Fréttablaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. 2 kynningarblað 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGUREININGAHÚS Fullbúnu húsin henta hvort tveggja sem sumarhús eða heils- árshús, þau koma algerlega tilbúin á staðinn og þarf ekkert að gera nema setja þau á undirstöður og tengja inn vatn og rafmagn. Allt kemur tilbúið. „Það eru komin tvö ár síðan við í Húsasmiðjunni hófum þessa vegferð að bjóða upp á fullbúin hús sem koma til- búin til kaupanda,“ segir Sveinn Enok Jóhannsson, vörustjóri hjá Húsasmiðjunni, „og enn sér ekki fyrir endann á vinsældunum. Við ákváðum fyrst að taka inn ein- faldar lausnir, þar sem við bjóðum upp á hús í einni einingu, allt að 52 fm að stærð. Viðskiptavinir voru greinilega þyrstir í þess háttar lausn því salan gekk algerlega vonum framar á síðasta ári. Húsa- smiðjan getur svo boðið þessi hús á ótrúlega hagstæðu verði sem auð- vitað ýtir enn undir vinsældirnar,“ segir Sveinn Enok. Sveinn Halldór Skúlason, verk- efnastjóri fagsölusviðs Húsasmiðj- unnar, bætir við: „Í sumar ákváð- um við að eyða enn meira púðri í fullbúnu húsin og prófuðum að bjóða upp á stærri fullbúin hús frá 64 fm upp í 92 fm. Við vorum búin að setja saman heljarinnar auglýsingapakka til að auglýsa nýjungarnar, en þegar á hólminn var komið sáum við að það tók því varla að auglýsa. Við réðum varla við að taka niður pantanir því eftirspurnin var svo mikill. Það kom okkur algerlega í opna skjöldu hve mikill áhuginn var. Ég er á því að þetta er að hluta til Covid-faraldrinum að þakka. Fólk hefur allt í einu tíma og fjármuni til að byggja sér sumarhús. Svo eru sumarhús orðin mjög góð fjár- festing því verðið á þeim fer bara hækkandi. Einmitt þessa vegna koma fullbúnu húsin okkar svona sterk inn á markaðinn sem hag- kvæmur, einfaldur og ódýr kostur. Þegar sumarhúsið er komið til landsins líða aðeins örfáir dagar uns fjölskyldan getur notið sín í sveitasælunni,“ segir Sveinn Enok. Vinsæll og einfaldur kostur Það er auðvelt að gera sér í hugar- lund af hverju fullbúnu húsin frá Húsasmiðjunni eru svo vinsæll kostur í dag. „Margir aðilar á mark- aðnum bjóða upp á einingahús, en það sem okkar hús hafa fram yfir einingahúsin er að þau koma algerlega tilbúin. Fullbúnu húsin frá Húsasmiðjunni eru svokölluð „Key ready – Plug and play“-lausn, sem þýðir að þau eru samsett með öllu sem til þarf, raflögnum, pípu- lögnum og öðru, og það eina sem þarf að gera við þau á staðnum er að tengja þau við rafmagn, vatn og klóak,“ segir Sveinn Halldór. Húsasmiðjan aðstoðar enn fremur viðskiptavini við alla ferla sem falla fyrir utan verkahring Húsasmiðjunnar. „Við aðstoðum fólk og komum því í samband við verktaka sem getur steypt sökkla fyrir húsið og sett það saman á staðnum ef þess þarf,“ segir Sveinn Halldór. Ennþá sér ekki fyrir endann á þessum mikla áhuga á fullbúnu húsunum. „Það er brjálað að gera hjá okkur í þessu og nú erum við á fullu að undirbúa næstkomandi vetur, vor og sumar. Við erum með fjölda húsa sem við munum afhenda á næstu mánuðum og næstkomandi vor. Við stefnum á að fjölga valkostum umtalsvert og bjóða þannig upp á staðlaða kosti sem henta sem flestum. Það mun einfalda okkar störf sem og val við- skiptavina en einnig tryggja styttri og skilvirkari afgreiðslutíma,“ bætir hann við. Margt í boði Það hefur verið vinsælt hjá Íslendingum að kaupa fullbúnu húsin og nota sem sumarbústaði. „Með stærri valkostum verður Þeir Sveinn og Sveinn segja að vinsældir full- búnu húsanna frá Húsasmiðj- unni hafi komið skemmtilega á óvart. Fullbúnu húsin frá Húsasmiðjunni eru björt og skemmtileg með stórum gluggum. Sýningarhús- næðið fyrir utan Húsasmiðjuna í Skútuvogi er glæsilegt. Um er að ræða 52 fm einingahús með tveimur svefn- herbergjum, baðherbergi og opnu eldhúsi og stofu. