Morgunblaðið - 18.05.2021, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021
✝
Hugrún
Högnadóttir
fæddist á Patreks-
firði 22. ágúst 1966.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 4. maí
2021.
Foreldrar Hug-
rúnar voru Högni
Halldórsson, f. 12.
maí 1931, d. 14. des-
ember 1997, og
Rósamunda Hjartardóttir, f. 18.
desember 1927, d. 25. janúar
2014.
Hugrún ólst upp á Patreks-
firði og var yngst í hópi fimm
systkina. Þau eru Gunnar Hjört-
ur Björgvinsson, f. 3. apríl 1950,
d. 28. október 2003, Elfar
Högnason, f. 17. ágúst 1958, Hel-
ena Högnadóttir, f. 4. nóvember
1959, og Vignir Högnason, f. 13.
febrúar 1964, d. 13. október
1996.
Hugrún kynntist Víkingi And-
rew Erlendssyni á haustmán-
uðum 1984 og bjuggu þau saman
alla tíð síðan. Þau giftu sig 5. júlí
1997. Foreldrar Víkings eru Er-
lendur Sæmundsson, f. 11. maí
1931. d. 30. mars 1997, og Marjo-
rie Sæmundsson, f. 7. september
1935, d. 21. ágúst
1988. Synir Hug-
rúnar og Víkings
eru Viðar Örn, f. 29.
september 1988,
sambýliskona Bet-
han Paquin, f. 15.
apríl 1991, og
Brynjar, f. 18. sept-
ember 1991.
Hugrún stundaði
nám við Framhalds-
skólann á Laugum
og útskrifaðist sem matfræð-
ingur frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti. Hún starfaði fyrst í
mötuneyti Landspítalans en á
árunum 1992-1998 bjuggu þau
Víkingur á Eiðum í Fljótsdals-
héraði þar sem Hugrún starfaði
við Alþýðuskólann. Árið 1998
flutti fjölskyldan til Hafn-
arfjarðar þar sem Hugrún bjó til
æviloka. Hugrún starfaði alla tíð
eftir það hjá Hertz bílaleigu á
ýmsum stöðum.
Útför Hugrúnar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
maí 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13. Athöfninni verður
einnig streymt á:
https://youtu.be/-zDmyMyn_80
Streymishlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Þú
Þú sem ert mitt blíða blóm,
þú sem ert mín sæla gleði,
þú sem ert mín sára sorg,
þú sem ert mitt ljúfa líf,
þú sem ert það sem ég er,
þú sem ert mér allt.
Þú sem heitir Hugrún.
Þú verður alltaf með mér, hjá
mér, í hjarta mér.
Víkingur A. Erlendsson.
Rommfrómas með ananas
500 g rjómi
250 g egg, 3-4 stk.
8 blöð af matarlími
500 g hakkaður ananas úr dós
150 g sykur
rommdropar
Borið fram með ást og hlýju á
hverjum jólum. Ekki gleyma
möndlunni í miðri skál. Hunsaðu
alla sem segja þetta vera gam-
aldags og vilja frekar heima-
gerðan ís. Gerðu samt ísinn líka.
Viðar Örn Víkingsson og
Brynjar Víkingsson.
Elsku systir. Mér þótti svo
óendanlega vænt um þig og ég
veit að það var gagnkvæmt.
Okkar daglegu samskipti voru
svo mikils virði fyrir okkur báð-
ar, þó sérstaklega þetta síðasta
ár sem var okkur báðum erfitt,
nú kveð ég með sömu orðum og
við enduðum símtöl okkar á alla
daga: Góða nótt, guð geymi þig,
sofðu rótt og dreymi þig vel, love
you love you.
Þín systir,
Helena.
Hugrún mágkona mín var
glæsileg kona í öllu tilliti, sökum
dugnaðar, heiðarleika og sam-
viskusemi var hún allstaðar au-
fúsugestur, hvort sem var í
starfi eða leik.
Hún var í miklu uppáhaldi hjá
barnabörnum okkar Helenu
enda reyndist hún þeim vel um
ótalmargt, þau eiga eftir að
sakna hennar mikið.
