Morgunblaðið - 07.06.2021, Síða 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
„Á ystu nöf“
var yfirskrift
málþings sem
Samtök fyrir-
tækja í velferð-
arþjónustu efndu
nýverið til um
Gylfaskýrsluna
svokölluðu um
greiningu á
rekstrarkostnaði
hjúkrunarheim-
ilanna. Vandað
var til málþingsins eins og er
með allt sem þessi samtök
(SFV) gera. Málflutningur
samtakanna er ávallt í senn
málefnalegur, vel rökstuddur
og hófstilltur. Á það jafnt við
um greinaskrif, í viðtölum við
fjölmiðla og umsögnum um
þingmál sem varða umbjóð-
endur samtakanna. Að vísu
voru samtökin ekki með fram-
söguerindi á þessu málþingi
enda enginn skortur á frum-
mælendum með góð erindi. Á
Alþingi er borið traust til þess
sem SFV hefur fram að færa
en samt er eins og stjórnsýsl-
an – framkvæmdavaldið – virði
það að vettugi. Því er líkast að
af þess hálfu ráði tortryggni
ríkjum. Einnig hefur ríkt vilja-
leysi stjórnvalda til að láta
leggja mat á það hvað það
myndi kosta að reka hjúkr-
unarheimili með hliðsjón af
ítarlegri kröfulýsingu hins
opinbera um hvaða þjónustu
beri að veita annars vegar og
hins vegar út frá mönnunar-
viðmiði landlæknis. Gylfa-
skýrslan tekur ekki á því enda
ekki til þess ætlast.
Fyrir nokkrum árum fengu
tveir stærstu rekstraraðilar
hjúkrunarheimila í landinu
óháðan aðila til að gera slíka
úttekt þegar óskir þess efnis
höfðu ítrekað verið hunsaðar
af stjórnvöldum. Niðurstaðan
var sú að allt að þriðjung vant-
aði upp á að daggjöld Sjúkra-
trygginga Íslands gætu staðið
undir rekstrinum með vísun til
þeirra krafna og viðmiða sem
kveðið er á um af hálfu stjórn-
valda. Gylfaskýrslan er í sam-
hljómi við þá niðurstöðu, sem
og það sem SFV hefur einnig
ítrekað bent á. Samt stendur
nú til að fara í nánari kostn-
aðargreiningu skv. ákvörðun
fjármálaráðherra en athygli
vekur að fulltrúi frá SFV er
ekki kallaður að því verki. Í
orðum fjármálaráðherra og
framsögn í sjónvarpsviðtali
hljómaði það eins og verulega
mikið hlyti að vera að í þessum
rekstri og slíkt yrði að upp-
lýsa. En þá er rétt að halda því
til haga að hjúkrunarheimilin
hafa mátt búa við aðhalds- og
hagræðingarkröfu fjármála-
ráðuneytisins um árabil ofan í
þá sveltistefnu sem viðgengist
hefur. Einhvern veginn ríma
þessi viðbrögð ekki við mál-
flutninginn fyrir síðustu kosn-
ingar og enn síður við skjalfest
fyrirheit í samstarfssáttmála
ríkisstjórnarinnar þar sem
kveðið er á um að styrkja skuli
rekstrargrundvöll hjúkr-
unarheimilanna. Hnykkt var
einnig á því í máli ráðherra að
væntanlegur viðbótarmillj-
arður skv. frumvarpi til fjár-
aukalaga væri einungis til að
bregðast við rekstrarvanda
liðins árs. Milljarður er þó
milljarður hvað sem öðrum
milljörðum líður og ekki virð-
ist skortur á. En verulega
vantar upp á til að jafna þann
rekstrarhalla sem við er að
glíma. Vonandi má þó síðar
vænta leiðréttinga til fram-
búðar þótt ráð-
herra gæfi ekki
færi á að láta
herma slíkt upp á
sig.
