka þátttöku fræða- samfélagsins í samstarfi við einka- aðila, sveitarfélög og ríki. Hringborðið Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) hefur frá 2013 verið einn helsti opni umræðuvettvangurinn um málefni svæðisins. Árleg þing þess í Hörpu í Reykjavík hafa að jafnaði verið sótt af rúmlega tvö þúsund gestum víðs vegar að – jafnt ráðamönnum, fræðafólki og fulltrúum grasrótarsamtaka og at- vinnulífs. Auk þess hefur Hring- borðið haldið fjölmenn málþing og ráðstefnur víða um heim. Í því skyni að treysta til framtíðar stoð- irnar undir starf Hringborðs norð- urslóða er hafinn undirbúningur að stofnun norðurslóðaseturs á Ís- landi, sem kennt yrði við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi for- seta Íslands og hvatamann að stofnun þess. Einnig má líta til möguleika á að efla tvíhliða og fjölhliða samstarf á sviði norð- urslóðarannsókna og fræða, sem og um sjálfbæra nýsköpunarstarf- semi. Nýsköpun er ekki bara æskileg heldur nauðsynleg til að tryggja efnahagslega velgengni þjóð- arinnar en líka til að leysa stærsta úrlausnarefni samtímans sem er hnattræn hlýnun. Hugvitið er upp- spretta nýsköpunar og stærsta auðlind okkar, auðlind sem við getum virkjað endalaust. Eftir Bryndísi Haraldsdóttur »Hugvitið er upp- spretta nýsköpunar og stærsta auðlind okk- ar, auðlind sem við get- um virkjað endalaust. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokks og formaður þingmanna- nefndar um endurskoðun norður- slóðastefnu. bryndish@althingi.is Norðurslóðir og þekkingareyjan Ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.