Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 20

Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 ✝ Gils Stefánsson var fæddur 5. febrúar 1945 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Engja- völlum 5 í Hafn- arfirði, þann 12. maí 2021. Foreldrar Gils voru Björg Gísla- dóttir, f. 18.5. 1921, d. 3.12. 1972, og Stefán Gestur Kristjánsson, f. 11.9. 1918, d. 5.2. 2001. Gils var annar í röð fimm systkina, en þau eru: Kristján Bjarni, f. 1942, Rósa, f. 1947, Sæmundur, f. 1954, og Árni, f. 1962. Eftirlifandi eiginkona Gils er Ragnhildur Rósa Héðinsdóttir, f. 12.2. 1946, en Gils og Rósa gift- ust 26.2. 1966. Börn þeirra eru: Björg, f. 1963, Héðinn, f. 1968, Helga Kristín, f. 1972, og Sigrún, f. 1982. Börn Bjargar Gilsdóttur og Guðmundar Karlssonar: a) Ragnhildur Rósa, f. 1984, maki Helgi Magnússon, f. 1982, barn þeirra: Henrik Darri, f. 2017, b) Einar Karl, f. 1988, d. 1988, c) Arnheiður, f. 1989, d) Heiðdís Rún, f. 1992, maki Brynjar Darri sem húsasmiður. Drjúgan hluta starfsævinnar var hann verk- stjóri hjá verktakafyrirtækinu Ístaki við virkjunarframkvæmd- ir á hálendinu, en starfaði einnig lengi í steypuskála fyrirtækisins á Smiðshöfða. Verkstjóri á vakt- og flutningadeild Landspítalans 1995 – 1998, en fór þá aftur til starfa hjá Ístaki. Frá 2007 og til dagsins í dag störfuðu þeir feðg- ar Gils og Héðinn saman við smíðar. Gils var eldheitur FH-ingur og Fimleikafélagið átti stóran sess í hjarta hans alla tíð. Ekki síst handknattleikur innan félagsins, en Gils lék á þriðja hundrað leiki með meistaraflokki félagsins í handknattleik á mesta blóma- tíma FH í handbolta, á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Hann varð ótal sinnum Íslands- meistari í handknattleik með fé- laginu á þessu tímabili, bæði inn- an húss og utan, svo og bikar- meistari 1975 og 1976. Að keppnisferli loknum starfaði hann fyrir handknattleiksdeild bæði sem liðsstjóri og þjálfari. Útför Gils fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 18. maí 2021, kl. 15. Streymt verður frá athöfn- inni: https://tinyurl.com/y8hemnyf Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Baldursson, f. 1993, barn þeirra: Bjart- ey, f. 2018, e) Nanna Björg, f. 1999. Héðinn, kvæntur Maríu Þorvarð- ardóttur, f. 1962. Börn Helgu Kristínar Gilsdóttur og Guðlaugs Bald- urssonar, f. 1972: a) Ástrós Lea, f. 1993, sambýlismaður Gunnar Bjarni Albertsson, f. 1993. Barn þeirra: Edda Lovísa, f. 2018, b) Dagbjört Sól, f. 1996, sambýlismaður Andri Adolp- hsson, f. 1992. Barn þeirra: Lea, f. 2020, c) Baldur Logi, f. 2002, unnusta Lovísa María Hermannsdóttir og d) Karítas Katla, f. 2009. Börn Sigrúnar og Gísla Freys Gíslasonar, f. 1982: Gils, f. 2007, og Logi, f. 2012. Gils fluttist með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar árið 1951 og bjó þar alla tíð síðan. Hann lærði húsgagnasmíði hjá Stefáni Rafni Þórðarsyni og Jón- asi Hallgrímssyni í Hafnarfirði og útskrifaðist í þeirri iðn árið 1968 frá Iðnskólanum í Hafn- arfirði. Lengst af starfaði Gils þó Hvar skal byrja þegar mátt- arstólpi í lífi okkar hefur verið tekinn í burtu? Lífinu, eins og við þekktum það, er lokið og nú þurf- um við að finna út hvernig við höldum áfram án elsku pabba. Hann pabbi okkar var, að okkar mati, enginn venjulegur maður. Hann var svo mikill ofurjaxl og eilífðarunglingur, bóngóður og beinskeyttur, traustur, trúr og tryggur sér og sínum. Pabbi var sannur vinur vina sinna og ein- staklega frændrækinn. Hann gat ávallt flutt okkur tíðindi af frændfólki okkar nær og fjær og sá oftar en ekki um að kalla hóp- inn saman, sannkallaður fyrirliði og vítaskytta í þeim málum. Síð- ustu daga sína í þessari tilvist var hann að huga að einni slíkri stund í tilefni 100 ára afmælis móður sinnar, ömmu