Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Meistaravellir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson og HK-ingurinn Atli Arn-
arson í baráttu um boltann í leiknum í Vesturbænum í gærkvöld.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Óvænt er orðið sem sameinar leikina
þrjá í Pepsi Max-deild karla í gær-
kvöld þegar sjöttu umferðinni lauk.
Leiknismenn unnu óvæntan sigur á
FH í „Gettóinu“, HK náði óvæntu
stigi af KR í Vesturbænum og Fylk-
ir tók frekar óvænt stig af Víkingum
í Fossvogi og kom í veg fyrir að þeir
héldu toppsæti deildarinnar að um-
ferðinni lokinni.
Leiknismenn ætla að verða mjög
erfiðir heim að sækja því þeir hafa
nú tekið sjö stig gegn Breiðabliki,
Fylki og FH í þremur fyrstu heima-
leikjum sínum. Frábær byrjun hjá
nýliðunum sem nær allir spáðu falli
áður en mótið hófst.
Þeir unnu jafnframt FH í fyrsta
sinn í sögunni í deildaleik. „Sann-
gjarn sigur,“ sagði Stefán Stef-
ánsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
_ Sævar Atli Magnússon fyrirliði
Leiknismanna skoraði bæði mörk
þeirra og er nú annar tveggja
markahæstu manna deildarinnar
með fimm mörk.
_ Matthías Vilhjálmsson varð
sjötti FH-ingurinn til að skora 40
mörk í efstu deild þegar hann kom
FH yfir á 19. mínútu leiksins gegn
Leikni.
Víkingar ólíkir sjálfum sér
Víkingar hefðu verið á toppnum á
ný, með betri markatölu en Valur,
með því að sigra Fylkismenn og
Helgi Guðjónsson virtist hafa
tryggt Víkingum fimmta sigur sinn í
sex leikjum þegar hann kom þeim í
2:1 á 86. mínútu. Rétt á undan hafði
Nikolaj Hansen jafnað fyrir Víking
með sínu fjórða marki á tímabilinu.
_ Nikulás Val Gunnarsson skor-
aði hinsvegar sitt fyrsta mark í efstu
deild þegar hann jafnaði fyrir Fylki,
2:2, á 89. mínútu.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Víkingsvöllur Víkingurinn Kristall Máni Ingason í baráttu við Ragnar
Braga Sveinsson fyrirliða Fylkis í leiknum í Fossvogi í gærkvöld.
„Ef Víkingur ætlar sér að taka
þátt í baráttunni um Íslandsmeist-
aratitilinn verður liðið að vinna leiki
sem þennan, sérstaklega á heima-
velli. Víkingar voru hins vegar ólíkir
sjálfum sér í kvöld, sérstaklega
framan af í seinni hálfleik. Leikurinn
er sá slakasti til þessa hjá liðinu í
sumar. Það er hins vegar styrk-
leikamerki hve nálægt þeir voru að
vinna, þrátt fyrir ekki sérstaka
frammistöðu,“ skrifaði Jóhann Ingi
Hafþórsson m.a. í grein um leikinn
á mbl.is.
Ótrúlegt tak HK á KR
Eins og leikur KR og HK þróað-
ist var frekar óvænt að HK skyldi
ná stigi þegar Stefan Ljubicic jafn-
aði seint í leiknum, 1:1.
En HK hefur ótrúlegt tak á KR
og hefur nú ekki tapað í fjórum
leikjum í röð gegn Vesturbæjarlið-
inu í deildinni og er með markatöl-
una 9:3 í þessum fjórum leikjum.
KR hefur ekki enn náð að vinna
heimaleik á þessu keppnistímabili
og hefur aðeins unnið þrjá af síð-
ustu þrettán leikjum á Meist-
aravöllum í deildinni.
_ Atli Sigurjónsson sýndi magn-
aða skottækni þegar hann kom KR
yfir með skoti í tómt markið, nánast
frá hornfána hægra megin.
_ Arnþór Ari Atlason miðjumað-
ur HK lék sinn 200. leik í deilda-
keppninni (þar af er 141 í efstu
deild) og Alex Freyr Hilmarsson
miðjumaður KR kom inn á í sínum
100. leik í efstu deild í leiknum á
Meistaravöllum.
„Sóknarleikur HK-inga var ekki
upp á marga fiska. Þeir fengu eitt
færi í hvorum hálfleiknum og skor-
uðu úr því síðara. Spilamennska
þeirra það sem af er sumri hefur
verið ágæt en liðið lá í dvala löngum
stundum í kvöld og það var ekki
margt í kortunum sem benti til
jöfnunarmarks,“ skrifaði Pétur
Hreinsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
„Óvænt“ orð kvöldsins
- Leiknismenn unnu FH - HK jafnaði gegn KR - Fylkir jafnaði gegn Víkingi
Kári Árnason, fyrirliði Víkings, fer
ekki með íslenska knattspyrnulands-
liðinu til Texas í dag en þar mætir
það Mexíkó í vináttulandsleik á laug-
ardagskvöldið. Kári tilkynnti þessa
ákvörðun sína í gærkvöld og sagði
við Morgunblaðið eftir leik Víkings
og Fylkis að hann hefði ákveðið að
sleppa landsleikjunum þremur sem
fram undan eru til að taka ekki
áhættuna af því að smitast af kór-
ónuveirunni, á væntanlega sínu síð-
asta tímabili í fótboltanum, þar sem
hann væri með astma og hefði ekki
verið bólusettur.
Kári ekki með í
landsleikjunum
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Landsliðið Kári Árnason tekur ekki
þátt í leikjunum þremur.
