Morgunblaðið - 07.06.2021, Page 16

Morgunblaðið - 07.06.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Íslenskur sjávar- útvegur stendur vel og hefur gengið vel. Nýlega kynnt gögn styðja við staðhæf- inguna hér að fram- an, þar ber helst að telja rannsóknir sjáv- arútvegsfræðingsins og nýdoktorsins Stef- áns B. Gunnlaugs- sonar o.fl. auk góðrar nýrrar skýrslu: Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. Vilji til að hasla sér völl er þekktur, stundum færast menn of mikið í fang. Við útfærslu efna- hagslögsögunnar ætluðu Íslend- ingar að róa einir á gjöful fiskimið og bæta við sig þeim afla sem er- lend skip höfðu veitt. Veiðigeta var meiri en viðnámsþróttur nytjastofna gat borið án takmörk- unar sóknar. Því varð að draga úr getu til sóknar, svo stunda mætti veiðar úr verstöðinni Íslandi fram- vegis og helst þannig að slíkt skil- aði þeim sem kæmu að veiðum og vinnslu efnahagslegum ávinningi. Það var ekki einfalt verkefni, sem sést vel á því hversu erfitt er fyrir margar þjóðir að taka á vandanum og hve mikið slík þróun hefur dregist. Þegar stjórnvöld unnu að því að ná utan um vandann og innleiða fiskveiðistjórn í tengslum við líffræðilegt ástand hafsins voru nokkrar leiðir reyndar. Sumar ákvarðanir töfðu ávinning af breytingum, t.d. að heimila heild- arafla umfram ráðgjöf fiskifræð- inga og svo það sem viðgekkst of lengi að veiddur afli var umfram hinar óheppilegu heimildir. Aukin sókn á níunda áratugnum dró úr hagkvæmni veiða. Endurúthlut- anir í tonnum í samræmi við af- markaða tímalengd laga um stjórn fiskveiða hömluðu langtíma- hugsun. Jákvæð skref voru stigin þegar frjáls verðmyndun fiskverðs á markaði var heimiluð innanlands. Þá var hagfellt að afnema tíma- bindingu, þar með gafst færi á að hugsa til lengri tíma sem bjó í haginn fyrir sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar, það var ein mesta breytingin árið 1990. Eins hjálpaði að horfa til hlutdeildar skipa í heimiluðum heildar- veiðum einstakra teg- unda fremur en að reikna upp eða niður úthlutuð tonn sér- hvers skips. Þannig varð þorskígildi grunneining viðskipta með aflamark. Frá árinu 1987 hafa Íslendingar veitt yfir 2% af heimsaflanum og verið um langt skeið ábyrgir fyrir um 1% af framleiðslu alls sjávarfangs, hvort sem það er sprottið úr veiðum eða strandbún- aði/lagarlífi (e. aquaculture). Hagnýting aflareglu hefur opn- að íslenskum sjávarafurðum leið inn á markaði með viðurkenndum vottunum. Á sama tíma og betur hefur tekist að stýra fiskveiðum hefur tengdum atvinnutækifærum vaxið fiskur um hrygg, dæmi um það má sjá í samanburði á verð- mætum hinna tveggja skráðu hefðbundnu sjávarútvegsfyr- irtækja, Brims og Síldarvinnsl- unnar, og dæmis um holdgerving tækniþróunar sjávarútvegsins, Marel. Fram hjá því verður ekki litið að óformlegi fiskveiðiklasinn (e. fishing cluster) sem Michael E. Potter og Christian H.M. Ketels skrifuðu um árið 2007 naut ávaxta þeirrar stefnumótunar sem hafði verið mörkuð s.s. með aukinni áherslu á verðmæti fremur en magn, sbr. AVS-rannsóknasjóð í sjávarútvegi 2003-2019. Sá sjóður, sem rann inn í matvælasjóð í fyrra, studdi við margvíslega haf- tengda nýsköpun sem leiddi til aukins framboðs á nýstárlegum sjávarafurðum og liðkaði til fyrir bættri nýtingu sjávarfangs. Full- nýting (100%) næst þó varla fyrr en eftirspurn eftir vörum úr fiski- blóði verður að veruleika, því góð blóðgun er ein af forsendum fyrir sölu fiskflaka. Áhersla var lögð á verðmæti úr magninu sem kom að landi fremur en að koma með sem mest magn. Þannig virðist dyggðahringur leysa vítahring af hólmi. Um og yfir 90% af afurða- verði útfluttra sjávarafurða er að jafnaði til komið vegna framleiðslu á fersku/kældu, frosnu og söltu sjávarfangi. Frá árinu 2003 skiluðu íslenskar útfluttar