Heilbrigðis-
ráðherra hefur
lýst vonbrigðum
yfir því að Gylfa-
nefndin skuli ekki
hafa unnið grein-
ingu á þeim verk-
þáttum á hjúkr-
unarheimilum
sem telja má sam-
bærilega við þá fé-
lagsþjónustu sem sveitar-
félögin veita öldruðum sem
eru heimabúandi. Æ, til hvers
í ósköpunum að standa í slíku?
Gylfanefndin taldi ekki einfalt
að fara í slíka greiningu og það
skil ég vel. Hjúkrun og
umönnun eru oftar en ekki eitt
og sama verkið. Kostnaðar-
skilin í þessum efnum á milli
ríkis og sveitarfélaga eru aftur
á móti skýr eins og þau eru og
hafa verið og fer best á því
þannig. Skv. lögum er það
verkefni ríkisins að standa
undir þeim kostnaði sem felst í
rekstri öldrunarheimila og
sjúkrastofnana; basta. Hitt
kostar bara meiri skriffinnsku
og viðbótarkostnað og fyrir-
höfn, sem hvorki getur flokk-
ast undir umönnun eða hjúkr-
un. Það er svo annað mál að
vilji ríkið velta af sér kostnaði
við rekstur hjúkrunarheim-
ilanna þá verða stjórnvöld að
eiga samtal um það við sveit-
arfélögin. Þau geta ekki tekið
á sig aukin fjárútlát án þess að
fullnægjandi tekjustofnar fylgi
og gera yrði ráð fyrir öllum
rekstraraðilum í þeim pakka,
óháð rekstrarformi. Nei ann-
ars, þetta yrði bara tóm vit-
leysa. Farsælast er hafa þessi
mál með þeim hætti sem lögin
kveða á um og ákveðið var af
framsýnu fólki. Til viðbótar
koma nú til framkvæmda
ákvæði kjarasamninga um
styttingu vinnuvikunnar.
Hjúkrunarheimilin sem slík
bera ekki beina ábyrgð á þeim
samningum sem um þessar
mundir falla í gjalddaga. Það
er búið að liggja fyrir frá því á
síðasta ári að svo fari en samt
ríkir enn óvissa um fjár-
mögnun þessa viðbótarkostn-
aðar þegar þetta er ritað.
Rekstur hjúkrunarheim-
ilanna verður ekki umflúinn né
kostnaðurinn sem þar af leiðir.
Þörfin er fyrir hendi; fram hjá
því verður ekki horft. Ríkis-
valdið verður að axla sínar
skyldur með metnaði og reisn
og í farsælli samvinnu við
rekstraraðila. Starfsemin er
þjónustudrifið samfélagsverk-
efni sem eðlilegast er að ríkið
kosti af almannafé. Hún er
ekki einkabissness en er best
komin í höndum sjálfstæðra
rekstraraðila í samvinnu við
stjórnvöld ríkisins og í héraði.
Aldraðir eiga það hins vegar
ekki skilið að sífellt sé verið að
fjalla um rekstur hjúkr-
unarheimila sem vandamál.
Íbúar hjúkrunarheimilanna
munu ekki heldur mæta á
Austurvöll.
Eftir Jón G.
Guðbjörnsson
Jón G.
Guðbjörnsson
»Ríkisvaldið
verður að axla
sínar skyldur með
metnaði og reisn og
í farsælli samvinnu
við rekstraraðila.
Höfundur er stjórnar-
formaður Brákarhlíðar og
öldungur.
Íbúar hjúkrunarheim-
ilanna munu ekki
mæta á Austurvöll
✝
Þorbergur
fæddist í
Reykjavík 9. maí
1943. Hann lést á
líknardeild Land-
spítala þann 27.
maí 2021.
Foreldrar hans
voru Kristinn Þor-
bergsson, f. 1920,
d. 1962, og Pálína
Einarína Val-
gerður Gunn-
arsdóttir, f. 1922, d. 1993.
