Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
✝
Bryndís Guð-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
þann 16. nóvember
1928. Hún lést á
Hrafnistu Laugar-
ási þann 23. apríl
2021. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Jónsson, f.
3.4. 1900, d. 5.2.
1961, fæddur og
uppalinn í Hrólfs-
staðahelli í Landsveit og Kristín
Lýðsdóttir, f. 6.12. 1897, d. 27.1.
1980, fædd og uppalin í Hjalla-
nesi í Rangárvallahreppi.
Bryndís átti einn bróður,
Björgvin Guðmundsson, f.
20.11. 1923, d. 21.6. 1994.
Eiginmaður Bryndísar var
Guðjón B. Jónsson, f. 30.3. 1925,
d. 16.6. 2009.
Bryndís og Guðjón gengu í
hjónaband 14.6. 1947.
Synir Bryndísar og Guðjóns
eru:
a) Guðmundur, f. 2.7. 1949,
kvæntur Ástu Katrínu Vil-
hjálmsdóttur. Börn þeirra eru
að Njálsgötu 100 þar sem fjöl-
skyldan settist að. Bryndís gekk
í Landakotsskóla og barnaskól-
ann við Tjörnina og í Austur-
bæjarskóla. Ung að aldri var
hún send í sveit til ömmu sinnar
í föðurætt, Steinunnar, sem bjó
að Húsagarði í Landsveit. Að
loknu skyldunámi lá leið hennar
í Verzlunarskóla Íslands þar
sem hún kynntist Guðjóni, verð-
andi eiginmanni sínum. Bryndís
lauk verzlunarskólaprófi og hóf
störf hjá Eimskipafélagi Íslands
og vann þar þangað til þau Guð-
jón hófu búskap á Njálsgötunni.
Síðar fluttu þau hjón í Vatnsholt
6 og þá á Selbraut 3 á Seltjarn-
arnesi. Bryndís sá um heimilið,
hún starfaði um tíma sem sjálf-
boðaliði fyrir Barnaspítala
Hringsins og við afgreiðslu í
Efnalauginni Björg. Saman
unnu þau Guðjón um tíma sem
fararstjórar á Spáni hjá Útsýn á
árunum 1970-1980. Á efri árum
settust þau að í Hörðukór 1 í
Kópavogi. Bryndís og Guðjón
voru afar samhent hjón. Voru
þau dugleg við útivist og göng-
ur þegar vinnu lauk. Síðar á æv-
inni eignuðust þau hund, Dúnu,
sem sá um að drífa þau út í
göngutúra.Heimilið var þeirra
staður. Útför Bryndísar fer
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ásthildur, Guðjón
Björgvin, d. 2007,
og Brynjar Karl.
Barnabörn Guð-
mundar eru átta
talsins: Eva Lind,
Kristófer Örn, Sara
Ósk, Noah Christi-
an, Benedikt Jósef,
Oliver Magni, Enya
Bríet og Mathis
Þór, og eitt barna-
barnabarn, Bene-
dikt Freyr og annað væntan-
legt.
b) Kristinn, f. 21.11. 1952,
maki Soffía Magnúsdóttir, f.
19.4. 1952, d. 30.6. 2018.
Börn þeirra eru Ragnheiður
og Kristinn. Barnabörn Kristins
eru fjögur talsins: Alexander,
Óðinn, Lilja og Helena Soffía.
Bryndís fæddist í Reykjavík
og bjó fyrstu árin á Mýrargötu.
Síðar flutti fjölskyldan á Sól-
vallagötu og svo á Hringbraut.
Guðmundur faðir Bryndísar var
sjómaður en síðar starfaði hann
við húsbyggingar ásamt því að
vinna sem bílstjóri. Hann byggði
Elskuleg mamma mín er lát-
in.
Það er komið að kveðjustund
eftir langt æviskeið hennar. Það
má með sanni segja að hún lifði
góðu lífi lengst af ævinnar og
fyrir það er ég afar þakklátur.
