Morgunblaðið - 21.05.2021, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021
innanhússhönnun. Ég hef alltaf haft brenn-
andi áhuga á innanhússhönnun og stíl. Ég
man eftir sjálfri mér um níu eða tíu ára með
IKEA-bæklinga á náttborðinu. Ég skoðaði þá
aftur og aftur og mig dreymdi um að geta
átt svona ótrúlega vel stíliserað og fínt heim-
ili sjálf. Sem er mjög fyndið í dag að hugsa
því þó Ikea bjóði upp á gott úrval þá sæki ég
ekki innblástur þangað í dag.“
Eignaðist stúlku vorið 2018
Sif útskrifaðist frá KLC School of Design í
innanhússhönnun árið 2015 og hefur síðan þá
verið sjálfstætt starfandi hönnuður. Hún hef-
ur einnig unnið í teymi með fleiri hönnuðum
að áhugaverðum verkefnum.
Vorið 2018 eignaðist Sif fyrsta barnið sitt,
dótturina Freyju Sifjardóttur Gove.
„Nú er ég aftur byrjuð að starfa í fullu
starfi og er ég að hugleiða þann valmögu-
leika að fara í fullt starf á stofu.
Ástæðan fyrir því er sú að mig langar að
taka að mér enn stærri verkefni og vinna í
teymi með fleira fagfólki. Þannig að læra
meira og að vaxa í starfi.“
Sif er nýhætt að starfa sem fyrirsæta og
var það hennar ákvörðun að fara á milli
starfsgreina.
„Mig langaði að setja allan minn fókus á
draumastarfið og leyfa mér að vaxa og ein-
beita mér algjörlega að því.
Það er fátt betra og meira gefandi að mínu
mati en að klára verkefni og gleðja við-
skiptavinina, hvort sem það er að hanna
heimili, verslanir, hótel eða eitthvað annað.“
Með náttúrulegan og hráan stíl
Fær maður ekki góða tilfinningu fyrir tísku
og hönnun eftir að hafa starfað sem fyrirsæta
líkt og þú hefur gert?
„Jú, ég trúi að það sé alfarið sterk tenging
á milli tísku og hönnunar.
Að hafa starfað víðsvegar um heiminn í
kringum falleg föt og skapandi fólk hefur
ekki hindrað mig þó ég sé nokkuð viss um að
ég sé skapandi manneskja í grunninn.“
Hvað getur þú sagt okkur um þinn per-
sónulega stíl og hvernig eru verkefnin sem
þú ert að vinna að núna?
„Minn persónulegi stíll er fekar náttúru-
legur og hrár. Ég er mikið fyrir smáatriði og
þykir mér alltaf mikilvægara að gera grunn-
hlutina vel og vandaða heldur en að fylla allt
af smáhlutum eða dóti. Ég elska að sérhanna
húsgögn og innréttingar og er einnig mikið
fyrir falleg efni. Mér þykir mjög gaman að
finna eitthvað sem ekki allir eiga og blanda
saman nýju og gömlu. Það getur hver sem er
farið á Pinterest og fundið eitthvað fallegt
þar og hermt eftir því. Það fer hins vegar
mikil hugsun í að hanna eitthvað sérsniðið og
virkilega einstakt. Innanhússhönnun snýst
fyrst og fremst um viðskiptavininn og þarfir
hans þó að þitt auga og stíll leiði hann að lok-
um að þinni hönnunarlausn. Ég hef hannað
búðir, heimili og hótel og núna er ég að
hanna mína fyrstu skrifstofu sem hefur verið
mjög skemmtilegt. Við munum klára það
verkefni núna í júní.“
Hvernig lýsir þú fatastílnum þínum?
„Fatastíllinn minn er frekar þægilegur og
afslappaður með smá 70’s og 80’s ívafi. Ég
elska góða boli og skyrtur, fallegar „vintage“
gallabuxur með „vintage“ gullskartgripum og
Converse eða öðrum strigaskóm.
Ég man ekki síðasta skipti sem ég var í
kjól eða háum hælum. Þó það sé alltaf gaman
að klæða sig upp á þá geri ég það allt of
sjaldan þessa dagana. Sérstaklega þegar
maður á lítið barn sem klínir annaðhvort mat,
mold eða hori í allt.
Síðustu árin hef ég reynt að kaupa færra
en betra. Ekki endilega hönnunarvörur held-
ur betri efni, frá smærri fyrirtækjum. Ég er
mikið fyrir náttúrulega og vistvæna hluti.“
Gerir sitt eigið leirtau
Er eitthvað sem heillar þig sérstaklega við
breskan hönnunarstíl fyrir heimilið og hvað
með íslensku ræturnar – hafa þær áhrif?
„Breskur hönnunarstíll hefur með ákveðna
hefð að gera. Sér í lagi þegar kemur að
„antique“ og sveitastílnum sem getur verið
mjög fallegur. Ég hef lært mikið um hefð-
bundin efni og meðferð þeirra og einnig forn
húsgögn sem ég hef alltaf haft áhuga á og
notað í verkefnum. Ég held að ómeðvitað hafi
Inni á heimili fjöl-
skyldunnar er fal-
legt gamalt hljóð-
færi sem hefur
verið vel varðveitt.
Sif er að skapa sér
nafn í London sem
innanhússhönnuður.
Heimili fjölskyldunnar er stílhreint og
fallegt. Hvítmálaðir veggir og hurðir
fara vel með munstruðu flísunum.
Sif hannaði nýtt
húsnæði fyrir
verkstæði og
verslun skart-
gripaverslunar-
innar Astely
Clarke í Padd-
ington London.