Morgunblaðið - 31.05.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
✝
Pétur Geir
Helgason fædd-
ist í Álftafirði við
Ísafjarðardjúp 15.
nóvember 1932.
Hann lést í Reykja-
vík 21. maí 2021.
Hann var sonur
hjónanna Helga
Benediktssonar, f.
29. október 1893, d.
12. des 1975, og
Jónínu Péturs-
dóttur, f. 11. júní 1905, d. 31.
mars 1985.
Systkini Péturs Geirs voru:
Benedikt Helgason, f. 1923, lát-
inn, Guðmundur Helgason, f.
1925, látinn, Birna Benjamíns-
dóttir, f. 1927, Guðmundur
Helgason, f. 1929, látinn, Lúðvíg
Helgason, f. 1936, látinn, og Sig-
ríður Helgadóttir, f. 1941, látin.
Guðmunda Jóna Pétursdóttir,
f. 5. apríl 1901, d. 23. janúar
1993, móðursystir Péturs Geirs,
tók hann í fóstur þegar hann var
fjögurra mánaða gamall og ól
hann upp, fyrst með Pétri Janusi
Oddssyni, f. 10. janúar 1902, d.
27. október 1976, en ein eftir að
þau skildu. Fyrir átti Guðmunda
Jóna dótturina Fanneyju Hall-
dórsdóttur, f. 26. febrúar 1924, d.
þau fram til ársins 1988 þegar
þau fluttu á Árskógsströnd í eitt
ár en bjuggu eftir það jöfnum
höndum á Akureyri og Kópaskeri
til ársins 2007.
Það var vinnan sem réð flutn-
ingum þeirra. Pétur Geir var
lengst af sjómaður og útgerð-
armaður á Ísafirði, var bæði með
vélstjórapróf og skipstjórnarpróf
og þá lærði hann niðursuðu ung-
ur að árum í París. Í nokkur ár
var hann yfirfiskmatsmaður hjá
Fiskmati ríkisins. Hann var verk-
stjóri í rækjuverksmiðju á Kópa-
skeri í þrjú ár og forstjóri rækju-
verksmiðju á Árskógsströnd í um
þrjú ár. Eftir það stundaði hann
trilluútgerð á sumrin frá Kópa-
skeri fram til ársins 2002 þegar
hann og Ósk seldu sumarhús sitt
þar.
Haustið 2007 fluttu Pétur Geir
og Ósk til Reykjavíkur þar sem
hún lést síðan hinn 30. janúar
2008. Eftir það bjó Pétur Geir
einn en síðustu mánuðina var
hann á Landakoti, Vífilsstöðum
og loks Droplaugarstöðum þar
sem hann lést.
Útförin fer fram frá Neskirkju
í Reykjavík í dag, 31. maí 2021,
klukkan 16. Erfidrykkja verður í
safnaðarheimilinu eftir útför.
Vegna sóttvarnaráðstafana
eru þeir sem ekki tilheyra nán-
ustu fjölskyldu beðnir að hafa
samband við Heimi Má á netfang-
inu heimirmar@me.com hafi
þeir áhuga á að mæta við útför-
ina.
5. október 2008, og
leit Pétur Geir alla
tíð á hana sem syst-
ur sína.
Pétur Geir
kvæntist árið 1952
Ósk Norðfjörð Ósk-
arsdóttur, f. 9. júní
1934, d. 30. janúar
2008, frá Hrísey.
Börn þeirra eru: 1)
Óskar Geir, f. 1.
september 1952. 2)
Rúnar Þór, f. 21. september
1953. 3) Guðmunda Jóna, f. 13.
september 1958. 4) Heimir Már,
f. 20. maí 1962. Pétur Geir og
Ósk ólu einnig upp að mestu dótt-
urdóttur sína Ósk Norðfjörð
yngri.
Barnabörn Péturs Geirs og
Óskar eru sextán talsins, barna-
barnabörn eru tuttugu og níu og
barnabarnabarnabörn þrjú.