Það voru aðeins síðustu tvö árin
sem voru erfið fyrir hana eftir
að hún gat ekki lengur séð um
sig sjálf. Starfsfólk Engeyjar í
Hrafnistu þar sem hún bjó síð-
ustu æviárin sá vel um hana og
fyrir það vil ég þakka.
Allt frá því við Gummi bróðir
vorum litlir strákar að alast
upp á Njálsgötu 100 fannst mér
alltaf mamma og pabbi líka
hugsa afskaplega vel um okkur
og alltaf voru vinir okkar vel-
komnir heim. Það voru líflegir
tímar, tjaldútilegur, vespuferðir
um borgina, myndatökur því
pabbi hafði gaman af þeim og
eigum við ótal myndir frá þeim
árum. Svo fluttum við í Vatns-
holtið við Sjómannaskólann þar
sem unglingarnir, ég og Gummi
bróðir, fengu sér herbergi sem
var alger lúxus! Eftir að við
bræður fluttum að heiman festu
mamma og pabbi sér fokhelt
einbýlishús á Nesinu við Sel-
braut 3. Þar hreiðruðu þau um
sig á sinn hátt og leið afskap-
lega vel, eigið hús og eigin
garður sem þau höfðu bæði svo
gaman af að snyrta og hafa
huggulegt í kringum sig. Það
var einnig alltaf gaman og gott
fyrir þriðju kynslóðina að koma
til ömmu Binnu og afa Venna
eins og þau nefndust í daglegu
tali. Það var stolt þeirra að taka
á móti barnabörnum og gera
vel við þau eins og afar og
ömmur gjarnan gera. Þaðan
fluttust þau svo um 2007 í
Hörðukór, vestast í Kópavoginn
og sagði pabbi einhvern tímann,
þar sem hann var tónelskur og
hafði verið í nokkrum kórum
gegnum ævina að nú væri hann
kominn í síðasta kórinn sinn.
Við mamma vorum alltaf
mjög náin og góðir vinir, trún-
aður og traust var milli okkar
og eftir að pabbi dó heyrðumst
við daglega símleiðis eða ég
gerði mér far í Hörðukórinn
þar sem fór svo afskaplega vel
um hana með glæsilegt útsýni.
Mamma var alltaf fróðleiksfús
og vildi fylgjast vel með öllum í
fjölskyldunni og einnig því sem
var að gerast í þjóðfélaginu
bæði hér á landi og erlendis.
Því fékk hún sér Ipad og tengd-
ist Fésbókinni til þess að sjá
hvað aðrir í fjölskyldunni hefðu
fyrir stafni. Fram að síðustu
vikum fylgdist hún vel með
heimsmálum á erlendu sjón-
varpsstöðvunum og hafði skoð-
un á helstu málum þar.
Mamma var afar hlý kona og
hafði góða nærveru, kát og já-
kvæð og hafði gaman af fólki.
Þó var vinahópurinn ekki endi-
lega stór og eins og gefur að
skilja voru fáir eftir síðustu ár-
in og við litla fjölskyldan þau
einu sem hún hafði samskipti
við. Eftir að pabbi hætti að
vinna eignuðust þau hund sem
þeim var afar kær. Hann gerði
þeim einnig ansi gott og dró
þau í göngutúra hvernig sem
viðraði. Annars var það húsið
og garðurinn á Selbraut sem
átti hug þeirra allan og var góð-
um tíma eytt í snyrtingu á
hvoru tveggja. Það var einmitt
það sem einkenndi þau bæði,
snyrtimennska og góðvild í
garð þeirra sem þau umgeng-
ust.
Mamma og pabbi voru afar
samhent hjón og voru okkur í
fjölskyldunni og öðrum þeim er
til þeirra þekktu góð fyrirmynd.
Þau unnu vel saman bæði
heima fyrir og einnig utan
heimilis. Þegar ég var ungur
drengur ráku þau lítið fyrirtæki
saman. Síðar var pabbi farar-
stjóri á Spáni og víðar þar sem
þau unnu vel saman og áttu
góðar stundir. Sá tími var afar
góður hjá þeim og þau nutu sín
bæði í hlutverki leiðsögumanns
og gestgjafa á Spáni. Landið,
menningin og tungumálið var
þeim ætíð kært og heimsóttu
þau Spán mörgum sinnum eftir
það sér til mikillar ánægju.