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Húsin koma fullbúin með rafmagni, pípu- lögnum og öllu. Í tilfelli stærri húsanna þarf rétt að klára frágang á milli eininganna að innan og utan. Herbergin eru rúmgóð og björt. Baðherbergið er stórglæsilegt og innréttað með hágæða hrein- lætistækjum. það síalgengara að nýta húsin sem heilsárshús. Enda uppfylla full- búnu húsin frá Húsasmiðjunni öll þau skilyrði sem þarf hvað varðar byggingarreglugerðir, einangr- unargildi, hurðarop, brunavarnir og annað. Minnsta fullbúna húsið okkar er 15 fm stúdíóeining með baðher- bergi og eldhúskrók. Einnig erum við með 40 fm einingu sem skiptist í tvær stúdíóíbúðir. Þessa tegund hefur ferðaþjónustan mikið nýtt sér. Þá erum við með fjölda fyrir- spurna og undirbúningsverkefna í gangi á Suðausturlandi fyrir ferðaþjónustuna þar,“ segir Sveinn Halldór. „Stærstu fullbúnu húsin okkar eru 92 fm einbýlishús og koma í tveimur hlutum sem þarf að setja saman á staðnum. Þá þarf að hífa einingarnar saman á sökkulinn, ganga frá saumum á milli, þaki og listum að innan. Þetta er verkþátt- ur sem er teljandi í dögum, en ekki vikum eða mánuðum eins og með flóknari einingahús. Húsin eru með þremur rúmgóðum herbergj- um, baðherbergi og opnu eldhúsi og stofu. Það er skemmtilegt að segja frá því að fyrir stuttu seldum við enn eitt svona sem heilsárshús og var verið að taka það í notkun núna á dögunum í Tjarnabyggð á Selfossi,“ bætir Sveinn Enok við. Vinaleg raðhús Sveinn Enok minnist á þá tíma þegar algengt var að fólk byggði sín eigin hús. „Það er ekki langt síðan það var venjan. Oft tóku nokkrar vinafjölskyldur sig saman og byggðu saman raðhús. Það finnst mér afar falleg og rómantísk hugmynd. Ég sé alveg fyrir mér að raðhúsabyggðir úr okkar húsum geti verið afar vænlegur kostur fyrir fólk sem vill byggja í dag. Við höfum nú þegar verið í viðræðum við tvö sveitarfélög um byggingu á raðhúsum sem kæmu á staðinn í fullbúnum einingum sem settar væru saman á verkstað og tilbúnar til notkunar á innan við viku eftir samsetningu.“ Lægri flutningskostnaður Húsasmiðjan þjónustar viðskipta- vini um land allt um fullbúin hús í fjölbreyttum stærðum og gerðum. „Stærð húsanna sem við bjóðum upp á í dag takmarkast í raun ekki við neitt annað en hurðaropið á verksmiðjunni,“ segir Sveinn og kímir. „Fullbúnu húsin koma frá Litáen og eru öll afhent í höfn í Reykjavík af flutningaskipinu okkar sem flytur meðal annars evrópskt stál og timbur mánaðar- lega frá Eystrasaltinu. Með því að flytja með okkar eigin skipi náum við að halda flutningskostnaði í lágmarki fyrir viðskiptavini. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á vandaða lausn á hagstæðu verði og það skýrir auðvitað vinsældirnar. Fullbúnu húsin frá Húsa- smiðjunni eru mun ódýrari kostur en að steypa upp hús frá grunni. Við höfum nú þegar reist tvö slík hús fyrir norðan. Svo eru þriðja og fjórða húsið á leiðinni þar upp núna í vor. Það hefur jafnvel komið upp sú hugmynd að bjóða mönnum upp á að flutningaskipið stoppi fyrst við fyrir norðan og skili af sér húsum þar ef fleiri þar taka sig saman og panta á sama tíma. Það myndi strax minnka flutningskostnaðinn sem og auðvitað minnka kol- efnissporið við flutninginn,“ segir Sveinn Halldór. Spennandi nýjungar „Helstu fréttir hjá okkur eru þær að stefnan er tekin á að byrja að bjóða samhliða upp á fullbúin hús frá öðru fyrirtæki, sem starfar meira inni á lúxusmarkaðnum. Við erum þessa dagana að ákveða hvaða lausnir henta íslenska markaðnum og erum að vinna með gríðarlega öflugum framleiðanda. Sá fram- leiðandi stílar inn á meiri munað í innréttingum og efnisvali. Sá val- kostur verður þá eitthvað dýrari og höfðar frekar til viðskiptavina sem vilja enn meiri lúxus. Þessi hús yrðu einnig „Key ready – Plug and play“ fullbúin hús eins og við bjóðum upp á í dag. Þá væri hægt að panta þau næstum eins og flatböku. Menn myndu velja liti á innréttingum, efni, og fleira. Þetta yrði allt sett upp í einfalt pönt- unarform og þú sæir breytingarnar á húslíkani á sama tíma. Í þessum pöntunarlista væri einnig hægt að panta hús sem er utan rafveitu- nets, og er þá útbúinn sólarpanell svo að hægt sé að vera sjálfum sér nógur um orku,“ segir Sveinn Enok að lokum. ■ Hægt er að sjá verð, teikningar og nánari upplýsingar á husa.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.