Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Reykjarmökkur stígur enn upp af singapúrska flutningaskipinu MV X-Press Pearl, þar sem eldar hafa logað síðustu ellefu daga. Skipið liggur skammt utan hafnarinnar í Colombo, höfuðborg Srí Lanka. Yfirvöld eyríkisins sögðust í gær myndu lögsækja eiganda skipsins. Sakamálarannsókn er sögð hafin á brunanum og þeirri mengun sem honum fylgir, en skipið hafði í fór- um sínum 25 tonn af saltpét- urssýru og feikilegt magn hrárra plastefna. Heitir logarnir hafa eyðilagt mikið af farangrinum sem hefur svo endað í Indlandshafi. Fleiri tonnum af örplastsögnum hefur skolað á land á ströndum eyj- arinnar og hefur verið gripið til veiðibanns í kjölfarið, auk þess sem óttast er mjög um afdrif líf- ríkisins neðansjávar. Forstjóri Hafverndarstofnunar Srí Lanka, Dharshani Lahand- apura, segist telja að sjávarmeng- unin sé sú versta í sögu svæðisins. Bruni um borð í flutningaskipi veldur versta mengunarslysi í sögu Srí Lanka Ætla að lögsækja eigandann AFP Logar enn Fleiri tonnum af örplastsögnum hefur skolað á land á ströndum eyjarinnar eftir að skipið tók að loga skammt fyrir utan höfnina í Colombo. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Ísraelski þjóðernissinninn Naftali Bennett tilkynnti í gær að hann myndi gerast aðili að stjórnarmynd- arviðræðum þar í landi sem binda myndu enda á forsætisráðherratíð Benjamíns Netanjahús, sem er sá forsætisráðherra Ísraels sem lengst hefur setið í sögunni. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Ísrael og fyrrverandi sjónvarpsmaður þar í landi, er sá sem leitt hefur menn að samninga- borðinu. Með þessum vendingum er ríkisstjórn Netanjahús í stórhættu. Vilja ná saman sem fyrst Þingmenn í Ísrael hafa enda rætt ötullega saman til þess að reyna að komast að niðurstöðu áður en vopna- hlé milli Ísraelshers og hinna palest- ínsku Hamas-samtaka rennur út á miðvikudag. Átök sem brutust út 10. maí síð- astliðinn stóðu yfir í 11 daga áður en samið var um vopnahlé. Alls hafa 232 Palestínumenn látist í átökunum en 12 Ísraelsmenn. Tæplega tvö þúsund manns hafa særst í átökum og þar að auki hafa um 120 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og lagt á flótta. Netanjahú, sem á yfir höfði sér dóm fyrir svik og spillingu, hefur rétt hangið á forsætisráðherrastóli undanfarin ár og staðið af sér hvert pólitíska umrótið á fætur öðru. Nú síðast í mars hlaut Likud-flokkur Netanjahús flest þingsæti en mis- tókst að mynda ríkisstjórn, með þeim afleiðingum að ráðrúm gafst fyrir Yair Lapid, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, að mynda stjórnar- meirihluta án Netanjahús. „Stjórn breytinga“ Lapid er sagður ætla sér að koma saman stjórn með breiða pólitíska skírskotun, sem fjölmiðlar í Ísrael segja að yrði „stjórn breytinga“. La- pid hefur með sér í ráðum fyrr- nefndan Naftali Bennett ásamt ísr- aelskum þingmönnum af arabískum uppruna. Strangtrúaðir þjóðernissinnar í Yamina-flokknum í Ísrael, flokki Bennetts, náðu sjö þingsætum í nýaf- stöðnum þingkosn- ingum en einn þingmanna flokks- ins hefur hafnað því að taka þátt í útspili annarra flokka gegn Netanjahú. Býður forsætið til skiptanna Meðal þess sem Lapid er sagður bjóða Bennett er forsætisráð- herrastóllinn og því ljóst að Lapid er mjög í mun að koma Netanjahú frá. Þá hefur hann lagt til að forsætisráð- herraembættið gangi á víxl, milli hans sjálfs og Bennetts, á fyrsta kjörtímabili nýs meirihluta. Netanjahú, sem setið hefur í 12 ár í röð og eitt þriggja ára kjörtímabil þar á undan, sagði í sjónvarpsávarpi í gær að áform Lapids og félaga væru „ógn við þjóðaröryggi Ísraels“. Stjórn Netanjahús hangir á bláþræði AFP Ísrael Miklar sviptingar eru í vændum á ísraelska þinginu, Knesset. - Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hópa sig saman og freista þess að koma Benjamín Netan- jahú forsætisráðherra frá völdum - Markmiðið er að komast að niðurstöðu áður en vopnahlé rennur út Yair Lapid Naftali Bennett Benjamín Netanjahú Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í ræðu í gær að hann myndi þrýsta á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að vernda og virða mannréttindi á fyr- irhuguðum fundi leiðtoganna tveggja í Genf 16. júní næstkomandi. Spennan milli ríkjanna tveggja hef- ur ekki verið jafn mikil í mörg ár og hafa stjórnvöld í Washington minnk- að væntingar sínar til fundarins. Nú er aðeins vonast til þess að fundurinn muni skila sambandi þar sem báðar hliðar skilja markmið hinnar og geta unnið saman í afmörkuðum mála- flokkum. „Ég mun hitta Pútín forseta eftir rúmar tvær vikur og ég mun gera honum ljóst að við munum ekki standa á hliðarlínunni og leyfa honum að brjóta á mannréttindum fólks,“ sagði Biden í ræðu sinni. Ræðan var í tilefni af minningar- degi um látna hermenn en hann er haldinn í Bandaríkjunum í dag. Biden minntist einnig sonar síns, Beau Bi- dens, sem lést úr krabbameini fyrir sex árum í gær. Rafmögnuð spenna Síðan Biden tók við forsetaembætti í janúar hefur hann beitt Rússa nýj- um viðskiptaþvingunum vegna meintrar aðkomu stjórnvalda þar í landi að SolarWinds-netárásinni og einnig vegna meintrar aðkomu þeirra að forsetakosningunum í Bandaríkj- unum á síðasta ári. Auk viðskiptaþvingana hefur Bandaríkjastjórn gagnrýnt stjórnvöld í Moskvu vegna meðferðar þeirra á stjórnarandstæðingnum Alexei Na- valní, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm vegna gamalla ákæra. Sömuleiðis hefur spenna myndast á milli ríkjanna vegna málefna Úkra- ínu. Rússnesk stjórnvöld hafa sýnt aukna hörku á landamærum Úkraínu og aukið við herafla sinn þar. Spennan jókst enn í síðustu viku þegar stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi skipuðu farþegaflugvél að lenda í Minsk og handtóku blaðamanninn og stjórnarandstæðinginn Roman Pro- tasevits. Stjórnvöld í Moskvu styðja stjórnvöld í Minsk en í Washington hafa stjórnvöld fordæmt aðgerðirnar. sonja@mbl.is Biden mun þrýsta á Pútín að vernda mannréttindi - Spennan milli ríkjanna tveggja ekki verið meiri í mörg ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.