Bjargar, sem lést árið 1972. Sú stund hefur nú tek- ið breytingum og verður útfar- ardagur elsku pabba. Uppvöxtur okkar mótaðist af gildum mömmu og pabba. Við mótuðumst líka af því að Rósa og Gils væru órjúfanleg heild, sam- an í blíðu og stríðu. Að vera sam- kvæmur sjálfum sér, að hafa sterka réttlætiskennd, að ekki gefast upp þótt á móti blási, finna aðra leið þegar ein lokast, eru hlutir sem við fengum í veganesti frá foreldrum okkar. Fyrir það erum við þakklát og svo miklu miklu meira. Pabbi kvaddi okkur skyndi- lega, við höfðum svo sem rætt það okkar á milli að það yrði ef til vill raunin, en ekki svona fljótt. Fráfall hans er svo sannarlega í samræmi við karakterinn, hann gerði allt hratt og örugglega, var alltaf hreinn og beinn. Pabbi, sem löngu var orðinn ellilífeyrisþegi, fór daglega til vinnu og best fannst honum ef hann komst á fjöll um helgar á jeppanum. Það verður skrýtið og er jafnvel óhugsandi að ekki sé lengur hægt að hringja í pabba til að velta upp alls konar pæling- um, hvort hann sé búinn að horfa á þennan þátt, lesa þessa bók eða bara til að segja honum frá ein- hverju gómsætu sem við vorum að borða. Þegar við horfum til baka sjáum við að pabbi skipaði svo stóran sess í daglegu lífi okk- ar systkinanna og það er óend- anlega dýrmætt að eiga pabba sem er svo traustur vinur. Það verður skrýtið að halda áfram án pabba enda þekkjum við ekkert annað en að hafa hann í símtalsfjarlægð. Undanfarnir dagar hafa verið skrýtnir, tóm- legir og óraunverulegir. En við höldum áfram af því pabbi kenndi okkur það, við finnum nýja leið, við sjáum hana ekki al- veg núna en við vitum að hún er þarna af því að pabbi kenndi okk- ur það. Við stöndum saman og náum styrk okkar að nýju af því að þannig erum við gerð. Þangað til næst… Björg, Héðinn, Helga Kristín og Sigrún Gilsbörn. Kæri tengdapabbi. Fyrir hart- nær 30 árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér. Frá fyrsta degi bauðstu mig vel- kominn í fjölskylduna og ég á þér svo ótal margt að þakka. Þú heillaðir mig strax með æðruleysi, húmor og staðfestu. Enginn skortur var á skoðunum og þú hafðir litla þörf fyrir að setja þær í einhvern búning held- ur komst ávallt til dyranna eins og þú varst klæddur – varst lítið fyrir að tala undir rós. Ungur maður sem var að stofna fjölskyldu með sitt fólk í burtu gat alltaf leitað ráða og svara úr þínum ranni … og það voru ekki fyrirframpöntuð svör heldur hreinskiptin og heiðarleg og oftar en ekki endaðir þú á því að segja: „Ég myndi allavega gera þetta svona en þú ræður hvað þú gerir.“ Í gegnum íþróttirnar áttum við svo sannarlega marga um- ræðufleti og þér leiddist alls ekki að gera góðlátlegt grín að okkur fólboltapiltunum og ég gerði mitt besta með að skjóta einhverjum púðurskotum á handboltasam- félagið sem þú varst svo stór partur af. Eftir því sem árin liðu þynntist skrápurinn hægt og bítandi og það var gaman að sjá hve einlæg- an áhuga þú hafðir á barnabörn- unum og hvernig þeim gengi í leik og starfi. Það gaf þeim svo sannarlega byr í seglin að vita að afi var að fylgjast með. Missir margra er mikill við fráfall þitt og minning þín mun svo sannarlega lifa í þeim stóra og föngulega hópi sem syrgir þig og saknar. Takk fyrir allt og allt, þangað til næst. Þinn tengdasonur, Guðlaugur (Laugi). Með sorg í hjarta kveðjum við tengdaföður og afa Gils Stefáns- son. Gils og Logi, sem litu svo upp til afa síns, voru alltaf til í að fara í heimsókn og þá var sér- staklega vinsælt að fá að gista hjá afa og ömmu. Hann var alltaf til í að fara með þá í bíltúr á jepp- unum sínum, stutta og langa bíl- túra. Báðir strákarnir mínir og ég erum svo heppnir að hafa fengið að fara í fjallaferð með Gils og ferðafélögum hans og Logi síðast fyrir örfáum vikum. Minning