Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 27
_ Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar
21-árs landsliða karla í fótbolta í gær-
kvöld þegar þeir sigruðu Portúgala 1:0
í úrslitaleik í Ljubljana í Slóveníu. Luk-
as Nmecha, leikmaður Anderlecht í
Belgíu, skoraði sigurmarkið á 49. mín-
útu. Þetta er í þriðja sinn sem Þýska-
land vinnur Evrópukeppnina í þessum
aldursflokki, sem haldin er annað
hvert ár, en áður var það árin 2009 og
2017.
_ Martin Hermannsson og samherjar
hans í Valencia töpuðu fyrir Real Mad-
rid, 81:70, í fyrsta leik liðanna í undan-
úrslitunum um spænska meistaratit-
ilinn í körfuknattleik í Madríd í
gærkvöld. Martin var annar tveggja
stigahæstu manna Valencia með 11
stig og tók auk þess tvö fráköst og átti
eina stoðsend-
ingu en hann lék
í 16 mínútur. Lið-
in mætast aftur í
Valencia annað
kvöld og þar
verða Martin og
félagar að vinna
til að knýja fram
oddaleik í Madr-
íd.
_ Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi
Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golf-
klúbbnum Keili sigruðu í kvenna- og
karlaflokkum á Leirumótinu í golfi sem
lauk á Hólmsvelli í Leiru í gær og er
hluti af stigamótaröð Golfsambands
Íslands. Berglind lék á þremur höggum
yfir pari og var átta höggum á undan
næstu konu og Axel lék á ellefu högg-
um undir pari og var sex höggum á
undan næsta manni.
_ Bandaríkjamaðurinn Trayvon
Bromell náði sjöunda besta tíma sög-
unnar í 100 metra hlaupi karla og
besta tíma ársins 2021 þegar hann
sigraði í greininni á 9,77 sekúndum á
móti á Flórída í fyrrakvöld.
_ Sifan Hassan frá Hollandi sló í gær
heimsmetið í 10.000 metra hlaupi
kvenna á móti á heimavelli sínum í
Hengelo. Hassan hljóp vegalengdina á
29:06,82 mínútum og bætti fyrra met-
ið um rúmar tíu sekúndur. Það átti Al-
maz Ayana frá Eþíópíu sem hljóp á
29:17,45 mínútum þegar hún sigraði í
greininni á Ólympíuleikunum í Ríó árið
2016. Hassan
er 28 ára göm-
ul og fæddist
sjálf í Eþíópíu,
en hún er
ríkjandi heims-
meistari frá
HM í Doha árið
2019.
_ Spánverjinn
Jon Rahm varð að hætta keppni eftir
þrjá hringi á Memorial-golfmótinu í
Ohio í fyrrakvöld þegar hann greind-
ist með kórónuveiruna. Hann var þá
með sex högga forystu og missti því
líklega af 1,6 milljón dollara sig-
urlaunum. Rahm fór beint í ein-
angrun og verður í henni til þriðju-
dagsins 15. júní.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Origo-völlur: Valur – Víkingur R............. 20
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Meistaravellir: KR – Grindavík .......... 19.15
2. deild kvenna:
Framvöllur: Fram – SR....................... 19.15
Extra-völlur: Fjölnir – ÍR.................... 19.15
Vodafonev.: Völsungur – Einherji ...... 19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, þriðji leikur:
Blue-höllin: Keflavík – KR (2:0) .......... 20.15
Í KVÖLD!
Umspil karla
Annar úrslitaleikur:
Vestri – Hamar ..................................... 89:77
_ Staðan er 1:1.
Umspil kvenna
Þriðji úrslitaleikur:
Njarðvík – Grindavík ........................... 63:68
_ Staðan er 2:1 fyrir Njarðvík.
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, 1. umferð:
LA Clippers – Dallas........................ 126:111
_ Clippers vann 4:3 og mætir Utah.
Austurdeild, undanúrslit, 1. leikur:
Brooklyn – Milwaukee ..................... 115:107
Philadelphia – Atlanta ..................... 124:128
>73G,&:=/D
Spánn
Deildabikarkeppnin, undanúrslit:
Barcelona – Huesca............................. 43:27
Deildabikarkeppnin, úrslitaleikur:
Barcelona – Sinfín............................... 33:23
- Aron Pálmarsson lék ekki með Barce-
lona um helgina.
