Morgunblaðið - 31.05.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 31.05.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Í greininni Undir suðrænni sól fjalla þau Erla Erlendsdóttir og Karl Jóhannsson um sólarferðir Íslendinga til Spánar. Sólarferðir til Spánar […] Árið 1955 stofnuðu nokkrir áhugamenn Ferðafélagið Útsýn. Framkvæmdastjóri þess var Ing- ólfur Guðbrands- son sem hafði starfað hjá Ferðaskrifstofu ríkisins um nokk- urra ára skeið. Hér var á ferðinni nýtt félag sem lagði áherslu á að fólk fengi hvíld í sumarleyfis- ferðum. Í fréttatilkynningu í Morg- unblaðinu 1957 segir að Útsýn efni til þriggja hópferða næsta sumar og að í athugun sé að efna til Spánar- ferðar í september. Ári síðar, eða í mars 1958, auglýsti Ferðafélagið Útsýn kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu en þar stóð til að J.A.F. Romero, sendikennari við Háskóla Íslands, myndi flytja erindi sem hann nefndi „Svipmyndir frá Spáni“. Tekið var fram að erindið hefði verið samið með tilliti til ferðamanna og fjallaði einkum um siði og venjur á Spáni og að það yrði flutt á íslensku enda tal- aði sendikennarinn „málið ágætlega vel.“ Í september þetta sama ár lenti Skymaster-vél Flugfélags Íslands með 54 farþega á Barajas-flugvelli í Madríd ásamt fararstjóranum Ing- ólfi Guðbrandssyni og J.A.F. Rom- ero sem átti að vera „stoð og stytta“ hans, „alfróður um Spán og spænska menningu og dável mæltur á íslenska tungu“. Ferðatilhögunin var þannig að flogið var til Madrídar og aftur heim frá Barcelona. Frá Madríd var ekið til Córdoba, Sevilla, Granada og Alicante og dvalist tvo til þrjá daga í hverri borg. Frá Alicante var svo siglt til Mallorca og dvalið í Palma í fimm daga. Þá var farið til Barcelona og borgin skoðuð áður en heim var haldið. Ári síðar birtist í Alþýðublaðinu sú frétt að 8. september 1959 hafi Viscount-vél Flugfélags Íslands far- ið til Madrídar með yfir 40 farþega á vegum Ferðafélagsins Útsýnar og að ferðaskrifstofan hafi tekið flug- vélina á leigu til fararinnar. Skipulag ferðarinnar var með svipuðu sniði og áður. Í febrúar sama ár hafði komið fréttatilkynning í Vísi þar sem skýrt var frá þemur orlofsferðum Útsýnar til útlanda. Meðal þeirra var ferð til Spánar og Mallorca. Þar segir að Spánn sé „orðinn eitt vinsælasta ferðamannaland álfunnar enda hefur landið upp á margt að bjóða, frábæra náttúrufegurð, fagrar byggingar og minjar hinnar sérstæðu fornu menn- ingar, sem er í senn af arabískum og rómönskum toga spunnin“. Farið er lofsamlegum orðum um gestrisni Spánverja og bent á að á Spáni sé verðlag lægra „en víðast hvar annars staðar í álfunni“. Útsýn bauð upp á svipaðar ferðir næstu árin enda nutu þær mikilla vinsælda. Ummæli far- þega voru alla jafna lofsamleg eins og eftirfarandi orð sýna: „Að okkar mati ættu fleiri Íslendingar að leggja leið sína til þessa fagra, sól- ríka lands og hinnar kurteisu, geð- þekku þjóðar, sem það byggir.“ Ekki leið á löngu þar til aðrar íslenskar ferðaskrifstofur fóru að bjóða upp á svipaðar Spánarferðir, eins konar sambland af menningar- og sólar- ferðum, en á þessum árum voru „aðallega kynnisferðir farnar til skemmtunar og fróðleiks en ekki fyrst og fremst til hvíldar“, eins og Ingólfur Guðbrandsson sagði í við- tali árið 1970. Guðni Þórðarson, blaðamaður hjá Tímanum, fór fyrstu ferðina til Mal- lorca með hóp Íslendinga vorið 1959. Hann hafði skipulagt afar vel heppn- aða páskaferð til Parísar fyrir Flug- félag Íslands árið áður og var beðinn um að skipuleggja aðra ferð með svipuðu sniði. Þá bætti hann Mal- lorca inn í ferðaáætlunina. Sam- kvæmt Guðna vissu Íslendingar yfir- leitt lítið um Mallorca og Spán á þessum tíma og minnist hann þess að „þetta var í fyrsta sinn sem íslensk flugvél lenti á Mallorca“. Svo fór að Guðni söðlaði um og í sept- ember árið 1959 tók