Morgunblaðið - 31.05.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
Rýma þurfti útsýnishól við eldgosið í
Geldingadölum svo fólk yrði ekki
innlyksa þar. Búist er við að hraun-
rennslið muni umkringja hólinn fyrr
en síðar.
Spár vísindamanna hafa gert ráð
fyrir þessum möguleika á undan-
förnum tíu dögum. Að sögn Gunnars
Schram, yfirlögregluþjóns hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum, voru fáir á
svæðinu í gær, aðeins um 50 manns,
og því hafi rýmingin ekki tekið lang-
an tíma.
Útsýnishóllinn hefur verið einn af
aðalútsýnisstöðunum frá því gosið
hófst og þarna hefur fólk komist
hvað næst gosinu. „Eftir því sem líð-
ur á gosið verður náttúrlega erfiðara
að komast nálægt þessum gosgíg.
Það segir sig sjálft eftir því sem
hraunið breiðir meira úr sér. Það eru
ágætis útsýnisstaðir þarna en þetta
breytist aðeins,“ sagði Gunnar við
mbl.is í gær.
Hóllinn sem um ræðir er á milli
Geldingadala og dalsins sem er
syðstur Meradala og er hóllinn á
nyrsta enda hryggjarins.
Útsýnishóll við gos-
stöðvarnar rýmdur
Morgunblaðið/Einar Falur
Vinsæll Útsýnishóllinn var rýmdur
til að varna að fólk yrði innlyksa.
- Búast við að hraun
muni brátt umkringja
útsýnishólinn
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Erfitt hefur reynst að manna störf
á skurðstofum Landspítalans að
undanförnu og má rekja vandann
meðal annars til styttingar vinnu-
vikunnar. Þetta segir Karl And-
ersen, forstöðu-
maður hjarta- og
æðaþjónustu
Landspítalans.
„Aðgengi að
skurðstofum á
Landspítalanum
er minna en þarf
að vera og það
er vegna mann-
eklu, fyrst og
fremst meðal
hjúkrunarfræðinga. Þetta er líka
vandamál og hefur verið lengi á
gjörgæslunni,“ segir hann. Und-
irmönnun á gjörgæslu gerir það að
verkum að sjúklingur á ekki
möguleika á að leggjast inn á gjör-
gæslu eftir aðgerð og því frestast
aðgerðir.
Færri hjartaskurðlæknar eru
starfandi á spítalanum en áður.
Tveir eru nú í fullu starfi en fyrir
ári voru þeir fjórir. Tveir hafa
hætt störfum á síðastliðnu ári. Þó
er von á einum hjartaskurðlækni í
hlutastarf í september. Til þess að
sporna við skortinum hafa erlendir
skurðlæknar komið til landsins og
tekið að sér afleysingavinnu á spít-
alanum.
„Við höfum verið að fá lækna
sérstaklega frá Svíþjóð, fólk sem
við þekkjum vel,“ segir hann. Slíku
fylgir nokkur kostnaður en lækn-
arnir koma oftast í eina og eina
viku í senn. „Það er samdráttur
milli ára núna í fjölda aðgerða,
þannig að við þurfum ekki eins
marga skurðlækna. Full mönnun
myndi ég segja að væru fjórir
skurðlæknar en við erum að ná
upp í það með afleysingafólki, á
meðan svona mannekla er.“
Sex skurðskofur en áður sjö
Hann segir ástandið ekki nýtt af
nálinni en það gangi í bylgjum.
„Það er náttúrlega þessi breyting
sem kemur með styttingu vinnu-
vikunnar sem er takmarkandi og
hefur valdið því að núna í sumar
verður einhverjum skurðstofum
lokað.“
Skurðstofunum hefur þegar
fækkað úr sjö í sex.
Þarf þá ekki að fjölga starfsfólki
í kjölfar styttingar vinnuvikunnar?
„Þetta eru sérhæfð störf og það
er kannski hægara sagt en gert.
