Morgunblaðið - 31.05.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sviss hefuróvenjulegastöðu í heim-
inum og hefur með
ýmsu móti tekist að
halda sér hlutlausu og friðsælu –
og allvel vopnuðu – á meðan ná-
grannaþjóðirnar hafa borist á
banaspjót. Sviss hefur þess vegna
verið talið ákjósanlegur vett-
vangur margvíslegrar alþjóð-
legrar samvinnu og samskipta.
Nýleg tilkynning um fund Bidens
og Pútíns í Sviss ber þessu vitni.
Þessi staða Sviss og saga lands-
ins á eflaust sinn þátt í að skýra
óvenjulega stöðu þess gagnvart
Evrópusambandinu. Staðan er
ekki síst óvenjuleg þegar haft er í
huga að Sviss er umlukið ríkjum
Evrópusambandsins, fyrir utan
að vísu stutt landamæri við
EFTA-ríkið Liechtenstein, en
það ágæta furstadæmi er mjög
háð Sviss svo að þau landamæri
eru ekki að öllu leyti greinileg.
Líkt og Liechtenstein, Nor-
egur og Íslands er Sviss í EFTA,
Fríverslunarsamtökum Evrópu,
en ólíkt hinum ríkjunum þremur
hafnaði Sviss því á sínum tíma, ár-
ið 1992, að gerast aðili að Evr-
ópska efnahagssvæðinu, EES.
Mjótt var á munum en það dugði
til og varð einnig til þess að um-
sókn um aðild að ESB, sem ríkis-
stjórn Sviss hafði áður lagt inn,
fór ofan í skúffu í Brussel. Þar lá
hún lengi vel, eða allt þar til
ákveðið var árið 2016 að draga
hana til baka.
Sú ákvörðun Sviss að draga
umsóknina til baka eftir að hún
hafði legið afskiptalaus í skúffu í
nær aldarfjórðung sýnir vitaskuld
að slík umsókn hefur þýðingu,
líka sú sem liggur í skúffu. Af
þessu mættu íslenskir stjórn-
málamenn draga lærdóm.
En það er fleira forvitnilegt í
samskiptum Sviss og Evrópusam-
bandsins. Þegar umsóknin var
formlega dregin til baka hafði
landið um nokkurra ára skeið átt í
viðræðum við sambandið um
fyrirkomulag samskiptanna, en
þau byggðust á, og byggjast á,
120 tvíhliða samningum sem segja
má að komi í stað aðildarinnar að
EES. Sviss er í raun aðili að innri
markaði ESB í gegnum þessa
samninga, en eðli þeirra er annað
en EES-samningsins, þó að þeir
hafi, að minnsta kosti hingað til,
reynst sambærilegir í raun.
Samningarnir breyta löggjöf
Sviss ekki með sömu sjálfvirkni
og gerst hefur til dæmis hér á
landi, en þar skiptir einnig máli að
hér á landi hafa stjórnmálamenn
ekki verið á varðbergi gagnvart
þróun ESB í seinni tíð, þó að full
ástæða hafi verið til þar sem sam-
bandið tekur stöðugum breyt-
ingum í átt að auknum samruna
og ásælni yfirþjóðlega valdsins.
Evrópusambandið hafði gert
kröfu um að breyta fyrirkomu-
laginu í samskiptunum við Sviss,
slá þessum 120 samningum saman
í einn og láta löggjöfina í Sviss
þróast með meiri sjálfvirkni í takt
við ákvarðanir í Brussel. Til að ná
þessu fram beitti ESB töluverð-
um þrýstingi og hefur til að
mynda hótað því að
samningarnir 120
muni einn af öðrum
úreldast og falla úr
gildi og þar með að
Sviss detti smám saman út af
innri markaðnum. Ýmsum Sviss-
lendingum varð líka nóg um þegar
þeim þótti ESB nota kórónuveiru-
faraldurinn til að senda þeim
skilaboð í stað þess að tryggja
hnökralausa samvinnu gegn þeim
vágesti.
