Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
S
jónvarpsáhorf hefur breyst
hratt á síðustu árum. Sí-
fellt færri reiða sig á línu-
lega dagskrá sjónvarps-
stöðva en sækja þess í stað
sjónvarpsefni til efnisveitna þegar
og þar sem þeim hentar. Það hefur
þó reynst mörgum flókið að fóta sig
á þessu nýja svelli; ótal áskriftir
hefur þurft til að komast yfir allt
uppáhaldsefnið
og helst hefur
þurft að halda í
gömlu góðu af-
ruglarana til að
vera fullkomlega
með á nótunum.
Nú er síðasta
vígið fallið eftir
að Síminn til-
kynnti að mynd-
lykillinn væri
orðinn val-
kvæður, Sjónvarp Símans-appið
væri nothæft í flestum snjall-
tækjum. Talsverður sparnaður felst
í því að losa sig við myndlykilinn
auk þess sem snúrufarganið og um-
stangið í kringum sjónvarpið
minnkar. Þá þarf bara að nota eina
fjarstýringu. Bestu fréttirnar eru
þó sennilega að nýjasta kynslóð
snjallsjónvarpa einfaldar til muna
sjónvarpsáhorfið og lagar að þörf-
um hvers og eins.
Þriðja tækið verður óþarft
„Stóra breytingin er að nú þarf
ekki lengur að kaupa þriðja tækið;
Apple TV eða Chromecast,“ segir
Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri hjá
Origo. Hann segir að hægt sé að ná
sér í öll helstu öppin beint í sjón-
varpið, RÚV, Sjónvarp Símans,
Nova TV og Stöð 2 af þeim íslensku
en auk þess Netflix, Amazon Prime,
Hulu, Youtube og fjölmörg fleiri er-
lend.
Eyjólfur tekur dæmi af snjall-
sjónvarpinu Google TV frá Sony en
þar er mjög auðvelt að klæðskera-
sníða upplifun hvers og eins. „Þú
getur blandað saman streymis-
veitum og sjónvarpsstöðvum á þínu
notendaviðmóti. Þarna er allt á
sama stað. Ef þú ert til dæmis að
fylgjast með einni þáttaröð á Ama-
zon Prime og annarri á Netflix þá
geturðu haft þær báðar á sama stað.
Þú getur semsagt raðað þessu upp
eins og þú vilt en svo kortleggur
hugbúnaðurinn líka óskir þínar og
hegðun og kemur með uppástungur,
eins og Google gerir mikið af.“
Leitar í öllum
sjónvarpsveitum
Margir kannast við það að eyða
löngum stundum í að fletta í gegn-
um Netflix eða aðrar veitur í leit að
álitlegu sjónvarpsefni. Þessi mið-
stýring í gegnum Google TV getur
mögulega auðveldað leitina í ein-
hverjum tilvikum enda nær leitin
yfir fleiri en eina sjónvarpsveitu. Þá
er mögulegt að tala við sjónvarpið.
„Jájá, þú getur bara sagt „Bat-
man“ og þá kemur tækið með allar
tillögur að Batman á þínum veitum.
Því miður er íslenska ekki orðin að
alvöruvalmöguleika í raddstýrðri
leit en það kemur vonandi síðar,“
segir Eyjólfur en hundruð þúsunda
sjónvarpsþátta og kvikmynda eru
aðgengileg í gegnum Google TV.
Það mun svo eflaust gagnast mörg-
um að hægt er að bæta á óskalist-
ann sinn í sjónvarpinu í gegnum
snjallsímann þegar góð hugmynd
fæðist. Eins er hægt að varpa
myndum, myndböndum eða tónlist í
sjónvarpið í gegnum snjalltæki.
Breytt neysla og
myndlyklar á útleið
Morgunblaðið/Eggert
Breytingar Ekki er lengur nauðsynlegt að nota gömlu góðu afruglarana.
Guðmundur
Jóhannsson
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Logi Ein-arsson, for-maður Sam-
fylkingarinnar, átti
sérkennilegt inn-
legg í stjórnmála-
umræðuna á
flokksstjórnarfundi Samfylk-
ingarinnar um helgina. Hann
vildi bersýnilega ekki að Sam-
fylkingin væri eftirbátur Pírata
og lýsti því yfir að hann útilok-
aði samstarf við Sjálfstæðis-
flokk og Miðflokk eftir næstu
kosningar. Þetta er mjög í anda
þeirrar útilokunaráráttu sem nú
gengur yfir vinstri vænginn á
Vesturlöndum og er hvorki lýð-
ræðislegt né geðfellt á annan
hátt.
En það er ekki aðeins að Logi
vilji útiloka, hann vill líka setja
lýðveldinu nýja stjórnarskrá og
gerir það að úrslitaatriði við
stjórnarmyndun, ef marka má
orð hans um helgina, sem er svo
sem ekki endilega víst. Þessi
söngur um að hér verði að um-
bylta stjórnarskránni og helst
semja nýja frá grunni hefur óm-
að í rúman áratug, eða allt frá
bankahruni, en er ekki minna
falskur þó að hann hafi verið
sunginn lengi.
