Fréttablaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 1
1 8 5 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 2 1 Kiosk hélt upp á afmælið Stagbætt, spengt og stoppað í göt Lífið ➤ 16 Tímamót ➤ 32 Útflutningstekjur af hug- verkaiðnaði hafa tvöfaldast á átta árum. Um var að ræða 16 prósent af öllum útflutningi frá Íslandi í fyrra. Skattafrá- dráttur af rannsóknum og þróun hefur mikil áhrif, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. mhj@frettabladid.is IÐNAÐUR Útflutningstekjur vegna fyrirtækja í hugverkaiðnaði námu 160 milljörðum króna í fyrra, sem er 16 prósent af öllum útflutningi frá Íslandi og tvöföldun frá árinu 2013. Fyrirtæki sem fengu endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarverk- efna fóru úr rúmlega 200 í rúmlega 300 á milli áranna 2019 og 2020. Sig urður Hannesson, f ram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), segir að ef rétt er haldið á spöð- unum geti hugverkaiðnaðurinn orðið ein stærsta útflutningsgreinin í íslensku hagkerfi. „Þetta sýnir svart á hvítu að jarðvegurinn er frjór. Það er mikil gróska í gangi. Það eru fleiri og fleiri fyrirtæki sem eru að taka verulega vaxtarkippi, eins og Controlant, Nox Medical og Kerecis. Hug verka- iðnaðurinn hefur alla burði til að vera langöf lugasta útf lutnings- greinin á Íslandi ef rétt er á málum haldið. Hann getur orðið mikil- vægari en ferðaiðnaðurinn og orku- iðnaðurinn og aðrar greinar,“ segir Sigurður. Á árum áður hafi verið talið að á hverjum áratug myndi eitt fyrirtæki ná verulegri stærð eins og Össur, Marel og CCP en nú sé slíkum fyrir- tækjum að fjölga. Um áhrif þessa segir Sigurður að dregið geti úr sveif lum í hagkerf- inu. „Við verðum ekki eins háð því að hingað komi ferðamenn eða að við getum veitt nógu mikinn fisk úr sjónum og svo framvegis. Þetta sáum við svart á hvítu á síðasta ári þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir verulegum samdrætti út af Covid. Á sama tíma voru fyrirtæki í hugverkaiðnaði að ráða til sín fólk og velta þeirra jókst. Þau nýttu tæki- færið og sóttu fram.“ Sigurður segir að ák vörðun stjórnvalda um að hækka skattafrá- drátt vegna rannsókna og þróunar hafi skipt miklu máli í þessu sam- hengi. „Eina vandamálið er að sú aðgerð er tímabundin og rennur út núna um áramótin,“ segir Sigurður. SI hafi heyrt af fyrirtækjum sem vildu bæta verulega í starfsemi sína en hafi haldið að sér höndum vegna þess að það vantaði meiri fyrir- sjáanleika. „Ég held að það sé hægt að leysa enn meiri krafta úr læðingi á þessu sviði með því að gera þessa hvata ótímabundna,“ segir hann. Þá gæti þessi iðnaður orðið stærsta stoðin í íslensku hagkerfi. „Fyrsti áratugur aldarinnar var áratugur fjármálageirans, annar áratugurinn var áratugur ferðaþjón- ustunnar. Þriðji áratugurinn getur svo sannarlega verið áratugur hug- verkaiðnaðar og nýsköpunar. Við erum í dauðafæri en það er háð því að réttar ákvarðanir verði teknar á næstu vikum og mánuðum,“ segir Sigurður. ■ Íslenskur hugverkaiðnaður tekur vaxtarkipp Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri SI Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir fólk í einangrun eða sóttkví hófst á sérútbúnum kjörstöðum í gær. Um er að ræða bílakosningabása sem kjósandi ekur inn í á bíl sínum. Kjósandanum er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar. Hann fær engin kjörgögn í hendur heldur er honum gert að upplýsa kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, til dæmis með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Kjósandinn á myndinni ók inn í kjörklefa við Skarfagarða í Reykjavík í gær og greiddi þar atkvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.