Eftir margra ára viðræður um
þessi mál ákvað Sviss í liðinni
viku að slíta frekari viðræðum um
breytt fyrirkomulag samninga
sinna við ESB og taldi sambandið
ganga of langt í kröfum sínum um
íhlutun í svissnesk málefni.
Einn þeirra sem hafa tjáð sig
um þessa ákvörðun er Svisslend-
ingurinn Carl Baudenbacher,
fyrrverandi forseti EFTA-
dómstólsins og Íslendingum að
góðu kunnur úr Icesave-málinu.
Hann ræddi það mál lítillega en
einkum þó nýjustu ákvörðun
Svisslendinga í hlaðvarpsspjalli
við vefinn Brussels Report, sem
og í grein á sama miðli. Bauden-
bacher segir að það sé í anda
spunavéla Brussel að kenna Sviss
um hvernig fór en málið sé ekki
svo einfalt. Hann segir að bæði
stjórnvöld í Sviss og Brussel hafi
reynt að þoka landinu bakdyra-
megin inn í ESB, en að vanmetið
hafi verið hve mikil andstaða sé
við slíkt í Sviss. Þar vilji fólk efna-
hagslega samvinnu en ekki
stjórnmálalegan samruna. Þegar
fólk hafi fundið að reynt hafi verið
að ýta því svo langt inn í ESB að
ekki yrði aftur snúið, hafi það
spyrnt við fæti.
Baudenbacher telur að Sviss og
ESB eigi að reyna að semja um
nýja leið samstarfs þessara aðila,
en segir óvíst að það sé mögulegt
eftir það sem á undan er gengið.
Þá geti Sviss staðið frammi fyrir
sama kosti og Bretland, kosti sem
hann kallar Swexit. Hann segir að
þetta væru engin endalok fyrir
Sviss, en að þetta yrðu ekki góðar
fréttir fyrir samheldni innan Evr-
ópusambandsins.
Fleiri hafa bent á, til að mynda
Ambrose Evans-Pritchard, yfir-
maður alþjóðlegra viðskiptafrétta
Telegraph, hve hart Evrópusam-
bandið gengur fram gegn ná-
grönnum sínum, ólíkt til dæmis
Bandaríkjunum sem eigi farsæl
samskipti við fullvalda nágranna
sinn Kanada. Hann bendir á að
ESB sé stöðugt að reyna að út-
víkka regluverk sitt og dómsvald
og þvinga hugmyndum sínum upp
á aðra. Nú hafi Sviss hafnað þess-
ari leið og ESB, sem hafi nýlega
misst Bretland úr sambandinu,
geti einnig verið að ýta Sviss frá
sér.
Nú er svo sem langur vegur frá
því að Sviss sé búið að slíta öll
tengsl við ESB en þau eru byrjuð
að trosna. Vera má að hægt verði
að lappa upp á þau, enda þrýst-
ingur mikill beggja vegna borðs-
ins. Hvernig sem fer er þróun
samskipta Sviss og ESB nokkuð
sem Íslendingar hljóta að horfa
til.
Tengsl Sviss og
ESB hafa trosnað}Swexit?
E
kkert í heiminum er mikilvægara
en börnin okkar – vellíðan
þeirra, hamingja og framtíðar-
tækifæri. Það er skylda stjórn-
valda að gera allt hvað þau geta
svo öll börn vaxi og dafni. Finni sig í skóla og
tómstundastarfi, njóti jafnra tækifæra óháð
bakgrunni og félagslegum aðstæðum. Við vilj-
um að öll börn fái örvun við hæfi, hvatningu og
menntun sem leggur grunninn að framtíð
þeirra. Stuðning í erfiðum aðstæðum og hjálp
hvenær sem þau þurfa á henni að halda.
Það er leiðarljós Framsóknarflokksins eins
og verkin sýna, bæði fyrr og síðar. Á þessu
kjörtímabili höfum við breytt félagskerfinu og
lagað að hagsmunum barna. Við höfum eflt og
einfaldað þjónustu við börn og fjölskyldur
þeirra, lengt fæðingarorlof, ráðist í kerfis-
breytingar í skólakerfinu, stutt sérstaklega við fátæk
börn og ráðist í mikilvæg verkefni til að styrkja stöðu
barna af erlendum uppruna. Nýsamþykkt menntastefna
tekur fyrst og fremst mið af þörfum barna og vinna er
hafin við breytingar á samræmdu námsmati, þar sem
hagsmunir stofnana munu víkja fyrir hagsmunum barna.
