Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021
HK leikur áfram í úrvalsdeild
kvenna í handknattleik á næsta
tímabili eftir að hafa lagt Gróttu að
velli, 19:17, í öðrum úrslitaleik lið-
anna í umspilinu sem fram fór á
Seltjarnarnesi í gærkvöld. HK, sem
endaði í sjöunda og næstneðsta sæti
úrvalsdeildarinnar í vetur, hafði
unnið fyrsta leikinn á heimavelli
28:18. Jóhanna Margrét Sigurð-
ardóttir skoraði 5 mörk fyrir HK og
Þóra María Sigurjónsdóttir 3 en
Tinna Valgerður Gísladóttir og
Katrín Anna Ásmundsdóttir gerðu
4 mörk hvor fyrir Gróttu.
HK heldur sæt-
inu í efstu deild
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fimm Jóhanna Margrét Sigurð-
ardóttir var markahæst hjá HK.
Víkingur og Kría mætast í úr-
slitaeinvíginu um laust sæti í úr-
valsdeild karla í handknattleik eft-
ir að hafa unnið oddaleiki
undanúrslitanna í gærkvöld. Vík-
ingar lögðu Hörð frá Ísafirði,
39:32, í Víkinni og Kría sigraði
Fjölni í Grafarvogi, 31:25. Liðin
mætast í Víkinni á laugardaginn og
á Seltjarnarnesi á þriðjudaginn
kemur. Ef til oddaleiks kemur fer
hann fram í Víkinni 4. júní. Vinni
Kría einvígið leika tvö lið frá Sel-
tjarnarnesi í úrvalsdeildinni næsta
vetur.
Víkingur og
Kría í úrslitum
Morgunblaðið/Eggert
Víkingar Logi Snædal Jónsson og
félagar eru komnir í úrslit.
séð þetta allt áður. Það er því
erfiðara að slá liðið út af laginu
með hann í hópnum.
Aðaláhyggjuefnið
Eins vel og Grindavík hefur
spilað í einvíginu í Grindavík hef-
ur liðið verið langt frá sínu besta
í Garðabænum og það er aðal-
áhyggjuefni Grindvíkinga fyrir
föstudaginn þegar oddaleikurinn
fer fram.
Spurningin er því hvort
Grindavík getur haldið upp-
teknum hætti í Garðabænum, á
útivelli, eða hvort þeir brotni
þegar þeir lenda undir eins og
raunin hefur verið í síðustu
tveimur leikjum liðanna í Garða-
bænum.
_ Amenhotep Abif skoraði 19
stig fyrir Grindavík og Joonas
Järveläinen var með 19 stig og
11 fráköst. Þá skoraði Dagur Kár
Jónsson 16 stig og átti 11 stoð-
sendingar.
_ Ægir Þór Steinarsson átti
enn einn stórleikinn fyrir Stjörn-
una en hann skoraði 34 stig og
átti 13 stoðsendingar. Austin
James Brodeur skoraði 18 stig og
Gunnar Ólafsson 17.
Oddaleikurinn í Garðabæ
- Grindavík vann Stjörnuna öðru sinni
á heimavelli og úrslit ráðast á föstudag
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Góðir Ægir Þór Steinarsson og Dagur Kár Jónsson létu báðir mikið að sér
kveða í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í gærkvöld.
Í GRINDAVÍK
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Grindavík og Stjarnan þurfa að
mætast í oddaleik í einvígi sínu í
átta liða úrslitum Íslandsmóts
karla en þetta varð ljóst eftir
95:92-sigur Grindavíkur gegn
Stjörnunni í fjórða leik liðanna í
Grindavík í gærkvöld.
Staðan er 2:2 og oddaleikurinn
fer fram í Garðabænum á föstu-
daginn kemur þar sem sigurveg-
arinn tryggir sér sæti í undan-
úrslitum Íslandsmótsins.
Stjörnumenn geta sjálfum sér
um kennt að hafa ekki gengið frá
einvíginu í gærkvöld.
