Fréttablaðið - 21.09.2021, Síða 4
Saga Valgerðar Þorsteins-
dóttur er saga fjölmargra
brotaþola kynferðisofbeldis.
Vakningin til bóta en ennþá
oft ráðist að æru þess sem
kærir, segja Stígamót.
bth@frettabladid.is
KYNFERÐISOFBELDI „Fjölskyldur og
vinahópar eiga oft mjög erfitt með
að taka á móti sögum brotaþola og
trúa því upp á fólk sem því þykir
vænt um að hafa brotið á öðrum
kynferðislega,“ segir Steinunn
Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona
Stígamóta. Fréttablaðið ræddi við
hana um forsíðuviðtal helgarblaðs
Fréttablaðsins við Valgerði Þor-
steinsdóttur. Valgerður lýsti meðal
annars neikvæðum af leiðingum
sem fylgdu því að kæra ítrekuð
meint brot í Grímsey, sem hún varð
fyrir frá 14 ára aldri
„Saga Valgerðar er keimlík sögum
margra brotaþola kynferðisofbeld-
is. Í hennar tilfelli klofnaði heilt bæj-
arfélag og það höfum við séð gerast
áður. Við sjáum það sama gerast á
minni skala hjá mörgu af því fólki
sem leitar til Stígamóta. Þá ýmist
stendur fólk með gerandanum eða
ákveður að taka ekki afstöðu sem
oft kemur illa við manneskjuna sem
fyrir brotinu varð því hún upplifir
ekki stuðning,“ segir Steinunn.
Valgerður upplifði mjög fjand-
samlegt andrúmsloft þegar hún
kærði málið til lögreglu og líkti því
við miðaldir. Hún sagðist ekki hafa
átt neinn séns gegn kerfinu. Tals-
kona Stígamóta telur að mörg skref
hafi verið tekin í áttina að brota-
þolavænum lögreglurannsóknum
og skýrslutökum síðan. Fleiri og
fleiri segist hafa fengið góðar mót-
tökur. „En við heyrum líka af því að
fólk mæti gamaldags viðhorfum. Á
meðan margir í samfélaginu eiga
erfitt með að trúa konum þegar þær
segja frá of beldi og finnst eðlilegt
að drusluskamma og draga úr trú-
verðugleika þeirra þá lifa slík við-
horf líka inni í kerfinu, því miður.“
Talskona Stígamóta segir jákvætt
eftir vakningu seinni ára að fyrir-
myndir séu margfalt f leiri í dag en
árið 2014 þegar Valgerður kærði
brotið. Hver byltingin hafi orðið á
fætur annarri, svo sem Beauty Tips
byltingin 2015, Höfum hátt, #MeToo
2017 og svo önnur bylgja #MeToo á
þessu ári.
„Þetta skiptir allt máli. Ég held
að brotaþolar fái oft meiri og víð-
tækari stuðning en áður. Hins vegar
er ekki hægt að horfa fram hjá því
sem gerst hefur undanfarnar vikur
þar sem fólk leggur sig í líma við að
draga úr trúverðugleika brotaþola
á opinberum vettvangi. Þannig að
það er alls ekki tryggt að brotaþoli
mæti skilningi og stuðningi í dag
heldur er einmitt oft ráðist að æru
og manngildi þeirra. Gerendameð-
virknin lifir enn góðu lífi,“ segir
Steinunn. ■
Árásir á trúverðugleika enn kunnar
innan kerfisins að mati Stígamóta
Saga Valgerðar Þorsteinsdóttur er sumpart sögð dæmisaga fyrir þolendur
kynferðisofbeldis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Það er alls ekki tryggt
að brotaþoli mæti
skilningi og stuðningi í
dag.
Steinunn Gyðu-
og Guðnadóttir,
talskona Stíga-
móta
Eldra fólk mætir síður
á kjörstað í vondu
veðri, segja stjórnmála-
fræðingar.
bth@frettabladid.is
KOSNINGAR Spáð er svokölluðu
skítaveðri á kjördag, ekki síst á
höfuðborgarsvæðinu. Á hádegi er
spáð ausandi rigningu og jafnvel
tuttugu metrum á sekúndu. Ef ill-
viðrið gengur eftir gæti það haft
áhrif ekki bara á kjörsókn heldur
einnig á útkomu kosninganna.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskólann á
Akureyri, segir að „alvöru skítaveð-
ur“ geti að líkindum helst haft áhrif
á að eldra fólk fari síður að kjósa.