Í Covid var gríðarleg áhersla lögð á að halda skólunum
opnum, til að tryggja menntun barna og lágmarka áhrif
heimsfaraldurs á líf þeirra. Það tókst og samanburður
við önnur lönd sýnir glögglega að árangurinn er merki-
legur, því víða voru skólar lokaðir með ófyrirséðum lang-
tímaáhrifum á börn. Við höfum sagt lestrarvanda barna
stríð á hendur og gripið til aðgerða til að efla
lesskilning. Útgáfa nýrra barna- og unglinga-
bóka hefur stóraukist vegna pólitískrar
stefnu um stuðning við íslenska bókaútgáfu.
Það eru ekki nýjar fréttir að Framsóknar-
flokknum sé umhugað um börn og fjölskyldur
landsins. Framsóknarflokkurinn innleiddi á
sínum tíma feðraorlof, réttarbót sem þótti
frumleg í fyrstu en öllum þykir sjálfsögð í
dag. Ávinningur barna og foreldra af breyt-
ingunni er ómældur og fjölskyldutengslin
sterkari.
En við viljum gera enn betur, fyrir börn úr
öllum áttum. Búa svo um hnútana að öll börn
fái jöfn tækifæri og þjónustu við hæfi, til
dæmis sálfræðiþjónustu sem nú er bæði af
skornum skammti og kostnaðarsöm fyrir for-
eldra. Slík þjónusta á að vera eins og önnur
heilbrigðisþjónusta; aðgengileg fyrir alla enda brýnt að
leysa úr vanda á fyrstu stigum hans, en ekki bíða eftir
því að barnið vaxi og vandinn með.
Fullorðið fólk, bæði í fjölskyldum og flokkum, á að
kenna börnum á lífið. Vekja forvitni þeirra og áhuga á
heiminum, sjálfum sér og öðrum. Hjálpa þeim að finna
sína styrkleika, tjá sig, leika sér og læra. Í því verkefni
ætlar Framsóknarflokkurinn ekki að láta sitt eftir liggja
og við viljum að Ísland verði barnvænsta samfélag í
heimi. Taktu þátt í því með okkur.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Börnin okkar og betra samfélag
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
B
lásið hefur byrlega fyrir
þeirri kenningu undan-
farið að kórónuveiran,
sem kom af stað skæðum
heimsfaraldri á síðasta ári og hefur
fellt milljónir manna, kunni að hafa
verið afrakstur vinnu vísindamanna
á rannsóknastofu í kínversku borg-
inni Wuhan.
En kastljósið hefur líka beinst
víðar. Til eru fleiri rannsóknastofur
í heiminum þar sem farið er ofan í
kjölinn á ýmiss konar veirum og
virkni þeirra.
Nokkur fjöldi sérfræðinga hefur
stigið fram og krafist þess að ör-
yggi verði hert á þessum rann-
sóknastofum, sökum ótta við það að
slys geti valdið öðrum heimsfar-
aldri.
Rannsóknastofan í Wuhan til-
heyrir hópi þeirra stofa sem taldar
eru öruggastar og er jafnan vísað
til þeirra sem BSL4, til styttingar á
enska hugtakinu Biosafety Level 4.
Samtals 59 rannsóknastofur
Þessar stofur eru byggðar til að
hýsa örugga starfsemi utan um
rannsóknir á hættulegustu veirum
og bakteríum sem fyrirfinnast í
heiminum, og í tilfelli flestra er
hvorki til bóluefni né annars konar
meðferð sem hindrað getur sýkingu
eða unnið á þeim. Vísindamennirnir
sjálfir eiga þess vegna að gangast
undir stífa þjálfun og klæðast hlífð-
arbúningum á meðan þeir sinna
störfum sínum.
Gregory Koblentz, forstöðumað-
ur lífvopnafræðideildar við George
Mason-háskólann, segir í samtali
við fréttastofu AFP að til séu 59
rannsóknastofur af þessari gerð.