Guðlaugur Victor Pálsson lands-
liðsmaður í knattspyrnu er genginn
til liðs við þýska félagið Schalke
sem keypti hann af Darmstadt og
samdi við hann til tveggja ára. Guð-
laugur Victor lék með Darmstadt í
þýsku B-deildinni í hálft þriðja ár
og verður áfram í sömu deild því
Schalke féll úr 1. deildinni í vor.
Schalke er eitt af stærri félögum
Þýskalands og lék síðast í Meistara-
deild Evrópu 2018-19. Þjálfari liðs-
ins, Dimitrios Grammozis, var áður
þjálfari Guðlaugs Victors hjá
Darmstadt í hálft annað ár.
Kominn til liðs
við Schalke
Morgunblaðið/Eggert
Schalke Guðlaugur Victor Pálsson
færir sig til í Þýskalandi.
KR – HK 1:1
1:0 Atli Sigurjónsson 21.
1:1 Stefan Ljubicic 84.
M
Atli Sigurjónsson (KR)
Stefán Árni Geirsson (KR)
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stefan Ljubicic (HK)
Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Birnir Snær Ingason (HK)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 8.
Áhorfendur: 662.
LEIKNIR R. – FH 2:1
0:1 Matthías Vilhjálmsson 19.
1:1 Sævar Atli Magnússon 20.
2:1 Sævar Atli Magnússon 57.(v)
M
Bjarki Aðalsteinsson (Leikni)
Árni Elvar Árnason (Leikni)
Sævar Atli Magnússon (Leikni)
Andrés Manga Escobar (Leikni)
Brynjar Hlöðversson (Leikni)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Steven Lennon (FH)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Dómari: Pétur Guðmundsson – 8.
Áhorfendur: 298.
VÍKINGUR R. – FYLKIR 2:2
0:1 Djair Parfitt-Williams 43.
1:1 Nikolaj Hansen 81.
2:1 Helgi Guðjónsson 86.
2:2 Nikulás Val Gunnarsson 89.
M
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Kwame Quee (Víkingi)
Helgi Guðjónsson (Víkingi)
Aron Snær Friðriksson (Fylki)
Djair Parfitt-Williams (Fylki)
Helgi Valur Daníelsson (Fylki)
Nikulás Val Gunnarsson (Fylki)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8.
Áhorfendur: Um 500.
Eitt
ogannað
_ Allt bendir til þess að Harry Ma-
guire, fyrirliði Manchester United,
missi af úrslitaleik Evrópudeildarinnar
gegn Villarreal í Gdansk í Póllandi í
kvöld. Maguire hefur misst af fjórum
leikjum vegna ökklameiðsla og gat
ekki æft með liðinu á keppnisvellinum
í Gdansk í gær.
_ Uppgjöri Vals og Breiðabliks í úr-
valsdeild kvenna í fótbolta, Pepsi Max-
deildinni, sem fram fer annað kvöld,
hefur verið flýtt um tvo tíma. Flautað
verður til leiks á Hlíðarenda klukkan
18. Þetta er gert vegna þess að fyrsti
úrslitaleikur Vals og Hauka um Ís-
landsmeistaratitil kvenna í körfubolta
fer líka fram á Hlíðarenda annað kvöld
en sá leikur hefst klukkan 20.15.
_ Ekki var farið rétt með frammistöðu
Samúels Kára Friðjónssonar með Vik-
ing í norsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu á mánudag í blaðinu í gær. Það
rétta er að Samúel lagði upp tvö
marka Viking og skoraði svo það þriðja
þegar lið hans vann góðan útisigur á
Lilleström, 3:1. Samúel er í liði um-
ferðarinnar hjá flestum norskum fjöl-
miðlum vegna frammistöðunnar og er
m.a. eini leikmaðurinn í deildinni sem
NTB gefur 8 í einkunn.
_ Handknattleiksmaðurinn Ágúst
Birgisson hefur framlengt samning
sinn við FH til næstu þriggja ára. Hann
er að ljúka sínu sjötta tímabili með
Hafnarfjarðarliðinu og hefur und-
anfarin ár verið einn af bestu línu- og
varnarmönnum úrvalsdeildarinnar.
_ Gennaro Gattuso hefur verið ráð-
inn knattspyrnustjóri ítalska félagsins
Fiorentina. Hann hætti störfum hjá
Napoli í gær eftir tvö ár þar. Gattuso
tekur við af Giuseppei Iachini en undir
hans stjórn hafnaði Fiorentina í 13.
sæti A-deildarinnar í vetur. Napoli end-
aði í fimmta sæti.
_ Valsmaðurinn Kaj Leo i Bartals-
stovu er í færeyska landsliðshópnum í
knattspyrnu sem á að mæta Íslandi í
vináttulandsleik í Þórshöfn 4. júní.
Gunnar Nielsen markvörður FH og að-
almarkvörður Færeyinga um langt
skeið er hins vegar ekki í hópnum að
þessu sinni. Þrír fyrrverandi leikmenn
íslenskra liða eru í hópnum, Brandur
Olsen sem spilar með Helsingborg í
Svíþjóð, Sonni Ragnar Nattestad sem
leikur með Dundalk á Írlandi og René
Joensen sem leikur með HB í Þórs-
höfn.
_ Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu
missir tvo af fastamönnum sínum í
ágústmánuði. Áslaug Munda Gunn-
laugsdóttir og Hildur Þóra Há-
konardóttir fara þá til Bandaríkjanna
en þær hafa báðar fengið skólastyrk
hjá hinum virta Harvard-háskóla í
Boston. Þær missa af síðustu fimm til
sex umferðum Íslandsmótsins og
væntanlega einnig af leikjum Blika í
undankeppni
Meistaradeild-
arinnar sem
hefst 18. ágúst.