Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 22. október 2021
Jack og Ray mættu á leik LA Lakers á
miðvikudagskvöldið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
sandragudrun@frettabladid.is
Stórleikarinn Jack Nicholson sást
opinberlega í fyrsta sinn í næstum
tvö ár á Lakers-leik á miðviku-
dagskvöldið. Hann var á leiknum
með syni sínum Ray sem einnig
er leikari. Jack er orðinn 84 ára
gamall og hefur lengi stutt Lakers
og mætt á leiki hjá liðinu en hefur
látið það vera eftir að heimsfar-
aldurinn braust út.
Jack hefur ekki sést á hvíta
tjaldinu síðan hann lék í myndinni
How Do You Know sem kom út
árið 2010. Hann átti að leika aðal-
hlutverkið í endurgerð á þýsku
Óskarsverðlaunakvikmyndinni
Toni Erdmann en dró sig út úr
því árið 2018. Síðan þá hefur Jack
Nicholson haldið sig að mestu
frá sviðsljósinu. Hann segist ekki
lengur finna hjá sér þörf til að vera
fyrir allra augum.
Börnin líka leikið
Börn hans hafa sum fetað í fótspor
hans og leikið í kvikmyndum.
Ray sem mætti með föður sínum
á Lakers-leikinni í vikunni lék
til dæmis í myndinni Promising
Young Woman, sem vann bæði
BAFTA- og Óskarsverðlaun fyrir
besta frumsamda handritið. Dóttir
hans Lorraine hefur einni leikið í
nokkrum kvikmyndum en hefur
núna ákveðið að einbeita sér að
leikstjórn frekar. Dóttursonur
hans Duke lét einnig ljós sitt skína
á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni
Us. ■
Mætti aftur á leik
Aðstandendur Torgs Listamessu í Reykjavík við Hlöðuloftið á Korpúlfsstöðum, frá vinstri: Martynas Petreikis, Annabelle von Girsewald, Ásgerður Júlíusdótt-
ir, Anna Eyjólfsdóttir, Guðrún Gerður Guðrúnardóttir (Gaga Design), Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Hlynur Helgason og Friðrik Weisshappel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Myndlist auðgar andann og
eykur virði sitt með árunum
Gósenland mun opnast listunnendum á Korpúlfsstöðum í kvöld þegar SÍM opnar
Torg Listamessu Reykjavík. Þar verður hægt að skoða og kaupa listaverk af fleiri en 70
myndlistarmönnum, eiga við þá samtal og fá sér molasopa og kruðerí í mögnuðu húsi. 2