Morgunblaðið - 26.05.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.05.2021, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 6. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 122. tölublað . 109. árgangur . FYRSTA SÓLÓPLATA KAKTUSAR EINARS- SONAR GEFIN ÚT MIKILL SAM- DRÁTTUR Í RÆKTINNI MARÍUERLA GERÐIST LAUMU- FARÞEGI VIÐSKIPTAMOGGINN SIGLDI FRÁ FÆREYJUM 4KICK THE LADDER 24 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ef spár Íslandsbanka ganga eftir mun verð íbúðarhúsnæðis hækka um tæp 25% frá ársbyrjun 2021 til árs- loka 2023. Þetta kemur fram í upp- færðri hagspá bankans sem birt er í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka segir spána gera ráð fyrir 11,3% hækkun á þessu ári og að í því felist engin ofrausn. „Rúmur helmingur þeirrar hækkun- ar er nú þegar kominn fram og fátt sem bendir til þess að dragi úr spennunni á næstu fjórðungum.“ Hins vegar muni hækkunin verða 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. „Við teljum að framboð á íbúðar- húsnæði muni aukast eftir því sem líður á spátímann og að þá muni vaxtahækkanir Seðlabankans einnig slá á hækkunarferlið,“ segir Jón Bjarki. Bendir bankinn á að framboð á íbúðarhúsnæði, einkum á höfuðborg- arsvæðinu, hafi ekki fylgt hinni miklu eftirspurn og að íbúðatalning Samtaka iðnaðarins bendi til að íbúð- um í byggingu hafi fækkað verulega þegar kórónufaraldurinn skall á. „Það má því segja að eftirspurn- arspenna ríki á markaðnum. Það sem einnig ýtir verðinu upp er sá mikli ófyrirsjáanleiki með þróun markaðarins, þ.e. framboðið fram undan,“ segir Jón Bjarki og bendir á að hagsmunaaðilar, sveitarfélög, SI, fjármögnunaraðilar og eftir atvikum ríkið þyrftu að auka gagnaöflun, samráð og gagnsæi varðandi fast- eignamarkaðinn. Fasteignaverð hækki frekar - Íslandsbanki spáir því að íbúðaverð hækki um nærri fjórðung til ársloka 2023 M »ViðskiptaMogginn Systurnar Lilja og Björk Grímsdætur heimsóttu Þorkelshól í Vestur-Húnavatnssýslu um síðastliðna helgi. Þar fengu þær að gefa nýfæddu lambi mjólk að drekka úr pela. Af myndinni að dæma unir lambið, sem fengið hefur nafnið Haukur, sér vel í fangi systranna sem sinna hlutverki sínu með sóma. Sauð- burður er vel á veg kominn í sveitum landsins en hann nær hámarki í maí. Sauðburðurinn er annasamur tími hjá sauð- fjárbændum en nauðsynlegt er að þeir séu á vakt allan sólar- hringinn enda geta lömbin fæðst á degi jafnt sem nóttu. Lambið Haukur fær mjólk úr pela Morgunblaðið/Eggert Systur fengu skemmtilegt hlutverk í sveitaferð Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Við rannsóknir mála gripu lögregla og héraðssaksóknari 388 sinnum til símahlustunar eða skyldra aðgerða í kjölfar dómsúrskurða í fyrra. Þar af var hlustað á síma í 92 aðgerðum skv. nýrri skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum 2020. Í langflest- um tilvikum eða 288 sinnum var gripið til þessara úrræða hjá lög- reglustjóranum á höfuðborgarsvæð- inu, þar af símhlerana í 81 skipti, hlustunarbúnaði komið fyrir í 28 til- vikum og útskriftir á gagnanotkun farsíma voru 29. Fjöldi símahlust- unar og skyldra aðgerða í fyrra var sá sami og á árinu á undan. Aðgerð- um á vegum héraðssaksóknara fækkaði þó mikið milli ára, voru 81 árið 2019 en aðeins sjö á seinasta ári. Yfir landið allt var gripið til þessara aðgerða í 295 tilvikum vegna fíkniefnabrota í fyrra og 11 sinnum vegna kynferðisbrota. Líkt og í fyrri skýrslum gagnrýnir rík- issaksóknari að fá engin svör rík- islögreglustjóra við fyrirspurnum um meðferð upplýsinga, sem hamli ríkissaksóknara í að sinna eftirlits- skyldum sínum. Yfir 90 símahleranir lögreglu - 234 aðgerðir vegna fíkniefna og 11 í kynferðisbrotamálum Fjöldi aðgerða í dómsúrskurðum Eftir tegund brots árið 2020 Auðgunarbrot/peningaþvætti 22 Fíkniefnabrot 295 Kynferðisbrot 11 Ærumeiðingar/friðhelgi einkalífs 5 Ofbeldisbrot /frelsissvipting 40 Annað 15 Alls 388 _ Dr. Anthony Fauci, helsti læknis- fræðilegi ráðgjafi Joe Biden Banda- ríkjaforseta, segist „ekki sannfærð- ur“ um að kórónuveiran hafi þróast með náttúrulegum hætti utan Veiru- rannsóknarstofnunarinnar í Wuhan í Kína. Hann telur að rannsaka þurfi í þaula hvernig veiran hafi orðið til. Æ fleiri telja nú líklegt að veiran hafi orðið til á veirurannsóknar- stofnuninni, þar sem hún hafi verið gerð í læknisfræðilegum tilgangi, en síðan sloppið út. Kínversk stjórn- völd þykja hafa verið naum á að- gang að stofnuninni, en umfram allt hafa ekki fundist nein sönnunar- gögn, sem styðja tilgátur um nátt- úrulega tilurð veirunnar og smit hennar í menn. Eitt og hálft ár er liðið frá því heimsfaraldurinn braust út í Kína. »11 Kom kórónuveiran af rannsóknarstofu? AFP Grunsemdir Smitsjúkdómalæknirinn dr. Anthony Fauci útilokar tilgátuna ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.