Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 36
Við erum með fullt af
skemmtilegum gestum
og í fyrsta þættinum
eru það Anna Svava og
Saga Garðarsdóttir.
Við erum allar í sömu
súpunni. Ég hef upp-
lifað þetta sjálf sem
íslensk kona og þriggja
barna móðir sem lifir
og hrærist í amstri
dagsins eins við gerum
allar.
Margrét Stefánsdóttir skoðar
í þáttaröðinni Heil og sæl?
lífsstíl og andlega og líkam-
lega heilsu íslenskra kvenna
sem eru í öðru sæti yfir þær
hamingjusömustu í heimi um
leið og þær eiga met í notkun
svefn- og þunglyndislyfja,
þannig að margs er að spyrja.
svavamarin@frettabladid.is
„Ég fór inn í þetta á forsendum for-
vitninnar og rauði þráðurinn í þátt-
unum er þetta samspil líkamans og
tilfinningalífsins sem kemur okkur
öllum við,“ segir Margrét Stefáns-
dóttir um þáttaröð sína Heil og
sæl? sem kom í heilu lagi í Sjónvarp
Símans í gær.
Þættirnir eru sjö talsins og í þeim
kafar Margrét ofan í andlega og
líkamlega heilsu og lífsstíl kvenna
á öllum aldri með sérfræðingum á
hverju sviði og leitast, eins og frek-
ast er unnt, við að ná utan um allt
æviskeiðið.
„Ég hef bæði fundið það á fólki í
lífi mínu og á eigin skinni að ef við
vinnum ekki úr andlegum erfiðleik-
um þá skilar það sér í líkamlegum
einkennum,“ segir Margrét og bætir
við að fyrir henni hafi verið lykilat-
riði að koma einhverju frá sér sem
myndi gagnast kynsystrum hennar.
„Við erum allar í sömu súpunni.
Ég hef upplifað þetta sjálf sem
íslensk kona og þriggja barna móðir
sem lifir og hrærist í amstri dagsins
eins við gerum allar. Við þurfum
að huga að andlegu hliðinni okkar
til þess að „funkera“ í lífinu. Öll
göngum við í gegnum einhver áföll
í lífinu. Misstór en ef við vinnum
ekki úr þeim eftir að hafa fengið
nokkur bönk í bakið sem viðvörun,
þá mun það koma út í líkamlegum
einkennum.“
Andlegi grundvöllurinn
Margrét segir kveikjuna að þátt-
unum í raun hafa komið eftir að
hún sat fyrirlestur hjá Ólöfu Guð-
nýju Geirsdóttur, dósent í næringar-
fræði við Háskóla Íslands. „Hún spyr
salinn, sem var aðallega skipaður
konum, hvenær á lífsleiðinni nær-
ing sé manneskjunni einna mikil-
vægust. Flestar svöruðu með fyrstu
vikunum eða árunum sem börn.
Rétta svarið var í móðurkviði,“ upp-
lýsir Margrét.
„Ólöf Guðný segir okkur að rann-
sóknir sýni að fæðingarþyngd
barns og hvernig barnshafandi
mæður næra börn sín og sjálfar sig
á meðgöngu geti skipt sköpum fyrir
heilsuna í framtíð barnsins. Fyrsti
þátturinn fjallar um þetta meðal
annars sem og tengsl okkar við þá
manneskju sem við veljum sem lífs-
förunaut.“
Margrét bendir einnig á að
þörfin fyrir að miðla upplýsingum
hafi alltaf blundað í henni. „Ætli
ég sé ekki smá „sökker“ fyrir því,“
segir hún og hlær. „Ég starfaði sem
fréttakona á Stöð 2 í nokkur ár frá
26 ára aldri og eftir það sem upp-
lýsingafulltrúi Símans og markaðs-
stjóri Bláa Lónsins. Þannig að það
má segja að ég brenni fyrir að koma
upplýsingum skýrt frá mér og á
mannamáli og fékk til liðs við mig
sérvalda sérfræðinga með þetta að
markmiði,“ segir Margrét sem reyn-
ir öðrum þræði að svara áleitnum
og útbreiddum spurningum í þátt-
unum.
„Mér finnst ég oft rekast á fréttir
um alls konar tölfræði um hvernig
við eigum að haga okkur heilsusam-
lega til þess að líða sem best í eigin
skinni.“
Heilsan er ein heild
Margrét segir í þessu samhengi að
rannsóknir bendi til þess að andleg
og líkamleg heilsa sé samofin heild
og að með heilbrigðisvísindunum
í seinni tíð hafi þetta orðið viður-
kenndara.
„Konur eru í fókus þessarar þátta-
raðar vegna þess að við göngum
með börnin og þannig var hægt að
þrengja aðeins þessa stóru mála-
flokka um heilsu og hamingju.
„Ég fæ hátt í þrjátíu konur til mín
og allar sögðu já einum rómi þegar
ég hafði samband til að biðja þær
um að taka þátt,“ segir Margrét og
fagnar því hversu margir láti þessi
málefni sig varða. n
Kafað ofan í
hamingju
íslenskra kvenna
Margrét Stefánsdóttir snýr sér til sérfræðinga á ýmsum sviðum tilverunnar
þegar hún kafar ofan í andlega heilsu íslenskra kvenna. MYNDIR/AÐSENDAR
Margrét leitaði til fjölmargara kvenna sem láta að sér kveða í þáttunum.
