Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi HS Orku þar sem rætt er við Tómas Má Sigurðsson forstjóra, Jóhann Sigurbergsson forstöðumann viðskiptaþróunar og Albert Albertsson vélaverkfræðing um hugmyndina á bak við Auðlindagarðinn. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar í kvöld kl. 21.00 HS Orka og Auðlindagarðurinn Heimsókn í Svartsengi í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.00 í kvöld • Þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og það eina í einkaeign • Auðlindagarðurinn er uppspretta nýsköpunar og fjölda atvinnutækifæra • Virkjanir á Reykjanesi, Svartsengi og á Brú í Biskupstungum • Mikil sóknartækifæri þar sem horft er m.a. til Krísuvíkur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stóra viðfangsefnið núna er að þróa Seyðisfjörð til framtíðar, hugsanlega með nýjum áherslum,“ segir Vilhjálmur Jónsson. „Styrk- ing innviða samfélagsins svo sem jarðgangagerð er þar lykilatriði. Hamfarir eins og þær sem hér komu í lok síðasta árs leiða gjarn- an til þess að málin eru hugsuð upp á nýtt og lausnir verða til.“ Vilhjálmur, sem býr á Hánefs- stöðum við utanverðan Seyðis- fjörð, hefur lengi verið í forystu í byggðarlaginu. Þetta er bær þar sem margt hefur gerst að undan- förnu. Aurskriðurnar í desember á síðasta ári ollu meiriháttar búsifj- um. Fjórtán hús skemmdust eða eyðilögðust, þar á meðal hluti bygginga Tækniminjasafns Aust- urlands þar sem margir safngripir fóru í svelginn. Hreinsunarstarf eftir flóðin er langt komið, en eftir er stórt sár í byggðinni. Framkvæmdir, hættumat og endurskoðun skipulags Um þessar mundir er unnið að gerð hættumats fyrir svæðið og í krafti þess verður aðal- og deili- skipulag svæðisins endurskoðað. Um þessar mundir er verið að setja farvegi áa og lækja úr fjalls- hlíðinni þar sem skriðurnar féllu í stokka. Búa á svo um hnútana að hætta af völdum náttúruhamfara verði minni. Þær framkvæmdir greiðir Ofanflóðasjóður að mestu en Náttúruhamfaratrygging greiðir bætur vegna þeirra eigna sem eyðilögðust eða skemmdust. „Eðlilega reynir allt svona þó mjög á og þess eru dæmi að fólk hafi ekki treyst sér til að snúa til baka. Atvik og atburðir sitja í fólki sem þarf aðstoð til að vinna úr reynslu sinni, segir Vilhjálmur sem býr á Hánefnsstöðum, sem eru utarlega við sunnanverðan fjörð. Sem kunnugt er þurftu íbú- ar á Seyðisfirði að yfirgefa heimili sín í kjölfar hamfaranna, alls um 700 manns sem dvöldust á Héraði þá daga sem hættu- og óvissustig gilti. Flóðin fóru þá meðal annars yfir veginn sem liggur út að Há- nefnsstöðum, svo ábúendur þar fóru hvergi, einir Seyðfirðinga. „Velferð fólksins er auðvitað efst á blaði, en svo koma verkefni eins og til dæmis að finna tækni- minjasafninu nýjan stað. Þar hafa augu manna beinst að því að finna því nýjan stað miðsvæðis í bænum. Sunnanvert er og verður hætta á aurskriðum og í norðurbænum má við vissar aðstæður búast við snjó- flóðum úr Bjólfi. Pláss til bygg- inga í bænum er því takmarkað.“ Jarðgöngin væntanleg Fari að vonum hefst gerð jarðganga milli Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar á næsta ári, eða svo er gert ráð fyrir í samgöngu- áætlun sem Alþingi samþykkti á síðasta ári. Göngin verða rúmlega 13 kílómetra löng og því þau allra lengstu á Íslandi. Kostnaður við framkvæmdina gæti orðið um 35 milljarðar króna, greiddur að helmingi af ríkinu en annað verð- ur fjármagnað með veggjöldum. „Jarðgöng munu gjörbreyta sam- göngum hér og skapa alveg nýja möguleika. Stóra byltingin verður samt þegar komin verða þrenn jarðgöng með hringtengingu milli Héraðs og alla leið í Neskaupstað. Slíkt skapar ný sóknarfæri á Aust- urlandi,“ segir Vilhjálmur, sem vekur athygli á því að aðstæður eystra séu sífellt að breytast og þeirri þróun verði að fylgja eftir. Nú bær lista og frumkvöðlastarfs Sú var tíðin að frá Seyðisfirði voru gerðir út tveir skuttogarar, auk annara báta, þar voru tvö frystihús, tvær mjölverksmiðjur og tvær vélsmiðjur sem þjónuðu sjávarútveginum. Nú sé eitt af hvoru, fiskimjölsverksmiðja og fiskvinnsla, og í vinnslu Síldar- vinnslunnar er afla frá togaranum Gullveri lagt upp. Þessu hafi fylgt breytingar á atvinnuháttum eins og ferðaþjónusta sem hafi farið vaxandi og nú sé Seyðisfjörður þekktur sem bær lista og frum- kvöðlastarfs og vinsæll áfanga- staður ferðamanna. „Endurreisnin nú er sam- félagslegt verkefni, hvort sem það er hreinsunarstarf, gerð varnar- garða eða uppbygging, hvort held- ur er íbúðarhúsnæðis eða atvinnu- lífs. Í þessum verkefnum held ég að tvímælalaust sé styrkur að sam- einingu sveitarfélaga hér eystra í eina heild. Slíkt skapar meiri slag- kraft í þeim verkefnum sem þarf að sinna,“ segir Vilhjálmur Jóns- son á Seyðisfirði að síðustu. Seyðisfjörður þróist með nýjum áherslum og betri samgöngum, segir Vilhjálmur Jónsson á Hánefsstöðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hreinsun Járnarusl og fleira í haug á skriðusvæðinu. Í baksýn hús Tækni- minjasafns Austurlands og varnargarðar sem nýlega voru settir upp. Endurreisn samfélags - Vilhjálmur Jónsson er fædd- ur 1960, menntaður í verslunar- fræðum, viðskiptum og stjórn- un. Starfaði lengi við ýmislegt því tengt. - Bæjarfulltrúi á Seyðisfirði 2006-2020 og bæjarstjóri á Seyðisfirði í sjö ár. Sveitar- stjórnarfulltrúi í Múlaþingi frá október 2020 og formaður heimastjórnar Fljótsdalshéraðs. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Múlaþing Slagkraftur í verk- efnum, segir Vilhjálmur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.