Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 14

Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 Flestir kannast við hugtakið glerþakið, þá ósýnilegu hindrun er hélt lengi vel konum frá því að gegna æðstu embættum en færri kannast við bómull- arþakið, hugtak er transaktívistinn Drew DeVeaux kom fram með 2015 og vísar til tregðu lesbía til að samþykkja transkonur sem bólfélaga. Í nokkur ár hafa heyrst raddir um að transaktívistar hafi tekið yfir samtök samkynhneigðra og ýtt þeim út í horn, því áherslan á að ein- staklingurinn hafi rétt til að ákveða og skilgreina sjálfur sína kynáttun og kynvitund hafi leitt til þess að karlar geti nú talið sig lesbíur og konur homma. Gömlu skilgreining- arnar – að lesbía sé kona sem laðast að öðrum konum og hommar karlar sem laðast að öðrum körlum – verða merkingarlausar með hinni nýju hugmyndafræði. Ekki sættu þó allir sig við þessar nýju breytingar og stofnaði lesbían Angela Wild samtökin „Get the L Out“ og „LGB Alliance“ var einnig stofnað í Bretlandi til að vinna á móti meintu ofríki transaktívista. Angi þeirra hefur verið stofnaður á Ís- landi, „LGB-teymið“. Einn meðlima þess, Íva María Adrichen, lýsti því í Mannlífsviðtali að samkynhneigt fólk yrði fyrir aðkasti aðgerðasinna sem teldu það ekki nógu virkt í „hin- seginmenningunni“ og sagðist hafa upplifað skítkast, hatur og ljótleika fyrir að leyfa sér að vilja sjálf skil- greina stöðu sína í samfélaginu. Eldur Deville hefur einnig stigið fram á vegum LGB-teymisins. Hann var í viðtali á Harmageddon fyrr á þessu ári. Þar lýsti hann því hvernig hugmyndir um transfólk hefðu breyst; áður hefði það krafist jafnra réttinda en nú væri hommum ýtt út í að vera trans og krafist breytinga á tungumálinu. Hann sagðist oft vera kallaður TERF (trans exclusionary feminist) og hafði eftir formanni Trans Ísland að ef menn hrifust af ákveð- inni tegund kynfæra þá væru þeir með kyn- færablæti. Samkvæmt könnunum eru hommar ekki spenntir fyrir að sænga með trans- mönnum – aðeins 12% þeirra töldu það koma til greina samkvæmt einni könnuninni, svo ef til vill er það rétt að þeir séu haldnir kyn- færablæti – enda ekk- ert að því að telja sköpulag sitt fagurt. Þessi skerðing á réttindum sam- kynhneigðra virðist orðin víðtækt fyrirbæri. Nýlega birtist bréf 11 franskra lesbía í Marianne.net þar sem þær mótmæla ofbeldi gegn sér og halda því fram að þrýst sé á lesbí- ur að láta af fordómum gegn karl- kyns kynfærum. Þær telja að karlar sem telja sig vera konur veki áhuga fæstra lesbía – það hafi ekkert með fordóma að gera, eðli þeirra sé ein- faldlega þannig. Homminn Andrew Sullivan skrif- aði í New York Magazine 2019 (hætti árið eftir sem pistlahöfundur) að öfg- ar hinnar nýju transhugmyndafræði gætu leitt til LBG-fóbíu. Það væri ekki lengur leyfilegt að vera strákas- telpa eða stelpustrákur og benti á að slík væri stefnan í Íran; þar væri samkynhneigðu fólki ýtt í kynskipti á kostnað yfirvalda – fælnin væri slík. Hann virðist hafa verið forspár. Svo virðist nú komið að samkyn- hneigðir þurfi að hefja sína tilvist- arlegu baráttu aftur og koma í veg fyrir að transaktívistarnir ýti ungu samkynhneigðu fólki út í að gerast trans. Sú barátta er víða hafin. Í Bretlandi féll dómur Keiru Bell í hag nýlega, en hún kærði Tavistock- sjúkrahúsið fyrir að hafa leyft sér 16 ára að breyta um kyn án þess að kanna hvaða ástæður lægju að baki hjá henni. Í Svíþjóð hefur Karol- inska- sjúkrahúsið hætt kynskipta- starfi á ungum börnum og geta þá 14 ára stelpur væntanlega ekki farið í brjóstnám þar lengur. Í BNA hafa sum ríki bannað transkonum að keppa sem konur í íþróttum. Þekkt- asta transkona heims, Caitlyn Jen- ner, styður það og telur slíkt bann eðlilegt, enda vann hún til gull- verðlauna í tugþraut á Ólympíu- leikum sem karlmaður. Transkonan Debbie Hayton hefur verið mjög gagnrýnin á að engin mörk séu sett þeim er vilja skipta um kyn í opinberum skrám. Gamla kerf- ið, þar sem ítarlegt mat lækna þurfti til kynskipta, hafi verið gott en nú sé fólk sem fór í kynskipti af viðvarandi innri þörf og sárri löngun til að upp- lifa sig heilt lagt að jöfnu við tæki- færissinna sem sjá sér leik á borði til að hagnast á hinum nýju slöku reglum, hvort sem pólitískar ástæð- ur, metnaður eða aðrar persónu- bundnar hvatir búa að baki. Alþingi okkar setti ný lög um kyn- rænt sjálfræði árið 2019/2020. Sam- kvæmt þeim getur hver og einn sem er orðinn 15 ára breytt kynskrán- ingu sinni og nafni án þess að spyrja kóng eða prest og á það jafnvel við um hælisleitendur sem koma til landsins. Slök líkamsvitund virðist hafa áhrif til að stúlkur breyti um kyn (einhverfa, anorexía) en rann- sóknir