Þýskaland
Flensburg – Hannover-Burgdorf...... 28:24
- Alexander Petersson skoraði ekki fyrir
Flensburg.
Nordhorn – Lemgo.............................. 25:32
- Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir
Lemgo.
Melsungen – Wetzlar .......................... 30:28
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt
mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
_ Efstu lið: Flensburg 60, Kiel 59, Magde-
burg 44, RN Löwen 43, Füchse Berlín 42,
Melsungen 38, Göppingen 38, Leipzig 37,
Wetzlar 36, Lemgo 33, Bergischer 33.
Pólland
Kielce – Wisla Plock ...................... (v) 33:32
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði ekki
fyrir Kielce í lokaumferðinni en Haukur
Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla.
Kielce er pólskur meistari með 77 stig af 78
mögulegum.
Frakkland
Tremblay – Aix .................................... 22:29
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði eitt
mark fyrir Aix.
_ Efstu lið: París SG 55, Montpellier 50,
Nantes 47, Aix 38, Nimes 36.
Úrslitaleikur um sæti í 1. deild:
Pontault – Nancy................................. 25:26
- Elvar Ásgeirsson skoraði 3 mörk fyrir
Nancy sem tryggði sér sæti í efstu deild.
Úrslitaleikur B-deildar:
Saran – Nancy...................................... 36:31
- Elvar Ásgeirsson skoraði 5 mörk fyrir
Nancy.
E(;R&:=/D
Svíþjóð
AIK – Örebro............................................ 2:0
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með AIK og Berglind Rós Ágústs-
dóttir allan með Örebro. Cecilía Rán Rún-
arsdóttir var varamarkvörður Örebro.
Djurgården – Eskilstuna ........................ 1:0
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Djurgården.
Vittsjö – Växjö ......................................... 1:0
- Andrea Mist Pálsdóttir lék allan leikinn
með Växjö.
Häcken – Piteå......................................... 0:0
- Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á
63. mínútu en Hlín Eiríksdóttir lék ekki
með Piteå.
B-deild:
Brage – Eskilstuna .................................. 1:0
- Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
með Brage.
Jitex – Kalmar.......................................... 1:0
- Andrea Thorisson lék allan leikinn með
Kalmar.
Noregur
Kolbotn – Vålerenga............................... 1:2
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga og Amanda Andradóttir
kom inn á sem varamaður á 90. mínútu.
Arna-Björnar – Rosenborg .................... 0:2
- Guðbjörg Gunnarsdóttir var varamark-
vörður Arna-Björnar í leiknum.
KNATTSPYRNA
HANDBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KA/Þór er Íslandsmeistari kvenna í
handknattleik árið 2021 og Íslands-
meistarabikarinn er kominn til Akur-
eyrar í fyrsta skipti í 82 ára sögu
mótsins. KA/Þór lagði Val á Hlíð-
arenda, 25:23, í öðrum leik liðanna í
gær og vann þar með einvígið 2:0.
KA/Þór er jafnframt aðeins annað
félagið utan höfuðborgarsvæðisins
sem verður Íslandsmeistari kvenna
en áður vann ÍBV titilinn fjórum
sinnum á árunum 2000 til 2006.
Valur var yfir í síðasta sinn í leikn-
um á 15. mínútu, 7:6, en eftir að KA/
Þór komst í 11:9 rétt fyrir hlé var Ak-
ureyrarliðið með eins til þriggja
marka forystu það sem eftir lifði
leiks. Þeir 250 áhorfendur sem
tryggðu sér miða KA/Þórs á leikinn
studdu sínar konur með ráðum og
dáð og stemningin hjá Akureyr-
ingum var að vonum gríðarleg í leiks-
lok.
„Norðankonur fengu síðustu sókn-
ina þegar um 20 sekúndur voru eftir
og Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði
lokamarkið til að gulltryggja sig-
urinn en það var hennar sjötta mark.
Martha Hermannsdóttir var einnig
með sex mörk fyrir KA/Þór, þar af
fimm úr vítum en kjarni liðsins sam-
anstendur af uppöldum leikmönnum.