Pétur Geir og Ósk bjuggu
fyrstu tuttugu og þrjú búskaparár
sín á Ísafirði, lengst af á Selja-
landsvegi 30 sem þau byggðu og
fluttu inn í árið 1961. Árið 1976
fluttu þau til Reykjavíkur þar sem
þau bjuggu í eitt ár áður en þau
fluttu til Kópaskers þar sem þau
bjuggu í þrjú ár áður en þau
fluttu aftur til Ísfjarðar. Þar voru
Pabbi var ástríðumaður í öllu,
einkalífinu, samskiptum sínum við
fólk og í hverju því sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann var eigin-
lega svo mikill tilfinningamaður að
hann hefði sómt sér vel í stórri
ítalskri fjölskyldu. Lífið með hon-
um var á köflum eins og í Fellini-
kvikmynd, oft eins og í Chaplin-
mynd því hann hafði mikinn húm-
or og gat verið grallari en stund-
um eins og í Bergman-kvikmynd
því hann gat líka verið mjög
dramatískur.
Pabbi gerði aldrei neitt til hálfs.
Þegar hann var rækjusjómaður
dugði ekkert annað en að vera
bestur og það gat verið erfitt því
margir rækjukarlar vestur á Ísa-
firði voru bestir. Hann var feng-
sæll, heppinn með áhöfn alla tíð og
fundvís á ný mið. „Þar sem fræð-
ingarnir fyrir sunnan segja að
aldrei finnist rækja, þar fann ég
rækju,“ sagði hann og hló, oft.
Þegar hann var opinber yfir-
fiskmatsmaður ríkisins á Vest-
fjörðum og síðan yfirmatsmaður
rækjuvinnslu í öllu landinu gaf
hann aldrei þumlung eftir í kröf-
um um gæði íslenskra sjávaraf-
urða, hvort sem vinir eða kunn-
ingjar áttu í hlut eða bláókunnugir
menn. Ónefndur ráðherra þrýsti
eitt sinn á hann að snúa við
ákvörðun sinni um að stöðva út-
flutning á úldnum fiski eftir að út-
gerðarmaðurinn hafði skælt á öxl
ráðherrans. Það kom ekki til
greina og sagði pabbi ráðherran-
um að hann gæti þá gefið út út-
flutningsleyfið sjálfur fyrst hann
hefði svona mikið vit á fiskgæðum.
Pabbi hugsaði um orðspor Ís-
lands. Svo fór að ráðherrann gaf
sig ekki en það gerði pabbi ekki
heldur og sagði upp störfum. Síð-
ar var hann aftur ráðinn til rík-
isins af öðrum ráðherra til að fara
með gæðaeftirlit á rækju á öllu
landinu.
Það tók þau nítján ára Ísfirð-
inginn og sautján ára Hríseyjars-
nótina ekki langan tíma að fella
hugi saman eftir að hún kom vest-
ur á Húsmæðraskólann sem hét
hennar nafni haustið 1961. Þau
eignuðust okkur fjögur systkinin
og fylgdust að allt þar til mamma
dó hinn 30. janúar 2008.
Pabbi var unnandi tónlistar og
spilaði á nokkur hljóðfæri. Hann
var í Lúðrasveit Ísafjarðar í mörg
ár, spilaði í danshljómsveitum og á
efri árum tók hann að yrkja. Árið
2011 kom út ljóðabókin Sólrúnir
sem hann hafði alltaf í farteskinu á
ferðum sínum um landið og seldi
eins og heitar lummur.
Pétur Geir var félagsmaður
enda réttsýnn og heiðarlegur í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Fór fyrir félagi smábátasjómanna
á Ísafirði í mörg ár og var ástríðu-
fullur stuðningsmaður og fram-
kvæmdastjóri ÍBÍ til margra ára.
