Morgunblaðið - 31.05.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
„Ég tel mig skilja vel hvað brennur á
fólki í Norðausturkjördæmi og tala
tungumál þess ef svo má segja. Ég
vil áfram gera gagn fyrir íbúa á
svæðinu og sé þetta sem tækifæri til
að fylgja eftir málum kjördæmisins
á nýjum vettvangi,“ segir Eiríkur
Björn Björgvinsson, oddviti á lista
Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
við alþingiskosningar í haust.
Eiríkur er í dag forstöðumaður
fræðslu- og menningarsviðs Garða-
bæjar, en ræturnar liggja úti á landi.
Þannig var Eiríkur bæjarstjóri á
Fljótsdalshéraði frá 2002 til 2010 og
frá því ári til 2018 bæjarstjóri á
Akureyri. Áður var hann for-
stöðumaður íþrótta- og æskulýðs-
mála í þessum sveitarfélögum.
Tengingarnar eru líka þær að Eirík-
ur er kvæntur Ölmu Jóhönnu Árna-
dóttur frá Húsavík.
Efla samstarf á norðurslóðum
„Grunngildi Viðreisnar höfða til
mín,“ segir Eiríkur um þátttöku sína
í stjórnmálum. „Við viljum frjálst og
opið þjóðfélag þar sem jafnvægi rík-
ir á milli frelsis einstaklinga, jafn-
réttis og samkenndar. Okkar leiðar-
stef er að almannahagsmunir eigi að
ganga framar sérhagsmunum og við
leggjum áherslu á réttlátt samfélag
þar sem virðing ríkir fyrir mannrétt-
indum og skoðunum fólks. Þá vil ég
nefna alþjóðlega samvinnu þar sem
við eflum samstarf við aðrar þjóðir
og sýnum frumkvæði, meðal annars
í friðar- og umhverfismálum, ekki
síst á norðurslóðum,“ segir Eiríkur
og heldur áfram:
„Þá er mikilvægt að allir lands-
menn hafi sama rétt t.d. til heil-
brigðisþjónustu, menntunar og fé-
lagslegrar þjónustu. Það er alltaf
nauðsynlegt að halda á lofti frelsi
fólks og réttindum þess. Það ættu
allir flokkar sem kenna sig við lýð-
ræði að gera.“
Fólkið forgangsraði
Um þau verkefni í Norðaustur-
kjördæmi sem framundan eru segir
Eiríkur af nægu að taka í sam-
göngu-, mennta-, velferðar-, at-
vinnu- og umhverfismálum svo eitt-
hvað sé nefnt. Mikilvægast sé þó að
leyfa fólkinu sjálfu að forgangsraða
verkefnum og koma með skilaboðin.
„Okkar áherslur verða að tryggja
fólkinu rödd á Alþingi og fylgja
þeirri stefnu. Kjarninn í stóru verk-
efnunum og það sem skiptir öllu
máli er að við tengjum svæði og
byggðakjarna betur saman með öfl-
ugum samgöngum og fjarskiptum.
Þannig eflum við enn frekar þá mik-
ilvægu en misumfangsmiklu þjón-
ustu sem er til staðar í kjördæminu.“
Auðlindir landsins og nýting
þeirra eru ofarlega á baugi í um-
ræðunni um þessa mundir. Þar segir
Eiríkur stefnu Viðreisnar vera að
notendur greiði markaðsverð fyrir
aðgang. Hver kynslóð eigi að skila
umhverfi sínu og endurnýjanlegum
auðlindum í sama eða betra horfi til
komandi kynslóða. „Ég veit að það
er vilji íbúa í kjördæminu. Dreifa á
valdi og örva hugmyndaauðgi á öll-
um sviðum, m.a í sjávarútvegi og
landbúnaði. Viðreisn vill frjálsan og
opinn markað sem veitir fólki og fyr-
irtækjum raunveruleg tækifæri og
býr til jarðveg nýrra hugmynda og
nýsköpunar. Mér sýnist það falla
ágætlega sem dæmi að núverandi
stefnu Bændasamtakanna. Viðreisn
hafnar einokun og fákeppni sem tak-
markar frelsi og stríðir gegn jafn-
rétti og við setjum hagsmuni neyt-
enda í öndvegi.“
Ég upplifi meiri
samstöðu í nú en áður
Síðasta árið hefur verið býsna
óvenjulegur tími í lífi þjóða. Kórónu-
veiran með öllum þeim hömlum sem
henni hafa fylgt hefur breytt við-
horfum – á sama tíma og þungi
fjórðu iðnbyltingarinnar verður æ
meiri. Þá gerir samfélagið æ meiri
kröfur um menntun og þekkingu,
sem aftur breytir stjórnmálum og
úrlausnarefnum þeirra.
