Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 21

Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 21
keyra á. Foreldrar okkar voru staddir í sumarbústað svo afi Gils var sá sem hún hringdi í. Hann var kominn á staðinn fyrr en var- ir þar sem hún var niðurbrotin og miður sín að hafa skemmt bíl for- eldra okkar. Afi hughreysti Ást- rósu og minnti á að það sem raunverulega skipti máli var að allir væru heilir á húfi en ekki dauði hluturinn, bíllinn. Við verðum sorgmædd við til- hugsunina að börnin okkar fái ekki að kynnast langafa sínum, þessum stóra persónuleika með góðu nærveruna. Hann var óg- urlega stríðinn og sum okkar erfa það frá honum. Það var aldrei lognmolla þar sem afi var og hans verður sárt saknað. Við munum sjá til þess að þau fái að heyra all- ar skemmtilegu sögurnar um yndislega langafa sinn og varð- veita minningu hans. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Ástrós Lea Guðlaugsdóttir, Dagbjört Sól Guðlaugs- dóttir, Baldur Logi Guð- laugsson og Karítas Katla Guðlaugsdóttir (afabörn). Ekki hefði mig órað fyrir að Gils bróðir kveddi svo fljótt og skyndilega. Virtist stálsleginn, fór alltaf til vinnu og engan bil- bug á honum að finna. Úr því sem komið er verður maður að reyna að venjast því að fá ekki lengur upphringingu: „Sæll, ætlarðu á leikinn í kvöld? - OK, kem og næ í þig. Þú verður klár.“ Hans stíll að hafa ekki mörg orð um hlutina, en knöpp og meitluð tilsvör hans höfðu þeim mun meiri vigt. Orð- heppinn og oft meinfyndinn í til- svörum. Um það væri hægt að segja allnokkrar sögur. Ein verð- ur þó látin duga: Gils hélt kött um tíma meðan þau Rósa bjuggu á Lækjargötunni. Eitt sinn bank- ar nágranni þeirra upp á og kvartar undan því við Gils að kötturinn þeirra sé sífellt að míga utan í bílinn hans. Gils hugsaði sig um andartak og sagði síðan: „Ég skal ræða þetta við hann!“ Handtakið var þétt, svo ýms- um þótti nóg um. Þéttur í lund og ekki síður þéttur á velli. Því fengu ýmsir andstæðingar hans í handboltanum á árum áður að finna fyrir. Kölluðu hann grófan, en það er ekki rétt; hann var bara fastur fyrir og gaf ekki tommu eftir. Hann gat ekki að því gert þó að hann væri hraustur að upp- lagi. Hrjúfur hið ytra en silki- mjúkt ljúfmenni hið innra. Það vissum við vel sem næst honum stóðu. Gils var líka um margt prin- sippmaður. Skilin á milli þess að vera prinsippmaður og þrjóskur eða þvermóðskufullur geta verið óskýr. Sumir afkomenda Gils vilja meina að hann hafi fundið upp þrjóskuna. Eitt af prinsipp- unum var að borða helst ekki fisk – honum fannst fiskur einfald- lega vondur. Í æsku þýddi þetta að tvisvar þrisvar í viku borðaði Gils ekki máltíð með okkur hin- um í fjölskyldunni. Hann bætti þetta svo um munaði upp á sunnudögum þegar mamma eld- aði hrygg eða læri. Við bræður hans grínuðumst stundum með það að þá hefði mamma þurft að elda tvö læri – annað fyrir Gils og hitt fyrir okkur hin! Fyrstu minningar tengdar Gils eru úr Grænukinninni um 1960. Rokkið á blómaskeiði og briljantín flæddi um landið. Ég man eftir Gilla með Adrett-hár- kremið að maka því í hárið til að fá réttu sveipina áður en farið var á djamm. Svo hafði ég þann heið- ur að fá að bursta skóna þeirra Kristjáns bróður og fá túkall fyr- ir. Þeir sögðu að ég hefði verið einstaklega góður skóburstari! Síðar urðum við Dóra og dæt- ur okkar fastagestir á Arnar- hrauninu og síðar Lækjargötu. Nutum við þá ríkulegrar gest- risni Gils og Rósu. Þar var ekki í kot vísað. Slegið upp veislu af minnsta tilefni og setið í gleðskap fram eftir. Segja má að