Morgunblaðið - 07.06.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 07.06.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 HEFILBEKKIR úr Beyki fyrir verkstæði, skóla og handverksfólk augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is = 1840x500x850mm LxBxH (með skrúfstykki) = 2000x650x850mm Verð 141.900 L Opið virk a dag a frá 9-18 lau f rá 1 0-16 Vefverslun brynja.is Ramia 2000 LxBxH Ramia 1500 LxBxH = 1340x500x850mm LxBxH (með skrúfstykki) = 1500x650x850 mm Verð 121.900 Ramia 1700 LxBxH = 1540x500x850mm LxBxH (með skrúfstykki) = 1700x650x850mm Verð 126.250 50 ára Ragnar er Kefl- víkingur en býr í Reykjanesbæ. Hann er íþróttafræðingur að mennt frá HR og er með meistaragráðu í íþróttum og heilsu- fræði frá HR. Ragnar er deildarstjóri í Háaleitisskóla á Ásbrú. Hann er knattspyrnuþjálfari 3. flokks karla hjá Keflavík. Maki: Vala May Mason, f. 1976, sjúkra- þjálfari hjá Ásjá. Börn: Bjarni Ívar, f. 2008, og Elva Björg, f. 2010. Foreldrar: Steinar Þór Ragnarsson, f. 1944, bifvélavirki, og Guðlaug Hulda Kragh, f. 1944, húsmóðir. Þau eru búsett í Sandgerði. Ragnar Steinarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú blómstrar af gleði og ást á líf- inu og tilverunni og þarft að fá útrás fyrir sköpunarhæfileika þína. 20. apríl - 20. maí + Naut Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregð- ast rétt við. Gakktu öruggur til starfa þinna. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ert gæddur góðum hæfi- leikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Þú þarft að hafa það á hreinu hvað til þíns friðar heyrir. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Skarpskyggni þín hjálpar þér að greiða úr flækjunum í einkalífinu. Hægðu á þér og teldu upp að tíu áður en þú hefst handa. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft á þolinmæði og skilningi að halda í samskiptum við einhvern þér ná- kominn. Bjartsýnisviðhorf laðar aðra að manni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Næsti mánuður verður annasamur því fram undan eru margar veislur og mannfagnaðir. Einhverjir sem þú telur vini þína eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Forðastu þá sem eru stöðugt að etja mönnum saman til að skapa samkeppni á vinnustað. Þú þarft að tala þínu máli, það getur enginn gert það fyrir þig. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt hlutirnir gangi ekki al- veg eins hratt fyrir sig og þú vilt er engin ástæða til að skeyta skapi sínu á öðrum. Farðu þér hægt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Hlustaðu á eðlisávísun þína í máli sem snertir þig. Hæfileiki þinn til að breyta viðhorfum getur skapað þér ný tækifæri. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ef þú sleppir takinu á alls kon- ar pirringi eignastu reikning í banka al- heimsnáðarinnar. Stjórnsemi er góð en hún þarf að vera í hófi eins og annað. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er í góðu lagi að gefa öðr- um ráð svo framarlega sem þú lest þeim ekki pistilinn. Stundum kemur í ljós að hlutirnir eru allt aðrir en á yfirborðinu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Ef þú veist ekki hvernig þú átt að taka á vandamáli er alltaf möguleiki að bíða og sjá hvort það hverfur. unum okkar þegar þau voru yngri og stóðu í nokkrar vikur í senn. Stundum var siglt með flutninga- skipum, „Fossunum“, fram og til baka og bíllinn tekinn með eða nokkuð víða, bæði erlendis og hér heima. Hefur það ýmist verið á eigin vegum og ekið þá einkum um Evrópu. Minnisstæðar eru ferðir sem við fórum með krökk- G estur Steinþórsson fæddist 