„Ég upplifi meiri samstöðu í sam-
félaginu nú en áður og vona að sú
lína sé komin til að vera,“ segir Ei-
ríkur Björn Björgvinsson um þetta
atriði. „Mál eins og fjarskipti, orku-
mál, öryggi og fjarþjónusta hafa
fengið meiri athygli og það er af hinu
góða. Þetta hefur ekki gerst vegna
stefnu stjórnvalda heldur vegna
utanaðkomandi áhrifa. Við eigum að
geta notið þessara jákvæðu strauma
sem orðið hafa síðasta árið en það er
auðvelt að missa allt í sama gamla
farið. Sérstaklega ef fólk velur
íhaldssemi og áframhaldandi kyrr-
stöðu sem einkennt hefur núverandi
stjórnartíð. Við sjáum svo dæmi sé
nefnt hvernig núverandi ríkisstjórn
hefur sofið á verðinum gagnvart
rekstri hjúkrunarheimila og sál-
fræðiþjónustu og er svo fyrst að
vakna upp rétt fyrir alþingiskosn-
ingar.“ sbs@mbl.is
Fylgi málefnum eftir
nú á nýjum vettvangi
- Eiríkur Björn efstur á lista Viðreisnar í NA-kjördæmi
Stjórnmál Örva á hugmyndaauðgi
og dreifa valdi, segir Eiríkur Björn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akureyri Tengja þarf svæði og byggðir saman með öflugum samgöngum og
fjarskiptum og tryggja fólki þannig þjónustu, segir oddviti Viðreisnar.
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Leikstjórinn Þóra Hilmarsdóttir
leikstýrir um þessar mundir bresku
þáttunum The Rising. Þættirnir
eru framleiddir af Sky Studios.
Þetta eru ekki fyrstu þættirnir sem
Þóra leikstýrir en hún leikstýrði
tveimur þáttum af Broti og einum
þætti af Netflix-þáttaröðinni Kötlu
sem er væntanleg 17. júní.
The Rising segja sögu Neve
Kelly sem uppgötvar að hún er lát-
in. Hún einsetur sér að finna morð-
ingja sinn og tryggja að hann fái
makleg málagjöld. Tökur eru hafn-
ar í Bretlandi og stefnt er að því að
þættirnir komi út á næsta ári.
Þóra gaf út stuttmyndina Frels-
un (e. Salvation) árið 2017 og hefur
sú mynd vakið athygli erlendis.
Þáttagerðin er þó mun vinsælli um
þessar mundir og meira að gera.
„Sjónvarpsþáttagerðin er svo sterk
núna að það er erfiðara að koma
kvikmyndum í framleiðslu. Þar
spilar heimsfaraldurinn líka inn í
því færri fara í bíó og færri stórar
kvikmyndir hafa verið fumsýndar
síðustu misseri,“ segir Þóra.
Með kvikmyndaáhuga alla ævi
„Frá barnsaldri hef ég haft mik-
inn áhuga á kvikmyndum. Pabbi
minn var kvikmyndagagnrýnandi
og ég fékk allar bíómyndir beint í
æð. Þá fékk ég stundum að fara
með honum í bíó og hann fékk
margar bíómyndir sendar heim,“
segir Þóra.
„Það er þetta sögusagnarform
sem heillaði mig svo mikið. Og svo
listin líka. Ég hafði alltaf mikinn
áhuga á að fara í listnám, sem ég
og gerði, og þetta form sameinar
öll mín helstu áhugamál, list, arki-
tektúr og sögur.“
Þóra lærði við Central St. Mart-
ins-háskólann í Bretlandi þar sem
listin og kvikmyndagerðin blönd-
uðust saman. „Það small allt saman
í kvikmyndagerð. Það er erfitt að
fara út í þennan bransa, maður
þarf að vera ótrúlega þolinmóður
og hafa mikla trú á sér,“ segir hún.
„Ég held að ég geti litið til baka
alveg í æsku og séð að þetta var oft
frekar augljóst hjá mér. Ég hafði
áhuga á ljósmyndun, setja upp leik-
rit og stjórna ýmsum vinum eða
frænkum í uppsetningum á leik-
ritum.“
Bransinn sem Þóra starfar í þyk-
ir mjög karllægur og er það aðeins
á síðustu árum sem konur hafa
fengið viðurkenningu fyrir störf
sín sem leikstjórar. „Mig langar
ekkert endilega að vera flokkuð
sem kvenleikstjóri þó að mér finn-
ist það ágætur kostur. Mig langar
bara að vera góður leikstjóri sem
fjallar um áhugaverðar sögur og
karaktera.“
Hún segir ekki svo ólíkt að vinna
að þáttagerð hér á Íslandi eða úti í
Bretlandi. „Við erum öll að tala
sama tungumálið þegar kemur að
vinnunni. Hér úti er batteríið að-
eins stærra, fleiri í hverri grein og
með sitt sérsvið. En þetta er líka
bara stærri framleiðsla,“ segir
Þóra.
„Við Íslendingar erum komnir
svo framarlega í kvikmyndagerð.
Ég tek stundum eftir hlutum hér
úti sem mér finnst betur staðið að á
Íslandi.“
Þóra hefur einnig leikstýrt fjölda
tónlistarmyndbanda og auglýsinga.
Á síðasta ári leikstýrði hún auglýs-
ingu símafyrirtækisins Nova sem
vakti mikla athygli, þar sem allir
voru allsberir í henni. Þau unnu
Lúðurinn fyrir auglýsinguna.
Þegar framleiðsla The Rising
klárast er ýmislegt á döfinni hjá
Þóru. Þær Snjólaug Lúðvíksdóttir
handritshöfundur eru með hand-
ritið að Konum eftir Steinar Braga
tilbúið og bíða eftir hentugum tíma
til að gera hana. Þar að auki er hún
með þáttaverkefni á frumstigi,
bæði hér heima og erlendis.
Ljósmynd/Saga Sig
Þolinmæði Þóra segir að maður
þurfi að hafa trú á sjálfum sér og
vera þolinmóður í þessum bransa.
Þóra leikstýrir
stórum þáttum
í Bretlandi
- Fann sína hillu í kvikmyndagerð