heimili þeirra á þeim tíma hafi verið eins konar félagsheimili FH í hand- boltanum, börnin í boltanum og þau hjón bæði FH-ingar að innstu hjartarótum. Þetta er eft- irminnilegur tími, sem gott er að eiga í minningabankanum. Margt höfum við brallað í tím- ans rás, sem hægt væri að segja margar sögur af. Sumt misjafnt, en við vorum alltaf í góðu og nánu sambandi; sjaldnast ósáttir, en báðir nokkuð þrasgjarnir ef svo bar undir. Hjálpsamur var Gils og sannur vinur vina sinna og mátti varla neitt aumt sjá, þótt hann bæri það ekki utan á sér. Guð blessi minningu hans. Sæmundur Stefánsson. Gils, bróðir minn og vinur, varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 12. maí. Skyndilegt fráfall hans kom okkur sem næst hon- um stóðu algerlega í opna skjöldu, maðurinn í fullri vinnu og vel á sig kominn þótt kominn væri vel fram yfir löggild elli- mannaviðmið og hafði engin áform um að hætta að vinna strax. Sagðist ekki vita hvað hann ætti að gera af sér ef hann hætti að vinna, hugnaðist ekki að leggjast í kör, en kannski má segja að óvænt og brátt andlát hafi verið í hans anda; hratt og öruggt, án tafa eða málalenginga. Gils var nefnilega ekki mikið gef- inn fyrir að fresta hlutunum; ef eitthvað þurfti að framkvæma þá var best að gera það strax. Ég var honum stundum innan hand- ar með eitt og annað smálegt og þá var það oftast á þessa leið: Hann hringdi og spurði: „Ertu heima, ég þarf að fá þig til að hjálpa mér, ég verð kominn eftir fimm mínútur.“ Þetta þurfti ekki að ræða frekar og hann var kom- inn eftir fimm. Annað sem hafði verið innréttað í hans skaphöfn var þrjóska og skapfesta, og það þurfti góð rök til að fá hann til að beygja af leið eða skipta um skoðun. Hann hafði ríka réttlæt- iskennd og óbeit á hvers kyns spillingu og óréttlæti. Hann var með eindæmum barngóður, hafði gaman af börnum en leiddist ekk- ert að stríða þeim á góðlátlegan hátt. Rauður ópal sem hann átti alltaf í vasanum lagaði allt ef stríðnin náði aðeins of langt. Þótt nokkur aldursmunur væri með okkur bræðrum höfum við verið í nálægð hvor annars alla tíð. Það sem tengdi okkur kannski mest saman var sameiginlegur áhugi á jeppum og ýmsu brasi sem þeim tengdist. Gils átti alla tíð ein- hverja jeppa og í seinni tíð tals- vert breytta og held ég að þetta áhugamál hafi bara haldið honum ungum í anda, það eru allavega ekki margir menn sem komnir eru á hans aldur sem keyra um á ofurbreyttum bílum eins og Gils gerði. Árlegar ferðir okkar bræðra og frænda inn á Arnar- vatnsheiði sem spanna nokkra áratugi aftur í tímann voru á ár- um áður oft æði skrautlegar og var Gils þar oftar en ekki fram- arlega í flokki þar sem menn höfðu endaskipti á hugtakinu „betri er krókur en kelda“; sneru því við og tóku frekar „kelduna“ til að reyna bæði á bíla og menn. Oft enduðu þessi kelduævintýri með brotnum drifsköftum og öxl- um og stundum endaði heimferð- in í spotta í bæinn ef ákefðin við að reyna á ökutækin gekk úr hófi fram. Þrátt fyrir ýmis slík áföll með bilaða eða brotna bíla gafst Gils aldrei upp, bara einfaldlega lagað snart og skjótt það sem brotið var og beyglað og beðið næstu ferðar. Gils hefur nú stigið upp í sinn Gullvagn og lagt í sína hinstu ferð. Ég, Alda og börnin okkar sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans allrar. Hvíl í friði bróðir sæll. Árni Stefánsson. - Fleiri minningargreinar um Gils Stefánsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 ✝ Sveinn Ármann Sigurðsson fæddist í Skógsnesi Gaulverjabæj- arhreppi 6. október 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 6. maí 2021. Foreldrar hans voru Margrét Magnúsdóttir Öfjörð, f. 5.6. 