Morgunblaðið - 07.06.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Stíll Hin árlega Tweed Ride fór fram í miðborginni á laugardag. Þessar voru með allt sitt á tæru og til í slaginn.
Sigurður Unnar
Hver er grundvöll-
urinn undir velferðar-
samfélaginu, sam-
félagi þar sem velferð
allra þegna landsins
er tryggð?
Þetta er gáta.
Eins og í öðrum
gátum, þá er rétta
svarið aðeins eitt og
það merkilega er að
öll vitlausu svörin
koma frá vinstri hliðinni í stjórn-
málunum.
Rétta svarið er: Öflugt atvinnulíf
og verðmætasköpun er grunnur
velferðarsamfélagsins.
Það er einkarekið atvinnulíf sem
greiðir fólki á almennum vinnu-
markaði laun og það eru skatt-
greiðslur almennings og fyrirtækj-
anna til ríkis og sveitarfélaga sem
gera mögulegt að starfrækja stofn-
anir hins opinbera. Laun opinberra
starfsmana eru greidd af skatt-
tekjum ríkisins sem innheimtar
eru af launafólki á almennum
vinnumarkaði og fyrirtækjunum
sem það starfar hjá.
Eðlilega er sífellt verið að gera
kröfur til ríkisins um að það verji
meira fjármagni í ýmis mikilvæg
verkefni. Nánast daglega heyrum
við ákall frá forsvars-
mönnum ýmissa mála-
flokka; í heilbrigð-
ismálum, mennta-
málum, málefnum
öryrkja, aldraðra og
mörgum öðrum sem
við erum sammála um
að brýnt sé að sinna
vel og við ættum að
sinna betur.
En hvernig getum
við aflað ríkissjóði
meiri tekna til þess að
úr meiru verði að
spila þegar kemur að fjármögnun
brýnna málaflokka sem eru órjúf-
anlegur hluti velferðarsamfélags-
ins? Verður það best gert með því
að hækka skatta – sem þegar eru
háir á Íslandi – og draga þannig úr
vinnusemi fólks og framkvæmda-
gleði? Svarið er nei. Skattahækkun
yrði feigðarflan og sannarlega ekki
til þess fallin að hvetja fólk til að
leggja meira á sig þegar t.d. önnur
hver króna er tekin í skatt.
Það er margsannað að sú leið
sem Sjálfstæðisflokkurinn mælir
fyrir er besta, árangursríkasta og
skynsamlegasta leiðin: Að stilla
sköttum í hóf en örva atvinnulífið
og stuðla þannig að stækkun þjóð-
arkökunnar. Lægra hlutfall af
stórri köku skilar meiru en hærra
hlutfall af lítilli köku. Fyrir fram
mætti halda að þetta væri auð-
skilið, en reynslan sýnir að svo er
ekki.
Það eru mörg sóknarfærin í at-
vinnulífinu sem við okkur blasa og
ekki seinna vænna að hefjast
handa af krafti, nú þegar kófinu er
að létta og hjólin farin að snúast á
ný – og með vaxandi hraða sem
betur fer. Tækifærin liggja við
fætur okkar víða. Ég nefni nokkur
dæmi um tækifæri í umhverfis-
vænni starfsemi.
Græn orka og veðurfar gerir Ís-
land ákjósanlegt fyrir gagnaver.
Nýr sæstrengur til gagnflutnings
sem leggja á til Evrópu á næsta
ári mun gera Ísland að vænlegum
kosti með öruggum tengingum.
Nýr sæstrengur sem leggja þarf
hingað frá Norður-Ameríku myndi
valda byltingu. Það þarf að vinna
því máli brautargengi. Gagnavers-
iðnaðurinn er starfsemi sem getur
víða verið, ekki síst í hinum dreifð-
ari byggðum, og kaupendur raf-
orkunnar myndu greiða fyrir tíma-
bæra styrkingu dreifikerfisins.