Kristrún Heimisdóttir lög-
fræðingur ritaði athyglisverða
grein um þennan rúma áratug
tilrauna til stjórnarskrárbreyt-
inga í nýjasta Tímarit lögfræð-
inga og ber greinin þeim sem
ákafast hafa barist fyrir nýrri
stjórnarskrá ekki fagurt vitni.
Kristrún rifjar upp aðdraganda
þess að kosið var til stjórnlaga-
þings, sú kosning svo dæmd
ólögleg, og hvernig meirihluti
þings, aðallega Samfylking og
VG, lét sig þá hafa það að skipa
stjórnlagaráð í staðinn og velja í
það fulltrúana sem „kosnir“
höfðu verið í ólöglegu kosning-
unni.
Kristrún rekur þann dapur-
lega og löglausa farsa sem í
hönd fór, allt í boði vinstri-
stjórnarinnar, og að auki hvern-
ig þetta stjórnlagaráð „fór út
fyrir umboð sitt eins og það var
ákveðið í þingsályktun“. Þá tók
við kosning um „tillögur stjórn-
lagaráðs“, sem Kristrún bendir
á að hafi ekki einu sinni verið til-
lögur stjórnlagaráðs, enda hafi
þær ekki verið fullbúnar „til
þinglegrar meðferðar, hvað þá
þjóðaratkvæðis“. Mjög var svo
óljóst um hvað var kosið í
þjóðaratkvæðagreiðslunni árið
2012, sem Kristrún segir að hafi
orðið til á „hrossakaupamark-
aði“ stjórnmálanna, og kjós-
endur hafi verið látnir halda að
þeir væru að kjósa um tillögur
stjórnlagaráðs, sem hafi ekki
verið raunin. Og hún talar um að
„orðræða um „frumvarp stjórn-
lagaráðs“ og „tillögur stjórnlag-
aráðs“ hafi í meðförum Alþingis
orðið „völundarhús hálfsann-
leiks“.
Allt var þetta
með miklum ólík-
indum og ekki vek-
ur minni furðu að
enn sé haldið áfram
að ræða um nauð-
syn á nýrri stjórn-
arskrá á sama grunni og fyrir
rúmum áratug. Í grein sinni
lýsir Kristrún því hve fjar-
stæðukennt það sé að telja að
stjórnarskráin hafi haft eitt-
hvað með bankahrunið að gera.
Þvert á móti fer hún yfir það að
stjórnarskráin hafi auðveldað
Íslandi að komast út úr þeirri
orrahríð sem það lenti í. Um
þetta segir í greininni: „Ísland
gat með engu móti bjargað of
stóru fjármálakerfi frá þroti
haustið 2008. Því varð lagasetn-
ing innan ramma stjórnarskrár
sem sætti endurskoðunarvaldi
dómstóla með tilliti til sömu
stjórnarskrár eina bjargræði
þjóðfélagsins. Aðgerðir Íslands
skáru sig úr í alþjóðlegu fjár-
málakreppunni og hvergi ann-
ars staðar var fullveldisrétti
beitt á sambærilegan hátt í
kreppunni. Stjórnarskrá Ís-
lands var í eldlínu alþjóðlegra
átaka við erlendar ríkis-
stjórnir, alþjóðastofnanir og
erlenda kröfuhafa því í krafti
hennar og í íslenskri lögsögu
breytti Ísland reglum með
neyðarlögum, forseti Íslands
beitti málskotsrétti til þjóðar-
atkvæðis tvisvar og allir ytri
aðilar höfðu virt þessar aðgerð-
ir þegar upp var staðið. Vegna
þess að útilokað var að stöðva
hrunið með íslensku fjármagni
eða lánstrausti að utan voru
stjórnarskráin og fullveldis-
réttur byggður á henni einu úr-
ræðin til að stöðva hrunið. Og
það gekk. Stjórnarskráin
stöðvaði hrunið og íslenska
réttarríkið var nógu sterkt
andspænis umheiminum.“
Í lok greinarinnar segir
Kristrún: „Hugmyndir um að
stjórnarskráin sé úrelt, ekki ís-
lensk, til bráðabirgða o.s.frv.
hafa einkennt umræðu um
stjórnarskrármálefni síðasta
rúma áratuginn.“ Þessu er hún
mjög ósammála og rekur stutt-
lega söguna á bak við stjórnar-
skrána sem tók gildi 1874
„vegna krafna Íslendinga og er
einn af mikilvægustu sigrum
sjálfstæðisbaráttunnar, sam-
hliða heimastjórn, fullveldi og
lýðveldi“.
Íslenska stjórnarskráin á sér
langa og farsæla sögu og var
samþykkt hér um bil mót-
atkvæðalaust í þjóðaratkvæði
þar sem nánast allir landsmenn
nýttu atkvæðisrétt sinn. Það er
ömurlegt að flokkar sem eiga
ekkert pólitískt erindi skuli ná
að sameinast um að reyna
ítrekað, jafnvel með löglausum
gjörningum, að vega að undir-
stöðum lýðræðisins og réttar-
ríkisins hér á landi.