Hann vann að skýrslu þessa efnis
sem gefin var út í liðinni viku.
Slys hafa átt sér stað áður
„Það eru engir bindandi alþjóð-
legir staðlar fyrir örugga og ábyrga
vinnu með sýkla,“ segir meðal ann-
ars í skýrslunni. Slysin hafa enda
átt sér stað áður eins og sagan sýn-
ir, meira að segja á rannsóknastof-
um sem eiga að teljast af bestu
gerð. Svo nokkur dæmi séu tekin:
H1N1-veiran, sem olli spænsku
veikinni árið 1918, lak út í Sovét-
ríkjunum og Kína og barst þaðan út
um heiminn.
Árið 2001 póstlagði starfsmaður
bandarískrar rannsóknastofu, veik-
ur á geði, miltisbrand vítt og breitt
um landið. Fimm létust.
Tveir kínverskir vísindamenn
sem komust í snertingu við SARS-
veiruna árið 2004 breiddu sýk-
inguna út til annarra, með þeim af-
leiðingum að einn lét lífið.
Við flutninga bandaríska mat-
væla- og lyfjaeftirlitsins árið 2014
fundust tvö tilraunaglös sem inni-
héldu bólusóttarveiruna.
Varað lengi við hættunum
Lynn Klotz, vísindamaður við
bandarísku CACN-stofnunina,
hverrar tilgangur er meðal annars
að takmarka fjölda vopna á vegum
þjóðríkja og fjölgun þeirra, hefur
um áralangt skeið varað við þeim
hættum sem felast í rann-
sóknastofum sem þessum.
„Mannleg mistök orsaka yfir 70%
af þeim mistökum sem verða í
rannsóknastofum,“ segir hann í
samtali við AFP og bendir á að í
Bandaríkjunum hafi þeir sem rann-
saka þetta þurft að reiða sig á
beiðnir um upplýsingar frá stjórn-
völdum til að fá að vita af þessum
atvikum.
Horfðu fyrst til leðurblaka
Uppruni kórónuveirunnar hefur
þó alla tíð verið myrkri sveipaður,
þótt fáir sjúkdómar hafi verið rann-
sakaðir af meira kappi. Á því eina
og hálfa ári, sem heimsfaraldurinn
hefur geisað, hefur hann lagt rúmar
þrjár milljónir manna í gröfina,
gert hundruð milljóna fárveik og
haft ómæld efnahagsáhrif um heim
allan.
Upphaflega töldu margir að veir-
an hefði borist með einhverjum
hætti frá leðurblökum um aðrar
dýrategundir til manna, þótt ekki
væri sú leið skýrð með viðhlítandi
hætti. Helst var horft til opinna
kjötmarkaða í Kína, þar sem hrein-
læti og smitgát þykir fremur ábóta-
vant. Sú leið er ekki óhugsandi, en
fyrir henni hafa engar sannanir
fundist þótt mikið hafi verið leitað.
Ótrúleg tilviljun
Eins og fjallað var um í Morgun-
blaðinu í síðustu viku hafa þó allt
frá upphafi margir bent á að það
hafi verið ótrúleg tilviljun að veiran
hafi fyrst slegið sér niður ör-
skammt frá stofunni í Wuhan, þar
sem eiga sér einmitt stað bæði
rannsóknir og tilraunir með veirur.
Engin sönnunargögn eru til sem
bent geta með fullnægjandi hætti á
upprunann. Athygli hefur þó vakið
að Wuhan liggur nærri tvö þúsund
kílómetra norður af þeim leður-
blökuhellum þar sem finna má þró-
unarlegan forvera kórónuveirunnar.
Það er langt utan flugdrægni dýrs-
ins. Á sama tíma er vitað að vís-
indamenn við stofuna hafi gert sér
ferðir í hellana til að taka þar sýni.
Hættur fylgja rann-
sóknum á veirum
AFP
Biðröð Beðið er eftir bóluefni víða og þar er kínverska borgin Wuhan engin
undantekning, einu og hálfu ári eftir að faraldurinn braust þar fyrst út.