Græna orkan okkar er ekki síð-
ur eftirsótt til eldsneytisfram-
leiðslu. Tækifærin fyrir okkur í
orkuskiptum eru gríðarleg og
mestur áhugi virðist vera á vetn-
isframleiðslu. Útflutningur grænn-
ar raforku okkar í formi vetnis
getur orðið myndarleg stoð undir
þjóðarbúið. Framleiðsla á raf-
hlöðum í farartæki er annað tæki-
færi sem byggist á grænni orku.
Frá orkufyrirtækjunum berast
fregnir um að slíkri framleiðslu
geti fylgt mikill fjöldi hátækni-
starfa og gríðarleg útflutnings-
verðmæti.
En til þess að geta nýtt tæki-
færin í græna orkuiðnaðinum verð-
um við að hefjast handa við frekari
orkuöflun. Virkjanakostir sem far-
ið hafa í gegn um öll ferlin bíða.
Við getum treyst stoðir hefð-
bundinnar matvælaframleiðslu í
landbúnaði og aukið mjög fram-
leiðslu okkar í ylrækt. Íslensk
landbúnaðarframleiðsla á sér ekki
hliðstæðu hvað viðkemur hrein-
leika og lítilli sem engri lyfjanotk-
un og lífrænum vörnum.
Fiskeldi er að treysta byggðir á
landsbyggðinni og fer útflutnings-
verðmæti fiskeldisafurða vaxandi
ár frá ári. Við þurfum að ná sátt-
um um þessa atvinnugrein, en deil-
ur hafa um of skyggt á mikilvægi
hennar. Við eigum að gera meiri
kröfur til umhverfismála á þessu
sviði en aðrar þjóðir og auka rann-
sóknir til að áhættumeta rekst-
urinn gagnvart umhverfinu. Líf-
tækniiðnaður, hugverkaiðnaður og
ferðaþjónusta eru dæmi um at-
vinnugreinar sem við getum eflt.
Þeir möguleikar sem ég hef hér
farið yfir eru dæmi um nýsköpun í
umhverfisvænni atvinnustarfsemi
sem munu gjörbylta tækifærum
fyrir framtíðarkynslóðir Íslend-
inga. Við þurfum ekki að finna upp
hjólið upp á nýtt. Framangreind
tækifæri eru öll byggð á grunni
reynslu og þekkingar sem við höf-
um þegar aflað okkur.
Ég vil beita mér fyrir framgangi
framangreindra verkefna á Alþingi
eins og annarra þjóðþrifamála sem
varða hag okkar allra. Við sjálf-
stæðismenn veljum fólk á fram-
boðslista flokksins í Suðvestur-
kjördæmi dagana 10. til 12. júní
nk. Ég sækist þar eftir 2. sæti
listans og óska eftir stuðningi í
það.
Eftir Jón
Gunnarsson » Leið Sjálfstæðis-
flokksins er árang-
ursríkasta og skyn-
samlegasta leiðin: Stilla
sköttum í hóf, örva at-
vinnulífið og stuðla að
stækkun þjóðarkök-
unnar.
Jón Gunnarsson
Höfundur er þingmaður fyrir
Suðvesturkjördæmi og ritari
Sjálfstæðisflokksins.
Gáta um grundvöllinn
Hinn 26. maí 1929
birtist sú frétt í Morg-
unblaðinu að Sjálf-
stæðisflokkur hefði
verið stofnaður daginn
áður, með samruna
Íhaldsflokksins og
Frjálslynda flokksins.
Eftirfarandi tvö að-
alstefnumál voru
nefnd til sögunnar:
1. Að vinna að því
að undirbúa það, að Íslandi taki að
fullu öll sín mál í sínar eigin hend-
ur og gæði landsins til afnota fyrir
landsmenn eina jafnskjótt og 25
ára samningstímabil sam-
bandslaganna er á enda.
2. Að vinna að innanlands-
málum, að víðsýnni og þjóðlegri
umbótastefnu á grundvelli ein-
staklingsfrelsis og atvinnufrelsis
með hagsmuni allra stétta fyrir
augum.