7. júní 1941 á Hæli í Gnúpverja- hreppi en foreldrar hans, Steinunn og Steinþór, voru bændur þar og ólst hann þar upp við öll venjuleg sveitastörf. Gestur fór í barnaskólann Ása- skóla sem var heimavistarskóli. „Eftir barnaskólann varð tveggja ára hlé á skólagöngunni til að taka þátt í búskapnum eins og oft var hjá krökkum í sveit á þessum ár- um. Þá fór ég í mína fyrstu fjall- ferð til að smala fé af afréttinum, sem liggur inn með Þjórsá að vestanverðu, allt inn að Hofsjökli. Var þetta vikuferð og voru fjall- menn algjörlega sambandslausir meðan á fjallferð stóð. Var þetta mikið ævintýri fyrir fimmtán ára ungling.“ Síðan lá leið Gests í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan tók Menntaskólinn á Laug- arvatni við og lauk með stúdents- prófi vorið 1964. Hann lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1974. Gestur var lögfræðingur Sjóvá- tryggingarfélags Íslands 1974- 1976, varaskattstjóri í Reykjavík 1976-1978 og skattstjóri í Reykja- vík 1978-2009. Hann sat í mörgum nefndum í skattamálum, m.a. vegna upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts og staðgreiðslu opinberra gjalda. Með háskólanámi kenndi Gestur í nokkra vetur við Hagaskóla, tók þátt í kórstörfum og söng í Stúd- entakórnum, Söngsveitinni Fíl- harmoníu og Karlakórnum Fóst- bræðrum og syngur nú með Gömlum Fóstbræðrum. Gestur er félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur og hefur setið í stjórn hans, einnig í stjórn Stúd- entafélags Reykjavíkur og formað- ur þar 1983-1985 og í stjórn Skatt- stjórafélags Íslands og formaður þar um skeið. Áhugamálin „Auk tónlistaráhuga og bóklest- urs höfum við Drífa lengi haft gaman af ferðalögum og farið bílaleigubílar teknir. Fórum við allt austur til Ungverjalands og annarra fáfarinna slóða austur þar. Við höfum gert það alloft að fara með börnum okkar, mökum þeirra og börnum saman og leigt hús oftast í Evrópu en líka í Bandaríkjunum. Þá fer vinahópur sem á rætur að rekja til mennta- skólaáranna í ferðir saman, ýmist er dvalist á vel völdum stöðum eða farið í siglingu. Einnig höfum við farið í skipulegar hópferðir, m.a. kórferðir með Gömlum Fóst- bræðrum og farið á kóramót í Japan og Barcelona og víðar. Einnig í svonefndar söguferðir sem tengjast oft námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um Íslendingasögur og aðrar forn- sögur, en þau höfum við sótt í milli fimmtán og tuttugu ár. Þess- ar ferðir voru farnar á söguslóðir í Noregi, Englandi, Skotlandi, Ír- landi, Orkneyjum og víðar. Nú er stefnan sett á Grænland í sumar. Við höfum átt sumarbústað í landi Hæls í áratugi og erum þar Gestur Steinþórsson, fyrrverandi skattstjóri í Reykjavík – 80 ára Stórfjölskyldan Fjölskylda Gests er dugleg að ferðast saman og hér er hún stödd á Norður-Tenerife árið 2018. Ræturnar standa djúpt á Hæli Afmælisbarnið Gestur var skatt- stjóri í Reykjavík 1978-2009. Hæll Gestur á fermingaraldri á hlaðinu heima með Koli og Kópi. 30 ára Jenný ólst upp í Reykjavík og Mos- fellsbæ en býr á Sel- tjarnarnesi. Hún er nemi í næringarfræði við Háskóla Íslands. Jenný vinnur á Vita- torgi í sumar við heilsueflingu og í félagsstarfi. Maki: Guðmundur Árni Ólafsson, f. 1990, einn af eigendum fyrirtækisins Green Key, sem sinnir rekstrar- og tækniþjónustu fyrir gististaði. Hann spil- ar handbolta með Aftureldingu. Bróðir: Símon, f. 1994. Foreldrar: Tómas Boonchang og Dúna D. Boonchang, bæði frá Taílandi. Þau eru eigendur veitingastaða, meðal annars Banthai. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Jenný June Tómasdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.