Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 25

Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 AF LISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Allra veðra von nefnist sirkussýningsem sirkushópurinn Hringleikur ísamstarfi við leikhópinn Miðnætti frumsýndi nýverið í Tjarnarbíói í leik- stjórn Agnesar Wild. Líkt og titilinn gefur til kynna leikur veðrið stórt hlutverk í sýningunni. Tónninn er sleginn strax á fyrstu mínútum þegar við sjáum veru ganga á sviði og hefja flugdreka á loft og fyrir vikið skynjum við nánast vindinn inn- anhúss. Stuttu síðar birtist Nick Candy okkur í hlutverki veðurfræðings sem mundar undarlega og skemmtilega græju sem hann notar til að mæla meðal annars vindhraða, rakastig og loftþrýsting. Veð- urgræjan getur líka nýst til að skapa hljóðmyndir eins og þegar leikhópurinn líkir eftir rigningu með fingrunum. Sýningin ber þess merki að vera spuna- sýning þar sem ein hugmynd kveikir aðra með dýnamískum hætti. Rigning kallar eðlilega á stígvél og regnhlíf, en snúið er upp á skynjun áhorfenda með því að standa á höndum í stígvélunum og með regnhlífinni má sýna okkur séríslenska rigningu sem fellur ekki beint niður held- ur skellur á okkur frá hlið. Rigningin tengist líka vindinum sem íslenskan á yfir hundrað ólík orð yfir. Bráðskemmtilegt var að fylgjast með tilraunum veðurfræð- ingsins til að ná jakka sínum sem fauk til fyrir tilverknað annarra þátttakenda í sýn- ingunni, en auk sirkuslistamannsins Nicks taka þátt í uppfærslunni Bryndís Torfa- dóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Mey- vant Kvaran og Thomas Burke. Sýningin fór rólega af stað með vor í lofti. Gaman var að fylgjast með hópnum hlusta á veðurfréttir og frábært hvernig blikkfata var notuð til að fanga rétta hljóminn. Um leið og sumarið brast á fóru leikar hins vegar fljótt að æsast. Hópurinn sýndi sirkusfimi sína í stökkum um sviðið og leik í kaðli sem fékk áhorfendur til að grípa andann á lofti þegar listafólkið lét sig falla hratt. En sem betur fer var allt svo þaulæft að engin raunveruleg hætta var á ferðinni. Verkið þræðir sig eftir árs- tíðunum þar til eitt ár er liðið og aftur komið vor. Sirkuslistahópurinn skapar margar fallegar myndir á vegferð sinni undir styrkri stjórn Agnesar Wild. Áhrifa- mikið var að sjá veru birtast með þrumuský á höfði og ferðast um sviðið með aðstoð tveggja þátttakenda, en auð- velt var að hafa þónokkrar áhyggjur af þeim þyngslum sem þannig voru lögð ekki á herðar heldur höfuð þátttakenda og þar með viðkvæma hálsliðina. Túlkun hópsins á haustinu og vetrinum bauð upp á dramatíska spretti sem vel voru nýttir. Appelsínugulir sjógallar leystu léttan sumarfatnað af hólmi. Súla var reist með tilþrifum á sviðinu sem virkaði eins og mastur á skipi í ólgusjó. Í framhaldinu mátti sjá skemmtilegan dúett þar sem Jóakim lék listir sínar á súlunni sem kall- aðist á við hreyfingar Bryndísar í kaðl- inum. Við tók síðan fallegt samspil Bryn- dísar, Eyrúnar og Thomasar í fimleikarólu. Sjónræn umgjörð sýningarinnar þjónar innihaldinu vel, en Eva Björg Harðardóttir er sviðsmynda- og búningahöfundur og Friðþjófur Þorsteinsson hannar vandaða lýsingu. Tónlist Sigrúnar Harðardóttur bætir miklu við upplifunina og býr til réttu stemninguna þótt tæknin hafi örlítið verið að stríða hópnum á sýningunni sem rýnir sá. Allra verða von er falleg og orkumikil sýning þar sem unnendur sirkuslistarinnar geta auðveldlega dáðst að fimi þátttak- enda. Mikið mæðir á sýnendum og alveg hreint ótrúlegt að þeir hafi úthald og styrk til að framkvæma þær listir sem upp- færslan krefst. Sýningin er að stærstum hluta leikin án orða og hentar því breiðum áhorfendahópi. Hér er boðið upp á ljóð- rænar myndir, glens, loftfimleika og ak- róbatík sem leið til að flétta saman sögum af áhrifum veðursins á fólk. Fram hefur komið að hópurinn muni, þegar sýningum lýkur í Tjarnarbíói, leggja land undir fót og sýna Allra veðra von utandyra víðs vegar um landið í sumar. Það verður áreiðanlega ekki síður for- vitnilegt og gaman að upplifa sirkuslist- irnar úti undir berum himni með sól- argeisla, rigningarúða eða smá golu í andliti. Nú verða lesnar veðurfréttir Ljósmynd/Lilja Draumland Þrumuský „Allra verða von er falleg og orkumikil sýning þar sem unnendur sirkuslistarinnar geta auðveldlega dáðst að fimi þátttakenda,“ segir í rýni um sirkussýningu Hringleiks og Miðnættis. » Hópurinn sýndi sirkusfimi sína í stökkum um sviðið og leik í kaðli sem fékk áhorf- endur til að grípa andann á lofti þegar listafólkið lét sig falla hratt. En sem betur fer var allt svo þaulæft að engin raunveruleg hætta var á ferðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.