Þeir voru langt frá sínum
besta degi en samt sem áður
tókst þeim að halda leiknum
jöfnum og spennandi allan tím-
ann.
Það munar ótrúlega miklu fyr-
ir Grindavík að vera með Þorleif
Ólafsson í leikmannahópnum því
hann býr yfir reynslu sem fáir
leikmenn liðsins búa yfir.
Hann kemur með mikla ró inn
á völlinn og á bekkinn og hefur
Orri Hrafn Kjartansson, 19 ára miðjumaður Fylkis, er besti leikmaður 5.
umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Orri
Hrafn skoraði tvö mörk með góðum skotum frá vítateig þegar Fylkir vann
sinn fyrsta sigur á tímabilinu síðasta föstudagskvöld, 4:2 gegn Keflavík, en
hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu. Þá er hann
efstur Fylkismanna í M-gjöfinni að fimm umferðum loknum.
Orri og Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki voru einu leikmennirnir
sem fengu tvö M í fimmtu umferðinni en hún var leikin á föstudag og laug-
ardag. Brynjar Ingi Bjarnason miðvörður KA er valinn í lið umferðarinnar
í þriðja sinn og þrír aðrir leikmenn eru í liðinu í annað sinn. vs@mbl.is
5. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-4-2
Guy Smit
Leiknir R.
Brynjar Ingi
Bjarnason
KA
Höskuldur
Gunnlaugsson
Breiðablik
Ægir Jarl Jónasson
KR Orri Hrafn
Kjartansson
Fylkir
ErlingurAgnarsson
Víkingur R.
Orri Sveinn
Stefánsson
Fylkir
Kristinn Steindórsson
Breiðablik
Patrick Pedersen
Valur
Grétar Snær
Gunnarsson
KR
Óttar Bjarni
Guðmundsson
ÍA
2
2
2
3
Orri Hrafn bestur í 5. umferð
Pepsi Max-deild karla
Leiknir R. – FH........................................ 2:1
KR – HK.................................................... 1:1
Víkingur R. – Fylkir................................. 2:2
Staðan:
Valur 6 5 1 0 12:6 16
Víkingur R. 6 4 2 0 11:5 14
KA 6 4 1 1 11:3 13
FH 6 3 1 2 12:7 10
Breiðablik 6 3 1 2 14:10 10
KR 6 2 2 2 9:8 8
Leiknir R. 6 2 2 2 8:8 8
Fylkir 6 1 3 2 9:12 6
ÍA 6 1 2 3 7:12 5
HK 6 0 3 3 7:12 3
Keflavík 6 1 0 5 6:15 3
Stjarnan 6 0 2 4 2:10 2
Markahæstir:
Sævar Atli Magnússon, Leikni R .............. 5
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA ......... 5
Thomas Mikkelsen, Breiðabliki ................. 4
Ágúst Eðvald Hlynsson, FH...................... 4
Nikolaj Hansen, Víkingi R ......................... 4
Djair Parfitt-Williams, Fylki ..................... 4
Rúmenía
CFR Cluj – FCSB ..................................... 2:0
- Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi CFR.
_ CFR er meistari með 54 stig og FCSB
endar í öðru sæti með 45 stig.
0-'**5746-'
Umspil kvenna
Annar úrslitaleikur:
Grótta – HK .......................................... 17:19
_ HK vann einvígið 2:0 og heldur sæti sínu
í úrvalsdeildinni.
Umspil karla
Undanúrslit, oddaleikir:
Víkingur – Hörður................................ 39:32
_ Víkingur sigraði 2:1.
Fjölnir – Kría ........................................ 25:31
_ Kría sigraði 2:1.
E(;R&:=/D
Úrslitakeppni karla
8-liða úrslit, fjórði leikur:
Grindavík – Stjarnan............................ 95:92
_ Staðan er 2:2 og oddaleikur í Garðabæ á
föstudagskvöldið.
