Fréttablaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 26
Eitt af hlutverkum arkitekta og innanhússarkitekta er að þarfagreina og aðstoða við- skiptavini við að byggja upp draumaheimili sín. sjofn@frettabladid.is Berglind Berndsen, innanhúss­ arkitekt FHI, er þekkt fyrir hönnun sína og vandvirkni en markmið hennar er ætíð að skapa fallega umgjörð og örva upplifun fólks af hönnun rýmisins og inn­ viðum þess. Sjálf hefur hún sinn persónulega stíl á sínu heimili og á sér fyrirmyndir. Berglind er sjálfstætt starfandi með sitt eigið fyrirtæki á Fiskislóð. Hún lauk mastersgráðu í innan­ hússarkitektúr frá Fachochschule Trier í Þýskalandi árið 2007 og M.Art.Ed.­gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún er gift, mjög aktíf í útivist og hreyfingu, tveggja barna móðir og býr á Sel­ tjarnarnesi þar sem hún unir sér vel með fjölskyldu sinni. Hvað heillar þig mest við starfið? „Fjölbreytileiki verkefna og allt það fólk sem ég kynnist í kringum verkefnin. Það er líka mjög gefandi og skemmtilegt að hverju verkefni fylgja nýjar áskoranir, nýir kúnnar og nýir iðnaðarmenn. Einnig nýt ég þess að vera minn eigin herra,“ segir Berglind. Getur lýst hefðbundnum vinnu- degi hjá þér? „Ég byrja að vinna klukkan átta alla daga vikunnar og vinn til fimm. Ég borða næringargóðan Persónulegur stíll gerir hús að heimili Berglind Berndsen, innanhússarkitekt. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR hafragraut alla morgna áður en ég fer til vinnu og fæ mér gott kaffi um leið og ég sest við tölvuna þar sem að ég gef mér um hálftíma til að lesa ólesna pósta og bæta við í „To do“­ lista dagsins. Oftast er ég búin að skipuleggja daginn fyrir fram svo hægt sé að dúndra sér strax í verkefnavinnu. Ég næ yfirleitt mesta f læðinu snemma á morgnana og til hádegis. Ég skipu­ legg mig því vel fyrir fram svo ég nái sem mestu út úr deginum. Ég skipulegg fundi á vissum dögum vikunnar svo ég sé ekki fram og til baka allan daginn, annars yrði lítið úr vinnu. Svo tek ég mér oftast 30 mínútna hádegishlé en stundum gerum við krakkarnir á stofunni vel við okkur og förum út í hádeginu. Ég reyni líka alltaf að taka æfingu fyrir eða strax eftir vinnu.“ Er eitt verkefni sem þú hefur tekið þátt í í meira uppáhaldi en annað? „Öll verkefni sem ég tek að mér eru mér jafn mikilvæg, hvort sem þau eru lítil eða stór. Það eru þó alltaf einhver verkefni sem standa mér mjög nærri og þá helst fyrir fyrir það trausta og góða samband sem ég á við kúnnana mína og alla þá sem að verkinu koma. Kúnn­ arnir hafa þá í f lestum tilfellum lagt allt sitt traust á mínar hendur og þau verkefni verða óneitanlega einstök og algjör draumaverkefni út af fyrir sig. Ég hef ávallt verið þakklát fyrir þá góðu viðskipta­ vini sem ég hef átt í gegnum árin. En ef ég ætti að nefna eitthvað eitt af verkum sem standa upp úr er það Skuggahótel sem ég hannaði ásamt Helgu Sig innanhúsarki­ tekt. Þar fengum við að ákveða allt konsept hótelsins með eigendum. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að hanna heilt hótel.“ Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Persónulegur og sjálfstæður stíll. Hlutir fólks sem segja ein­ hverja sögu.“ Geturðu lýst þínum stíl? „Ég er með einfaldan og hráan stíl í grunninn, frekar skandinav­ ískan. Svo hefur heimilið einhvern veginn þróast í að verða hlýlegra og mýkra með árunum.“ Áttu þér fyrirmynd í arkitektúr- heiminum? „Högna hefur alltaf verið mín fyrirmynd. En það eru margir erlendir arkitektar og hönnuðir sem ég horfi til í minni hönnun, til að mynda Tamizo­arkitektar, Joseph Dirand, Space og f leiri ungir hönnuðir. Rut og Einrúm arkitektar hafa einnig alltaf verið mínar fyrirmyndir og hef ég lært mikið af þeim í gegnum árin og sérstaklega þegar ég var að taka mín fyrstu skref sem hönnuður.“ Uppáhaldsárstíðin þín og hvers vegna? „Það er eitthvað við haustið sem heillar mig mest. Litabreytingar í náttúrunni, kyrrðin áður en haustlægðir skella á, lyktin í loftinu. Þetta er tími árs sem ég huga að heimilinu, kveiki á kertum þegar byrjar að rökkva, kaupi falleg, afskorin blóm, elda góðan kvöldmat og kaupi erikur í garðinn. Ég er dugleg að hreyfa mig í náttúrunni og finnst haustið svo frábært til útiveru, hvort sem það er að hlaupa eða hjóla.“ Uppáhalds litirnir þínir? „Grænn og blár.“ Hvar líður þér best? „Ein úti í náttúrunni að hlaupa og heima hjá mér með fólkinu mínu. Ég er mjög heimakær.“ Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Ég fór mikið á Héðin í sumar og finnst hann geggjaður, eitthvað nýtt og spennandi í veitingastaða­ flóruna. Svo er Rok alltaf einn af mínum uppáhalds.