Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021
Aðalfundur
Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja hf. fyrir árið 2020 verður
haldinn á skrifstofu félagsins, Tangagötu 1 í Vestmannaeyjum,
miðvikudaginn 9. júní 2021 kl. 16:00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnurmál. Fyrir liggur tillaga
stjórnar um að kosnir verði fjórir stjórnarmenn. Óskað er eftir að
framboð til stjórnar berist eigi síðar en fimmdögum fyrir aðalfund.
Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja hf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Árstíðasveiflur í ferðaþjónustunni
hafa minnkað mikið hér á landi á síð-
asta áratug og sker Ísland sig alger-
lega úr meðal Evrópuþjóða þegar
skoðað er hversu mikið árstíðasveifl-
an hefur minnkað á undanförnum
árum. „Ísland hefur […] farið frá því
að vera það Norðurlandanna sem er
með mesta árstíðasveiflu, til þess að
vera það næststöðugasta,“ segir í
umfjöllun á vef Ferðamálastofu um
nýjar niðurstöður sem birtar eru úr
skýrslu eftir Jóhann Viðar Ívarsson
hjá Ferðamálastofu.
Lækkaði um 44% á sex árum
Þar kemur fram að leitt sé í ljós
að hugmyndin um sveiflukennda ís-
lenska ferðaþjónustu sé orðin mýta,
að minnsta kosti í samanburði við
aðrar þjóðir.
Ýmsa mælikvarða má nota á árs-
tíðasveiflur í ferðaþjónustunni. Jó-
hann notar svokallað sveifluhlutfall
gistinátta á hótelum þar sem kannað
er hversu umfangsmikill mánuður
með flestar gistinætur er í hlutfalli
við meðaltal á mánuði yfir árið í
heild. Þá kemur í ljós að sveifluhlut-
fallið á Íslandi hefur lækkað um 44%
á sex árum. Það fer úr 2,7 árið 2010
og nær jafnvægi við stuðulinn 1,5 á
árinu 2017. „Það liggur því fyrir að
mikill árangur hefur náðst í að
minnka sveiflur,“ segir í skýrslunni.
Sé litið á ferðaþjónustuna á Norður-
löndunum þá var ferðaþjónustan á
Íslandi fyrir tæpum áratug sú
sveiflukenndasta af öllum löndunum
en á seinustu árum er hún orðin ein
sú stöðugasta. Sveifluhlutfallið milli
árstíða er orðið lægst í Finnlandi
eða 1,4 og á Íslandi 1,5. Norsk ferða-
þjónusta er með 40% hærra hlutfall
en sú íslenska og meðal Dana og
Svía er hlutfallið 20% hærra en hér
á landi. Í umfjöllun Ferðamálastofu
er bent á að árstíðasveiflan hér á
landi sé á líku róli og í mörgum Evr-
ópulöndum sem við berum okkur
gjarnan saman við. Fram kemur í
skýrslunni að ágætur árangur hafi
náðst í öllum landshlutum við að
minnka árstíðasveifluna. Hún er
minnst á höfuðborgarsvæðinu og
mest á Austurlandi. Mest minnkun
árstíðasveiflunnar á umliðnum ára-
tug varð á Suðurlandi eða 36% en
minnst á Suðurnesjum eða 16%.
Þegar árstíðasveiflur í Evrópulönd-
um eru bornar saman kemur í ljós
að á árinu 2019 var sveiflan á Íslandi
orðin 8% minni en sem nam með-
altali í 28 ríkjum Evrópusambands-
ins, sem „hefði einhvern tíma þótt
saga til næsta bæjar“, eins og segir í
skýrslunni.
Ísland er í svipuðum flokki og
Frakkland og Spánn en stöðugra en
Ítalía, Bretland og t.a.m. ferða-
mannalöndin Króatía og Slóvenía.
Þegar dreifing gistinátta er skoð-
uð má m.a. sjá að ferðamennskan
byrjar fyrr á vorin á Íslandi en hjá
Dönum, Svíum og Norðmönnum. Ís-
land nær að teygja ferðamennskuna
vel inn á haustmánuðina og er með
hærra hlutfall í september og októ-
ber en bæði Svíþjóð og Noregur.
Árstíðasveifla ferðaþjónustu mýta
- Ísland er næststöðugast meðal Norðurlandaþjóða skv. úttekt á sveiflum í ferðaþjónustu á milli árstíða
- Úr sveiflukenndustu ferðaþjónustu Norðurlandanna fyrir áratug í þá stöðugustu ásamt Finnum
Sveifluhlutfall ferðaþjónustu 2010-2019*
Árstíðasveiflur miðað við fjölda gistinátta á hótelum
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
*Árinu 2020
sleppt vegna
ódæmigerðra
aðstæðna
Heimild: Ferðamálastofa
2,7
2,5
2,2
1,8
1,5 1,5
„Þetta var skemmtilegur laumu-
farþegi,“ sagði Kjartan Þór Ár-
sælsson, kokkur á Víkingi AK.