Víkingur, Viðar Örn og
Brynjar, ykkar missir er mestur
en fallegar minningar munu
hjálpa við að komast yfir sorgina
sem umvefur allt um sinn.
Mágkonu minni ljósið lýsi
á leið sem enginn sér.
Góða konu guð nú hýsi
því gekk hans veginn hér.
Kæra mágkona, takk fyrir
allt.
Farðu í friði og megi hið eilífa
ljós varða leiðina.
Ólafur Torfason.
Ekki hélt ég að ég ætti eftir
að þurfa að skrifa minningar-
grein um æskuvinkonu mína,
sem var tekin allt of snemma frá
okkur, en svona er lífið ósann-
gjarnt. Hún var búin að berjast
eins og hetja við illvígan sjúk-
dóm í um ár og bar sig ávallt vel.
Hugrún, eða Hugga eins og
ég kallaði hana alltaf, hefur ver-
ið vinkona mín frá því ég man
eftir mér. Við ólumst upp saman
á Patreksfirði og bjuggum í
sömu götu en það voru einungis
tvö hús á milli okkar. Við bröll-
uðum mikið saman. Það var allt-
af gott að koma heim til Huggu,
sérstaklega þegar Rósa mamma
hennar var nýbúin að steikja
kleinur og ástarpunga. Við vor-
um saman alla okkar barnæsku.
Hún kom alltaf við hjá mér og
við gengum saman í skólann.
Svo kom að því að hún fór í
framhaldsskóla út á land og ég
fór til Reykjavíkur, en alltaf
héldum við sambandi. Svo flutti
Hugga til Reykjavíkur og við
stofnuðum okkar fjölskyldur.
Einn daginn ákváðu þau
hjónin að fara á Eiða að skoða
aðstæður þar því Huggu var
boðin vinna og þótti mér það
svolítið erfitt að hún ætlaði að
flytja úr bænum. Ég passaði
drengina hennar og Víkings á
meðan þau skruppu austur að
skoða aðstæður. Þau tóku svo
ákvörðun að flytja austur. Þar
sá hún um að elda ofan í skóla-
börn og var kokkur á hótelinu á
sumrin. Eitt sumarið ákvað ég
að keyra með börnin mín austur
til þeirra og var ég hjá þeim í
nokkurn tíma og var það æð-
islegur tími.
Eftir dvölina á Eiðum fluttu
Hugga og Víkingur í Hafnar-
fjörðinn. Við vorum með
ákveðnar hefðir, t.d. hittumst
við á hverju einasta þriðjudags-
kvöldi, borðuðum saman skötu á
Þorláksmessu og ég borðaði
alltaf hjá henni saltkjöt og
baunir á sprengidaginn. Hún
var mikill snyrtipinni og mjög
skipulögð, t.d. ef hún sýndi
manni fataskápinn, þá var eins
og maður væri að kíkja inn í
tískuverslun, allt í röð og reglu
eftir litum.
Við erum átta stelpur frá Pat-
reksfirði sem hittumst tvisvar á
ári og höfum gert það í rúm 20
ár. Eitt árið fór hópurinn til
Barcelona og leigði íbúð sem leit
mjög vel út á myndum í tölv-
unni. Þegar við komum á stað-
inn var hún ekki eins flott og
myndirnar gáfu til kynna en
vandist með tímanum. Ég og
Hugga vorum saman í rúmi sem
líklega var mjög mikið notað því
það var eins og V í laginu og
rúlluðum við því báðar í miðjuna
og lágum klesstar saman. Þetta
voru yndislegir tímar. Ég gæti
skrifað endalaust um okkur.
Það var alltaf sterk taug á
milli okkar. Eitt sinn hringdi
hún í mig og þurfti að segja mér
svolítið. Ég varð fyrri til og
sagði: „Ég veit hvað þú ætlar að
segja mér, þú varst að gifta
þig.“ Hún var mjög hissa því það
var raunin en mig hafði dreymt
það nokkrum dögum áður.