Nú er komið að leiðarlokum
á nokkuð langri ævi sem hefur
að mínu mati verið afar farsæl.
Mamma var fyrir nokkrum
mánuðum orðin þreytt á tilveru
sinni þar sem hún gat ekki séð
um sig sjálf og reiðubúin að
kveðja. Ég get því ekki annað
en samglaðst henni að vera bú-
in að fá svefninn langa og lang-
þráða hvíld. Hvíl í friði elsku
mamma mín, ég bið að heilsa
pabba.
Kristinn Guðjónsson.
Elsku Binna, þú varst góð
tengdamóðir í þessi tæp 50 ár.
Þó að við værum ekki alltaf
sammála þá samdi okkur alltaf
vel. Við fórum til London 1982,
þú, ég og mamma í viku og
skemmtum okkur vel. Svo fór-
um við til Rimini, þú, Venni,
mamma, Kalli og við fjölskyld-
an, þetta var góð ferð. Það var
gaman hvað Perro hundurinn
okkar dýrkaði þig, þegar við
fórum í frí hugsaðir þú svo vel
um hann, settir alltaf hunda-
matinn í skál handa honum og
dýralífsmynd í sjónvarpið, svo
varst þú alltaf svo dugleg að
koma og ná í hann og fara með
hann í göngutúr. Bæði börnin
og hundarnir elskuðu þig. Það
var sko legið í sólbaði þegar við
fórum saman til Tenerife, fyrst
Sossa og Kiddi í tvær vikur og
svo tókum við við. Ég vil þakka
þér fyrir allt, elsku Binna mín.
Þín Ásta Kata
Ásta Katrín.
Amma:
Bananasplitt, ískúlur, hnaus-
þykk súkkulaðisósa, beikon-
brauð, fílakaramellur, marsípan
og núggat. Súkkulaðirúsínur.
Flatsæng á köflóttum tjald-
dýnum með frændsystkinum í
appelsínugulum svefnpokum.
Faðir vor og Sitji guðs englar.
Litir, mýkt, fágaðir hlutir,
silfur og gull: gullspegill, gull-
hálsmen, gulllokkar. Svart leð-
ur og sólgleraugu. Sólböð og
blóm. Glæsileiki! Töffari!
Svart, appelsínugult, fjólu-
blátt og gull, einkennislitirnir.
Sögur, sögur úr borg, sögur
úr sveit. Sögur af fátækt og
svengd. Sögur af sigrum og
sögur af ótta.
Reykjavíkurdóttir.
Ferðasögur, burro safari og
grísaveislur. London, Costa del
Sol og Benidorm.
Ávallt nýjasta tækni: VHS og
Stöð 2, CNN og RÚV, heims-
fréttir og bæjarfréttir. Áhugi á
hinum stóra heimi. Innsýn í líf
á fjarlægum stöðum, alltaf þó
með hugann við innsta hring.
Sjálfstæði, sjálfsnægja.
Hjartahlýja og umhyggja. For-
vitni og fyrirhyggja. Fallegt
samband samhentra hjóna.
Fyrirmynd barnabarna, lang-
ömmubarna. Stíll og stælleiki,
sorg og sigrar. Blíða og trygg-
lyndi. Ómetanlegur hluti af lífi
okkar allra.
Alltumlykjandi hlýja: ávallt
veitingar eftir smekk hvers og
eins, ávallt passað upp á uppá-
hald allra.
Allt þetta og svo miklu
meira.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)
Þórir, Alexander, Óðinn og
Lilja kveðja líka yndislega trún-
aðarvinkonu og langömmu. Við
elskum þig!
Elsku amma. Þetta er ekki
adiós, bara hasta luego.
Þín
Ragnheiður (Heiða).
Amma mín var best. Hún tók
mér alltaf með opnum örmum.