Laumufarþeginn umræddi var lít-
il maríuerla sem smeygði sér um
borð þegar skipið var á kol-
munnaveiðum við strendur Fær-
eyja. „Það koma oft litlir fuglar
um borð sem eru eitthvað að vill-
ast og sumir eitthvað laskaðir
greyin, en fyrst hún komst í vatn
og mat þá braggaðist hún og
vildi ekkert fara.“ Maríuerlan
graðgaði í sig hjónabandssælu
sem boðið var upp á um borð, við
litla hrifningu þeirra sem sátu að
snæðingi. Kjartan bauð þá skip-
verjum upp á skúffuköku og
leyfði maríuerlunni að eiga sæl-
una út af fyrir sig. „Hún var al-
sæl með sæluna, síðan gaf ég
henni hörfræ, rúsínur og ost og
hún var einnig voða ánægð með
það,“ sagði Kjartan.
Maríuerlan var um borð allan
túrinn, eða viku. Þá hlaut hún
einnig nafnið Maríuerla Kjart-
ansdóttir. „Þessir hörðu sjóarar
um borð urðu voða mjúkir á með-
an þeir fylgdust með henni, sem
var fyndið að sjá,“ sagði Kjartan.
„Þegar við vorum hættir veiðum
fórum við að landi á Vopnafirði,
við komum þó fyrst við í Nes-
kaupstað til að setja trollinn á
netaverkstæði og þá skellti
maríuerlan sér í land. Hún er því
orðin Norðfirðingur núna.“
Laumufarþegi á Víkingi AK
- Víkingur AK var á kolmunnaveiðum
þegar gestur laumaði sér um borð
Ljósmynd/Kjartan Þór Ársælsson
Gestur Maríuerla Kjartansdóttir fékk góðar móttökur hjá skipverjum.
Dómsmálaráðuneytið hefur til at-
hugunar að gera tvíhliða samning
við Breta um gagnkvæma viður-
kenningu og
fullnustu dóma
ríkisdómstóla í
einkamálum á
milli Bretlands
og Íslands, en
óvissa um það er
ein af óvæntum
afleiðingum úr-
göngu Breta úr
Evrópusamband-
inu (ESB).
„Það kemur
sterklega til greina að gera tvíhliða
samning við Breta, líkt og Norð-
menn hafa gert, og þá mögulega á
grundelli Lúganó-samningsins,“
segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdótt-
ir dómsmálaráðherra í samtali við
Morgunblaðið.
Fyrir úrgönguna, sem í daglegu
tali er nefnd Brexit, voru bæði Bret-
land (sem aðildarríki ESB) og Ís-
land (sem aðildarríki EES) aðilar að
Lúganó-samningnum um dómsvald
og viðurkenningu og fullnustu dóma
í einkamálum. Við Brexit féll aðild
Bretlands að Lúganó-samningnum
hins vegar niður, sem gerir það að
verkum að eins og sakir standa ríkir
óvissa um hvort íslenskir dómstólar
munu veita enskum dómum fulln-
ustu og þá jafnframt hvort enskir
dómstólar munu veita íslenskum
dómum fullnustu, líkt og tveir ís-
lenskir lögmenn í Bretlandi, þeir
Gunnar Þór Þórarinsson og Hafliði
K. Lárusson, vöktu athygli á í grein
í Morgunblaðinu á laugardag.
Ísland studdi aðild Breta að Lúg-
anó-samningnum um gagnkvæma
viðurkenningu og dóma í einkamál-
um. „Við bundum vonir við að ESB
myndi samþykkja aðild Breta að
samningnum eftir Brexit,“ segir Ás-
laug Arna. „ESB ákvað hins vegar
að styðja ekki aðild Breta að Lúg-
anó-samningnum, heldur benti á að
nota frekar Haag-samninginn frá
2005 um lögsöguval. Ísland á hins
vegar ekki aðild að þeim samningi.“
„Nú þegar ljóst er að ekki verður
af aðild Breta að Lúganó-samning-
unum þarf að skoða og ákveða
hvaða leið beri að fara,“ segir dóms-
málaráðherra og þykir tvíhliða
samningur milli ríkjanna á grund-
velli Lúganó-samningsins, líkt og
Norðmenn hafi gert, helst koma til
greina. „Dómsmálaráðuneytið hefur
þegar hafið þá skoðun.“
Ráðherra skoðar
samning við Breta
- Einkamáladómar í uppnámi eftir Brexit
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Samningur um byggingu nýs hjúkr-
unarheimilis við Mosaveg í Grafar-
vogi var undirritaður í gær af Svan-
dísi Svavarsdóttur heilbrigðisráð-
herra og Degi B. Eggertssyni
borgarstjóra.
Hjúkrunarheimilið mun hýsa allt
að 144 íbúa og er áætlaður kostn-
aður við framkvæmdina 7,7 millj-
arðar króna. Ríkið leggur til 85%
þeirrar upphæðar á móti 15% fram-
lagi Reykjavíkurborgar. Stefnt er að
því að framkvæmdir hefjist um mitt
ár og að heimilið verði tekið til notk-
unar á síðari hluta árs 2026. Greint
er frá þessu á vef Stjórnarráðsins.
Ljósmynd/Heilbrigðisráðuneytið
Samið Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra og Dagur B. Eggertsson.
Byggja hjúkrunar-
heimili fyrir 144