Morgunblaðið - 31.05.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 31.05.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Verona Verð frá kr. 19.950 önnur leið m/ handfarangri Verð frá kr. 39.900 báðar leiðir m/ handfarangri TAKTU FLUGIÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu mun byrja að boða handahófskennt í bólusetningar í vikunni. Áður en farið verður í það verður reynt að tæma alla for- gangslista. „Þetta er fólk sem hefur áður fengið boð um bólusetningu en hefur ekki komist eða hefur hafnað boðinu, meðal annars vegna þess að það hefur ekki viljað það bóluefni sem er í boði,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Nokk- ur þúsund manns eru eftir á þessum listum og ekki liggur fyrir hversu margir munu svara kallinu. Á þriðjudag verða 7.700 skammtar af Pfizer gefnir. Á miðvikudag verður bóluefni frá Moderna notað, 5.000 skammtar, og á fimmtudag verða gefnir um 600 skammtar af Janssen. Áhafnir skipa og flugfélaga hafa verið í forgangi þegar kemur að bóluefni Janssen þar sem aðeins þarf að gefa einn skammt af því. Dregið um árganga Um leið og það liggur fyrir hversu margir af forgangslistunum munu mæta í bólusetningu verður tekin upp handahófskennd boðun. Ragnheiður segir fyrirkomulagið verða einfalt. Árgöngum verður skipt í tvennt eftir kyni. Miðar prentaðir með árgangi og kyni, þeir settir í tvær krúsir, karla- krús og kvennakrús, og svo dregið til skiptis svo kynjahlutfallið haldist jafnt. Síðan verða árgangar boðaðir eftir hefðbundnum leiðum með SMS- skilaboðum. „Það átti fyrst að fara að forrita kerfi en svo var svo mikið af verk- efnum hjá forriturunum okkar. Þann- ig að við sáum að þetta yrði einfald- ast. Þessi leið er nokkuð sanngjörn og við munum grípa til hennar þegar við sjáum hvernig mætingin verður á þriðjudag,“ segir Ragnheiður. Árgangar frá 1975 til 2005 Hún gerir ráð fyrir að árgangur 1975 verði elsti árgangurinn í handa- hófskenndu boðuninni og því verður 31 árgangur í pottinum. Meðalfjöldi fólks í hverjum árgangi frá 1975 til 2005 er um 3.400. Um 20.000 skammtar af bóluefni Pfizer eru á leiðinni til landsins í vik- unni og er þetta stærsta sendingin til þessa. Að sögn Júlíu Rósar Atladótt- ur, framkvæmdastjóra Distica, munu álíka stórar sendingar koma frá lyfja- fyrirtækinu í hverri viku í júnímán- uði. Dregið handahófskennt í vikunni - Tæma lista yfir forgangshópa - Einfaldasta leiðin varð fyrir valinu - Árgöngum skipt eftir kyni Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalshöll Yfir 13 þúsund skammtar af bóluefni verða gefnir í vikunni. Tilvalið er að ganga um borgina nú þegar lifnar yfir og laufin á trjánum fara að birtast. Það vita þessar þrjár sem fóru leiðar sinnar fótgangandi um borgina á dög- unum. Þær urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins en kipptu sér ekki upp við það, nema sú aftasta, sem horf- ir undrunaraugum í átt að myndavélinni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gengið um höfuðborgina í góða veðrinu Loks sjást lauf á trjám borgarinnar Samherji hefur gengið of langt í við- brögðum sínum við umfjöllun fjöl- miðla um fyrirtækið og biðst fyrir- tækið afsökunar á framgöngu sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem birtist í gær. Vísar félagið þar væntanlega til tölvupóstsamskipta starfsmanna fé- lagsins sín á milli, sem Kjarninn gerði opinber á dögunum. Þar ræddi hópur