Systkini Þorbergs eru: 1) Páll
Sævar, f. 1948, d. 1996, 2)
Hólmfríður Sigurrós, f. 1950, 3)
Sigurður, f. 1952, d. 1952, 4)
Jón Kristinn, f.1953, og 5) Ein-
ar Valur, f. 1959.
Eftirlifandi eiginkona Þor-
bergs er Sigrún Gróa Jóns-
dóttir, f. 1941, þau giftu sig ár-
ið 1963. Börn þeirra eru 1)
Kristinn, f. 1963, eiginkona
hans er Kristín Anna Ólafs-
dóttir, f. 1965. Börn þeirra eru:
voru Jón Sæmundsson, f. 1908,
d. 1955, og Guðlaug Sigfúsdótt-
ir, f. 1906, d. 1987.
Þorbergur gekk í Laug-
arnesskóla og Iðnskólann í
Reykjavík og útskrifaðist það-
an sem setjari með sveinspróf
árið 1966. Hann vann hjá
Prentsmiðju Morgunblaðsins
1967, þá setjari hjá Prent-
smiðju Jóns Helgasonar 1967-
1968, Prentsmiðju Alþýðublaðs-
ins 1968-1969, við auglýsingar
á Vísi 1968-69 og hóf nám í
Lithoprenti í skeytingu, ljós-
myndun og plötugerð 1970-
1971. Hann hlaut meistarabréf
í prentverki 1979. Starfaði frá
1972 til 1973 sem teiknari hjá
Auglýsingaþjónustunni hf.
Hann hóf störf sem útlitsteikn-
ari á Vikunni í júní 1973 og síð-
ar hjá DV til 1985. Hann var
stundakennari við Iðnskólann í
Reykjavík í útlitsteiknun 1983-
1985. Hann var tæknistjóri á
Tímanum frá 1985. Hann hóf
aftur störf hjá DV 1996 og
vann til 2003.
Þorbergur verður jarðsung-
inn frá kirkju Óháða safnaðar-
ins í dag, 7. júní 2021, kl. 14.
Jarðsett verður í Kópavogs-
kirkjugarði.
Stefanía María, f.
1992, Kári Þor-
bergur, f. 1997, og
Ólafur Áki, f. 2002.
2) Jón Sævar, f.
1966, eiginkona
hans er Rannveig
Einarsdóttir, f.
1967. Börn Þeirra
eru Jón Þór, f.
1987, eiginkona
hans er Helga
Magnúsdóttir, f.
1987, og Sigrún Gróa, f. 1992,
maki hennar er Friðrik Rafn
Friðriksson, f. 1988. Barn
þeirra er Sara Rannveig, f.
2020, og barn Sigrúnar af fyrra
sambandi er Ásta Björg, f.
2014. 3) Snorri Goði, f. 1973,
eiginkona er Nanna Gísladóttir
Wium, f. 1978. Börn þeirra eru
Gísli Wium, f. 2007, og Atli, f.
2011. Börn Snorra frá fyrri
samböndum eru Birgir Alex-
ander, f. 1992, og Elísa Sif, f.
1998. Foreldrar Sigrúnar Gróu
Í dag kveð ég föður minn.
Pabbi gekk í Iðnskólann í
Reykjavík og gerðist einn af læri-
sveinum Gutenbergs. Hann varð
setjari og snemma drátthagur og
starfaði lengst af starfsævinnar
sem útlitsteiknari á öllum helstu
dagblöðum lýðveldisins og Vik-
unni. Hann var mikill handverks-
maður, í reynd þúsundþjalasmið-
ur í bestu merkingu þess orðs.
Hann var alla tíð með einhver
verkefni á prjónunum. Gjarnan
myndverk af ýmsu tagi með til-
vísanir í trúarleg þemu, norræna
eða gríska goðafræði, málaði,
skar út, gerði glerverk eða vann
með málm. Hann var síðustu ára-
tugina með tvær listasmiðjur.
