Fréttablaðið - 21.09.2021, Side 11

Fréttablaðið - 21.09.2021, Side 11
K Y N N I NG A R B L A Ð ALLT ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2021 Þrýstingsmeðferðir eru ekki eingöngu fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma heldur henta einnig fólki sem stendur mikið við vinnu eða fólki sem er í mikilli kyrrstöðu, segir Sara Lind, sem stýrir þrýstingsmeðferðadeild Stoðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Aukið blóðflæði – betri heilsa Þrýstingsmeðferðir geta verið einstaklega öflugar til að meðhöndla ýmis einkenni í út- limum ásamt því að geta fyrirbyggt sjúkdómsástand. Vinsælasta þrýstingsmeðferðin eru þrýstingssokkar, en Stoð hefur boðið upp á þrýstingsmeðferðir í yfir 30 ár. 2 Að borða í geimnum er flókið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Það að borða í geimnum getur verið flókið og krefst annars konar áhalda en á jörðu niðri þar sem fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af að maturinn fljóti af disknum. Nýlega hannaði Nikolas Grafakkos „prjónaskeið“ sem á að hjálpa geimförum að borða úti í geimnum og gera þeim kleift að borða fjölbreyttari tegundir af mat. Sérstaklega á löngum ferðum eins og til Mars. Prjónaskeiðin er hluti af hnífaparalínu sem hefur verið hönnuð til að nota í geimferðum. Skeiðin á að geta haldið mat betur í þyngdarleysi en aðrar skeiðar sem notaðar hafa verið í geimnum. Venjulega þarf matur að vera mjög maukkenndur svo hann klístrist við skeiðina þegar ekki er hægt að stóla á þyngdarafl til að halda matnum á skeiðinni. Hægt að borða fjölbreyttara Skeiðar sem geimfarar nota venju- lega líkjast venjulegum skeiðum en eru þó aðeins lengri. En nýja prjónaskeiðin líkist einhverju sem á milli þess að vera skeið og matarprjónn. Það gerir geimförum kleift að klípa í matinn og halda á honum þannig. Með þessu móti er auðveldara að hafa stjórn á matnum og hægt er að halda á mat sem er þurrari og með fjölbreyttari áferð en áður var mögulegt úti í geimnum. n Ný prjónaskeið fyrir geimfara

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.