Það er alveg ómetanlegt að
hafa átt vinkonu eins og þig.
Elsku vinkona, ég sakna þín
mikið og ég mun lifa lengi á því
þegar þú hringdir tvisvar sinn-
um í mig daginn áður en þú
kvaddir og varst svo hress.
Elsku Víkingur, Viðar og
Brynjar. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og hugur minn er
hjá ykkur. Megi Guð vera með
ykkur þessa dimmu daga.
Þín æskuvinkona.
Lengri grein á www.mbl.is/
andlat
Björk (Bökka).
Í dag kveðjum við Hugrúnu
æskuvinkonu okkar eftir erfið
veikindi. Við bjuggum allar á
Patreksfirði og nálægt hver
annarri á Geirseyrinni. Eins og
svo margir fyrir vestan þá var
nafnið stytt og Hugrún kölluð
Hugga á uppvaxtarárunum og
alla tíð meðal okkar vinkvenn-
anna. Eftir grunnskóla skildi
leiðir um stund þegar við fórum
sitt á hvað í nám og störf en fyr-
ir 25 árum ákváðum við að nú
væri kominn tími til að hittast
reglulega og úr varð að fyrsta
helgin í maí yrði okkar. Það eina
sem gat breytt því var ef ein-
hver var að ferma þá helgina,
annars stóðst hún. Okkur þótti
nú tilhlýðilegt að félagsskapur-
inn fengi eitthvert nafn og úr
varð að kalla hópinn Patrópúka.
Oftast hittumst við í Grundar-
firði þar sem við nutum þess að
borða góðan mat, drekka gott
vín og hlæja okkur máttlausar.
Stundum skelltum við okkur
líka í sumarbústað og ekki má
gleyma ferðum okkar til Barce-
lona og Oxford sem voru dásam-
legar. Bingó hefur alltaf verið
spilað, Huggu til ama því hún
vissi fátt leiðinlegra, nema hún
fengi að vera bingóstjóri. Einu
sinni ákvað undirbúningsnefnd-
in að það væri alveg bráðnauð-
synlegt að allir púkarnir lærðu
að búa til þæfðan ullartrefil og
hefur sú tilraun valdið ófáum
hlátrasköllunum í gegnum árin,
því aðra eins vitleysu hafði hún
Hugga aldrei heyrt né tekið þátt
í. Við vissum svo sem allar að
hún hafði aldrei lokið neinu
stykki í handavinnu í gamla
daga en það mátti reyna. Hugga
var aftur á móti gríðarlega sterk
í eldhúsinu og oftar en ekki eld-
aði hún handa okkur ofsalega
góðan mat og listilega fram bor-
inn. Sumar okkar áttu einnig ófá
símtölin við Huggu þar sem um-
ræðuefnið var matur, mat-
reiðsluaðferðir eða frásögn af
góðum veitingastað. Uppskrift-
irnar flugu á milli með aukinni
notkun símanna og myndir af
matreiðslunni poppuðu reglu-
lega upp á skjánum.
Hugga var einstaklega hlý
kona og faðmlagið hennar
sterkt og gott. Þótt við hittumst
stundum á hverjum degi var
alltaf faðmast og kysst, því
þannig var hún bara og þannig
erum við allar orðnar. Hugga
var stórglæsileg kona og aldrei
fór hún út úr húsi án þess að
blása og slétta á sér hárið. Í
veikindum hennar var það
ákveðinn mælikvarði á það
hvernig henni leið hvort hún
þvoði og blési hárið á morgnana.
Elsku Víkingur, Viðar og Brynj-
ar, við skulum muna með ykkur
fallega brosið hennar Huggu,
faðmlagið og alla gleðina sem
hún færði okkur. Við kveðjum
Huggu með miklum söknuði en
um leið þakklæti fyrir allt það
sem við eigum saman. Það er við
hæfi að kveðja með hennar orð-
um: Love you, love you, love
you, sjáumst.
Björg, Björk, Margrét,
Mjöll, Sólrún, Svava
Hrund og Thelma Björk
Patrópúkar.