Margir segja að hann hafi rifið fé-
lagið upp úr þriðju deild sem þá
var upp í þá fyrstu. Hann blés
strákunum baráttuanda í brjóst.
Tók upp nýjungar eins og áheita-
kerfi og gerði út hersveit fjöl-
skyldu og sjómanna sem sá til
þess að enginn fór á leik án þess að
borga fyrir það.
Við sem þekktum hann best
minnumst bæði gleði- og sorgar-
stunda í lífi okkar með þessum
mikla manni, honum föður okkar.
Hann kenndi okkur bæði að fyr-
irgefa og biðjast fyrirgefningar
þannig að frá lífinu fer hann skuld-
laus.
Far í friði pabbi minn.
Óskar Geir, Rúnar Þór og
Heimir Már.
Elsku afi minn, ég kveð þig með
gleði í hjarta og full þakklætis. Ég
þakka Guði fyrir eina af mínum
stærstu blessunum að hafa fengið
að alast upp hjá þér og ömmu.
Afi, þú hefur alltaf verið klett-
urinn í mínu lífi. Þú og amma
kennduð mér gildi þess að eiga
fjölskyldu. Sameiginleg ást ykkar
til barna minna mun lifa um
ókomna tíð. Þið gáfuð allt ykkar í
að styðja börnin ykkar og barna-
börn og alltaf varst þú til staðar,
minn besti vinur og faðir sem ég
hefði getað hugsað mér.
Þið amma gerðuð æsku mína
dásamlega og á ég ykkur allt að
þakka. Ég, Svenni og börn erum
þér ævinlega þakklát fyrir allar
stundirnar með þér, ekki síst að
þú hafir komið með okkur til Flór-
ída í fyrra. Sú minning er og verð-
ur í hávegum höfð alla okkar tíð.
Elsku afi, ég treysti því að nú
sértu í partíi á himnum. Þú og
amma sameinuð á ný. Við kveðj-
um þig, elsku afi minn, full þakk-
lætis fyrir allt það sem þú varst,
þangað til við hittumst á ný.
Ósk, Sveinn og börn.
Við fjörðinn fagra heima á Ísa-
firði eigum við margar góðar
minningar. Pétur Geir og fjöl-
skylda eiga mikinn hluta þeirra
góðu minninga. Það var daglegur
samgangur á milli heimilanna.
Pétur og mamma (Fanney Hall-
dórsdóttir) voru systrabörn og
uppeldissystkini því Pétur kom í
fóstur hjá ömmu, Guðmundu J.
Pétursdóttur, nokkurra mánaða
gamall. Alltaf var talað um Pétur
bróður með hlýju og var mikill
systkinakærleikur á milli þeirra.
Ég rakst á ljóð í gamalli dagbók
sem mamma skildi eftir sig en hún
dó árið 2008. Ljóðið var skrifað við
afmælisdag Péturs:
Ég vil þér vera systir góð
þó stundum sé ég nokkuð hljóð.
Ljós og yl vil færa
bróður mínum kæra.
Í æskuminningum voru það líf-
legar umræður og rökræður um
sjávarútveg, pólitík og margt
fleira sem stendur upp úr. Pétur
var orkumikill og frumkvöðull í
sér. Hann var einn af þeim fyrstu
til að veiða djúprækjuna og varð
síðan verksmiðjustjóri í rækju-
vinnslu. Hann var einnig yfirfisk-
matsmaður þar sem hann fór á
milli fiskvinnsluaðila og báta til að
skoða og ráðleggja. Ung fór ég að
hafa áhuga á sjávarútvegi og gat
gjarnan leitað ráða hjá Pétri og
fetaði í fótspor hans að nokkru
leyti í atvinnu. Við kenndum bæði
hjá Starfsfræðslunefnd fiskvinnsl-
unnar og unnum hjá Framleiðslu-
eftirliti sjávarafurða og hittumst
þó nokkuð á ferðum okkar um
landið og þá var gaman að spjalla
um heima og geima.