Hugsaði svo vel um mig frá því
að ég var lítil stelpa og ekki síð-
ur eftir að ég varð fullorðin
með eigin börn. Það er henni og
afa að þakka að ég fékk að fara
í tannréttingar sem unglingur,
hún kenndi mér hvernig ég átti
að setja á mig kinnalit, hjá
henni var alltaf til ís og alls
konar gotterí. Jóladagur hjá
ömmu og afa var líka alltaf
bestur, ég gæti haldið áfram
endalaust. Ég var líka mikið
montin af henni, hvert sem hún
fór og hvar sem hún var geisl-
aði hún af fegurð, þegar ég var
lítil fannst mér hún líta út eins
og kvikmyndastjarna og hún
var jafn falleg innan sem utan.
Alltaf tilbúin að setja sig til
hliðar fyrir aðra, alltaf tilbúin
að hjálpa þeim sem þurftu. Og
svo var hún sko líka svo
skemmtileg, ég brosi í gegnum
tárin þegar ég loka augunum og
hugsa aftur í tímann hvernig
hún gat skellihlegið. Ég var svo
heppin að eiga hana sem ömmu.
Ég vona sjálf að ég geti ein-
hvern tímann sjálf verið svona
amma, þegar að því kemur.
Sofðu rótt elsku amma mín,
takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig, ég mun alltaf
sakna þín. Þín
Ásthildur.
Bryndís
Guðmundsdóttir
✝
Brynhildur Sæ-
mundsdóttir
fæddist á Kletti í
Kollafirði í Gufu-
dalssveit 31. maí
1928. Hún lést á
Kvennadeild Land-
spítalans 12. apríl
2021.
Hún var dóttir
hjónanna Þórkötlu
Soffíu Ólafsdóttur,
f. 11. janúar 1892,
d. 1. mars 1983, og Sæmundar
Brynjólfssonar, f. 12. maí 1888,
d. 13. júlí 1974. Systkini Bryn-
hildar voru: Matthías, Sig-
urbjörg, Margrét, Ólína, Har-
aldur og Brynjólfur.
Brynhildur giftist Ásgeiri G.
Benediktssyni frá Bolungarvík.
Hann var fæddur í Bæjum á
uppgangi og uppbyggingu sem
átti sér stað þar um miðja síð-
ustu öld. Síðustu 35 ár ævinnar
bjó Brynhildur í Grafarvogi, þar
sem þau Ásgeir voru meðal
landnema þegar það úthverfi
Reykjavíkur fór að byggjast.
Brynhildur stundaði vinnu bæði
til sjós og lands á langri ævi.
Hún var mikil áhugamanneskja
um garðrækt og skilur eftir sig
skógarlundi og sælureiti víða.
Hún tók virkan þátt í baráttu um
náttúruvernd og stundaði útivist
og ferðalög af eldmóði á meðan
kraftar hennar entust. Barna-
börnin og barnabarnabörnin
smituðust af áhuga hennar og
helgaði hún sig þeim af öllu
hjarta. Hún var fyrst og síðast
gegnheill mannvinur og nátt-
úrubarn.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 31. maí, klukk-
an 13.
Slóð á streymi: https://
tinyurl.com/5hcaf7aa
Streymishlekk má finna á
www.mbl.is/andlat
Snæfjallaströnd 2.
nóvember 1931.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
á Landakoti 9. maí
2008. Þau eign-
uðust tvær dætur,
Ólínu Margréti og
Helgu Fanneyju.
Barnabörnin eru
átta, þau Arna
Dögg, Aron Jarl,
Ásgeir Örn og Atli
Fannar, sem eru börn Helgu
Fanneyjar, og Sturla, Una, Kári
og Brynhildur sem eru börn
Ólínu Margrétar. Langömmu-
börnin eru 15.
Brynhildur bjó í Keflavík
fyrstu hjúskaparár sín og þar
fæddust báðar dætur þeirra Ás-
geirs. Þau tóku þátt í þeim mikla
„Hvernig finnst þér bókin?“
Binna var spennt að heyra álit
mitt á bókinni sem hún hafði
gaukað að mér, þó ég væri rétt
byrjaður. Það þótti mér fyndið.