Aðra í bílskúrnum heima þar sem
aldrei fór inn bíll og hina í sum-
arbústaðnum. Hann gerði fjöl-
mörg frambærileg verk sem aldr-
ei hafa verið sýnd opinberlega.
Hann hafði engan áhuga á því,
taldi sig sjálfur ekki vera lista-
mann en fyrst og fremst stoltur
handverksmaður. Hann var hins
vegar í reynd listamaður. Pabbi
var fjölfróður maður og hafði
áhuga á samfélagsmálum með
pólitískar skoðanir á miðju
stjórnmálanna. Bókum var gert
hátt undir höfði og alla tíð var
ríkulegt bókasafn á heimilinu.
Mikið af því var tengt þjóðlegum
fróðleik, sögu og listum. Hann
smitaði þessum áhuga yfir á okk-
ur synina. Það fór vel á því að síð-
asta ferð okkar pabba saman var
á listsýningu þar sem ég fékk ná-
kvæmar útlistanir á aðferðafræði
listamannanna. Síðustu 20 árin
bjó hann ásamt mömmu hálft árið
í sumarbústaðnum þeirra í
Þrastaskógi. Byggði þar bústað
upp úr 1980 og var stöðugt að
breyta, stækka, bæta og rækta
upp landareignina, reisti gróður-
hús og sinnti listsköpun sinni.
Þetta var sælureitur þeirra
mömmu og þarna leið honum best
og hafði alltaf næg verkefni alla
daga. Í seinni tíð var hann kom-
inn með græna fingur og minnast
barnabörnin gómsætu tómatanna
frá afa. Pabbi talaði alltaf tæpi-
tungulaust, stundum þannig að
mér fannst hann næstum því
jafnvel óheflaður. Hann hafði
ekki miklar skoðanir á útförinni,
sagði að við bræður réðum hvort
við kveiktum í honum eða græf-
um. Hann hélt sinni andlegu reisn
til enda. Hann taldi sig alla tíð
trúlausan mann þótt mörg mynd-
verkin segi kannski annað. Við
pabbi áttum síðasta samtal okkar
tveimur dögum áður en hann dó.
Ég spurði hvort hann færi upp
eða niður ef það væri í boði. Hann
hugsaði sig um lengi og svaraði að
hann væri ekki viss um á hvorum
staðnum hann myndi lenda. Ég
veit hins vegar að helst myndi
hann vilja til Valhallar. Hann
málaði Bifrastar-brúna einu sinni
svo hann er kunnugur staðhátt-
um og ratar. Hann bað um að sótt
yrðu glös, lét blanda saman grape
og sódavatni og svo var skálað.
Við röbbuðum um söngvakeppni
sjónvarpstöðvana og hann söng
nokkrar línur úr Volare, sem á ís-
lensku þýðir: ég mun fljúga. –
Aldrei hef ég á ævinni minni áður
heyrt hann syngja! Hann endaði
samtal okkar á því að segja:
„Þetta var góður dagur.“
Hvíl í friði.
Þinn
Kristinn (Kiddi).
Í dag verður borinn til grafar
tengdafaðir minn Þorbergur eða
Beggi eins og hann var alltaf kall-
aður.
Fyrsta orðið sem kemur í hug-
ann þegar ég minnist Begga er
orðið „þúsundþjalasmiður“ en
það orð er notað um þann sem allt
leikur í höndunum á og er mikill
hagleiksmaður. Það lék svo sann-
arlega allt í höndunum á honum
hvort sem það var fínlegur út-
skurður eða grófur, pensillinn við
málverkið eða styttugerð. Hann
kunni alls konar tækni við gerð
listaverka og aflaði sér kunnáttu
við lestur bóka eða á netinu. Eftir
hann liggja mörg listaverk og
flest með einhverja tilvísun í at-
burð eða sögu en hann hafði mik-
inn áhuga á sagnfræði. Og hann
var svo sannarlega smiður líka en
hann byggði fallega skjólið þeirra
Sirru í Þrastaskógi alveg frá
grunni, smíðaði allt inn í það og
var með einstakar útfærslur á
smíðavinnunni og hélt því vel við.