Pétur Geir og Ósk eru dýrmæt
minning hjá okkur systkinum. Nú
fá þau að vera saman og ég veit að
það verður vel tekið á móti okkar
kæra frænda í Sumarlandinu.
Óskar, Rúnar, Munda og Heim-
ir, við systurnar Fríða og Fanney
sendum fjölskyldunni okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Nanna Bára Maríasdóttir.
Þeir voru nú ekki beinlínis að
flíka mjúku hliðinni karlmennirnir
í faðmi fjalla blárra á síðustu öld.
Þegar við bættist hrjúfur og mikill
raddstyrkur vandaðist málið enn
frekar. En eftir örfá orð komu
mjúku tónarnir í ljós. Í orðsins
fyllstu merkingu. Þannig var Pét-
ur Geir í minningu neðribæjar-
púkans. Hrjúfur en ljúfur sæúlfur.
Einn af þessum mönnum sem
maður kunni fljótlega skil á eftir
að reglubundnar bryggjuferðir
æskunnar hófust. Þá trúlega var
hann orðinn útgerðarmaður á Pól-
stjörnunni. Hann fór aldrei langt
frá hafinu og því sem það gaf af
sér.
Haustið 1980 var hóað saman
sex mönnum á Engjaveginn til
Kitta og Hansínu. Vart var hægt
að hugsa sér ólíkari hóp manna.
Þeir höfðu samt allir áhuga á fót-
bolta og tóku það að sér að reyna
að láta villta drauma rætast um
sæti til handa ÍBÍ meðal þeirra
bestu á landinu. Efniviðurinn í
íþróttamönnunum hafði verið til
staðar en einhvern veginn hafði
þetta aldrei smollið saman tuttugu
árin þar á undan.
Þetta kvöld hófst vinátta okkar
sem aldrei bar skugga á síðan.
Ásamt félögum okkar gengum við
til verka og náðum með samstilltu
átaki íbúa að láta drauminn ræt-
ast. Hvað sem titlar okkar stjórn-
armanna gáfu til kynna var hann
potturinn og pannan í þessu starfi.
Hugmyndaauðgi hans í fjáröflun-
um var óþrjótandi og á stundum
virkuðum við hinir eflaust eins og
bölvaðar bremsur á hann á köfl-
um. Við unnum einstaklega vel
saman þessi ár. Þó hann tæki starf
sitt mjög alvarlega setti glaðværð
hans og glettni einatt skemmtileg-
an svip á fjölmörg ferðalög þess-
ara ára. Þá spratt líka stundum
fram tónlistarmaðurinn í honum.
Eftirminnileg er minningin um
kvöldverðarhófið í þýska bænum
að afloknum sigurleik okkar
manna. Þar rak hann augun í
nikku eina mikla. Hún var á auga-
bragði komin í fang hans og ljúfir
tónar bárust um salinn þýskum
gestgjöfum okkar til mikillar
undrunar og gleði.
Haustið 1981 komust drengirnir
okkar í hóp þeirra bestu eins og
stefnt var að. Það voru dýrðar-
tímar. Grettistakið sem Pétur Geir
lyfti á þessum árum gleymdist
knattspyrnuforystunni ekki og árið
2007 var hann, fyllilega verðskuld-
að, sæmdur gullmerki KSÍ. Mikið
vorum við montnir það kvöld.
Svo tóku önnur verkefni við.
Pétur Geir gerðist rækjuverkandi
í Eyjafirði enda þekktu fáir menn
kampalampann betur en hann.
Aftur lágu leiðir okkar saman í
forystu rækjuverkenda. Þar var
hann líkt og fyrrum góður og
traustur liðsmaður.
Réttum fjörutíu árum eftir að
fyrstu leikirnir voru leiknir, sem
mörkuðu upphaf ævintýrisins,
hefur Pétur Geir kvatt þetta jarð-
líf. Í fjölmörgum samtölum okkar
síðla kvölds forðum daga kom í
ljós að hann var mjög trúaður
maður, sem er raunar mjög al-
gengt meðal sjómanna. Um leið og
ég votta öllu hans góða fólki sam-
úð mína enda ég á orðum hagyrð-
ingsins Péturs Geirs.