1923, d. 29.5. 2004, og Sigurður Guðjónsson, f. 3.11. 1911, d. 5.5. 1955. Þau slitu sam- vistir. Systkini Sveins samfeðra voru Þórarinn Öfjörð, f. 25.6. 1942, d. 9.4. 2018, og Kjartan, f. 23.8. 1943, d. 16.10. 1972. Systkini sammæðra eru Þorkell, f. 15.11. 1950, Ragnheiður, f. 17.9. 1954, d. 16.7. 2001, Magnús Öfjörð, f. 3.10. 1958, og Kolbrún, f. 13.9. 1966. Hinn 15. júní 1968 kvæntist Sveinn Sigurbjörgu Gísladóttur, f. 26.1. 1949, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Bryndís, f. 17.3 1968. Eiginmaður Hreinn Jónsson, f. 4.7 1967. Börn Bryn- dísar: Ármann Örn Bjarnarson, f. 13.6. 1990, sambýliskona Katrín Sveinsdóttir. Steinar Bjarnarson, f. 9.2. 1995. Bjarki Elvar Öfjörð, f. 9.10. 2000, sambýliskona Jóna L. Ármannsdóttir. 2) Magnús Sveinn Ármann fæddist í Skógsnesi í Gaulverjabæj- arhreppi og bjó þar fyrstu ár sín. Árið 1948 flutti hann með afa sín- um ömmu, móður og Þórarni í Gaulverjabæ. Þaðan flytja þau árið 1951 í Vallahjáleigu. Mar- grét giftist síðar Markúsi Þor- kelssyni, f. 6.6. 1918, d. 29.1. 2015, sem gekk Sveini í föð- urstað. Fjölskyldan flytur 1958 að Gerðum í Gaulverjabæjar- hreppi. Árið 1967 flytur Sveinn á Selfoss og hefur búið þar síðan. Sveinn gekk í barnaskólann í sveitinni, síðar fór hann einn vet- ur í íþróttaskólann í Haukadal. Á sínum yngri árum keppti Sveinn fyrir Samhygð á héraðs- og landsmótum í glímu og spjót- kasti. Sveinn sótti margar vertíð- ir til Vestmannaeyja og frá Stokkseyri og var töluvert til sjós bæði á fiski og millilandaskipum. Hann vann á vinnuvélum bæði í Búrfelli og í gosinu í Vest- mannaeyjum, hann stundaði byggingarvinnu, vann mörg ár í Sundhöll Selfoss og endaði starfs- feril sinn hjá Byko á Selfossi. Sveinn var virkur í fé- lagsstörfum, söng í Samkór Sel- foss og síðar í Karlakór Selfoss, hann var félagi í Umf. Selfoss og sat í stjórn knattspyrnu- og hand- knattleiksdeildar. Útför Sveins Ármanns fer fram frá Selfosskirkju í dag, 18. maí 2021, klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verð- ur útförinni streymt á: https://selfosskirkja Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Gísli, f. 15.4. 1971. Eiginkona Linda B. Perludóttir, f. 12.11. 1971. Börn þeirra: Dagur Fannar, f. 10.7. 1992. Eig- inkona Þóra G. Pálmarsdóttir, f. 16.12. 1992. Börn: Kristbjörg Lilja, Skarphéðinn Krummi og Matt- hildur Sófía. Daldís Perla, f. 31.7. 1995. Sveinn Atli, f. 8.6. 2004. 3) Kristín, f. 2.1. 1973. Eiginmaður Andrés G. Ólafsson, f. 30.4. 1972, börn þeirra: Sverrir, f. 29.7. 1991, sambýliskona Am- anda Vilhjálmsdóttir, f. 17.1. 1993, dóttir þeirra er Aþena Saga. Ólafur Áki, f. 16.6. 2003. Áslaug, f. 26.3. 2006. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir, f. 20.9. 1950, þau giftu sig hinn 15. nóvember 2014. Börn Guðrúnar eru: 1) Guð- bjartur Örn Einarsson, f. 30.10. 1969, eiginkona Sóley Ein- arsdóttir, f. 6.2. 1972, eiga þau tvö börn; Einar Örn, f. 1.2. 1995, og Atla Rafn, f. 26.9. 1998. 2) Bergljót Einarsdóttir, f. 31.10.,1972, eiginmaður Guðjón Birkisson, f. 18.8. 1972, eiga þau tvö börn; Emilíu, f. 16.4. 1997, sambýlismaður Halldór R. Ágústsson, og Val, f. 2.6. 