Híbýli vindanna var nú ekki
fyrsta eða síðasta bókin sem hún
benti mér á, en hún markaði
ákveðin spor og sama má segja
um Bréf Vestur-Íslendinga.
Ég áttaði mig síðar á því hvað
Binna tengdamóðir mín tengdi
sterkt við fólkið í þessum bókum
og sögu þess. Hún fann svo til
með þeim sem yfirgáfu landið
sitt og horfðu í huganum til baka
en áttu ekki afturkvæmt. Þeim
sem flúðu þrengingar heima fyr-
ir og vildu svo gjarnan hefja nýtt
og betra líf.
Vissulega voru aðstæður
Binnu ekki nákvæmlega þær
sömu, en hún þekkti samt gamla
Ísland af eigin raun. Hún fædd-
ist inn í veruleika sem hafði ótrú-
lega lítið breyst frá upphafi Ís-
landsbyggðar og flutti burt úr
„sveitinni sinni“ til að freista
gæfunnar. Samt sem áður tengdi
hún svo sterkt við ástina á land-
inu og umhyggjuna fyrir fjöl-
skyldunni sem „flóttafólkið“ frá
Íslandi bar í brjósti. Við lestur
bókanna skynjaði maður svo
sterkt þessa djúpu væntum-
þykju á náttúru landsins, þrátt
fyrir eymdina og harðræðið, og
þörfina fyrir það að rækta
tengslin við fólkið sitt.
Æskuminningar hennar sner-
ust gjarnan um eitthvað sem
tengdist vinnu heima fyrir með
systkinum sínum. Hún skrifaði
stundum dagbækur og átti í fór-
um sínum handskrifuð minn-
ingabrot sem gaman er að rekast
á og rifja upp. „Ég man þegar
við sátum úti á þaki á gamla fjós-
inu á góðum vordegi og dáðumst
að spegilmyndinni af fjarðar-
mynninu í glugganum á hlöð-
ugaflinum.“
„Við grinduðum mó uppi á
fjalli á heitum vordögum og
styttum okkur stundir við að
kveða „níð“ hvert um annað, allt
í græskulausu gamni auðvitað.“
Binna hafði næmt fegurðar-
skyn en var líka svellandi húm-
oristi og gat tekið þátt í að fíflast
og skellti gjarnan upp úr þegar
ég fór fram úr mér í gamansem-
inni.
Hjá henni vógu náttúran og
fjölskyldan þyngst á vogarskál-
um velferðar og aldrei vafðist
fyrir henni að útdeila umhyggju
sinni milli þessara tveggja meg-
inpósta í lífinu.
Þó dæturnar hennar væru
bara tvær sáu þær um að fjöl-
falda fjölskylduna og barnabörn-
in 8 eru búin að gefa henni 15
langömmubörn. „Amma
langamma“ var endalaus upp-
spretta fróðleiks og væntum-
þykju. Hún var alltaf með og var
ekki lengi að henda í nesti og
smá bakpoka og stökkva fyrir-
varalaust „út í buskann“ eins og
hún kallaði það, þegar einhverj-
um datt í hug að skreppa í bíltúr
eða könnunarleiðangur í Heið-
mörk eða austur fyrir fjall.
Þannig fléttuðust saman ást
hennar á fjölskyldunni og nátt-
úrunni í ómetanlegum samveru-
stundum.
Áratugum saman talaði hún
og beitti sér fyrir kvenfrelsi og
landvernd. Hún var því bæði
femínisti og aðgerðasinni, þótt
hún notaði ekki sjálf þau orð.
Takk fyrir samveruna í 43 ár,
elsku Binna.
Sighvatur Lárusson.
„Maður lifir lengi á þessu!“
Þetta sagði amma gjarnan í
ferðalok, þegar hún hafði safnað
nýjum myndum og minningum.