Minn frelsari ég fel þér öll mín ráð
og fagna þér að dögum mínum töldum.
(PGH)
Halldór Jónsson.
Pétur Geir afi minn er fallinn
frá.
Ég var svo heppinn að geta ver-
ið hjá þér síðustu dagana og í friði
og ró fékk ég að halda í hönd þína
þegar þú tókst síðasta andardrátt-
inn, það var lýsandi um svo margt
sem var á milli okkar afa. Ég er
elsta barnabarn ömmu og afa og
voru þau okkur bræðrum ómetan-
leg í okkar uppvexti. Það var ansi
oft komið við á Seljalandsveginum
bæði sísvangir og drulluskítugir
púkar eftir að hafa verið á leikvelli
Ísafjarðar sem var allur undir. Það
var sama hvort það voru bygging-
ar, bátar, bryggjur, slippurinn eða
hvaðeina, þá stóð ekki á ömmu að
lesa yfir litlu gröllurunum, skrúbba
hendur og gefa að borða og athuga
reglulega hvort skóbúnaðurinn
væri ekki í lagi. Það er svo margt
sem kemur upp í hugann en þá
fyrst og fremst mikið þakklæti því
þið voruð okkur svo góð.
Afi, þú gafst mér oft góð ráð og
nálgaðist mig alltaf af mikilli nær-
gætni og virðingu þegar ég var
ungur og ráðvilltur sem varð alltaf
til þess að manni þótti ástæða til
að hlusta og leggja sig fram við að
fara eftir ráðum þínum. Sömu að-
ferð hef ég lagt mig fram um að
sýna og kenna mínum börnum og
barnabörnum. Nú veit ég að þú
ert kominn til ömmu sem þú hafð-
ir saknað svo lengi. Þú verður allt-
af í hjarta mínu og veit ég að þú átt
eftir að vaka yfir okkur og fylgja
mér á sjónum, við vorum búnir að
ganga frá því.
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Erling Arnar Óskarsson.
Pétur Geir
Helgason
✝
Ingibjörg
Jóna Magn-
úsdóttir fæddist í
Reykjavík 16. júlí
1992. Hún lést á
bráðamóttöku
Landspítalans 17.
maí 2021.
Foreldrar henn-
ar eru Magnús
Einarsson Höj-
gaard og Eva Jóna
Ásgeirsdóttir. Eig-
inkona Magnúsar er Kristín
Halla Magnúsdóttir og sambýlis-
maður Evu Jónu er Guðjón Ing-
ólfsson.
Systkini Ingibjargar eru
Kristín Líf, Þorbjörn Ari, Perla
Sóley, Björg Halla, Róbert Dag-
ur og Kristbjörg Sigríður.
Unnusti Ingibjargar er Gest-
ur Ingi Reynisson, f. 19. janúar
1993. Gestur og Ingibjörg
kynntust vorið 2018 og keyptu
sér íbúð í Fellahverfi. Þau trú-
lofuðu sig í ágúst 2020 og ætl-
uðu að gifta sig í júní 2022. Hún
gekk með ófætt barn þeirra sem
átti að fæðast í október.
Foreldrar Gests Inga eru
Reynir Valdimars-
son og Hlíf Gests-
dóttir.
Ingibjörg ólst upp
í Reykjavík og gekk
í Fellaskóla og síðar
í Ölduselsskóla. Hún
bjó lengst af hjá
móður sinni eftir að
foreldrar hennar
skildu en dvaldi mik-
ið með föðurfjöl-
skyldunni á sumrin í
Reykjadal í Þingeyjarsveit. Ingi-
björg hélt miklu sambandi við
fjölskyldu föður síns og öll
systkini sín.