Innri ró, kyrrð og slökun geta skipt sköpum fyrir líkamlegu heilsuna.
odduraevar@frettabladid.is
Ora jólabjór Brugghúss RVK verður
kynntur formlega eftir viku en
hefur vakið slíka athygli á sam-
félagsmiðlum að bruggmeistarinn
Valgeir Valgeirsson hefur ekki haft
undan að svara fyrirspurnum fjöl-
miðla eftir að ÁTVR þjófstartaði
með því að myndbirta dósina
undan bjórnum. Kannski ekki furða
þar sem hana prýða myndir af Ora
grænum baunum og Ora-rauðkáli
eins og á hinum fornfrægu niður-
suðudósum frá Ora.
Rúmlega tvö hundruð manns
hafa brugðist við Twitter-færslum
um bjórinn sem, ásamt umbúð-
unum, hlýtur að
mega teljast sá
umtalaðasti á
landinu.
„Ég verð að
viðurkenna að
við höfum ekki
o f t u p pl i f a ð
svona sva k a-
lega athygli,“
segir Valgeir og
er tilbúinn að
fallast á að hér
sé fram kominn
bjór sem allir tengi við án þess að
umbúðirnar minni sérstaklega á
jólin fyrir utan kannski tenginguna
við niðursoðnar afurðir Ora.
Hann segir það hafa verið gríðar-
lega áskorun að brugga bjór með
hráefnunum sem umbúðirnar vísa
til og telur næsta víst að Ora hafi
ekki hlotið aðra eins athygli lengi.
„Þetta væri fullgrófur hönnunar-
stuldur annars,“ segir Valgeir og
hlær þegar hann er spurður hvort
uppátækið sé í sátt við stjórnendur
Ora.
Valgeir segir hráefnin spila vel
með þeim hefðbundnari í bjórnum
og áréttar að þetta sé ekki eins og að
drekka grænar baunir. Ora-hráefnin
myndi engu að síður mikilvægan
grunn en bragðið sé ekki ríkjandi
þótt rauðkálið hafi talsverð áhrif á
litinn.
Bjórinn verður af hjúpaður hjá
RVK Brugghús á Snorrabraut næsta
fimmtudag og Ora verður á staðnum
og nýtir tækifærið til að kynna jóla-
síldina sína. „Og kokkurinn okkar
ætlar að leika sér með þetta.“ n
Ora-bjór gerir usla
Valgeir bruggmeistari hefur ekki
undan að svara fyrir Ora-jólabjórinn.
toti@frettabladid.is
Steinunn Ólína stýrir fjölskyldu-
þættinum Stóra sviðinu sem byrjar
á Stöð 2 í kvöld en þar etja þjóð-
þekktir gestir kappi í tveimur liðum
sem Steindi og Auddi Blö stýra.
„Hún leggur fyrir okkur list-
rænar áskoranir þar sem við erum
að hennar sögn alltaf að reyna að
láta taka okkur alvarlega sem lista-
menn. Sem ég held að sé nú mikil
kaldhæðni hjá henni,“ segir Steindi
og hlær.
„Við erum með fullt af skemmti-
legum gestum og í fyrsta þætt-
inum í kvöld eru það Anna Svava
og Saga Garðarsdóttir. Saga er með
mér og Anna er með Audda og við
förum í gegnum þrjár áskoranir.
Þær eru mismunandi milli þátta
en við erum að fara að keppa í hvor
okkar geri betri listgjörning, betri
stuttmynd og betri töfrasýningu á
sviðinu.
Þetta er allt saman gert eins og
í gamla daga og áhorfendur í sal
dæma okkur á staðnum. Taka bara
upp símana, kjósa og niðurstöð-
urnar koma um leið. Þannig að það
er í höndum áhorfenda hver vinnur
í hvert skipti.
Við leggjum upp með þá pælingu
að reyna að gera hinn fullkomna fjöl-
skylduskemmtiþátt og það á að vera
eitthvað fyrir alla í þessum þáttum.
Þótt maður sé auðvitað fyrst og
fremst með það bak við eyrað að
maður er að reyna að gera skemmti-
þátt þá brýst keppnisskapið út.
Sérstaklega þegar þú ert að keppa
á móti Audda því hann er kolrugl-
aður þegar kemur að þessu. Það er
mikill keppnisandi í honum,“ segir
Steindi. „Þessi keppnisandi kemur
líka hjá gestunum sem halda að
þeir séu að koma í hefðbundinn
skemmtiþátt og svo allt í einu eru
allir orðnir kolvitlausir og vilja
vinna.“ n
Keppnisskapið gerir alla kolvitlausa á Stóra sviðinu
Aron Caan og Bríet eru meðal þeirra sem mæta til leiks með Audda og
Steinda undir vökulum augum Steinunnar Ólínu. MYND/AÐSEND
20 Lífið 22. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2021 FÖSTUDAGUR