Morgunblaðið - 07.06.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Biden Bandaríkjaforseti fékkfjármálaráðherra G7-
ríkjanna til að samþykkja að vinna
að því að leggja að lágmarki 15%
tekjuskatt á fyrirtæki og er þessu
ætlað að
draga úr
ósanngjörnu
forskoti risa-
fyrirtækja
sem starfa
víða um heim
en láta hagn-
aðinn myndast þar sem skattar
eru mjög lágir. Nú er óljóst hvað
önnur ríki segja. G20-hópurinn
hittist í júlí og þá skýrist málið
nokkuð, en utan hans er einnig
fjöldi ríkja sem skiptir máli í þessu
sambandi.
- - -
Þá er óljóst hvaða stuðning Bid-en hefur á Bandaríkjaþingi til
þessara og tengdra aðgerða, en
þar tortryggja hann ýmsir, meðal
annars vegna þess að þessi 15%-
tillaga nú er liður í fyrirhuguðum
skattahækkunum heima fyrir.
Þannig er óhætt að segja að veru-
legur vafi leiki á um hvort og þá
hvenær slíkur alþjóðlegur lág-
marksskattur verður að veruleika.
- - -
Ríki heims þurfa þó ekki aðbíða þess til að bæta sam-
keppnisstöðu sína. Þau geta náð
töluverðum árangri með því til
dæmis að lækka eigin tekjuskatta
á fyrirtæki. Hægt væri að líta á
15% sem hámarksskatt í stað lág-
marksskatts og við það styrktist
samkeppnisstaðan nokkuð.
- - -
Þá gætu ríki, til dæmis Ísland,gætt þess að alþjóðleg risa-
fyrirtæki geti ekki starfað utan
skattkerfisins hér á landi. Fjöl-
margir innlendir kaupa auglýs-
ingar af erlendum vefjum til birt-
ingar hér á landi og greiða enga
skatta. Þetta á meira að segja við
um ríki og sveitarfélög! Setja
mætti fyrir slíkan leka.
Lágmark má
skoða sem hámark
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjögur kórónuveirusmit greindust
samtals innanlands á föstudag og
laugardag og voru allir í sóttkví við
greiningu. Þá sagði Hjördís Guð-
mundsdóttr, samskiptastjóri al-
mannavarnadeildar ríkislögreglu-
stjóra, í samtali við mbl.is að smitin
þrjú sem greindust á föstudag
tengdust öll eldri smitum. Þá
greindust samtals 10 smit á föstu-
dag og laugardag á landamærunum.
Frá því á mánudaginn, 31. maí,
hafa greinst 20 smit innanlands og
af þeim hafa níu verið utan sóttkví-
ar. Sjö smit greindust utan sóttkví-
ar á fimmtudaginn og komu þau
upp hjá fjölskyldufólki sem er á
meðal umsækjenda um alþjóðlega
vernd. Búið er að rekja smitin en á
annað hundrað manns urðu að sæta
sóttkví vegna þeirra. Í vikunni
verður bólusett með AstraZeneca,
Janssen og Pfizer. Þó mun einungis
verða bólusett með AstraZeneca
fyrir þá sem koma í seinni bólusetn-
ingu. Haldið verður áfram með
bólusetningu starfsmanna í skólum
og þá er einnig hafin handahófs-
bólusetning árganga. Í vikunni
verða bólusett: Konur fæddar 1984,
1978, 1998, 1986, 2000, 1981, 1980,
2004, 1988 og karlar fæddir 1979,
1993, 1992, 1983, 1984, 2003, 1977,
1997, 1985.
Allir fjórir í sóttkví við greiningu
- Bólusetningar einstakra árganga af
handahófi halda áfram nú í vikunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning Fjölmargir verða
boðaðir í Laugardalshöll í vikunni.
Halldór Ingi Andrés-
son, sem rak um árabil
Plötubúðina á Lauga-
vegi, lést 4. júní eftir
baráttu við krabba-
mein.
Halldór fæddist á
Selfossi 22. apríl 1954.
Foreldrar hans voru
Aðalheiður Guðrún
Elíasdóttir húsfreyja
og handavinnukennari
og Andrés Hallmund-
arson smiður. Halldór
bjó fyrstu æviárin á
Lambastöðum í Árnes-
sýslu og á Selfossi. Ár-
ið 1960 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur þar sem hann bjó til
ársins 1987 en þá flutti hann á Sel-
tjarnarnes þar sem hann bjó til
æviloka.
Halldór stundaði nám við
Menntaskólann í Reykjavík og lauk
síðar námi við löggildingu fast-
eignasala hjá Háskóla Íslands.
Halldór var alla tíð mikill tónlist-
argrúskari. Árið 1975 fór hann að
skrifa um tónlist, fyrst í Þjóðvilj-
ann, síðan Vísi, Vikuna og í Morg-
unblaðið þar til hann gerðist
útgáfustjóri hjá Fálkanum 1981.
Árið 1983 opnaði Halldór Plötubúð-
ina á Laugaveginum en búðina rak
hann um árabil. Síðar
vann hann sem
verslunarstjóri hjá
Japis og Virgin Meg-
astore í Kringlunni.
Þá var Halldór
umsjónarmaður þátt-
arins Plötuskápsins á
RÚV og hélt úti vef-
síðunni Plötudómum
þar sem hann skrifaði
um bæði plötur og
tónlist. Þá var Halldór
formaður unglinga-
ráðs handboltadeildar
Gróttu um árabil.
Síðustu árin starf-
aði Halldór sem löggiltur fast-
eignasali og opnaði að lokum sína
eigin fasteignasölu, Fasteignaland.
Eftirlifandi eiginkona Halldórs
er Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir, fjár-
málastjóri hjá Endurmenntun Há-
skóla Íslands. Börn þeirra eru
Guðný Þorsteinsdóttir, grunnskóla-
kennari og námsefnishöfundur, f.
1973, og Anna María Halldórs-
dóttir, f. 1985, teymisstjóri hjá QC
Bioassay hjá Alvotech. Börn Guð-
nýjar eru Friðbert Þór Ólafsson,
Kolbeinn Ingi Friðriksson og Eydís
Magnea Friðriksdóttir. Börn Önnu
eru Ólafur Hrafn Johnson og Hall-
dóra Guðrún Johnson.
Andlát
Halldór Ingi
Andrésson