sjávarafurðir meiri verð- mætaaukningu fyrir hvert landað kg en sjá mátti af þróun fiskverðs- vísitölu FAO. Eins og dr. Stefán hefur skýrt frá hafa stofnstærðir nytjastofna mældar í föstum þorskígildum vaxið til muna frá árinu 2008, eins og þorskveiði hefur aukist mikið á sama tíma. Sterkari stofnar auka ekki bara hagkvæmni veiðanna heldur draga jafnframt úr um- hverfisáhrifum, þar sem minni orku þarf við leit að fiski og veið- ar. Á árunum frá 2003 til 2011 mátti sjá tilhneigingu til samspils milli aukinna útflutningsverðmæta út frá lönduðum afla og arðsemi í sjávarútvegi. Síðan þá hefur verið meira flökt, inn í slíkt spila þættir á borð við aðgang að og kaupgetu neytenda á mörkuðum (t.d. í Rúss- landi og Nígeríu), aflasamsetningu (loðnuleysi) og stöðugleika fram- boðs afurða eða óvissu (vegna vinnudeilna). Rétt eins og í McKinsey-skýrslu frá 2012 kemur sérstaða íslensks sjávarútvegs skýrt fram í áður- nefndri skýrslu um Stöðu og horf- ur og mikilvægi langtímahugsunar undirstrikað og bent á mörg tæki- færi til að gera enn betur til fram- tíðar. Óvíða hefur sjávarútvegur efna- hagslegt vægi í líkingu við það sem gerist á Íslandi. Óheppilegt er rugla starfsemi sjávarútvegsins og stjórnun hans saman við það hvernig ávinningi af starfseminni er skipt, slíkt getur skaðað við ákvarðanatöku og skemmt út frá sér. Óvissa varðandi umgjörð hjálpar ekki atvinnugrein í al- þjóðlegri samkeppni. Stöðug þró- un, byggð á staðreyndum, leiðir jafnan til góðs. Við megum ekki tæta, en eigum að bæta Eftir Arnljót Bjarka Bergsson Arnljótur Bjarki Bergsson »Mjög óheppilegt er að rugla starfsemi sjávarútvegs og stjórn- un hans saman við það hvernig ávinningi af starfseminni er skipt. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur með meiru. Ljósmyndasafn Akraness geymir merka ljósmynd. Hún er tekin á árum seinni heimsstyrj- aldar við Hvítanes sunnanvert í Hval- firði. Þar var her- skipalægi og stór flotastöð. Ljósmyndin sem hér er fjallað um er úr safni Bjarna Árnasonar frá Brennistöðum í Flókadal í Borg- arfirði. Hann var sjálfmenntaður ljósmyndari. Bjarni framkallaði einkaljósmyndir fyrir breska og bandaríska hermenn. Sumar myndanna voru aldrei sóttar. Þær dagaði uppi hjá Bjarna. Margar þessara ljósmynda má skoða í dag á vef Ljósmyndasafns Akraness. Hood í Hvalfirði Á meðfylgjandi ljósmynd má þekkja breska orrustubeitiskipið Hood, sem tortímdist í frægri orr- ustu 1941 vestur af Reykjanes- skaga. En það eru líka tvö önnur skip á myndinni, stórt farþegaskip og olíuskip. Ég hef oft velt því fyrir mér hvaða skip þetta gætu verið og nú er svarið sennilega fundið. Mánudaginn 24. maí sl. (2. í hvítasunnu) voru 80 ár upp á dag síðan Hood var grandað. Samtökin HMS Hood Association reka fés- bókarsíðu. Alex Ray stjórnandi hennar birti nú í aðdraganda skapadægurs Hood ítarlegar upp- lýsingar um hreyfingar þess vik- urnar og dagana áður en því var grandað. Þar stendur að Hood var vorið 1941 sendur ásamt fleiri her- skipum norðvestur í haf að Íslandi til að sinna gæslu þar gegn hugs- anlegum ferðum þýskra herskipa. Bryndrekinn Bismarck var glæ- nýr, fullbúinn í átök og eitt öfl- ugasta herskip í heimi. Breta grunaði að Þjóðverjar hygðust senda það, jafnvel með fleiri skip- um, í árásarferð út á Norður- Atlantshaf. Þarna á fyrri hluta árs 1941, tæpu ári eftir hernám Íslands í maí 1940, var Hvalfjörður þegar orðinn mikilvægt skipalægi fyrir bresk herskip sem stunduðu gæslu við Ísland og vernd skipalesta. Í Hvalfirði mátti fá hvíld og sinna viðhaldi. Olía var fengin úr olíu- skipum sem lágu á firðinum. Hood kom til Hvalfjarðar 21. apríl 1941. Skipið hafði verið við gæslu milli Íslands og Grænlands. Farþegaskipið Laconia, sem hafði verið breytt til hernaðarnota og búið fallstykkjum, kom til Hvalfjarðar úr