Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 6
Á miðvikudaginn létust 1.028 vegna veirunnar í Rússlandi. Dómari segir lögreglu hafa brotið hlutlægnisskyldu í Rauðagerðismálinu. Hann sýknaði þrjú af fjórum sem ákærð voru fyrir morðið á Armando Beqirai í febrúar. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Angjelin Mark Sterkaj var einn dæmdur fyrir morðið á Arm- ando Beqirai í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Dómurinn sýknaði hin þrjú sem ákærð voru. Að mati dómsins á Angjelin sér engar málsbætur og var refsing hans ákveðin sextán ára fangelsi. Þau þrjú sem sýknuð voru í mál- inu eru öll að íhuga framhaldið með verjendum sínum. Enn liggur ekki fyrir hvort ríkissaksóknari ákveður að áfrýja sýknudómum til Landsréttar en verði þetta loka- niðurstaða málsins má búast við að einhver bótamál gegn ríkinu verði höfðuð, ekki aðeins af hálfu þeirra sem ákærð voru og sýknuð í gær, heldur fengu á annan tug ein- staklinga réttarstöðu sakbornings í málinu meðan það var til rann- sóknar og gætu einhver þeirra einn- ig átt bótarétt. Við aðalmeðferð málsins í sept- ember neituðu þau þrjú sem síðan voru sýknuð alfarið sök. Verjendur þeirra höfnuðu því að unnt væri að dæma þau fyrir morð á grund- velli samverknaðar þar sem játning Angjelin Sterkaj lægi fyrir og ekk- ert þeirra þriggja hefði komið með beinum hætti að skotárásinni. Um samverknaðinn segir í dóm- inum að ekkert þeirra fjögurra sem ákærð voru hefði borið um að þau hefðu rætt saman um manndrápið fyrir fram og þau hefðu þannig öll, eða hvert og eitt þeirra, vitað eða mátt vita að ákærði, Angjelin, myndi svipta Armando lífi er hann fór til fundar við hann nærri mið- nætti laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Angjelin hafi játað sök og kvaðst hafa verið einn að verki og meðákærðu hefðu ekki átt hlut að máli. Þau hin hafi öll þrjú neitað sök frá upphafi. „Þú getur bókað það að það verði eftirmál,“ sagði Geir Gestsson, verj- andi Murat Selivrda, eftir að dómur var kveðinn upp í gær. Hann er ánægður með niðurstöðu héraðs- dóms. „Við erum sátt og þetta er rétt niðurstaða. Gögnin sýndu ekki fram á sekt hans.“ Aðspurður um mögu- leg eftirmál segir Geir ljóst að skjól- stæðingur hans muni krefja ríkið um bætur fyrir gæsluvarðhald og aðrar þvingunaraðgerðir sem fylgt hafa morðákæru á hendur honum. Geir nefnir sérstaklega skýrslu lög- reglu í málsgögnunum sem innihélt meðal annars kenningar lögreglu um samverknað þeirra þriggja án stoðar í öðrum gögnum málsins. Þar hafi hlutur skjólstæðings hans verið ýktur stórkostlega að tilefnislausu. Í forsendum dómsins er einmitt vikið sérstaklega að þessari skýrslu með kenningum lögreglu sem ekki eigi stoð í öðrum málsgögnum. Verj- endur dvöldu lengi við umrædda skýrslu við aðalmeðferð málsins og spurðu lögreglumanninn sem hana ritaði ítarlega um hana. Dómarinn blandaði sér sjálfur í umfjöllun um skýrsluna og ljóst varð þá þegar að hann virtist hafa ýmislegt við hana að athuga. Um skýrsluna segir í dóminum: „Í skýrslunni er meðal annars að finna kaf la sem ber heitið kenn- ingar lögreglu og niðurlag. Þar er sett fram kenning, óháð framburði sakborninga, eins og segir. Þá er í niðurlaginu umfjöllun um skilyrði samverknaðar. Að mati dómsins hefur lögreglan við gerð skýrsl- unnar ekki gætt meginreglunnar um hlutlægnisskyldu lögreglunnar og sem henni bar að gera og er það ámælisvert.“ n Líkur á fjölda bótakrafna í morðmáli Claudia Sofia Coel ho Car va hlo var sýknuð af morði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Geir Gestsson, lögmaður Óveður geisaði á nokkrum stöðum í Evrópu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA hjorvaro@frettabladid.is VEÐUR Fjórir fórust í miklu hvass- viðri sem geisaði í Póllandi í gær en dauðsföllin voru öll í Slésíuhéraði. Þá voru um það bil 120.000 heimili án rafmagns í Frakklandi af völdum lægðar sem fengið hefur nafnið Áróra. Lægðin hafði einnig áhrif á lestar- samgöngur í Frakklandi og fólk í Hollandi, Þýskalandi og á Suður- Englandi varð einnig fyrir barðinu á Áróru. Vindhraði náði 50 metrum á sekúndu í Normandí en þar voru 40 þúsund heimili rafmagnslaus. n Áróra olli bæði manntjóni og usla hjorvaro@frettabladid.is RÚSSLAND Útgöngubann hefur verið sett á í Moskvu en bannið mun taka gildi í næstu viku og vara í tíu daga. Rússar eru þessa stundina að ganga í gegnum stærstu bylgju kór- ónaveirusmita til þessa og er bann- inu ætlað að hefta útbreiðslu smits að sögn borgarstjóra Moskvu. „Næstu daga munum við sjá mesta fjölda smita sem greinst hefur í land- inu frá upphafi faraldursins. Af þeim sökum neyðumst við til þess að grípa til strangra aðgerða,“ segir Sergey Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í tilkynningu sinni um komandi aðgerðir. „Öll fyrirtæki og ríkisstofnanir leggja niður starfsemi sína á meðan á banninu stendur með fáeinum undantekningum,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fyrr í þessari viku fyrirskipuðu borgaryfirvöld í Moskvu að allir íbúar eldri en 60 ára, langveikir og óbólusettir ættu að halda sig heima næstu fjóra mánuðina eða fram í febrúar á næsta ári. Í gær létust 1.028 af völdum kóróna veirunnar í Rússlandi. n Moskvuborg verður skellt í lás í rúma viku Lögreglumenn gráir fyrir járnum og með grímu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA hjorvaro@frettabladid.is VIÐSKIPTI Donald Trump, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, skipuleggur endurkomu í viðskipta- heiminn. Hann hyggst snúa aftur í kauphöllina á Wall Street. Fjárfestirinn tilkynnti í gær að hann hefði sett á markað fjölmiðla- fyrirtæki undir heitinu SPAC. Fyrirhugað er að fyrirtækið Trump Media & Technology Group, sem fjármagnað er úr sjóðum Trumps, muni setja á laggirnar nýjan samfélagsmiðil. Miðlinum, sem fengið hefur nafn- ið WeWord, er ætlað að brjóta upp einokun stóru tæknifyrirtækjanna sem fyrir eru á þeim markaði. Tilkynningu um nýja samfélags- miðilinn fylgdi ekki fjárhagsáætlun en vaninn er að þegar tilkynnt er um stofnun fyrirtækja sem ætlunin er að setja á markað fái fjárfestar slíka kynningu. n Trump snýr aftur í heim viðskipta Donald Trump, fjárfestir 6 Fréttir 22. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.