Frá upphafi naut Sjálfstæðis-
flokkurinn yfir 40% kjörfylgis og
hélst það mikla fylgi fram eftir
öldinni. Á áttunda áratug síðustu
aldar tók fylgið að dala en hélst þó
á bilinu 30-40%. Eftir fjármála-
kreppuna árið 2008 hefur kjör-
fylgið hins vegar lækkað meira, og
hefur verið um 25% í síðustu
þrennum kosningum. Við leit að
skýringum á þessari hlutfallslegu
fækkun kjósenda er sú spurning
áleitin hvort tengslin við þennan
uppruna hafi trosnað með þeim af-
leiðingum að flokkurinn hafi í
framkvæmd ekki lagt nægilega
rækt við þann grundvöll sem hon-
um er þó ætlað að standa á.
Eitt mikilvægasta verkefni
stjórnmálamanna er að tryggja
bæði aukna verðmætasköpun og
sem réttlátasta skiptingu fram-
leiðsluverðmætanna. Viðfangsefnið
er að skapa grundvöll samstarfs
og sáttar milli þeirra sem eiga
fjármagnið, skipuleggja og hafa
eftirlit með framleiðslunni annars
vegar og þeirra sem bjóða fram
starfskrafta sína, vinnuaflið, hins
vegar. Ef vel tekst til og fram-
leiðslan eykst með hagnaðaraukn-
ingu og samsvarandi hækkun
launa geta hvorir tveggja unað vel
við sitt. Það er grundvöllur vel-
ferðar, hamingju og friðar í sam-
félaginu.
Í framangreindu
samhengi er brýnt að
tryggja fyrirtækjum
góð starfsskilyrði en
einnig að samkeppni
sé næg. Um leið þarf
að búa vinnandi fólki
örugg starfsskilyrði.
Réttir hvatar til þátt-
töku á vinnumarkaði
þurfa sömuleiðis að
vera fyrir hendi. Það
er verðugt hlutverk
bæði stéttarfélaga og
löggjafans. Sjálfstæð-
isflokkurinn er flokkur ein-
staklingsfrelsis og atvinnufrelsis,
þannig að landsmenn allir geti nýtt
krafta sína og hæfileika, en um leið
notið gæða landsins. Í ríkisstjórn
þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gæta
þess að jafnvægi haldist í ofan-
greindu heildarsamhengi, þar sem
grunnstoðir eru varðar samhliða
því sem leitað er farsælustu leiða
til betrumbóta.
Á þennan hátt endurnýjast stöð-
ugt hin klassíska, frjálslynda
íhaldsstefna Sjálfstæðisflokksins.
Þetta gerist í takt við ytri aðstæður
og þau þjóðmál sem þarf að takast
á við til að varða veginn að áfram-
haldandi framförum í landinu.
Af framangreindu leiðir að hin
upphaflega stefnuskrá Sjálfstæð-
isflokksins, sem kom fram fyrir 92
árum, er enn gulls ígildi. Ein-
staklingsfrelsi og atvinnufrelsi eru
enn þann dag í dag hornsteinar
virks og réttláts lýðræðis og mark-
aðskerfis. Sjálfstæðisflokkurinn á
ekki að gerast málsvari stór-
fyrirtækja, heldur hverfa aftur til
sinna upprunalegu gilda og gera
þau sýnilegri í áherslum flokksins.
Það er trú mín að með því að end-
urvekja gildi þessara hugtaka fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, með áherslu á
jafnvægi á milli fyrirtækja, vinn-
andi fólks og ríkisvalds, megi auka
traust á stefnu flokksins og breikka
stuðning við hann á ný.
Eftir Arnar Þór
Jónsson
» Sjálfstæðisflokk-
urinn á að vera upp-
runa sínum trúr.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-
kjördæmi 10.-12. júní nk.
jonssonarnarthor@gmail.com
Stétt með stétt