2001. Elsku pabbi, það er skrítin hugsun að vita til þess að þú komir ekki lengur í heimsókn til okkar Lindu í Stekkholtið, þú varst mjög duglegur að kíkja á okkur eftir að vinnudeginum lauk hjá okkur og einnig um helgar, við tókum spjallið um allt milli himins og jarðar en mestmegnis um liðið okkar Tottenham Hotspur í enska boltanum og gengi okkar fólks í fótboltanum og handboltanum á Selfossi. Við vorum sannkallaðir sófasérfræðingar eða brekku- spekingar þegar við vorum stadd- ir í stofunni heima eða á Selfoss- velli á leikjum. Einnig ræddum við stundum pólitík en vorum að lokum sammála um að vera ósam- mála. Margar eru minningarnar og stundirnar á fótboltavellinum sem ég man, þú fylgdir mér eftir í keppnisferðum okkar strákanna í fótboltanum bæði hér heima og erlendis. Eftirminnileg er heim- koma okkar frá Norway cup ’87, þú varst eini fararstjórinn á heim- leiðinni og barst ábyrgð á okkur, við 15 og 16 ára gamlir. Allmargir af okkur höfðu náð að kaupa bjór, sem ekki var leyfður á Íslandi, til að taka með heim frá Noregi, bún- ingataskan var fyllt. Því miður var töskunni rennt í gegnum gegnum- lýsingatækið og bjórflöskur fylltu út í skjáinn hjá tollurunum, þú varst tekinn og þurftir að svara fyrir þetta hjá okkur. Ekki varstu reiður við okkur fyrir þetta, þekktir þína stráka og borgaðir sektina fyrir okkur með bros á vör, en þú sagðir mér aldrei hvað sektin var há. Þú hvattir mig til að sækja mér menntun og varst fyr- irmynd mín í vinnu, varst dugleg- ur og þjónustugóður. Gott þótti mér þegar við fórum að starfa saman í Byko, og ekki er ég frá því að þú hafir verið töluvert stoltur af stráknum að verða yfirmaður þinn. Hver þekkti ekki „Denna í Byko“ og hans einstöku þjónustu- lund og nákvæmni, allt stóðst sem þú sagðir og viðskiptavinir spurðu sérstaklega um þig ef þú varst ekki sjáanlegur á gólfinu. Ég hef tekið framtakssemi þína til fyrir- myndar í mínu lífi. Þakklát erum við fjölskyldan fyrir hjálpina við að byggja í Furugrundinni, hún var ómetanleg. Þú varst góður afi og börnin mín eru þakklát fyrir þann tíma sem þú gafst þeim, þú varst stoltur af þeim öllum og hvattir þau áfram, spurðir okkur Lindu reglulega um hvernig þeim gengi eftir að þau fóru út í lífið. Ein minning um þig er ofarlega í huga Dags Fannars og Daldísar Perlu, það var þegar afi og Gunna buðu þeim í hjólhýsið í bjór og rauðvín. Þar spjölluðuð þið um allt milli himins og jarðar og spurðuð þau um framtíð þeirra, þessi minning er þeim mjög kær. Eitt var það sem við náðum ekki að gera og við erum leið yfir að geta ekki gert með þér og þá sérstaklega nafni þinn Sveinn Atli, það er að fara með þér á leik með Tottenham. Báðir náðum við að fara á White Hart Lane en ekki saman, þú verður með okkur í anda þegar við förum á næsta tímabili. Við erum svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með þér og sérstaklega erum við þakklát fyrir að þú komst í 50 ára afmælið mitt og náðir að hitta barnabarnabörnin þín þrjú, Kristbjörgu Lilju, Skarphéðin Krumma og Matthildi Sófíu. Takk fyrir lífið pabbi. Magnús. Elsku tengdapabbi. Þegar ég kynntist þér vorið 1988 kom mér mest á óvart að þú værir svona virkur í eldhúsinu, því var ég ald- eilis ekki vön heiman frá mér. Ég var mjög matvönd á þessum árum en þó frekar kurteis ung dama og þorði ekki að segja nei ef mér var boðið í mat og leist ekki á það sem var í matinn, ég þorði ekki að segja nei takk. Eitt skiptið var fiskur í bleikri sósu með makka- rónum og raspi ofan á, þetta leist mér ekki mikið á en ákvað þó að smakka án þess að segja orð. Ég fékk mér aftur á diskinn og hef nokkrum sinnum eldað þennan fína fiskrétt. Þú varst alltaf hjálpsamur og snöggur til að koma til að aðstoða okkur við byggingu hússins okkar og þegar við tókum upp á því að flytja á ýmsa staði á Selfossi. Mér er mjög minnisstætt þegar þú bruggaðir hvítvín í fyrsta skipti. Ég, þú og