Elsku Hugga mín, það er svo
óraunverulegt að ég sé að skrifa
til þín fallega kona. Við tvö vor-
um ekki einungis vinnufélagar
til 11 ára heldur góðir vinir. Ég
gleymi ekki okkar fyrstu kynn-
um þegar ég kom að rekstri
Hertz árið 2010, þetta voru
miklir óvissutímar en mér er
minnisstætt hvað þú barst af
með þinni hlýju nærveru og
þrautseigju. Við vorum heldur
betur heppin að hafa þig í okkar
liði, guð sé lof. Þú varst full af
jákvæðni út í eitt og þoldir ekki
eitthvert væl, enda var þitt
mottó (sem þú vitnaðir oft í) að
þú værir besta útgáfan af sjálfri
þér á hverjum degi. Það var
okkar gæfa, elsku vinkona mín,
að vinna með þér. Rosalega kem
ég til með að sakna fundanna
með þér og tölvupóstanna sem
byrjuðu allir eins: „HALLÓ“
líkt og þú værir að vekja okkur
til góðra verka.
Þú fylgdist með öllu og
keyrðir okkur áfram með dugn-
aði þínum og ósérhlífni, einstök í
alla staði. Þú passaðir upp á alla
og fyrirtækið líkt þú ættir það,
hjálpsöm og sannur vinur vina
þinna. Sólargeisli þinn lýsti allt í
kring enda varstu kölluð
Mamma Hertz, búin að vinna
hjá Bílaleigu Flugleiða í 23 ár,
sönn drottning. Það eru forrétt-
indi að hafa fengið að verða
samferða þér þessi ár hjá Hertz.
Ég trúi því ekki enn að þú sért
farin Hugga mín, í okkar síðasta
samtali sagðirðu að þú myndir
koma fljótlega aftur til vinnu,
elsku besta.
Ég finn huggun við tilhugs-
unina um traustið sem við bár-
um í garð hvort annars, þú vissir
að þú gast ávallt leitað til mín og
öfugt. Þrátt fyrir þín erfiðu
veikindi kvartaðirðu aldrei en
hafðir áhyggjur af öðrum. Þú
sagðir manni ekki alltaf allan
sannleikann um veikindi þín og
gerðir oft lítið úr þeim.
Í síðasta skiptið sem við hitt-
umst heima hjá þér áttum við
dýrmæta stund saman sem ég
mun alltaf muna. Við spjölluðum
lengi saman og þegar ég talaði
um hluti sem snertu þitt hjarta,
Hugga mín, þá sagðirðu: „Þú
færð mig ekki til að skæla eða
tárast,“ enda varstu líka algjör
nagli. Þegar við kvöddumst
þennan dag var faðmlag þitt
öðruvísi en vanalega, það var
langt og þú hélst svo fast utan
um mig … þú vissir eitthvað
sem ég vissi ekki, þetta var okk-
ar kveðjustund, Hugga mín.
Ég kveð þig með tár á kinn
við að skrifa þessar línur, ég
gæti skrifað miklu meira um
þig. Þúsund þakkir fyrir allt
saman og allt það sem þú gafst
mér og okkur sem urðum sam-
ferða þér. Þú skilur eftir þig
djúp spor, elsku vinkona, sem
enginn getur fyllt.
Ég veit að allir sem einn hjá
Bílaleigu Flugleiða biðja algóð-
an Guð að varðveita þig elskuleg
og að góður Guð styrki fjöl-
skyldu þína, þinn góða eigin-
mann og syni, því missir þeirra
er mikill.
Ég er óendanlega þakklátur
fyrir að hafa kynnst þér, þín
verður sárt saknað mín kæra.
Þinn vinur, með virðingu og
þökk,
Hendrik Berndsen.