sem mun lifa lengi með honum. Gils tók alltaf vel á móti manni, alveg sama hvar, hvenær og hann var alltaf til í að aðstoða mann með hvað sem er. Það var alltaf gott að koma til Gils og Rósu. Barnabörnin héldu mikið upp á hann enda var hann þeim alltaf svakalega góður og það var alltaf regla að fá rauðan opal hjá afa áður en þau fóru heim. Gísli Freyr, Gils og Logi. Komið er að kveðjustund kæri tengdapabbi og fátt um orð en mig langar þó að setja nokkur fá- tækleg á blað. Ósérhlífinn, þrjóskur, snögg- ur, seigur, sterkur og stríðinn jeppakarl og smiður en umfram allt eiginmaður, faðir, tengdafað- ir, afi, langafi og FH-ingur með brjóstkassa úr stáli en hjarta úr gulli. Ávallt varstu stoltur af framgöngu barna, tengdabarna og afabarna þinna í einu og öllu og ekki síst á íþróttasviðinu og ekki var verra ef það var í rétta búningnum. Við ræddum hand- bolta við hvert tækifæri og það var ávallt frískandi að fá þína sýn á hlutina. Á þessu þjálfarabrölti mínu fann ég alltaf fyrir miklum stuðningi og einnig þegar önnur lið en FH áttu í hlut en þá var kveðjan frekar sem dæmi „gangi þér vel“ þegar ég lagði af stað í leikina. Ég var þjálfari karlaliðs Hauka þegar tímamótatitill í sögu félagsins vannst árið 2000. Auðvitað hefðir þú kosið að þetta væri FH-titill en þú óskaðir mér af einlægni til hamingju og þegar sótt var að þér með að tengda- sonurinn væri að svíkja lit varstu snöggur að svara og sagðir „það þurfti FH-ing til“. Þar með var málið rotað með léttu glotti á vör. Þú varst ekkert fyrir að flækja hlutina og ótal minningar sækja á á þessari stundu og ekki hægt að koma þeim öllum fyrir hér en ég kom inn í fjölskylduna í kringum 1980 þegar við Björg fórum að slá okkur saman og þið bjugguð á Breiðvangnum. Þremur árum síðar var ég formlega orðinn tengdasonur Gils og Rósu og er og verð ávallt stoltur af þeim titli. Þú heimsóttir okkur til Kölnar 1985 og áttum við frábæran tíma saman en á þessum árum var spennandi að komast í alvörubjór enda bjór ekki leyfður á Íslandi. Fyrsta morguninn var ég búinn að skjótast í bakaríið og Björg búin að sjóða egg og setja 10 sortir af áleggi á borðið þegar þú sagðir aðspurður með morgun- mat „ég fæ mér bara bjór“. Þetta var skýrt og afgerandi og þurfti ekkert að ræða frekar. Við hlið Héðins sonar þíns vannstu alla daga stoltur hjá Gilsson ehf. og það þó að þú hefðir verið orðinn 76 ára gamall og flestir jafnaldr- ar þínir löngu sestir í helgan stein. Aðspurður skorti ekki svar: „ég er í dagvistun hjá Héðni“ og ég veit hversu mikil- vægt þetta var þér. Að sjálfsögðu varstu kominn í vinnugallann þegar kallið kom. Allir eiga sinn vitjunartíma og þín verður sárt saknað en minningarnar lifa. Þinn tengdasonur að eilífu, Guðmundur (Mummi). Elsku afi. Það er svo óraunverulegt að sitja hér og vera að skrifa minn- ingarorð um þig. Afi okkar sem hefur alltaf verið svo mikill nagli og ekkert beit á. Við höfum alltaf verið svo ofboðslega stoltar af afa og montað okkur af því að eiga svona flottan og frískan afa sem vann eins og hestur allt til síðasta dags. Afi var mikill húmoristi og alveg svakalega stríðinn. Það eru margar hlýjar minningar sem koma upp í hugann þegar við lít- um til baka en minningin um yndislega faðmlagið þitt, vænt- umþykjuna og hlýjuna sem þú gafst okkur vegur þyngst. Við munum hugsa til þín í hvert ein- asta skipti sem við sjáum rauðan Opal þar sem við höfum allar margoft fengið rauðan Opal úr vasanum hjá afa Gils. Það hversu gott það var alltaf að koma til ykkar ömmu hefur smitast í lang- ömmubörnin þau Henrik Darra og Bjarteyju sem biðja um að fara til ömmu löngu Rósu og afa langa Gils allar helgar. Það mun taka langan tíma og líklega aldrei venjast að labba inn á Völlunum og að þú verðir ekki það fyrsta