“ Er einhver byggingarstíll sem heillar meira enn annar? „Bauhaus­ og funkisstíll hefur alltaf heillað mig mest. Funkis­ byggingar og sjónsteypa. Það getur ekki klikkað.“ n Daníel Sigurðarson. MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI 6 kynningarblað 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGUREININGAHÚS Það krefst mikils undir- búnings að flytja einingahús milli landshluta. Nota þarf sérbúna bíla og eiga í sam- skiptum við ýmsa opinbera aðila. starri@frettabladid.is Það þarf að huga að ýmsu þegar einingahús eru flutt á milli lands­ hluta. Tilbúin einingahús koma gjarnan með skipum til landsins og þau þarf ekki bara að flytja á sérútbúnum bílum heldur þarf að afla ýmissa leyfa og eiga gott sam­ starf við yfirvöld, þar á með lög­ regluna og Samgöngustofu, segir Daníel Sigurðarson, framkvæmda­ stjóri DS Lausna, sem hefur flutt einingahús hér á landi um margra ára skeið. „Þótt flutningurinn sjálfur sé alltaf krefjandi verkefni má segja að mesta vinnan liggi í undirbúningnum. Meðal leyfa sem þarf að útvega eru byggingar­ leyfi og flutningsleyfi, það þarf að eiga samskipti við lögregluna og Samgöngustofu upp á flutninginn sjálfan en lögreglan fylgir bílnum okkar eftir á áfangastað. Og svo eigum við auðvitað í samstarfi við kaupendur sjálfa.“ Reddingar hér og þar Hefðbundið ferli fer þannig fram að einingahúsið er híft með krana af skipi á bílinn en fyrirtækið notar sérbúna vagna sem henta vel á þröngum sveitavegum og troðn­ ingum. „Að kvöldi dags mætir svo lögreglan og fylgir okkur úr Undirbúningurinn skiptir öllu máli Hér eru starfs- menn DS Lausna að flytja einingahús í fallegt sumar- bústaðarland. MYND/AÐSEND Öflugur krani sér um að hífa einingahúsin á grunninn. Allt ferlið tekur ótrú- lega skamman tíma. MYND/AÐSEND bænum að áfangastað en yfirleitt leggjum við af stað úr borginni eftir klukkan 21 eða 22. Morgun­ inn eftir eru húsin yfirleitt hífð á sökkla með sérstökum krana sem getur lyft jafnþungum einingum og húsin eru.“ Yfirleitt er verið að flytja ein­ býli og sumarhús en Daníel segir starfsmenn flytja allar gerðir af húsum. „Við höfum flutt allt að 200 fermetra einbýlishús þannig að þetta geta verið ansi stórar og þungar einingar. Stærri einingum fylgir að iðulega þarf að taka niður eitt og eitt skilti og standa í ýmsum smáreddingum hér og þar. Það hefur alveg komið fyrir að bíl­ stjórar rekist á ljósastaur en heilt yfir gengur flutningurinn yfirleitt áfallalaust fyrir sig.“ Sjálfur segist Daníel einblína mest á undirbúningsvinnuna þótt hann gangi í f lest verk innan fyrirtækisins. „Ég er ekki mikið að keyra sjálfur þótt það komi alveg fyrir en oftast læt ég mér flinkari menn ganga frekar í þau verk.“ Stuttur verktími Hann segir það oft vera óvenjulega en um leið skemmtilega tilfinn­ ingu að sjá húsin komin á sinn stað á svo skömmum tíma. „Ferlið gengur yfirleitt svo hratt fyrir sig. Við hífum húsin oftast á grunn­ inn um morguninn þannig að um kvöldið stendur húsið tilbúið að utan, oft meira að segja með sól­ palli. Auðvitað er eftir að klára þau að innan en mörg þessara húsa koma líka með tilbúnum innrétt­ ingum og innanstokksmunum. Ég segi stundum í gríni að ég hafi náð að byggja eitt hús í dag, svo fljótt gengur vinnan fyrir sig. Verktím­ inn er því aðalatriðið ef við berum einingahúsin saman við hefðbund­ in hús sem eru smíðuð spýtu fyrir spýtu. Margir kjósa líka forsteypta sökkla undir húsin. Þá náum við yfirleitt að setja sökkulinn niður, flytja húsið á staðinn og setja upp daginn eftir á um 40 klukkutímum Þetta er allt annað líf en að vera með smiði í vinnu í langan tíma.“ Sniðug og hagkvæm lausn Hann segir alls konar fólk velja einingahús fram yfir aðra kosti. „Fyrst og fremst er þetta fólk sem kýs skjótan byggingartíma. Kostnaðarlega eru einingahús líka oft hagkvæmari, sérstaklega sumarhúsin. Einingahúsum fylgir ekki þessi óvissa með breytilega þáttinn og því minni áhætta þegar kaupendur gera áætlanir sínar.“ Daníel spáir því að fleiri Íslendingar eigi eftir að velja slíkar lausnir í framtíðinni. „Auðvitað hangir þetta allt á kostnaðarhlið­ inni en persónulega er ég í engum vafa um að einingahúsin séu mjög sniðug og hagkvæm lausn. Þau eru framleidd við kjöraðstæður inni í verksmiðju þar sem er minni hætta á göllum, ýmissi yfirsjón og jafnvel lekum. Í landi eins og Íslandi, þar sem þú veist aldrei hvort þú sért að fá tvo góða daga eða tuttugu góða daga í röð yfir byggingartímann, þá eru einingahúsin pottþétt snjöll lausn.“ n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.