Það er ekki svo langt síðan
að þeir sem störfuðu við ferða-
þjónustu á Íslandi voru sem ein
stór fjölskylda, þar sem nánast
allir þekktu alla. Við tilheyrð-
um þeim hópi og það gerði
Hugrún líka. Við kynntumst
Hugrúnu í gegnum samstarf
fyrirtækja okkar við Bílaleig-
una Hertz, þar sem hún starf-
aði í meira en 20 ár. Hugrún var
ein af þessum manneskjum sem
alltaf er ánægjulegt að eiga
samskipti við. Hún var dugleg,
heiðarleg, ljúf og einlæg – þjón-
ustulunduð með afbrigðum. Öll
mál var sjálfsagt að leysa. Hug-
rún var án nokkurs vafa dýr-
mætur starfsmaður Hertz,
enda sagði hún sjálf að vinnan
væri áhugamálið sitt. Við
þekktum Hugrúnu ekki mikið
utan vinnunnar, en hittum hana
oft á viðskiptafundum, þar sem
hún á sinn hógværa hátt hélt
yfirmönnum sínum niðri á jörð-
inni. Átti það til að ranghvolfa í
sér augunum yfir þeim og
senda þeim síðan blíðlegt augn-
tillit í kjölfarið. Gagnkvæm
væntumþykjan og virðingin
leyndi sér ekki. Við hittum
Hugrúnu líka oft á fundum,
ráðstefnum og gleðistundum
tengdum ferðaþjónustu. Eftir-
minnilegast er þar 20 ára af-
mæli Katla Travel í München
fyrir nokkrum árum, sem Hug-
rún fagnaði með okkur í góðum
hópi.
Það er þyngra en tárum taki
og erfitt að sætta sig við þegar
fólk í blóma lífsins er kallað á
brott. Ferðaþjónustan hefur
misst afburðagóðan liðsmann.
Við viljum með þessum fátæk-
legu orðum kveðja elsku Hug-
rúnu, þakka henni fyrir ein-
staklega gott samstarf og óska
henni góðrar ferðar. Eigin-
manni Hugrúnar, sonum, öðr-
um ástvinum og vinnufélögum
vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Fyrir hönd Katla Travel
GmbH og Katla DMI ehf.,
Bjarnheiður
Hallsdóttir, Júlía Sig-
ursteinsdóttir,
Pétur Óskarsson,
Susan Stefanski.
Í dag kveð ég Hugrúnu vin-
konu mína og eina af betri sam-
starfskonum.
Minningar um góða konu
hellast yfir mig. Hugrún var
alltaf mætt fyrst af öllum í
vinnuna, alltaf kl. 07:50 og það
var mér ætið tilhlökkunarefni
að mæta á morgnana og hitta
hana fyrir brosmilda og káta.
Við byrjuðum yfirleitt daginn
með léttu spjalli yfir kaffibolla
og fórum yfir verkefni dagsins.
Hugrún var afar trygg fyrir-
tækinu og viðskiptavinum þess.
Hún hafði brennandi áhuga á
samstarfsmönnum sínum og
öllu því sem þeim viðkom enda
var hún trúnaðarvinur mjög
margra. Hún var sannur vinur.
Hún bar hag starfsfólksins fyr-
ir brjósti og hélt þétt utan um
hópinn enda var hún í daglegu
tali kölluð mamma Hertz.
Hugrún var einstaklega fag-
leg í sínu starfi og jafnframt því
var hún samviskusöm og dríf-
andi. Hún gekk í öll störf í
fyrirtækinu og vílaði ekki fyrir
sér að gera hvað sem var svo
hlutirnir gengju vel fyrir sig.
Það var sama hvað það var,
þrífa húsbíla, ferja bíla, fara út
að borða með viðskiptavinum
eða halda veislur fyrir starfs-
fólkið, hún fór aldrei heim fyrr
en verkefnunum var lokið.
Hugrún var hlý og hafði góða
nærveru. Hún var skipulögð og
vandvirk, enda massaði hún öll
verkefnin með ógnarhraða. Við
sem þekktum hana og allir sem
voru í samskiptum við hana
vissum að ef hún fékk tölvupóst
sem þurfti að svara, þá var hún
nánast búinn að svara honum
áður en hann var sendur. Hún
var alltaf með svörin á reiðum
höndum, og lausnir við vanda-
málum. Hún var svo úrræðagóð
og hún þekkti hvert einasta
handtak í fyrirtækinu.
