Morgunblaðið - 07.06.2021, Side 1
M Á N U D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 132. tölublað . 109. árgangur .
FLEIRI HRYLLI-
LEGA STUTTAR
HROLLVEKJUR RJÚFA HLJÓÐMÚRINN
KÖRFUBOLTINN
VAR MÉR
GÓÐUR SKÓLI
KNÚNAR ENDURNÝJANLEGRI ORKU 13 SIGURÐUR ÖRN 11ÆVAR ÞÓR 29
Bókaðu borgarferð í haust og byrjaðu að telja niður dagana.
Akureyringar eiga Íslandsmeistara kvenna í handknattleik í fyrsta skipti í
sögunni eftir sigur KA/Þórs á Val, 25:23, í öðrum úrslitaleik liðanna sem
fram fór á Hlíðarenda í gær. KA/Þór vann einvígið 2:0 og er aðeins annað
félagið utan höfuðborgarsvæðisins sem verður Íslandsmeistari kvenna. »27
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn til Akureyrar
Frá því snemma árs 2017 og allt þar
til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum
fór að gæta sumarið 2020 jókst
neysla á kókaíni í Reykjavík um
meira en helming. Þetta kemur fram
í doktorsverkefni sem Arndís Sue-
Ching Löve varði við læknadeild Há-
skóla Íslands í síðustu viku. Viða-
miklar rannsóknir liggja að baki
þessari niðurstöðu; reglulegar sýna-
tökur í frárennslisvatni í skolp-
hreinsistöðvum borgarinnar þar sem
leitað var leifa af amfetamíni, met-
amfetamíni, MDMA, kannabis og
kókaíni, sem skilst út með þvagi.
Mest jókst neysla kókaíns en einnig
jókst notkun amfetamíns og met-
amfetamíns.
„Aukning í neyslu kókaíns sást
fram til ársins 2019 en dróst saman í
júní 2020 um 60% í fyrstu bylgju far-
aldursins skv. niðurstöðum mæling-
anna. Kókaínmagn í skolpinu var um
það bil 1.100 milligrömm á dag á
hverja þúsund íbúa í upphafi mæl-
inga en hafði aukist í um það bil 2.700
milligrömm í apríl 2019,“ segir Arn-
dís.
Minni neysla kókaíns í kórónu-
veirufaraldrinum telur Arndís að
tengist því að flutningsleiðir til lands-
ins lokuðust að mestu og afgreiðslu-
tími skemmtistaða var takmarkaður.
Til hliðsjónar við rannsóknirnar
voru hafðar tölur lögreglu frá um-
ræddu tímabili, 2017-2020, um magn
haldlagðra fíkniefna og gögn um
vímuefnaakstur. Þær tölur og niður-
stöður sýna úr holræsunum stóðu á
pari, að sögn Arndísar. »4
Kókaínneysla hefur aukist mikið
- Niðurstöður sýna úr holræsum og tölur lögreglu ríma - Meira af amfetamíni
Guðlaugur Þór
Þórðarson sigraði
í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík um
helgina. Guðlaug-
ur og Áslaug
Arna Sigur-
björnsdóttir
dómsmálaráð-
herra tókust á um
fyrsta sætið. 182
atkvæði skildu þau að en alls voru
7.208 gild atkvæði greidd. Prófkjörið
var sameiginlegt fyrir Reykjavíkur-
kjördæmi norður og suður. Sá sem
lendir í fyrsta sæti velur hvort kjör-
dæmið hann leiðir fyrir alþingis-
kosningar. Guðlaugur segist áfram
ætla að vera oddviti í Reykjavík
norður.
Diljá Mist Einarsdóttir hlaut af-
gerandi kosningu í þriðja sætið og
Hildur Sverrisdóttir varð í fjórða
sæti. Þær munu því skipa hvor sitt
annað sætið á listum flokksins fyrir
kosningar. Brynjar Níelsson sóttist
eftir öðru sæti en lenti í því fimmta.
Hann ætlar ekki að taka sæti á lista.
Sigríður Andersen hlaut ekki kjör í
eitt af átta efstu sætunum. »4
Leiðir í
Reykjavík
norður
Guðlaugur Þór
Þórðarson
_ „Stóra breytingin er að nú þarf
ekki lengur að kaupa þriðja tækið;
Apple TV eða Chromecast,“ segir
Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri hjá
Origo, um nýjustu kynslóð snjall-
sjónvarpa. Nú getur fólk klæð-
skerasniðið eigin upplifun á sínu
notendaviðmóti snjallsjónvarpa og
þarf ekki að sækja sjónvarpsefni í
sérstök öpp mismunandi veitna. Þá
eru gömlu myndlyklarnir orðnir
óþarfir. Það þýðir að auk þess að
fólk spari sér peninga á því að
hætta að leigja myndlykil losnar
það við snúrufargan og umstang í
kringum sjónvarpið sem og að
aðeins þarf að nota eina fjarstýr-
ingu í stað margra áður. »14
Gömlu myndlykl-
arnir loks á útleið