Morgunblaðið - 21.05.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.05.2021, Qupperneq 30
Sófarnir í stofunni voru sérpantaðir í Heimahúsinu. er opin fatahirsla endilöng með aðgengi að baðherbergi fyrir hjónin,“ segir Hanna Stína. Í hjónasvítunni fara rúmgafl og veggfóður vel saman. Rúmgaflinn kemur úr RB rúmum en Hanna Stína sérpantaði veggfóðrið frá Arte í Belgíu. Veggljósin í hjónasvítunni voru keypt í Heimili og hugmyndum. Þegar Hanna Stína er spurð út í baðherbergið í hjónaherberginu segir hún að það sé mjög klassískt og stíl- hreint. Til þess að fá meiri svip inn á baðher- bergi pantaði Hanna Stína svört hreinlætis- tæki frá Meir.co.uk. Á baðherberginu eru klassískar marmaraflísar og góð sturta og stór speglaskápur. Að mati Hönnu Stínu er það ná- kvæmlega það sem þarf inn á slíkt baðher- bergi. Í húsinu eru alls þrjú salerni. Gestasalernið er í sama stíl og baðherbergið inn af hjónasvít- unni. Nema þar mætast veggfóður, hnausþykk marmaraborðplata og skápar úr reyktum aski. Hvað fannst þér skemmtilegast við þetta verkefni? „Skemmtilegast finnst mér að færa hús eins og þetta, sem eru eldri en 30 ára, til nútímans og gera sem mest úr möguleikunum sem eru til staðar ásamt því að betrumbæta það sem fyrir var. Þetta hús státar af geggjuðu útsýni og miklu plássi og það er gaman að hafa svona stóra stofu,“ segir Hanna Stína. 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021 Vandaðir álsólskálar og glerhýsi Dugguvogur 10 104 Reykjavík Sími 578 6300 skelinehf@skelinehf.is www.skelinehf.is Flísarnar á baðinu koma frá Agli Árna- syni. Í innréttingunni er reyktur askur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.