Morgunblaðið - 07.06.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
HROLLVEKJANDI SPENNUMYND
THE WRAP FILM
SÝNDMEÐ ÍSLENSKU TALI
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta eru allt sögur sem komu til
mín eftir að síðasta hrollvekjubókin
mín kom út í fyrra,“ segir Ævar Þór
Benediktsson um nýjustu bók sína
sem nefnist Fleiri hryllilega stuttar
hrollvekjur. „Ég sé fyrir mér að
þetta sé önnur bókin af þremur í
þessari seríu, en hvenær síðasta
bókin er væntanleg get ég ekki svar-
að á núverandi stundu enda er ég
með nokkra bolta á lofti,“ segir
Ævar Þór sem síðustu ár hefur að
jafnaði sent frá sér fjórar bækur og
heldur þeim rytma einnig í ár.
Í ágúst eru væntanlegar tvær
bækur í seríunni Þín eigin saga.
„Önnur þeirra er unnin upp úr Þín
eigin undurdjúp og fjallar um sæ-
skrímsli,“ segir Ævar Þór og lofar að
í hópi skrímsla verði risahákarl. „Ég
var mikið spurður eftir að Þín eigin
undirdjúp kom út í fyrra af hverju
ekki hefði verið risahákarl í þeirri
bók. Ég lofaði að bæta úr því í þess-
um afleggjara. Hin er unnin upp úr
Þitt eigið ævintýri og beinir sjónum
að ævintýrinu um Rauðhettu. Þar
geta lesendur rakið sig í gegnum
söguna frá sjónarhóli Rauðhettu,
úlfsins, ömmunnar eða skógarins,“
segir Ævar Þór leyndardómsfullur.
Þegar blaðamaður hváir og endur-
tekur orðið „skógarins“ jánkar
Ævar Þór og bætir við: „Bíddu bara,
þetta verður spennandi“. Fyrir jólin
kemur síðan Þín eigin ráðgáta, sem
verður að sögn Ævars Þórs doðrant-
ur eins og fyrri bækur seríunnar.
Lofar því ekki að vel fari
En aftur að hrollvekjunum. Líkt
og í fyrri bókinni er sögunum raðað
upp eftir hryllileika þar sem þær
verða svæsnari eftir því sem aftar er
komið. Þar naut Ævar Þór aðstoðar
2009-árgangsins í Fossvogsskóla.
Sem fyrr myndlýsir Ágúst Kristins-
son sögurnar ásamt því að teikna
kápumyndina. „Í fyrri hrollvekju-
bókinni okkar skrifaði ég sögurnar
fyrst og síðan kom Ágúst með þessar
frábærlega hræðilegu myndir. Í ár
langaði mig til að hann teiknaði
nokkrar myndir án þess að segja
mér neitt um þær sem ég myndi síð-
an skrifa sögur við sem pössuðu
myndunum,“ segir Ævar Þór og
bendir á að sögurnar „Óskar“,
„Voff“ og „Skuggar“ hafi verið unn-
ar með þessum hætti.
„Þegar ég sá myndina af þjónsver-
unni með hrútshorn og smokkfisk-
fálmara í anda Cthulhu úr bók H. P.
Lovecraft, datt mér strax í hug nafn-
ið Óskar og sá fyrir mér að hann
gæti uppfyllt allar óskir manns, en
með hræðilegum afleiðingum þar
sem hann snýr alltaf á fólk. Sá sem
þráir peninga getur til dæmis fengið
þá samstundis, en aðeins í formi líf-
tryggingar sem greidd er út við and-
lát foreldra viðkomandi,“ segir
Ævar Þór og rifjar upp að þegar
hann sá myndina sem kveikti söguna
„Voff“ hafi hann strax hugsað mér
sér að „í þessum hræðilega hunda-
kofa býr enginn hundur. Stelpa í
næsta húsi fylgist með kofanum og
er sannfærð um að íbúi hans beri
ábyrgð á hvarfi ýmissa gæludýra
hverfisins og þegar fjögurra ára
gamalt barn hverfur ákveður hún að
reyna að stoppa hryllinginn,“ segir
Ævar Þór og lofar því ekki að sú til-
raun fari vel.
Hversdagslegur hryllingur
„Söguna „Norn“ skrifaði ég síðan
að beiðni dóttur Ágústs, en hún ótt-
ast ekkert meira í heiminum en
nornir,“ segir Ævar Þór, sem lætur
nornina í sögu sinni gera hræðilega
hluti og af þeim sökum er sagan
aftarlega í bókinni. „Önnur saga er
innblásin af orðinu „krakkalakkar“
sem Ágúst notaði um börnin sín. Ég
skrifaði því sögu um kennslukonu
sem þolir ekki börn og kallar þau
pöddur. Það verða áhrínsorð,“ segir
Ævar Þór og tekur fram að sögurnar
séu mjög blandaðar.