Hann var mjög fróður maður,
las mikið og var vel upplýstur um
gang mála í heiminum, það var
nánast sama hvað umræðuefnið
var í gegnum árin að alltaf átti
hann innkomu í samtalið með ein-
hverjum nýjum upplýsingum.
Beggi var með græna fingur og
þar áttum við sameiginlegt
áhugamál um ræktun blóma og
trjáa en hann var svo sannarlega
langt á undan mér í ræktun mat-
jurta en hann setti upp gróðurhús
í sumarbústaðnum og þar rækt-
aði hann ýmislegt og það var
dásamlegt þegar hann færði fjöl-
skyldunni afrakstur í poka en í
pokanum voru oftast tómatar
sem voru í miklu uppáhaldi hjá
okkur og svo voru stundum líka
gúrkur, grænkál og kúrbítur.
Mér þótti vænt um þegar hann
færði mér plöntur sem hann hafði
forræktað í gróðurhúsinu sínu og
ég hélt áfram að láta vaxa í eld-
húsglugganum mínum. Það voru
t.d. gúrkur og tómatar og sólblóm
sem hann hafði ræktað upp frá
fræi. Gróðurhúsið stendur nú
tómt enda þrek hans ekki til stað-
ar í vor að setja það af stað en í
byrjun maí þegar hann átti af-
mæli færði ég honum tómat- og
kúrbítsplöntu til að hafa á svöl-
unum á heimilinu þeirra í Garða-
bænum og hann var ánægður
með það.
Takk fyrir samfylgdina kæri
Beggi, sofðu rótt.
Þín
Kristín Anna.
Elsku afi minn.
Þú varst handlaginn listamað-
ur og sést það vel í verkum þínum
sem hanga inni á heimilum fjöl-
skyldunnar þótt þú myndir ekki
flokka sjálfan þig sem slíkan.
Okkur systkinunum fannst alltaf
gaman að koma í skúrinn til þín
og fá að prófa verkfærin. Þar
bjuggum við saman til alls kyns
fígúrur eins og kisur handa
ömmu úr viðarbútum og máln-
ingu. Fallegast finnst mér mál-
verkið af litlu ljóshærðu stelpunni
í leik, enda hef ég alltaf haldið því
fram að þú hafir málað mig því þú
saknaðir mín á meðan við bjugg-
um í Noregi. Þú hafðir nýlega
komið í heimsókn til okkar á þeim
tíma sem þú málaðir það og fékk
ég að eiga það þegar þið amma
fluttuð ykkur í minna húsnæði.
Síðustu árin lagist þú í mat-
jurtarækt í fallegu sveitinni þinni
sem þú byggðir upp meiri hluta
ævi þinnar. Ég kallaði gróðurhús-
ið þitt Afaheima þar sem þú rækt-
aðir bestu tómata sem ég hef
smakkað og var ég leyst út með
nammipoka sem innihélt nýtínda
tómata þar sem þið amma réðuð
ekki við að borða þá alla.
Þrátt fyrir 28 ára samveru þá
áttum við okkar bestu samtöl síð-
astliðið ár. Það var eins og hvor-
ugt okkar væri að flýta sér og töl-
uðum við um allt og ekkert. Þú
fékkst loksins að sjá mig útskrif-
ast og halda utan í frekara nám
og gantaðist á ensku með tilþrifa-
miklum hreim þegar ég hringdi í
þig frá Bretlandi. Ofsalega var
gott að geta spjallað við þig í
gegnum myndsímtöl síðustu dag-
ana þrátt fyrir að höfin skildu
okkur að. Það var greinilegt að
húmorinn var til staðar alveg
fram á síðustu stundu, enda
hringdir þú í mig til að segjast
ætla að skila kveðju hvort sem þú
færir upp eða niður.
Elsku bangsa-afi minn hvíldu í
friði.
Stefanía María.