Hún vann ýmis þjónustustörf,
m.a. hjá Pítunni og American
Style, hjá Póstinum og síðast hjá
Dýrabæ.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Fella- og Hólakirkju í dag,
31. maí 2021, klukkan 13.
Útförinni verður streymt á:
https://hljodx.is/index.php/
streymi/.
þar er einnig að finna sálma-
skrá.
Virkan hlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Við áttum ekki von á því að
þurfa að skrifa minningargrein
um ástkæra tengdadóttur okkar.
Hún var skyndilega kölluð frá
okkur í blóma lífsins. Lífið blasti
við henni og Gesti syni okkar og
áttu þau von á sínu fyrsta barni í
október. Þau voru búin að skipu-
leggja brúðkaup næsta sumar.
Við kynntumst Ingu fyrir
rúmum þremur árum þegar þau
Gestur byrjuðu saman. Þau urðu
strax ástfangin og skemmtilegt
hvernig þau vógu hvort annað
upp. Þau voru bæði sannfærð
um að hafa fundið sinn lífsföru-
naut og keyptu íbúðina sína
sama ár.
Þau komu vikulega í mat til
okkar og var þá oft glatt á hjalla
og mikið talað. Hún var alltaf
svo hress og húmorinn hennar
einstakur. Við heyrum ennþá
hláturinn í henni. Daginn áður
en hún lést voru þau í mat hjá
okkur og þá var mikið rætt um
litla barnið, fyrirhugað kynja-
kaffi og bjarta framtíð sem
blasti við.
Við minnumst margra ann-
arra ánægjulegra stunda saman
eins og sumarbústaðaferða og
fjölskylduboða. Fyrir einu og
hálfu ári héldu Inga og Gestur
búningaveislu. Þangað mættu
bræður Gests. Annar þeirra,
Bergþór, ákvað að mæta sem
Gestur bróðir hans með gler-
augu og gerviskegg og var eig-
inlega alveg eins og bróðir hans.
Inga hló svo mikið að hún lagð-
ist í gólfið. Þetta er ein
skemmtilegasta minning sem
þeir bræður eiga um hana.
Brynjar minnist einnig
skemmtilegra umræðna um
þætti og kvikmyndir, enda hafði
Inga mikinn áhuga á þeim. Við
tengdamæðgurnar náðum vel
saman og áttum t.d. ánægjulega
stund þegar við horfðum saman
á hina klassísku mynd Sound of
Music. Loksins var einhver í
fjölskyldunni sem nennti að
horfa með mér á myndina.
Við höldum fast utan um hann
Gest okkar og sendum innilegar
samúðarkveðjur til foreldra,
systkina og annarra aðstand-
enda Ingu.
Minning um góða stúlku lifir.
Hlíf og Reynir.
Ingibjörg Jóna
Magnúsdóttir
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ERNA HJALTALÍN,
yfirflugfreyja og flugkona,
lést á elliheimilinu Grund föstudaginn
14. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hjartnæmar þakkir fær starfsfólk á deild
V2 á Grund og í Hlíðarbæ fyrir alúð og umhyggju.
Jónas Knútsson Halldóra Kristín Þórarinsdóttir
Erna Kristín Jónasdóttir
Hrefna Kristrún Jónasdóttir
Ástkær eiginmaður og minn besti vinur,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN FINNUR ÓLAFSSON
rafvirkjameistari,
Árbakka 8, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 21. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju
fimmtudaginn 3. júní klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélag Árnessýslu reikn. 325-26-430797, kt.
430797-2209. Athöfninni verður streymt á www.selfosskirkja.is
Þóranna Ingólfsdóttir
Arndís Hildur Jónsdóttir Davíð Örn Ingvason
Ingólfur Örn Jónsson Ása Valdís Árnadóttir
Ólafur Þór Jónsson Bjarnfríður L. Guðsteinsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir Aðalsteinn Tryggvason
afabörn og langafabarn