ferðaskrifstofa hans Sunna til starfa og skömmu síð- ar hóf hann að bjóða Íslendingum ferðir til Kanaríeyja. Fyrsta ferðin var farin árið 1962 og var flogið frá Íslandi með DC-6B vél Flugfélags Íslands með millilendingu í Lund- únum. Þessi fyrsta ferð var farin til Tenerife en nokkrum árum síðar var flogið til Gran Canaria og þá var lent í Las Palmas. Þegar fram liðu stund- ir bauð Sunna upp á beint leiguflug frá Íslandi til sólarlanda, einkum til Spánar. Í fyrstu annaðist Flugfélag Íslands flugið en síðar sá flugfélagið Air Viking, sem Guðni stofnaði árið 1970, um allt flug fyrir ferðaskrif- stofuna. Samkvæmt Guðna voru „Spánarferðirnar alltaf veigamestar í sólarlandafluginu […]“ og „ferðir til Mallorca og Costa Brava og Costa del Sol voru alltaf vinsælastar“. Miklar hræringar hafa markað sögu ferðaskrifstofa á sviði skipulags og sölu utanlands- og orlofsferða og margar hurfu af sviðinu en nýjar komu í staðinn. Hjá langflestum var boðið upp á Spánarferðir. Sólarlandaferðir […] Vinsælustu Spánarstrend- urnar hafa í gegnum tíðina verið Costa Brava, Costa Blanca og Costa del Sol á meginlandi Spánar, og svo fjölmargar strendur á Mallorca og Kanaríeyjum. Ýmis afþreying var í boði meðan á dvölinni stóð, svo sem skoðunarferðir, skemmtiferðir í næturklúbba og hinar svokölluðu grísaveislur, sem voru geysivinsælar á sínum tíma. Þessar veislur voru almennt haldnar á herrasetri eða bóndabæ upp til sveita að kvöldi til. Þær voru með þannig sniði að fyrir gesti var borinn sangría, „þjóðar- drykkur“ Spánverja, og grillað svína- og kjúklingakjöt. Meðan snæddur var kvöldverður var mikil dans- og skrautsýning, og fleira til skemmtunar. Eftir kvöldverðinn hófst dansleikur og var dansað fram á nótt við undirleik stórhljómsveitar hússins. Í mörg ár buðu ferðaskrif- stofur til grísaveislu á Íslandi til að kynna ferðir næsta árs. Ferðakynn- ingarnar gengu meðal annars undir heitinu Sunnu- eða Útsýnarkvöld og voru gjarnan auglýstar í dagblöðum landsins, einkum á árunum frá um 1965 og fram á níunda áratug síðustu aldar. Sem dæmi má nefna að í febr- úar 1967 auglýsir Sunna Spánar- hátíð í Súlnasal Hótel Sögu en „þangað er sérstaklega boðið öllum þeim sem tekið hafa þátt í hinum vin- sælu Mallorcaferðum“ á vegum ferðaskrifstofunnar. Í nóvember 1974 var boðið upp á Útsýnarkvöld og grísaveislu á Hótel Sögu og næstu ár á eftir leið ekki sá vetur að ekki væri í boði grísaveisla og „fiesta espanol“ með sangríu og grilluðu svínakjöti, myndasýningum frá sólarströndum og ferðakynningum, ferðabingói eða -happdrætti, tísku- sýningu eða fegurðarsamkeppni, og alla jafna endaði skemmtunin með því að leikið var fyrir dansi fram yfir miðætti. Þessar veislur heyra nú sögunni til á Íslandi en lifa þó í minningu eldri kynslóða og í einstaka söng- lagatexta. Hljómsveitin Stuðmenn söng árið 1975: „Á Spáni get ég skemmt mér fyrir lítið fé, á Spáni kostar sjússinn ekki neitt. Grísa- veisla, dexterín og diskótek. Sólolía, bikiní og bús“ og gerði létt grín að íslenskum sólarlandaförum. Laddi samdi einnig lag sem er nokkuð lýs- andi fyrir sólarlandaandann sem sveif yfir vötnum á Íslandi á áttunda áratug 20. aldar. Þar segir hann að á Spáni sé „gott að djamma og djúsa“ og að ekkert jafnist á við „að þruma sér í gott sólbað“ og telur síðan upp þá dægradvöl sem er í boði: „Grísa- veisla, sangría og sjór, senjórítur, sjóskíði og bjór“. Að ógleymdu nautaati og næturklúbbaferð. Fleiri sönglagatextar hafa verið samdir um Spán og Spánarferðir. Árið 1961 kom út 45-snúninga hljóm- plata með tveimur lögum. Annað var Spánarljóð sem Jónas Jónasson söng ásamt hljómsveit Svavars Gests en textann samdi Sigurður Þórarinsson. Lagið varð vinsælt í þá tíð en hann segir „frá landi herlegu Spáníá“, þar sem senjóríturnar „syngja um ástir með ljúfum hreim.