Umspil kvenna
Undanúrslit, þriðji leikur:
Njarðvík – Ármann .............................. 76:56
_ Njarðvík vann einvígið 3:0.
ÍR – Grindavík ...................................... 55:68
_ Grindavík vann einvígið 3:0.
Spánn
B-deild, umspil, 8-liða, annar leikur:
Oviedo – Leyma Coruna ...................... 69:70
- Sigtryggur Arnar Björnsson kom ekkert
við sögu hjá Coruna sem vann einvígið 2:0
og er komið í undanúrslit.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, 8-liða úrslit:
Milwaukee – Miami ............................ 132:98
_ Staðan er 2:0 fyrir Milwaukee.
Vesturdeild, 8-liða úrslit:
Denver – Portland............................ 128:109
_ Staðan er 1:1.
>73G,&:=/D
Knattspyrnumaðurinn César Az-
pilicueta fékk beint rautt spjald í
leik liðs hans Chelsea gegn Aston
Villa í lokaumferð ensku úrvals-
deildarinnar um liðna helgi.
Chelsea áfrýjaði dómnum á þeim
forsendum að ekki hefði verið um
viljaverk að ræða, og hefur knatt-
spyrnusambandið nú dregið spjald-
ið til baka. Því þarf varnarmað-
urinn ekki að hefja næsta tímabil á
því að taka út þriggja leikja bann.
Sleppur við
leikbannið
KÖRFUKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, fjórði leikur:
Höllin Ak.: Þór Ak. – Þór Þ.(1:2)......... 18.15
DHL-höllin: KR – Valur (2:1).............. 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, annar leikur:
Eyjar: ÍBV – KA/Þór (1:0)........................ 18
Origo-höll: Valur – Fram (1:0)............. 19.40
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Samsungv.: Stjarnan – Þróttur R....... 19.15
BLAK
Annar úrslitaleikur karla:
KA-heimilið: KA – Hamar (0:1) .......... 19.15
Í KVÖLD!
Hans-Dieter Flick verður næsti þjálfari þýska karla-
landsliðsins í knattspyrnu. Þetta staðfesti þýska knatt-
spyrnusambandið í gær. Flick, sem hefur stýrt Bayern
München frá árinu 2019, mun taka við þýska landsliðinu
eftir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í sumar en
þá hættir Joachim Löw störfum eftir að hafa stýrt liðinu
í fimmtán ár.
Flick er 56 ára gamall og gerði Bayern München tví-
vegis að Þýskalandsmeisturum og einu sinni að Evr-
ópumeisturum á tíma sínum hjá þýska stórliðinu.
Flick var aðstoðarþjálfari hjá þýska landsliðinu frá
2006 til ársins 2014 og var því hægri hönd Löws um átta
ára skeið, en Þjóðverjar urðu heimsmeistarar árið 2014 í Brasilíu með þá í
þjálfarateyminu.
Flick verður því við stjórnvölinn hjá þýska landsliðinu þegar það mætir
Íslandi á Laugardalsvellinum í undankeppni HM hinn 8. september. Tveir
fyrstu leikir hans eru gegn Liechtenstein og Armeníu 2. og 5. september.
Flick tekur við í sumar
Hans-Dieter
Flick
Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði
Íslands í handknattleik, og liðs-
félagar hans í spænska meistaralið-
inu Barcelona mæta Nantes frá
Frakklandi í undanúrslitum Meist-
aradeildar Evrópu en dregið var í
höfuðstöðvum EHF í Vín í gær. Úr-
slitahelgin verður í Köln 12. og 13.
júní en Aron er kominn í þessa úr-
slitahelgi í tíunda skiptið á ferl-
inum. Arnór Atlason er aðstoðar-
þjálfari dönsku meistaranna frá
Álaborg en þeir drógust gegn París
SG frá Frakklandi.
Aron og Arnór
í úrslitaleik?
Morgunblaðið/Eggert
Úrslitahelgi Mætast Arnór Atlason
og Aron Pálmarsson í Köln?