„Ef við gefum okkur að eitthvað
sé til í þeirri tilgátu væru það Píratar
og Viðreisn sem myndu síst tapa á
því. Á hinn bóginn eiga þeir flokkar
mest hjá yngstu hópunum sem skila
sér verst á kjörstað hvort eð er,“ segir
Grétar Þór.
Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmála-
fræðiprófessor og helsti greinandi
RÚV á kosninganótt, bendir á að
rannsókn hafi verið gerð um veður
og kjörsókn í borgarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík. „Mig minnir að
niðurstaðan hafi orðið sú að Sjálf-
stæðismenn fengju heldur meira
fylgi í góðu veðri á kjördag,“ segir
Ólafur.
Hann bendir á að boðað illviðri
næsta laugardag skipti kannski eitt-
hvað minna máli nú þar sem mun
f leiri kjósi nú utan kjörfundar er
áður.
„Fjölmiðlar ættu reyndar að
hvetja fólk til að kjósa utan kjör-
fundar ef veðurspáin fyrir kjördag
verður áfram skelfileg,“ segir Ólafur
Þ. Harðarson. ■
Skítaveður á kjördag gæti haft áhrif á útkomuna
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P®
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
*VERÐ EFTIR ÁRAMÓT VEGNA HÆKKUNAR Á VSK:
7.179.000 KR. • STÆRRI VÉL 240 HÖ
• 360° MYNDAVÉL
• LÁGT DRIF
• RAFDRIFIN LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ
VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI
6.699.000 KR.**
* * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 8 6 2 . 0 0 0
ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID
TRYGGÐU ÞÉR B ÍL FYRIR
VERÐHÆKKUN UM ÁRAMÓT*
• SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA
• FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR
• 10,1” SNERTISKJÁR MEÐ LEIÐSÖGUKERFI
• BLINDHORNS OG AKREINAVARI
Joe Biden,
forseti
Bandaríkjanna
thorvardur@frettabladid.is
BANDARÍKIN Umdeilt ferðabann
bandarískra stjórnvalda vegna
Covid-faraldursins hefur verið í
gildi síðan í mars 2020 en heyrir
brátt sögunni til. Farþegar frá Evr-
ópusambandsríkjum, Schengen,
Bretlandi og Írlandi sem eru full-
bólusettir og geta fært sönnur á það
munu geta ferðast til Bandaríkjanna
frá nóvember. Bandaríkjastjórn
kynnti fyrirhugaðar breytingar í
gær.
Þetta er talinn mikill sigur fyrir
embættismenn í Brussel og London
sem lengi hafa reynt að sannfæra
stjórn Joes Biden forseta um að
aflétta banni á ferðalög frá Evrópu-
ríkjum og Bretlandi.. ■
Opnað á ferðalög
Evrópubúa til
Bandaríkjanna
adalheidur@frettabladid.is
KOSNINGAR Stjórnarf lokkarnir
tapa meirihluta sínum á þingi
samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi sem
Gall up vann fyrir fréttastofu RÚV.
Vinstri græn fengju aðeins sex
þingmenn en f lokkurinn fékk
ellefu þingmenn kjörna í síðustu
kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn
fengi einum þingmanni færra en
í síðustu kosningum eða 15 þing-
menn.
Framsóknarf lokkurinn er sá
eini af stjórnarf lokkunum sem er
á siglingu. Flokkurinn fengi níu
þingmenn samkvæmt könnuninni
og myndi bæta við sig þremur þing-
mönnum frá síðustu kosningum.
Samkvæmt könnuninni er Sam-
fylkingin stærstur stjórnarand-
stöðuf lokka með átta þingmenn.
Píratar fengju sjö þingmenn og við-
reisn sex. Hástökkvari könnunar-
innar er Flokkur fólksins sem fengi
sjö prósent og fjóra þingmenn.
Sósíalistar og Miðflokkur fengju
einnig fjóra þingmenn hvor. ■
Flokkur fólksins
er kominn á flug
4 Fréttir 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