Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 25

Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 25
í heiðinni og fluttum hingað 2009 frá Akureyri. Hér er mikið útsýni inn og út fjörðinn og yfir Akureyri.“ Foreldrar Sigurjóns voru Jón Gunn- laugur Sigurjónsson, f. 14.10. 1909, d. 22.3. 1986, trésmíðameistari á Ak- ureyri, og Birna Finnsdóttir, f. 18.8. 1917, d. 11.8. 1990, húsmóðir. Þóra og Sigurjón gengu í hjónaband 18.5. 1986. Fyrri eiginmaður Þóru er Gunnar Austfjörð, f. 8.11. 1949, fyrr- verandi deildarstjóri á Akureyri. Þau skildu. Dóttir Þóru og Gunnars er Pálína Austfjörð, f. 8.5. 1970, ritari lækna hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, gift Sigurði Sigþórssyni málarameistara og eiga þau tvo syni og þrjú barna- börn. Sonur Þóru og Sigurjóns Hilmars er Hilmar Þór, f. 13.3. 1986, starfsmaður Sjóvár í Reykjavík, í sambúð með Líneik Þóru Bryndís- ardóttur og eiga þau einn son. Börn Sigurjóns Hilmars frá fyrra hjóna- bandi eru Jón Gunnlaugur, f. 4.12. 1965, býr á Svalbarðsströnd, í sam- búð með Önnu Sævarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Íris Björk, f. 16.4. 1969, býr á Akureyri, gift Sæv- ari Má Magnússyni og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn; Birna Hrönn, f. 15.12. 1972, býr á Selfossi og á hún þrjár dætur. Systkini Þóru eru Bergur, f. 20.2. 1948, býr í Reykjavík; Ingibjörg, f. 21.5. 1953, býr á Egilsstöðum; Bene- dikt, f. 11.8. 1962, býr í Eyjafjarð- arsveit, og Ragnhildur, f. 28.10. 1967, býr í Grímsey. Foreldrar Þóru voru hjónin Hjalti Jósefsson, f. 28.5. 1916, d. 10.5. 2007, bóndi á Hrafnagili, og Pálína R. Benediktsdóttir, f. 21.7. 1925, d. 20.11. 2008, húsfreyja. Þóra Guðrún Hjaltadóttir Katrín Lárusdóttir húsfreyja á Hofi í Hjaltadal Jóhann Jóhannsson bóndi á Hofi í Hjaltadal Þóra Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja á Bergstöðum Jósef Jóhannesson bóndi á Bergstöðum í Miðfirði Jóhann Hjalti Jósefsson bóndi á Hrafnagili Ingibjörg Eysteinsdóttir húsfreyja á Auðunarstöðum Jóhannes Guðmundsson bóndi á Auðunarstöðum í Víðidal, V-Hún. Magdalena Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Svertings- stöðum í Miðfirði Guðmundur Sigurðsson bóndi á Svertingsstöðum Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Efra-Núpi Benedikt Líndal Hjartarson bóndi og hreppstjóri á Efra-Núpi í Miðfirði, V-Hún. Pálína Ragnhildur Björnsdóttir húsfreyja á Efra-Núpi Hjörtur Líndal bóndi og hreppstjóri á Efra-Núpi Úr frændgarði Þóru Guðrúnar Hjaltadóttur Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir húsfreyja á Hrafnagili í Eyjafirði DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 ÚRVAL AF GÓÐUM S ÆRUM Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is skæri í úrvali Brýnum skæri og hnífa Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10- 16 Alhliða skæri 4.995 kr. Vinstri handar skæri 4.995 kr. Þynningarskæri 8.990 kr. Hárskæri 6.490 kr. Klæðskeraskæri 5.480 kr. Bróderskæri 3.220 kr. Storkaskæri 4.290 kr. Klæðskeraskæri Stærðir 8“-12“ Frá 7.370 - 9.980 kr. Vefverslun brynja.is „ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ ÞÚ HAFIR KOMIST FRAM HJÁ MÓTTÖKURITARANUM. HÚN ER ALGER TÍK.“ „HVAÐ MEINARÐU MEÐ AÐ ÉG HAFI EKKI LÖGSÖGU Í MÁLINU?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum andlegt álag. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VÚHÚ! MAMMA MÍA! VÍÍÍ! ÞVÍLÍKT FJÖR! JÍ-HA! ÞETTA ER SKO STERKT KAFFI! JÚ-HÚ! ÉG ER FARINN AÐ SJÁ ALLT Í MÓÐU! ÉG LÍKA! KANNSKI ÆTTUM VIÐ AÐ FÁ OKKUR GLERAUGU! JÁ, ÉG SKIL HVAÐ ÞÚ ÁTT VIÐ! NEI! ÉG KANN BARA VEL VIÐ ÞETTA! VARÐHUNDAR EHF. Á síðasta hausti kom út ljóðabók-in „Segðu það steininum“ eftir Jóhönnu Álfheiði Steingrímsdóttur, sem bjó ásamt manni sínum Her- móði Guðmundssyni frá Sandi í Ár- nesi á bökkum Laxár. Eins og hún á ætt til eru tök hennar sterk á mál- inu. Bókin skiptist í „háttbundin ljóð“ og „óbundin ljóð – svipmynd- ir“. Jóhanna hefur fullkomið vald á hinum ýmsu bragarháttum og þeg- ar hún bregður fyrir sig „óbundn- um ljóðum“ nýtur hún þess, hrynj- andin er sterk og myndmálið skýrt. „Öryggisleysi“ heitir þetta ljóð: Yfir fjöllunum hrannast skýjabakkar, kólga til hafsins. Það er byrjað að snjóa. Bráðum hyljast allar leiðir. Þungur er hugur þess sem er einn á ferð og á langt heim. Jóhanna ól allan aldur sinn á bökkum Laxár og kallar þessa stöku „Veiðihug“: Frumstæð þráin feng að ná fyllir veiðimannsins draum þar sem leikur lax í á við lygnu hyls og iðustraum. „Aðlögunarhæfni“ kallast þessi staka: Mörgum lánast leikni að ná lífs á báru kvikri, sitja alltaf ofan á eins og fluga á sykri. Auðvitað yrkir Jóhanna um veðr- ið. Það er stórhríð á fyrsta sum- ardegi: Dauf er þessi dagrenning dynur hríð á glugga, ljóssins fyrsta lífshræring lögð í fanna skugga. Og „í fyrstu leysingum 1997“ yrkir hún: Hvítskyggndur vormáninn vakir í bjartri nótt, vefur húmblæ jörð sem er ung og ný, vindarnir sofa vært og allt er hljótt, í vötnunum perlast geislar og fiðuský. Um kisu yrkir Jóhanna: Í hretum eykur þor þol það sem hugur geymir, að þröstur kvaki og komi vor kattarlúruna dreymir. Jóhanna skrifaði í vísnabók Her- móðs 1938: Eg finn í draumi heitast handtak þitt, eg heyri í draumi ástarorð þín blíðust, eg lít í draumi ljúfast yndið mitt, eg les í draumi gæfublómin fríðust. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hér er vel kveðið á bökkum Laxár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.