Morgunblaðið - 07.06.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Hátíðahöld í tilefni af sjómanna-
deginum voru í sjávarbyggðum víða
um land í gær, þó lágstemmdari en
oft áður vegna sóttvarna og sam-
komutakmarkana. Í Ólafsvík var
efnt til fjölbreyttra skemmtana. Þar
voru tveir sjómenn heiðraðir, Jó-
hann Steinn Hansson og Róbert
Óskarsson, sem báðir hafa verið til
sjós í meira en hálfa öld.
Í Vestmannaeyjum var afhjúp-
aður minnisvarði um strand belgíska
togarans Pelagus 21. janúar 1982
þegar tveir björgunarmenn fórust
ásamt tveimur skipverjum af Pela-
gusi, en björgunarsveitir úr Eyjum
björguðu sex skipverjum á land.
Í Reykjavík var að morgni dags
minningarathöfn um drukknaða og
týnda sjómenn við Fossvogskirkju.
Sjómannadagsmessa var í Dóm-
kirkjunni þar sem biskup Íslands,
Agnes M. Sigurðardóttir, predikaði
og séra Sveinn Valgeirsson þjónaði
fyrir altari. Starfsfólk Landhelgis-
gæslunnar las úr ritningunni við at-
höfnina.
Að lokinni guðsþjónustu voru sjó-
menn heiðraðir skv. venju, en nú við
lokaða athöfn. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Ólafsvík Sjómenn heiðraðir. Róbert Óskarsson t.v. með Björgu Elíasdóttur konu sinni og t.h. Jóhann Steinn Hansson og Björg Snorradóttir kona hans.
Sjómannadagurinn
með hátíðum víða
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Veisla Eliza Reid forsetafrú var gestur hátíðahalda í Vestmannaeyjum og
gerði þar bragðsterkri skötunni góð skil á veitingastaðnum Canton.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Vestmannaeyjar Minnisvarði um Pelagusslysið árið 1982 var afhjúpaður í
Eyjum. Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur flutti ávarp af því tilefni.
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Hafnarfjörður Hafrannsóknastofnun efndi til kynningar á ýmsum teg-
undum furðufiska, sem vöktu mikinn áhuga ungu kynslóðarinnar.
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
„Sjálf lærði ég sagnfræði í háskóla
og því veit ég að með tímanum týn-
ast því miður sögurnar. Mitt mark-
mið er að ná að safna saman upplýs-
ingum um hann svo ég viti betur
hver hann var, bæði fyrir fjölskyld-
una mína en vonandi get ég líka deilt
sögu hans með öðrum,“ segir Inga
Gudmundsson, sem er búsett í
Charleston í Suður-Karólínu í
Bandaríkjunum en á ættir að rekja
til Íslands.
Inga hafði samband við Morgun-
blaðið í þeirri von að hún myndi öðl-
ast frekari upplýsingar um afa sinn
sem hún kynntist aldrei en er ólm í
að vita meira um. Afi Ingu hét Ívar
Guðmundsson og lést árið 1996, áður
en Inga fæddist. Sjálf hefur Inga
heyrt sögur af afa sínum hjá fjöl-
skyldumeðlimum en hana langar til
að heyra um hann frá vinum hans og
samstarfsfélögum á Íslandi.
„Sem Ameríkani sem hefur verið
svo heppinn að fá að heimsækja Ís-
land mörgum sinnum þá langar mig
að heyra meira um það Ísland sem
Ívar fékk að upplifa á sínu ævi-
skeiði,“ segir Inga. Inga er banda-
rískur ríkisborgari og hefur alla tíð
búið vestanhafs. Hún segir það vekja
furðu landamæravarða í hvert sinn
sem hún kemur til landsins að í
bandaríska vegabréfinu hennar
stendur Inga Gudmundsson en ætt-
arnafnið hefur hún frá afa sínum.
Ef einhver hefur frekari upplýs-
ingar eða sögur af Ívari og er tilbú-
inn að deila þeim með Ingu þá biður
hún um að haft verði samband við
sig í gegnum instagramsíðuna My
Icelandic grandfather, en þar deilir
Inga myndum og sögum af afa sín-
um.