Maggi sátum eitt kvöld- ið við eldhúsborðið og ræddum líf- ið og tilveruna, allt í einu vorum við búin að drekka fimm flöskur, ekki veit ég þó hvað vínið var sterkt í %. Eitt sinn fór ég með þér og mömmu þinni á miðilsfund, þú ætlaðir að sannfæra mig um að það væri hægt að ná sambandi við framliðið fólk en ég var alveg á því að það væri bara bull og vitleysa. Ég gat ekki annað en sannfærst og ég vona að ég eigi eftir að ná sambandi við þig einhvern tíma elsku Denni. Það er erfitt að hugsa til þess að þú komir ekki lengur í kaffisopa og spjall á laugardags- og sunnudagsmorgn- um, en þú verður með okkur í anda. Elsku Denni takk fyrir allt. Linda Björg Perludóttir. Látinn er góður drengur og kórfélagi, Sveinn Ármann, eða Denni eins og hann var kallaður í daglegu tali. Leiðir okkar lágu saman fyrir um þrátíu og fimm til fjörutíu árum á vettvangi knattspyrnudeildarinnar á Sel- fossi. Denni var áhugamaður um íþróttir, fór í íþróttaskólann í Haukadal á sínum tíma, var glímumaður góður og keppti í frjálsum íþróttum á sínum yngri árum. Þegar sonurinn fór að vaxa úr grasi fór Denni að sinna félagsmálum og tók þátt í störf- um á vegum knattspyrnudeildar UMF Selfoss. Það varð strax augljóst að Denni var maður sem gott var að leita til, hann varð við öllum óskum. Denni gekk í öll hlutverk; gerðist knattspyrnu- dómari 1978, átti sæti í ungling- aráði, var oft í fararstjórn með yngri flokkum í keppnisferðum, átti sæti í stjórn knattspyrnu- deildar í áratug. Hann lagði ómetanlega vinnu og metnað í allt sem hann gerði í þágu knatt- spyrnunnar á þessum árum. Denni var fenginn til að taka sæti í stjórn handknattleiks- deildar í þrjú ár, segir það svolít- ið um Denna hvað hann var fé- lagslyndur og fórnfús maður. Á aðalfundi ungmennafélagsins 1987 var Denna afhentur virð- ingarvottur fyrir alla þá vinnu og velvilja sýndan félaginu með við- töku á Björns Blöndal-bikarnum sem sá einstaklingur hlýtur sem skarar fram úr í félagslegu starfi. Mér var það mikill heiður að afhenda Denna þessa viður- kenningu, þá sem formaður ung- mennafélagsins. Síðan gerist það á efri árum okkar Denna að við förum að syngja saman í Karla- kór Selfoss og í sömu rödd. Eftir ekki langan tíma sá Denni að ég þyrfti aðstoðar við og leiðbein- ingar, enda búinn að vera lengur í kórnum og reyndari. Ég er hon- um ævarandi þakklátur fyrir hugulsemi hans og nærgætni í minn garð, sem er ekki sjálfgef- ið, þetta var Denni í hnotskurn eins og ég þekkti hann. Nú hin síðari ár höfum við hist nokkrum sinnum í útilegu, en Denni og Gunna voru komin í nýtt og fal- legt hjólhýsi sem þau áttu góðar stundir í. En svona er lífið stund- um, ekki á vísan að róa. Elsku Gunna mín, þú áttir góðan mann sem er sárt saknað af mörgum. Ég og Fríða vottum þér og þinni fjölskyldu innilega samúð og vit- um að minningin um Denna mun lifa um ókomin ár. Björn Ingi Gíslason. Sveinn Ármann Sigurðsson Ástkær móðir mín, dóttir, systir, mágkona og uppeldissystir, SIF MELSTEÐ, Engihjalla 25, lést á líknardeild Landspítalans mánu- daginn 10. maí. Útför hennar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. maí kl. 13.00. Daníel Melsteð Þórunn Melsteð Sigurður Stefánsson Árni Árnason Soffía Melsteð Jóngeir Hjörvar Hlinason Soffía Melsteð Eyjólfsdóttir Jón Henrik Bartels Guðbjörg Sigurðardóttir Ottó Guðjónsson Berglind Sigurðardóttir Konráð Karl Sigurðsson Guðrún Kjerúlf Árnadóttir Stefán Þór Sigurðsson Þórhalla Guðrún Gísladóttir Sonja Vigdís Sigurðardóttir James Fuller Williams

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.