sem blasir við okkur. Ástin ykkar ömmu var svo falleg og við mun- um passa vel upp á ömmu fyrir þig. Ekkert sem hjartað gefur frá sér er tapað það er geymt í hjört- um annarra. Þínar afastelpur, Ragnhildur Rósa, Arnheiður, Heiðdís Rún og Nanna Björg. Afi var einstakur maður sem við kveðjum með miklum trega. Hann skilur eftir stórt skarð í hjörtum okkar allra. Við minnumst þess úr barn- æsku er við barnabörnin fórum ávallt með ömmu Rósu í sunnu- dagaskólann og á meðan stóð afi sveittur í eldhúsinu að elda sunnudagssteikina fyrir okkur. Við munum varla eftir sunnudög- um öðruvísi en dýrmætum sam- verustundum hjá afa Gils og ömmu Rósu. Lengi vel lékum við knatt- spyrnu með FH og var afi alltaf áhugasamur um boltann enda mikill íþróttamaður sjálfur. Hann mætti oftar en ekki, horfði á okkur keppa og studdi við bakið á okkur. Hvort sem það voru íþróttir, nám eða vinna þá skein það í gegn hversu stoltur afi var af okkur barnabörnunum. Þótt hann segði það ekki beint út með orðum sýndi það svo sannarlega með gjörðum sínum. Okkur er minnisstætt þegar Ástrós varð svo óheppin 17 ára gömul og nýkomin með bílpróf að Gils Stefánsson Okkar elskulega og ástkæra eiginkona, mamma, amma, tengdamamma og systir, GERÐUR H. HELGADÓTTIR, lést á líknardeild þriðjudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. maí klukkan 15. Gunnar Gunnarsson Helgi Gunnarsson Brynhildur Björnsdóttir Gunnar Gunnarsson Katla Hanna Steed Arna Sif Gunnarsdóttir Sigfús Jónsson og barnabörn Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, HRAFNKELL GUNNARSSON, Haukdælabraut 38, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 11. maí. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. maí klukkan 15. Kristín Þorbjörg Jónsdóttir Sigríður Hrefna Hrafnkelsd. Eyjólfur Eyjólfsson Kristján Páll Hrafnkelsson Heiðdís Helga Antonsdóttir Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir Jón Eiríkur Jóhannsson Hrafnkell Óli Hrafnkelsson Berglind Sunna Bragadóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES ÁGÚSTSSON, Bölum 4, Patreksfirði, lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði mánudaginn 10. maí. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 22. maí klukkan 14. Útförinni verður streymt á http://bit.ly/patreksfjardarkirkja. Valgerður Lára Hannesdóttir Hanna Tenden Jasper Jansen Torleif Tenden Ingrid Maurset Sigurður Pétur Hannesson Guðrún Eggertsdóttir Rebekka Þurý Pétursdóttir Kári Þór Arnarsson Hannes Már Pétursson Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, KONRÁÐ JÓHANNSSON, Reykjabyggð 17, Mosfellsbæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 9. maí. Útför fer fram í Lágafellskirkju föstudaginn 21. maí klukkan 13. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý orð. Anna María Þórarinsdóttir Svala Konráðsdóttir Rósinkrans Már Konráðsson Viðar Örn L. Steinþórsson Hrefna Henny Víkingur og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERDÍS JÓNA HERMANNSDÓTTIR, Hörðukór 1, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 30. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þökkum auðsýnda samúð. Ingigerður Gísladóttir Njáll Jónsson Hermann Þór Gíslason Jóhanna Þ. Ásgrímsdóttir Axel Már Gíslason barnabörn og aðrir ástvinir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR H. BJÖRNSSON flugstjóri, Tjaldanesi 13, Garðabæ, varð bráðkvaddur föstudaginn 7. maí. Útförin fer fram þriðjudaginn 25. maí frá Fossvogskirkju klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður nánustu aðstandendum og vinum boðið til útfararinnar. Þórunn Ólafsdóttir Snorri Páll Sigurðsson Ásta Berit Malmquist Hólmfríður Björk Sigurðard. Egill Árni Guðnason barnabörn og systkini

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.