Stjórnarskráin
stuðlaði að því að
Ísland komst hratt
út úr bankahruninu}
Vegið að undirstöðu
Í
gær, á sjálfan sjómannadaginn, átt-
um við í Flokki fólksins yndislegan
dag í glæsilegum höfuðstöðvum okk-
ar á neðri hæðum Grafarvogskirkju.
Hinn eini sanni Tómas Tómasson,
betur þekktur sem Tommi á Búllunni og nú
sem verðandi þingmaður Flokks fólksins,
grillaði gómsæta hamborgara handa gestum
okkar.
Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er
gaman að hitta og sjá gamla vini og félaga
ásamt öllum þeim nýju og frábæru sem stöð-
ugt bætast í hópinn. Hamborgararnir klár-
uðust að sjálfsögðu og þurfti í skyndingu að
senda eftir fleirum.
Ég segi frá þessu hér því ég finn að nú er
loks að birta til í Covid-faraldrinum. Við erum farin að
geta hist á mannamótum á ný. Ég vona heitt og innilega
að nú fari þessu ömurlega ástandi með ferða- og sam-
komutakmörkunum að linna. Að við getum farið um
frjálst höfuð að strjúka.
Ég nefndi hér sjómannadaginn. Ég er dóttir sjó-
manns, fædd og uppalin í sjávarplássinu Ólafsfirði norð-
ur við ysta haf. Þessi dagur vekur alltaf hjá mér hlýjar
og góðar minningar. Ég man eftir iðandi mannlífi í fal-
lega bænum okkar. Höfnin full af bátum og blómstrandi
sjávarútvegi. Pabbi gerði út trillu með félögum sínum
eða var í skiprúmi á stærri bátum. Í litlu verkamanna-
íbúðinni okkar var eitt herbergið notað til að geyma veið-
arfæri og dytta að þeim, fella net, stokka línu
og þess háttar.
Nú er faðir minn orðinn ríflega níræður,
löngu sestur í helgan stein og býr heima hjá
mér í Reykjavík. Mesta sína starfsævi strit-
aði hann á sjónum eins og þúsundir annarra
Íslendinga. Þegar um fór að hægjast vann
hann á netaverkstæði þar til hann hætti
störfum vegna aldurs. Pabbi upplifði svo
sannarlega hættur hafsins þótt hann hafi
sjaldnast talað um það. Nú ræður hann
krossgátur eða fer með kvæði uppáhalds-
skáldsins síns Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi sem hann kann mörg utan að,
heilu ljóðabálkana, enn í dag.
Þessi fallegi gamli maður tók þátt í því að
byggja upp samfélag okkar. Hann og starfsbræður
hans gerðu það með blóði, svita og tárum. Þeir horfðu á
eftir félögum sínum og ástvinum í hafið en báru harm
sinn í hljóði og héldu áfram að sækja sjóinn. Þannig tók
hafið elsku Helga bróður minn. Pabbi fékk aldrei neinn
kvóta. Afkomendum hans, sem í dag eru margir, er
meinað að nýta sjávarauðlindina þótt þeir fegnir vildu
nema þá með því að greiða fúlgur fjár í vasa þeirra sem
þykjast eiga óveiddann fiskinn í sjónum.
Ég fyrirlít þetta óréttlæti í hvert sinn sem ég hugsa
til þess. Lái mér hver sem vill.
Inga Sæland
Pistill
Hugleiðing í tilefni sjómannadags
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Síminn kynnti á dögunum breytingar á sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins.
Viðskiptavinir fyrirtækisins geta nú valið hvort þeir nota sjónvarpsþjón-
ustu þess með eða án myndlykils.
„Það eru þúsundir að nota bæði Apple TV- og Android TV-sjónvarpsöpp
Símans en við finnum ekki mikið fyrir því að viðskiptavinir Símans séu að
skila myndlyklum og skipta alfarið yfir í önnur tæki þótt það sé auðvitað
eitthvað um það,“ segir Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Sím-
ans.
„Notkun á Apple TV og Android TV eykst jafnt og þétt milli vikna en
okkar tilfinning er að mörg heimili kjósi helst að nota Apple TV eða
Android TV sem aukamyndlykil í t.d. öðrum herbergjum á heimilum sín-
um eða í sumarbústaðnum. Mögulega er of snemmt að greina hvernig
þessi þróun verður í náinni framtíð þar sem svo stutt er síðan þessi
breyting fór í loftið hjá okkur. Við finnum þó ekkert nema jákvæða
strauma eftir þessa breytingu, að viðskiptavinir hafi val og sjónvarps-
þjónusta Símans sé aðgengilegri fleirum,“ segir Guðmundur.
Sífellt fleiri nota sjónvarpsöpp
BREYTT NEYSLA HJÁ SJÓNVARPI SÍMANS