„Sumar þeirra búa yfir hversdags-
legum hryllingi, eins og að eyrna-
pinni stingist of langt inn í höfuðið,
meðan aðrar fjalla um yfirnáttúru-
lega hluti á borð við skrímli.
Persónulega hræðist ég mannvonsk-
una mest,“ segir Ævar Þór og bendir
á að sumir geta ekki horft á Walking
Dead út af mannvonskunni sem þar
birtist en ekki vegna ótta þeirra við
uppvakninga. „Mig langaði að ná öll-
um með að minnsta kosti einni
sögu,“ segir Ævar Þór og bendir á
að það sé mjög mismunandi milli
fólks hvað því finnst vera hryllilegt.
Gaman að fá tækifæri til að
þjálfa leikaravöðvann aftur
Í samtali við Ævar Þór er ljóst að
hann leggur mikla áherslu á mynd-
ræna hlið bóka sinna. „Mér finnst
skipta miklu máli að kápurnar séu
flottar,“ segir Ævar Þór og rifjar
upp að alltaf þegar hann fái nýja
kápu frá myndhöfundum bóka hans
virki það eins og vítamín beint í æð.
„Þegar ég fæ nýja kápu, sem eru
alltaf svo hrikalega flottar, fyllist ég
eldmóði og hugsa með mér að ég
þurfi nú að halda í við þessar geggj-
uðu kápur. Myndlýsingarnar undir-
strika að um ólíkar seríur er að
ræða. Mér finnst skipta miklu máli
að myndirnar séu margar og tali vel
við textann,“ segir Ævar Þór og tek-
ur fram að sér finnist gaman að fá
tækifæri til að vinna með ólíkum
listamönnum í seríum sínum. Þannig
hafi Rán Flygenring myndlýst bæk-
urnar fjórar sem tilheyra Bernsku-
breks-seríu Ævars vísindamanns,
Evana myndlýsi Þín eigin-bækur og
Þín eigin-sögurnar og Bergrún Íris
Stórhættulega stafrófið meðan
Ágúst myndlýsi hryllingsbækurnar.
„Við Ágúst erum með hugmynd að
frekara samstarfi sem tengist líka
hrollvekjum, en ég get ekki sagt
meira um verkefnið sem stendur.
Mér finnst myndirnar hans svo flott-
ar að mig langar í fleiri. Þetta er
samt ekki myndasaga,“ segir Ævar
Þór og stoppar í miðri setningu áður
en hann bætir við: „Þótt það sé
reyndar líka góð hugmynd. Hver
veit hvert hugmyndin þróast?“
Þegar hér er komið sögu í viðtal-
inu þarf Ævar Þór að gera hlé á sam-
talinu til að panta sér leigubíl þar
sem hann er á leið í upptökur. Blaða-
maður getur ekki annað en forvitn-
ast um í hverju hann sé að leika. „Ég
leik lögreglumanninn Gústa í glæpa-
seríunni Svörtu sandar í leikstjórn
Baldvins Z, sem verður frumsýnd á
Stöð 2 í vetur,“ segir Ævar Þór og
segist því miður ekkert meir mega
gefa upp um persónu sína. „Það er
búið að vera mjög gaman að fá tæki-
færi til að þjálfa leikaravöðvann aft-
ur. Í fyrra var ég í Jarðarförin mín
með Ladda. Þegar tökum á Svörtu
söndum lýkur fer ég beint í tökur á
Brúðkaupið mitt sem er sjálfstætt
framhald á Jarðarförin mín,“ segir
Ævar Þór og tekur fram að hann viti
lítið um innihaldið. „Ég veit ekki
einu sinni hvort persónan sem Laddi
lék er enn á lífi,“ segir Ævar Þór og
bætir við: „Það er svo dásamlegt að
taka þátt í verkefni án þess að þurfa
að bera ábyrgð á öllum heiminum,
líkt og reyndin er þegar ég skrifa.
Það er svo geggjað að fá bara að
vera lítið tannhjól í stóru gangverki
og mega hugsa einvörðungu um sinn
karakter. Það er líka gott mótvægi
fyrir höfund, sem starfar alltaf einn,
að fá að tilheyra stærri hópi í
sköpunarferlinu.“
Morgunblaðið/Eggert
Ótti Ævar Þór Benediktsson er mikill áhugamaður um hrollvekjur.
Óskar Þjónsvera með hrútshorn og
smokkfiskfálmara í anda Cthulhu
úr bók H.P. Lovecraft kveikti sögu.
„Með nokkra bolta á lofti“
- Ævar Þór sendir frá sér Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur - Fyrsta bók hans af fjórum á árinu
- Leikur nú í Svörtu söndum og síðan í Brúðkaupinu mínu sem er framhald af Jarðarförinni minni