“ „Kanarí, Kanarí. Kostaeyjan sem kemur mér alltaf í sólskinsskapið“ þar sem alla daga er „hægt að sleikja sól við engin ský“ söng svo Steini Spil forðum. Þá má nefna að árið 1976 var leikritið Sólarferð-Viva España eftir Guðmund Steinsson (1925-1996) frumsýnt í Þjóðleikhús- inu. Hér er á ferðinni gamanleikur með alvarlegum undirtón. Í verkinu bregður höfundurinn upp mynd af sólarlandaferðum Íslendinga á átt- unda áratugnum, en þann heim þekkti Guðmundur vel af starfi sínu sem fararstjóri í sólarlöndum árum saman. Má segja að þessir textar séu vitn- isburður um það hversu mikilvægur þáttur sólarlandaferðir voru í lífi margra landsmanna á þessum árum. Nú á dögum eru þessar ferðir með öðru sniði og ekki eins mikil nýjung að bregða sér út fyrir landsteinana eða „fara í siglingu“, eins og það var kallað áður fyrr. Í tengslum við sólarlandaferðirnar spruttu upp ýmsir klúbbar og hópar. Má til dæmis nefna að á sjötta hundrað manns mættu til leiks þeg- ar félagsskapurinn Club Mallorca var stofnaður árið 1975. Hér var saman komið áhugafólk um Mallorca og sólarlandaferðir. Klúbbar voru einnig stofnaðir fyrir ungt fólk, til dæmis Klúbbur 32, ferðaklúbbur sem frá árinu 1974 stóð meðal ann- ars fyrir sólarlandaferðum í sam- vinnu við ferðaskrifstofuna Sunnu. Í júlí 1975 birtist eftirfarandi auglýs- ing Klúbbs 32 í Morgunblaðinu: Viltu fjör í fríinu? Hótel Club 33 á Mallorca er eingöngu ætlað ungu fólki á aldrinum 18-32ja ára. Þetta er nýtt og glæsilegt hótel við Palma Nova ströndina. […] Innifalið í verði er: Allar ferðir […] ókeypis aðgang- ur að diskótekinu ásamt sérstakri dagskrá hótelins. (Hlöðuball, Grísa- veisla, fríir drykkir o.fl.) Þá stofnaði Útsýn FRÍ-klúbbinn árið 1984 „til að styrkja sumarleyfis- ímyndina og heilsuna með hollri hreyfingu og fjölbreyttri skemmtun við hæfi fólks á öllum aldri“, upplýsti Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri ferðaskrifstofunnar. Forystumenn klúbbsins stóðu fyrir ýmiss konar ferðafræðslu fyrir áhugasama ferða- langa ásamt því að bjóða upp á mála- námskeið í ensku, ítölsku, spænsku og þýsku. Enn fremur var komið á fót klúbb- um fyrir eldri borgara, sérsniðnar ferðir til sólarlanda stóðu félags- mönnum til boða og var ýmislegt í boði til dægrastyttingar. Eins voru settir á laggirnar klúbbar fyrir börn á öllum aldri með það í huga að hafa ofan af fyrir ungu kynslóðinni, og íþróttaklúbbar voru starfræktir svo stunda mætti íþróttir af krafti undir suðrænni sól. Þess má geta að um tíma var starfræktur íslenskur ferðamála- og fararstjóraskóli á Mallorca. Námið var hliðstætt því sem ferðaskrif- stofur annarra landa buðu upp á með það fyrir augum að undirbúa fólk fyrir starf í þessum geira ferðaþjón- ustunnar. Var um tæplega tveggja mánaða námskeið að ræða þar sem kennd voru ýmis undirstöðatriði í þjónustu við sólarlandafara, svo sem hótelstörf, fararstjórn, flugvallar- störf og farseðlaútgáfa. Nemendum skólans var jafnframt kennd spænska en í málinu var „veitt undirstaða er nægja átti til einfaldra samræðna og skilnings á venjulegu rituðu máli“, og saga Spánar ásamt menningu Miðjarðarhafslanda. Að skólanum stóðu íslenskir aðilar og spænsk ferðamálayfirvöld og voru kennarar jafnt íslenskir sem erlend- ir. Þetta nám var í boði veturinn 1989. „Grísaveisla, sangría og sjór“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sólarferð Kátir Íslendingar í sólarlandaferð á Spáni undir lok áttunda áratugarins. Bókarkafli | Í bókinni Á fjarlægum ströndum, sem Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir ritstýra, er safn greina eftir fjórtán höfunda, sem snúast um margvísleg tengsl Íslands og Spánar í tímans rás. Vissir þú að r þína auglýsingu? Morgunblaðið er með 47% lengri lestrartíma að meðaltali og 106% lengri yfir vikuna * yfi * G a llu p Q 1 2 0 2 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.