Það er skarð fyrir skildi þegar
Þorbergur Kristinsson eða
Beggi, eins og hann var alltaf
kallaður, hverfur af stóra sviðinu.
Það hefur verið lán mitt í lífinu að
kynnast góðu fólki, ekki síst á síð-
ari hluta ævinnar og þá oft á vett-
vangi starfs míns, sem starfsmað-
ur Blaðamannafélags Íslands um
árabil og þar áður í trúnaðar-
störfum fyrir félagið alllengi. Þótt
starfsferill okkar Begga hafi snú-
ist um blöð og blaðamennsku alla
tíð kynntumst við þó ekki fyrr en
seint og um síðir. Ég kom til
starfa á Morgunblaðinu þegar
talsvert var um liðið frá því hann
lét þar af störfum og leiðir okkar
lágu ekki saman á vettvangi
starfsins, enda hann starfandi á
öðrum blöðum en Morgun-
blaðinu. Það var ekki fyrr en í
upphafi þessarar aldar að við
kynntumst í framhaldi af því að
DV varð gjaldþrota síðla árs
2003. Ég sem starfsmaður BÍ
kom eðlilega fram fyrir hönd
starfsmanna til að tryggja rétt
þeirra, eins og kostur væri, og
mál þróuðust með þeim hætti að
hópur blaðamanna af DV fór að
hittast vikulega í húsnæði félags-
ins við Síðumúla á föstudögum.
Þar með varð svonefndur föstu-
dagsklúbbur til, en eldri blaða-
menn og aðrir þeir sem tengjast
blöðum og blaðamennsku hafa
upp frá því hist vikulega, nema
yfir hásumarið, í húsnæði félags-
ins til að ræða landsins gagn og
nauðsynjar, svo sem blaðamanna
er háttur. Nú er svo komið að
þetta er einn mikilvægasti þáttur
í starfsemi félagsins. Þorbergur
átti ásamt fáum öðrum frum-
kvæði að þessum vikulegu fund-
um og er sá fyrsti úr þeim hópi
sem kveður okkur. Hann var líka
einn traustasti liðsmaður hóps-
ins, mætti ávallt ef hann hafði tök
á og lét vita ef hann kæmist ekki,
enda trúmennska einn ríkasti
þáttur í fari hans. Það fann ég oft
og iðulega að þar átti Blaða-
mannafélagið traustan liðsmann.
Með okkur þróaðist mikil og góð
vinátta og hann reyndist mér
haukur í horni. Við vorum hvergi
nærri sammála í pólitík og rædd-
um hana oft og iðulega í bróðerni
án þess að komast að sameigin-
legri niðurstöðu. Fundir okkar
hafa verið færri í vetur en ella
vegna faraldursins og er það
mjög miður.
Að leiðarlokum er honum
þökkuð samfylgdin og fjölskyldu
hans beðin blessun. Guð blessi
minningu Þorbergs Kristinsson-
ar.
Hjálmar Jónsson.
Þorbergur
Kristinsson
Elsku amma
Fríða. Takk fyrir
allar skemmtilegu
stundirnar í gegn-
um árin. Í Sjávar-
borg var alltaf gott að koma. Allir
ávallt velkomnir og andrúmsloft-
ið mjög afslappað og þægilegt.
Minnið þitt óbrigðult allt fram á
Hilma Hólmfríður
Sigurðardóttir
✝
Hilma Hólm-
fríður Sigurð-
ardóttir fæddist 20.
mars 1920. Hún lést
22. maí 2021.
Útför Fríðu fór
fram 5. júní 2021.
síðasta dag. Þú
varst stolt af afkom-
endum þínum,
fylgdist vel með
þeim og lést hag
þeirra þig varða. Við
vorum afskaplega
stolt af því að eiga
ömmu og langömmu
á Húsavík sem varð
101 árs, ern og
hress fram á síðasta
dag.
Hafþór Hafliðason,
Hjörvar Hafliðason,
Hrönn Hafliðadóttir og
fjölskyldur.