sýna að langflest ungmenni vaxa upp úr tilfinningunni um að þau séu fædd í röngum líkama, og það án afskipta samfélagsins, og verða e.t.v. hamingjusamir hommar eða lesbíur. Eldur Deville heldur því fram að þessum nýju lögum hafi verið laum- að gegnum þingið án þess að nein raunveruleg umræða um kosti þeirra og galla hafi farið fram og hefur sett fram undirskriftalista á netinu með rökstuðningi um þörfina á endur- skoðun þeirra. Hvort tveggja má finna á facebooksíðu LGB-teymisins. Um bómullarþakið og rétt- indabaráttu samkynhneigðra Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Transaktívisminn hefur gengið svo langt að karlar geta nú talið sig lesbíur og kon- ur homma og upplifir margt LGB-fólk sig jaðarsett. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Nú hefur í þriðja sinn á rúmum 20 ár- um verið gerð atlaga að vinsælum og ötul- um organista og kór- stjóra innan kirkj- unnar, sem náð hefur árangri með kóra sína. Hvað veldur? Fyrst má telja Flókadeiluna miklu í Langholtskirkju 1996, þegar bola átti Jóni Stefánssyni úr starfi sínu sem vinsæll og fær kórstjóri Kórs Langholtskirkju og allra barnakór- anna í kirkjunni. Sem betur fer tókst sú ætlan ekki og söfnuður Langholtskirkju fékk áfram að njóta starfskrafta hans um sinn. Næst var Hilmari Erni Agnars- syni organista og kantor í Skál- holtsdómkirkju sagt upp starfi árið 2006, vegna þess að hann sinnti, að mati kirkjuyfirvalda, ekki nógu vel „hámenningarlegu“ tónlistarlífi á staðnum. En Hilmar vann hins veg- ar ötullega í grasrótinni með sókn- arbörnum Skálholtsprestakalls, byggði upp nýjan Skálholtskór frá grunni með fólkinu í sveitinni, í stað þess gamla, sem hvarf úr kirkjunni nokkru áður en Hilmar kom til starfa, eftir uppgjör við sóknarprest sinn. – Hann byggði upp öflugt barnakórastarf frá grunni í samstarfi við grunnskól- ann, þar sem meirihluti barnanna í skólanum var í barnakórnum. Lét þau taka þátt í kirkjustarfi og syngja við athafnir, kynnti þeim kærleiksboðskapinn. Hann stofnaði kór Menntaskólans á Laugarvatni í sama augnamiði; til að fá samfellu í söngþjálfun og söngmennt barnanna. Þessa þrjá kóra stofnaði hann haustið sem hann kom í Skál- holt, 1991. Kammerkór Suðurlands stofnaði hann 1997 með sönglærðu eða söngvönu fólki á Suðurlandi, til stærri verkefna. Uppsögn Hilmars var mótmælt kröftuglega, en honum var ekki vært og hrökklaðist úr starfi árið 2008 ásamt kórum sínum. Og nú, árið 2021, sér Hörður Ás- kelsson sér ekki annað fært en hverfa á brott úr Hallgrímskirkju með sína frábæru kóra, Mót- ettukórinn og Schola Cantorum, vegna þess að þeir sem ráða kirkj- unni telja þetta vera rétta tímann til að breyta um tón- listarstefnu í henni. Hvers vegna er honum ekki sýnd sú virðing og þakklætisvottur, fyrir allt hans starf við kirkjuna, að fá að ljúka sínu 40 ára ævistarfi í Hallgrímskirkju? Þessum tveimur árum sem hann á eftir í sjö- tugt? Í staðinn eru söfn- uðurinn, kórarnir og annað listafólk, og ég tala ekki um þau hjónin Hörð og Ingu Rós, allt þetta fólk, sem hefur lagt líf sitt og sál í að halda uppi metnaðarfullu tónlistar- og listalífi í kirkjunni sl. 40 ár, skilið eftir með sár í hjarta og tilfinningu fyrir því að allt þeirra starf og sá hluti ævi þeirra, sem farið hefur í kirkju- starfið, hafi að lokum verið lítils- virtur. Þetta er stór hópur fólks, stór hópur sóknarbarna, sem er kastað brott. Sært. Mér verður á að hugsa til tveggja kynslóða kórfólks og sókn- arbarna í Biskupstungum sem hættu að finna sinn vettvang í kirkjunni. Hvað er kirkja án safn- aðar? Kæru ráðamenn kirkjunnar: Nýtið nú hæfileika ykkar góða tón- listar- og listafólks meðan það er til staðar, það er ekki öllum gefið að hrífa fólk til samstarfs. Listin auðgar safnaðarstarfið og laðar fólk að kirkjunni. Kórfólk nýtur þess að syngja falleg verk í góðum hljómburði kirkjunnar undir stjórn frábærs kórstjóra. Með kórfélög- unum fylgja fjölskyldur og vinir til messu og tónleika, meiri velvild skapast í garð kirkjustarfsins, skilningur á boðskap kirkjunnar. Fleiri koma til að njóta boðskap- arins. Er það ekki markmið kirkj- unnar? Eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur Geirþrúður Sighvatsdóttir »Hugleiðing um sam- skipti kirkjunnar við þrjá organista, sem haldið hafa uppi öflugu kórastarfi innan kirkj- unnar. Höfundur er lyfjafræðingur og fv. félagi í Mótettukórnum og Skálholtskórnum. truda53@gmail.com Kirkjan og organ- istar – til varnar Herði Áskelssyni í Hallgrímskirkju er stærsti fjölmiðill landsins en 71.4% landsmanna nota mbl.is daglega* * G a llu p M e d ia m ix – d a g le g d e kk u n 2 0 2 0 Vissir þú að mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.