Sjálf hefur Inga safnað saman
upplýsingum um afa sinn og meðal
annars leitað að greinum eftir Ívar í
bandarískum dagblöðum. Ívar var
þekktur blaðamaður á Íslandi á ár-
um áður og gegndi stöðu fréttastjóra
á Morgunblaðinu árin 1934-1951
áður en hann hóf störf hjá Samein-
uðu þjóðunum í New York. Árið 1986
kom Ívar síðan aftur að Morgun-
blaðinu sem fréttaritari blaðsins í
Washington og sendi heim fréttir frá
Bandaríkjunum til ársins 1992.
Forvitin um íslenska fortíð
- Leitar að sögum og upplýsingum um íslenskan afa sinn sem hún kynntist aldrei
Forfaðir Ívar Guðmundsson, blaðamaður og fréttastjóri, afi Ingu
Gudmundsson. Hún leitar nú upplýsinga um fortíð hans hér á landi.
Landsþing Miðflokksins fór fram á
laugardaginn. Kosið var í stjórn
flokksins og hlutu þau Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
flokksins, Hallfríður G. Hólmgríms-
dóttir, Karl Gauti Hjaltason og
Bergþór Ólason kjör. Anna Kol-
brún Árnadóttir þingmaður flokks-
ins og Einar G. Harðarson gáfu
einnig kost á sér.
Sigmundur Davíð hlaut áfram-
haldandi kjör í formannsembættið.
Í ræðu sinni á þinginu ræddi hann
meðal annars EES-samninginn og
Schengen-samstarfið og sagði tíma-
bært að endurmeta hvernig við
nálguðumst þetta tvennt. „Umfang
EES-samningsins hefur aukist gríð-
arlega og hann tekur nú til sviða
sem við gerðum ekki ráð fyrir þeg-
ar aðild Íslands var samþykkt,“
sagði Sigmundur í ræðunni.
Nálgun á EES þarfn-
ist endurskoðunar
Stjórn Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Karl
Gauti Hjaltason og Bergþór Ólason.
„Lykillinn að
framtíðinni“ var
yfirskrift flokks-
stjórnarfundar
Samfylkingar-
innar sem fram
fór á laugardag.
Þar var ný
stjórnarskrá
með skýru auð-
lindaákvæði
meðal áherslumála ásamt aðild að
ESB.
Logi Einarsson formaður
flokksins sagðist vilja hafa for-
göngu um að mynda ríkisstjórn í
kjölfar alþingiskosninga í haust
eftir svokölluðu Reykjavíkurmód-
eli. Þá fordæmdi flokksstjórn-
arfundurinn framgöngu Samherja
og skoraði á ríkisstjórnina að
grípa til „raunverulegra aðgerða“
vegna málsins.
ESB og ný stjórnar-
skrá áhersluatriði
Logi Einarsson
Í frétt Morgunblaðsins á laugardag
um upphaf laxveiði í Norðurá var
rangt farið með föðurnafn formanns
veiðifélags árinnar, Guðrúnar Sig-
urjónsdóttur á Glitstöðum. Er beðist
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
Ferðafélag Íslands leggst í umsögn
gegn hugmyndum um einka-
framkvæmd við uppbyggingu nýs
vegar yfir Kjöl, sem fær yrði
stærstan hluta ársins, eins og Njáll
Trausti Friðbertsson og fleiri þing-
menn Sjálfstæðisflokksins brydda
upp á í nýrri þingsályktunartillögu.
Hugmyndirnar miðast við að hægt
verði að hefja framkvæmdir eftir
um tvö ár.
Mat forsvarsmanna FÍ er að að-
dráttarafl hálendisins felist í ein-
stæðri náttúru og fámenni. Fari
fleiri um svæðið þurfi fleiri mann-
virki þar. Allt haldist í hendur og
upplifun ferðamanna af svæðinu
geti orðið önnur og neikvæð.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hálendið Þangað liggur leiðin.
Leggjast gegn nýj-
um vegi yfir Kjöl