Sú varð líka raunin; amma lifði
lengi og allt til enda undraðist
hún yfir sköpunarverkinu. Mér
fannst það oft spaugilegt framan
af hvað amma gat verið hrif-
næm, eins og hún væri alltaf að
sjá landið í fyrsta sinn. Síðar átt-
aði ég mig á hversu dýrmætur
eiginleiki það er, að geta hrifist
einlæglega af fegurðinni, og hef
reynt að taka ömmu til fyrir-
myndar í því, eins og svo mörgu
öðru.
Amma var nefnilega langt á
undan sinni samtíð um svo
margt. Ekki síst þegar kom að
umhverfisvernd. Hún „plokkaði“
rusl í öllum sínum göngutúrum,
þótt hugtakið væri ekki til þá,
flokkaði heimilissorpið og var
með eigin moltugerð í safnhaug
svo lengi sem ég man eftir mér.
Hún ólst upp við kröpp kjör, í
þröngum firði, en var alla tíð víð-
sýn og vel upplýst hugsjóna-
manneskja. Sem dæmi tók
amma strætó á Austurvöll allan
veturinn þegar ég var á öðru ári í
MR, til að mótmæla eyðilegg-
ingu öræfanna við Kárahnjúka.
Unglingurinn ég hafði ekki sama
baráttuanda, en kíkti samt
stundum á ömmu í hádeginu og
vissi ekki alveg hvort mér ætti
að finnast þetta töff eða vand-
ræðalegt. En amma kærði sig
kollótta um slíka merkimiða, hún
var fordómalaus, hafin yfir slúð-
ur og fannst bara að fólk ætti að
fá að vera eins og það vildi vera.
Sjálf synti hún stundum á móti
straumnum, þótt hún hefði ekki
hátt um það. Hún var ævintýra-
gjörn og fór til sjós sem farmað-
ur og kokkur á ísfisktogurum.
Þetta var hennar leið til fjár-
hagslegs sjálfstæðis og til að
sigrast á þeim órétti sem konur
bjuggu við í landi, að fá lægri
laun en karlar fyrir líkamlega
erfiðisvinnu. Á sjónum fékk hún
fastan hlut og þar fékk hún líka
útþránni svalað, komst til út-
landa. Þessu deildi hún með mér
þegar ég kvaddi hana fyrir
brottför til Afganistan, og
skyndilega fannst mér ég skilja
sjálfa mig betur. Hvort tveggja
erfði ég frá ömmu: Ástina á land-
inu og þrána eftir að kynnast
öðru og meira. Við heimkomu að
utan var alltaf fyrsta stoppið hjá
ömmu og þegar ég brotlenti fékk
ég að búa þar. Húsið sem þau afi
byggðu var athvarf í lífsins ólgu-
sjó. Sæluhús á heiði.
Raunar er amma svo stór
hluti af sjálfsmynd minni að mér
líður eins og þau sem ekki
kynntust henni muni heldur
aldrei þekkja mig til fulls. Með
ömmu lærði ég að lesa og hvergi
fannst mér betra að læra sam-
félags- og náttúrufræði en við
eldhúsborðið hjá ömmu, því hún
gaf sér endalausan tíma, setti
námsefnið í samhengi og var ón-
ísk á randaköku og mjólk. Þann-
ig uppfyllti hún allar dæmigerðu
væntingarnar sem samfélagið
hefur til hinnar fullkomnu
ömmu: Fræddi og söng, bakaði
og saumaði af listfengi. Gæfa
mín var samt sú að fá að eiga
hana að langt inn í fullorðinsár-
in, ekki bara í hlutverki ömmu
heldur sem vinkonu.
Nú við ferðalok ömmu hef ég
heitið því að í hvert sinn sem ég á
kyrrðarstund í íslenskri náttúru
muni ég hugsa til hennar, svo
lengi sem ég lifi. Þannig lifir hún
líka lengi enn, innra með mér.
Takk fyrir allt, elsku amma mín.
Vertu endalaust blessuð og sæl.
Una Sighvatsdóttir.
Brynhildur
Sæmundsdóttir