Mig langar að þakka Hug-
rúnu fyrir góð kynni, gott sam-
starf og þakka fyrir allt sem
hún lagði á sig fyrir okkur með
því að veita úrvals þjónustu
hvort sem þar var utan eða inn-
an fyrirtækisins, hún gerði okk-
ur að sterkari heild.
Vinnustaðurinn verður aldrei
sá sami án Hugrúnar og skilur
hún eftir sig stórt skarð, sökn-
uður okkar vinnufélaganna er
mikill.
Ég sendi Víkingi, Viðari,
Brynjari og öðrum aðstandend-
um hugheilar samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði kæra vinkona.
Sigfús Bjarni Sigfússon.
Fátt í lífinu jafnast á við það
að þekkja og umgangast gott
fólk. Það var snemma vors árið
2011 sem ég kynntist Hugrúnu í
Hertz. Allar götur síðan þá hef
ég verið svo lánsamur að geta
kallað hana vin minn.
Hugrún tók nýjum umboðs-
og rekstraraðilum Hertz opnum
örmum og strax varð mér ljóst
að hún; þessi einstaka og fallega
kona, var einn af máttarstólpum
fyrirtækisins. Hún var verk-
efnamiðuð, drífandi, ósérhlífin
og lausnamiðuð. Vandamál voru
ekki til í hennar orðabók og
verkefni leysti hún með bros á
vör. Í gamla daga var talað um
að gott starfsfólk væri hús-
bóndahollt og það var Hugrún
svo sannarlega í fegurstu merk-
ingu þess orðs. Hjartað í Hug-
rúnu og hjartað í Hertz slógu í
takt. Hún lagði svo sannarlega
sitt af mörkum varðandi vel-
gengni fyrirtækisins og efldi
starfsandann svo um munaði.
Samverustundir okkar Hug-
rúnar voru í raun ekki ýkja-
margar en símtölin okkar þeim
mun fleiri. Umhyggja og já-
kvæðni einkenndi hennar fas.
Hún var brosmild og skildi allt-
af eftir ljós og vellíðan í hjart-
anu. Í okkar samskiptum var ég
í hlutverki þiggjandans en Hug-
rún sú sem veitti og gaf í ríkum
mæli.
Það var alltaf bjart í kringum
Hugrúnu en skyndilega dró ský
fyrir sólu. Krabbameinið bar
þessa sterku konu ofurliði og
hún lést á vordögum þegar nátt-
úran er að vakna til lífsins.
Sorgin og söknuðurinn er mik-
ill. Missirinn er mestur hjá fjöl-
skyldu Hugrúnar.
Við María Solveig biðjum al-
góðan Guð að styrkja eigin-
mann hennar, syni og aðra ætt-
ingja. Minningin um Hugrúnu
mun lifa í hjörtum allra sem
þekktu hana.
Guð blessi og varðveiti minn-
ingu Hugrúnar minnar.
Sigfús R. Sigfússon.
Að fá ekki fleiri bros og kær-
leiksrík faðmlög frá þér er eitt-
hvað sem við fjölskyldan mun-
um sakna óendanlega mikið. Þú
átt sérstakan stað í hjörtum
okkar allra.
Við hjónin erum þakklát fyrir
að hafa átt þig að, fyrir að hafa
fengið að deila með þér okkar
stærstu gleðistundum. Þú varst
okkur líka sannkallaður klettur
á erfiðum tímum.
Við erum þakklát fyrir allar
gleðistundirnar og minningarn-
ar sem þú gafst börnunum okk-
ar. Þeirra missir er mikill. Þeg-
ar þau tala um þig eru hlýja og
gleði þeim ofarlega í huga. Þú
sýndir þeim áhuga sem við öll
kunnum að meta.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði.
Högni Ólafsson, Inga
Sigrún Baldursdóttir,
Pálmar Óli, Magdalena
og Helena.
Hugrún
Högnadóttir
- Fleiri minningargreinar
um Hugrúnu Högnadótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.