skipalestagæslu 24. apríl. Hood lá við fest- ar í Hvalfirði í eina viku til 28. apríl. Að morgni brottfarar- dagsins lagðist olíu- skipið Athelempress upp að Hood til að af- greiða olíu. Seint um kvöldið þennan dag fór Hood með fleiri skipum til að vernda skipalestir á leið suður af Íslandi. Þessi flotadeild sneri aftur til Hvalfjarðar 3. maí til að taka olíu. Daginn eftir fór Hood frá Hval- firði. Siglt var til bækistöðva breska flotans í Skapaflóa á Orkn- eyjum norður af Skotlandi. Þang- að var komið um hádegisbil 6. maí. Þannig kom Hood tvisvar til Hvalfjarðar í apríl og maí 1941. Skipið átti ekki eftir að snúa þangað aftur. Hinn 21. maí fregn- aðist að Bismarck væri farinn frá Þýskalandi. Laust eftir miðnætti 22. maí fór Hood frá Skapaflóa með stefnu á Ísland. Stálin stinn mættust djúpt vestur af Reykja- nesi, nær miðja vegu til Græn- lands, þar sem Hood sprakk í loft upp í sjóorrustu árla morguns 24. maí 1941. Þar fórust 1.415 menn en þrír lifðu. Frægt farþegaskip En hver eru hin skipin á ljós- myndinni? Olíuskipið til hægri er sennilega Athelempress sem af- greiddi olíu í Hood og fleiri skip í apríl. Þýskur kafbátur sökkti því undan Suður-Ameríku 30. apríl 1942. Þrír fórust en 47 komust af. Farþegaskipið fyrir miðri mynd er Laconia sem fyrr var nefnd. Útlit skipsins á myndinni passar við ljósmyndir af þessu skipi. Lac- oniu var breytt til hernaðarnota og búið fallbyssum þegar styrj- öldin hófst í september 1939. Lac- onia fylgdi skipalestum milli Norð- ur-Ameríku og Bretlandseyja til júní 1941. Skipið gæti hafa komið til Hvalfjarðar í tengslum við þetta í apríl 1941. Síðar 1941 var Laconiu breytt til flutninga á hermönnum og stríðsföngum. Þýskur kafbátur sökkti því undan Vestur-Afríku 12. september 1942. Um borð voru 1.800 ítalskir stríðsfangar, 80 óbreyttir borgarar með fjölda kvenna og barna, auk fangavarða og áhafnar. Fleiri hundruð, kannski þúsund, fórust. Er skip- herra kafbátsins varð ljóst að hann hefði sökkt skipi með ítölsk- um stríðsföngum úr banda- mannaliði Þjóðverja og óbreyttum borgurum hóf hann björgunar- aðgerðir. Hann kom úr kafi og kallaði eftir hjálp fleiri þýskra kafbáta með samþykki yfirstjórnar þýsku kafbátanna en gegn and- mælum Hitlers. Rauðir fánar á hvítum fleti voru greinilegir á kaf- bátnum. Þjóðverjar komu boðum til bandamanna um að björgun stæði yfir. Bandarískar herflug- vélar virtu þetta ekki og gerðu loftárásir. Eftir þetta gaf Karl Dönitz, æðsti sjóliðsforingi þýska kafbátaflotans, út skipun sem bannaði þýskum kafbátum að bjarga fólki sem komst af þegar skipum var sökkt. Fyrirmælin vógu mjög þungt í ákæru gegn Dönitz um stríðsglæpi fyrir Nürn- berg-dómstólnum eftir stríð en hann var ekki sakfelldur fyrir hana. Lokaorð Þetta greinarkorn er þannig tekið saman til að leggja fram þá rökstuddu tilgátu höfundar að myndin sýni þrjú dauðadæmd skip stödd í Hvalfirði dagana 24. til 28. apríl 1941. Tvö þeirra, Hood og Laconia, hlutu heimsfrægð eftir tortímingu með miklu manntjóni sem hafði sögulegar afleiðingar. Þrjú fordæmd skip í Hvalfirði Eftir Magnús Þór Hafsteinsson Magnús Þór Hafsteinsson » Stálin stinn mættust djúpt vestur af Reykjanesi, nær miðja vegu til Grænlands, þar sem Hood sprakk í loft upp í sjóorrustu árla morguns 24. maí 1941. Höfundur er fv. alþingismaður og ritari þingflokks Flokks fólksins. Hann hefur skrifað bækur um sögu sjóhernaðar við Ísland í seinni heimsstyrjöld. Bjarni Árnason/Ljósmyndasafn Akraness. Sögulegt Þessi einstæða ljósmynd sýnir breska orrustuskipið Hood og mjög líklega vopnaða farþegaskipið Laconiu og olíuskipið Athelepress. Hún er tekin á Hvítanesi við sunnanverðan Hvalfjörð. Bæjarhúsin þar sjást á myndinni. Handan fjarðar er Hvalfjarðarströnd að norðanverðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.