starfsmanna fé- lagsins, sem kallaði sig „skæruliða- deild fyrirtækisins“, um leiðir til að koma höggi á blaðamenn sem hafa staðið í stafni í umfjöllun um starf- semi Samherja í Namibíu og meint- ar mútugreiðslur, einkum Helga Seljan, auk þess að leggja á ráðin um hvernig beita megi ítökum sínum til að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur- kjördæmi. Ekki náðist í Þorstein Má Bald- vinsson, forstjóra Samherja, vegna málsins í gær og Þorbjörn Þórðar- son, fjölmiðlafulltrúi Samherja, neit- aði að tjá sig. Samherji hf. baðst í gær afsökunar - Segja að of langt hafi verið gengið Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðs- stjóri Kjöríss, bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Njáll Trausti Friðbertsson þigmaður gerði slíkt hið sama í Norðausturkjördæmi. Prófkjör flokksins í kjördæmunum tveimur fóru fram á laugardag. Vilhjálmur laut í lægra haldi Í Suðurkjördæmi hafði Guðrún betur gegn Vilhjálmi Árnasyni þing- manni, sem einnig hafði boðið sig fram til að leiða listann, en hann varð annar í prófkjörinu. Í fyrsta sæti munaði 274 atkvæðum á Guðrúnu og Vilhjálmi. Þriðji varð Ásmundur Friðriksson þingmaður, sem hafði óskað eftir öðru sætinu. Í fjórða sæti hafnaði Björgvin Jóhannesson en í því fimmta varð Ingveldur Anna Sig- urðardóttir. Í Norðausturkjördæmi varð Njáll Trausti efstur, en Gauti Jóhannes- son, forseti sveitarstjórnar Múla- þings, sem einnig hafði gefið kost á sér til forystu, varð þriðji. Hann hef- ur ákveðið að þiggja ekki sæti á lista. Önnur í prókfjörinu varð Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur. Í fjórða sæti lenti Berglind Harpa Svavarsdóttir en í því fimmta varð Ragnar Sigurðsson. Stærstur í báðum kjördæmum Í Suðurkjördæmi hefur Sjálfstæð- isflokkurinn þrjá þingmenn, Pál Magnússon, Ásmund Friðriksson og Vilhjálm Árnason. Páll Magnússon gaf ekki kost á sér en athygli vekur að Vilhjálmur hafnaði fyrir ofan Ás- mund í nýafstöðnu prófkjöri. Í Norðausturkjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn tvo þingmenn, Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, og Njál Trausta Friðbertsson, nýkjör- inn oddvita. Guðrún og Njáll nýir odd- vitar Sjálfstæðisflokksins - Prófkjör fóru fram í tveimur kjördæmum um helgina Guðrún Hafsteinsdóttir Njáll Trausti Friðbertsson Karlmaður á miðjum aldri var úr- skurðaður látinn á Landspítala í gær eftir að hafa lent í slysi í Pat- reksfirði. Samkvæmt tilkynningu lögreglu lenti maðurinn í miklum straumi í hyl undir Svuntufossi í Patreksfirði. Lögregla, sjúkralið og björg- unarsveit voru kölluð á vettvang en tilkynning barst Neyðarlínunni klukkan 11:19 fyrir hádegi í gær. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð til og flutti hún hann síðar á Landspítala í Reykjavík þar sem hann var úrskurðaður látinn. Í tilkynningu segir að maðurinn hafi reynt að fara út í hylinn undir fossinum í Ósá, sem er fyrir botni fjarðarins. Þar virðist hann hafa misst fótanna, lent í sjálfheldu und- ir straumnum og fest þar til nær- staddir komu honum til hjálpar. Hann hafði þá misst meðvitund en nærstaddir hófu endurlífgun uns hjálpin barst. Rannsókn á til- drögum slyssins er í höndum lög- reglunnar á Vestfjörðum. Ótíma- bært þykir að greina frá nafni mannsins að svo stöddu en fjöl- skyldu hans hefur verið tilkynnt um andlátið. Lést eftir slys í Pat- reksfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.