Þá var Rut Arnfjörð Jónsdóttir með
fimm mörk og frábær í leiknum en
landsliðskonan sneri heim úr at-
vinnumennsku á síðasta ári og gekk
til liðs við norðankonur,“ skrifaði
Kristófer Kristjánsson m.a. um leik-
inn á mbl.is.
Rut púslið sem vantaði
„Rut var púslið sem vantaði í liðið.
Það vantaði einhverja með reynslu,
hún hefur svakalega yfirsýn yfir völl-
inn og bara langbesti leikmaður liðs-
ins. Ég vissi að hún væri góð en ekki
að hún væri svona góð,“ sagði hin
margreynda Martha Hermanns-
dóttir við mbl.is að leik loknum.
Sjálf sagði Rut, sem kom til KA/
Þórs frá Danmörku fyrir tímabilið,
að hún hefði ekki átt von á þessum
árangri liðsins. „Við ætluðum bara að
stríða bestu liðunum, koma okkur í
úrslitakeppnina og svo auðvitað
stefna sem lengst,“ sagði Rut m.a. við
mbl.is eftir leikinn.
_ Aðrar sem skoruðu fyrir KA/Þór
voru Rakel Sara Elvarsdóttir þrjú,
Hulda Bryndís Tryggvadóttir þrjú,
Anna Þyrí Halldórsdóttir eitt og
Kristín A. Jóhannsdóttir eitt. Matea
Lonac varði sjö skot.
_ Thea Imani Sturludóttir skoraði
níu mörk fyrir Val, Auður Ester
Gestsdóttir fimm og Lovísa Thomp-
son fjögur, Elín Rósa Magnúsdóttir
tvö, Lilja Ágústsdóttir tvö og Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir eitt. Saga
Sif Gísladóttir varði 10/1 skot og
Margrét Einarsdóttir eitt.
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Íslandsmeistarar Leikmenn KA/Þórs höfðu ástæðu til að brosa breitt eftir sigurinn á Val á Hlíðarenda enda er Íslandsbikarinn kominn í þeirra hendur.
Meistarar í fyrsta sinn
- Íslandsbikar kvenna í handbolta kominn til Akureyrar eftir sigur KA/Þórs á
Val á Hlíðarenda - Gríðarleg stemning hjá 250 stuðningsmönnum liðsins
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þórsarar frá Þorlákshöfn eru
komnir með undirtökin í einvíginu
við Stjörnuna í undanúrslitum Ís-
landsmóts karla í körfubolta eftir
stórsigur í þriðja leiknum í Þorláks-
höfn í gærkvöld, 115:92.
Eftir tap á heimavelli í fyrsta
leiknum hafa öflugir Þórsarar nú
snúið blaðinu við með tveimur sigr-
um og geta gert út um einvígið þeg-
ar liðin mætast í fjórða sinn í
Garðabænum á miðvikudags-
kvöldið.
Stjarnan var yfir, 14:12, eftir
fimm mínútur en það var í síðasta
sinn í leiknum. Þór náði níu stiga
forskoti fyrir lok fyrsta leikhluta,
staðan var 59:51 í hálfleik og síðan
breikkaði bilið jafnt og þétt. Mun-
urinn var 26 stig um miðjan fjórða
leikhluta og eftir það voru lyk-
ilmenn liðanna mestmegnis á
bekknum.
„Callum Lawson fór á kostum í
liði Þórs og skoraði 26 stig, þar af
sex þriggja stiga körfur úr átta til-
raunum. Þórsarar spiluðu frábæran
varnarleik og þvinguðu Stjörnu-
menn til þess að leita inn á teig, en
þeir vilja heldur reyna við þriggja
stiga skot,“ skrifaði Gunnar Egill
Daníelsson m.a. um leikinn á mbl.is.
_ Styrmir Snær Þrastarson var
næststigahæstur hjá Þór með 22
stig 22, Larry Thomas skoraði 15
og Davíð Arnar Ágústsson 14.
_ Alexander Lundqvist skoraði
20 stig fyrir Stjörnuna, Ægir Þór
Steinarsson 19 og Hlynur Bærings-
son 12.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frábær Callum Lawson skoraði 26
stig gegn Stjörnunni í gærkvöld.
Stjörnumenn voru skotnir í kaf
- Þór skoraði 115 stig gegn Garðbæingum og er með 2:1-forystu í einvíginu