Flestar deildir þurfa að bæta sér
upp fækkun starfsfólks út af
breyttum vinnutíma. Þetta er
óbein ástæða, það hefur náttúrlega
gerst áður að það þurfi að fresta
aðgerðum og það hefur helst verið
vegna manneklu á gjörgæslunni.“
Mannekla vegna styttingarinnar
- Þurft hefur að fresta skurðaðgerðum á Landspítalanum meðal annars vegna mönnunarvanda í kjölfar
styttingar vinnuvikunnar - Einni skurðstofu þegar verið lokað - Hjartaskurðlækna skortir á spítalanum
Karl
Andersen
Morgunblaðið/Ásdís
Skurðaðgerð Nokkuð hefur verið um frestanir sökum mönnunarvanda.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Nýtt útibú Bókarinnar fornbóka-
búðar var opnað í kjallara gamla
húsnæðis Máls og menningar á
Laugavegi um helgina. Ari Gísli
Bragason, sonur Braga Kristjóns-
sonar, stofnanda Bókarinnar, er sá
sem fer fyrir opnun nýs útibús og
hann segir við Morgunblaðið að
stríður straumur fólks hafi komið í
nýja útibúið um helgina.
Vildi halda í upprunann
Garðar Kjartansson veitinga-
maður er sá sem hefur leigt allt
gamla húsnæði Máls og menningar
til tíu ára.
„Garðar hafði samband við mig
og var að taka þetta hús á leigu í tíu
ár og hann langaði að halda í upp-
runann og vera með bækur í hús-
inu,“ segir Ari.
Spurður hvort Bókin muni færa
eitthvað frekar út kvíarnar, segir
Ari að þetta sé nóg í bili.
„Þetta er ansi stór biti í bili og
húsið er einhverjir 800 fermetrar
þannig að það er hálfhlægilegt að
kalla þetta útibú. Svo verður að-
allega hægt núna, með fullri virð-
ingu fyrir upprunalega húsnæðinu
okkar á Klapparstíg, að gera mörg
þúsund bóka sýnilegri, kápur
þeirra og annað.“
Hann segir jafnframt að sérstaða
upprunalegu Bókarinnar á horni
Hverfisgötu og Klapparstígs muni
halda sér.
„Já, já, hún verður áfram flagg-
skip okkar og vonandi helst hún
sem lengst.“
Bókin opnaði verslun á
Laugavegi um helgina
- Fornbókabúð Braga færir út kvíarnar - Fólk flykkist að
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Bókglaður Ari Gísli Bragason í nýopnuðu útibúi Bókarinnar á Laugavegi.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Alls munu 22 Íslendingar á aldrinum
15-18 ára fara í skiptinám erlendis í
haust á vegum AFS á Íslandi.
Skiptinemar fóru seinast út haustið
2020 og voru þá einungis tíu talsins
en þá var ekki möguleiki á að stunda
nám í Bandaríkjunum og flestum
löndum utan Evrópu vegna farald-
ursins.
Sólveig Ása Tryggvadóttir, fram-
kvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir
faraldurinn hafa sett strik í reikn-
inginn fyrir marga sem vildu halda í
skiptinám árið 2020 en nokkrir
þeirra haldi út í haust.
„Við fórum í björgunaraðgerðir
þegar faraldurinn skall á og þá var
tekin ákvörðun um að allir yrðu kall-
aðir heim,“ segir hún. Nokkur rösk-
un varð á starfinu vegna faraldurs-
ins en fjöldinn virðist vera að taka
við sér með þeim 22 sem halda út í
ágúst.
„Þetta eru fimmtíu prósent af
venjulegum hóp núna. Það eru
margir að fara til Evrópulanda en
einnig til Suður-Ameríku,“ segir hún
og bætir við að aðsókn til Evrópu-
landa sé meiri nú en áður.
„Að öllu jöfnu hefur unga fólkið
okkar verið ævintýraþyrst og viljað
fara langt. Við erum að senda ung-
lingana okkar lengra en aðrir,“ segir
hún.
Þá verður í haust tekið við 25
skiptinemum á Íslandi sem er nokk-
uð góð aðsókn. „Við getum aldrei
tekið á móti jafnmörgum nemum og
óska eftir að koma hingað. Það eru
nemar alls staðar frá og það gengur
ótrúlega vel núna.“
Helmingi fleiri
halda í skiptinám
- Fleiri vilja fara til Evrópulanda nú
Morgunblaðið/Hari
Skiptinám Fleira ungt fólk leitar á
vit ævintýranna nú en á síðasta ári.