Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Aðalfundur Samvinnufélagsins Hreyfils, verður haldinn í Gullhömrum þriðjudaginn 29. júní kl.13:30 DAGSKRÁ: 1. Athugað lögmæti fundarins 2. Skýrsla félagsstjórnar 3. Reikningar ársins 2020 4. Kosning í stjórn o.fl. 5. Önnur mál. Stjórn Hreyfils Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Á miðnætti gengu í gildi nýjar reglur um takmarkanir á samkomum inn- anlands. Reglurnar eru í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis frá 10. júní og kveða á um rýmkun al- mennra fjöldatakmarkana úr 150 í 300 manns. Breytingar á landamær- um taka gildi 1. júlí. Nálægðarmörk lækka úr tveimur metrum í einn og því heyrir tveggja metra reglan sögunni til í bili. Afgreiðslutími veitingastaða, kráa og skemmtistaða verður lengdur um klukkutíma. Þannig verður heimilt að hleypa gestum inn til miðnættis, en þeim gert að yfirgefa staðinn klukkutíma síðar. Fjöldatakmarkanir á sitjandi við- burðum haldast óbreyttar, eða 300 manns í hverju hólfi að hámarki. Gestum verður skylt að bera grímu en engin krafa gerð um nándarmörk. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að staða faraldursins sé góð hérlendis og því megi megi þakka út- breiddum bólusetningum og einstak- lingsbundnum sóttvörnum, faraldur- inn sé þó ekki búinn. Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands á sunnu- daginn og var annar þeirra utan sóttkvíar. Tæplega 215 þúsund manns höfðu fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni í lok síðustu viku og gert er ráð fyrir að 40 þús- und manns verði bólusettir í þessari viku. Þrátt fyrir góðan árangur í bólu- setningum hérlendis stafar enn þá ógn af nýjum afbrigðum veirunnar. „Á þessum tíma tel ég mikilvæg- ara að slaka á nándarreglunni heldur en að auka þann fjölda sem má koma saman. Mikil tilslökun á fjöldatak- mörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldr- inum sé lokið og það getur haft al- varlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu Covid-19,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. baldurb@mbl.is »14 300 mega koma saman - Nýjar reglur um takmarkanir á samkomum innanlands taka gildi í dag - Reglur um nándarmörk lækka í einn metra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Tæplega 10.000 manns fengu bólusetningu í gær. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis var 95% hærri í maí síðast- liðnum en í maí í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Rannsókn- arseturs verslunarinnar. Kortavelta erlendra ferðamanna var 6,5% af heildarkortaveltu í maí síðastliðnum en í apríl var það hlutfall 4%. Sama hlutfall var 22,3% í maí 2019 sem er síðasti venjulegi maímánuður fyrir kórónuveirufaraldur. Erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum eru ábyrgir fyrir 67,2% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í maí síðastliðnum. Erlend kortavelta tvöfaldaðist Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann, sem ég gat ekki tjáð, þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst. Ég finn núna hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Veröldin smækkar þegar maður er hverja stund við dauðans dyr. Hver einasta stund verður svo dýrmæt og hver andardráttur skiptir svo miklu meira máli en fréttir dagsins.“ Þetta skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir, 28 ára gömul kona á Flateyri sem fékk þrisvar alvarlegt heilablóðfall, á bloggi sínu katrinbjorkgudjons.com. Í dag eru nákvæmlega sex ár frá því hún vaknaði eftir stærsta áfallið. Hún skrifar að lífið hafi orðið eins og dýrgripur sem hún hafi þurft að halda fast í svo hún myndi ekki missa hann: „Ég lærði að kunna að meta hvert það skipti sem ég fékk að vakna, sjá lit- brigði náttúrunnar og hlusta á hversdaginn ganga sinn vana- gang. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu lífi með öllum þeim tækifærum sem það færir manni, sigrum jafnt sem ósigrum.“ Katrín Björk nýtur lífsins. Hún keypti sér hjól og getur nú farið ein út í náttúruna og notið lífsins á sínum forsendum. Það sé svo ólíkt því að vera keyrð í hjólastól. Hún skrifar að það séu forréttindi að fá að sjá náttúruna lifna eftir veturinn. Lífið er eins og dýrgripur Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson Úti að hjóla Katrín Björk nýtur þess að hjóla með vindinn í bakið og ber höfuðið hátt með alla sína lífsreynslu. Segir það svo magnað að sjá heiminn opnast beint fyrir framan augun á sér og finna fyrir árstíðaskiptunum og veðrabrigðunum. - Katrín Björk Guðjónsdóttir bloggar um lífið í bataferli Ráðist hefur verið í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum og varnar- garðs sem á að minnka líkur á eða seinka því verulega að hraun fari nið- ur í Nátthagakrika, segir í fréttatil- kynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Ákvörðun um aðgerðirnar var tek- in í samráði við Grindavíkurbæ og aðgerðastjórn eftir að hraun tók að renna úr syðsta hluta Geldingadala, yfir gönguleið A og áfram niður í Nátthaga á sunnudag. Eins og áður er aðgerðunum ætlað að verja mik- ilvæga innviði á Reykjanesi og mun verkfræðistofan VERKÍS halda ut- an um framkvæmdirnar fyrir al- mannavarnir. „Þessi framvinda var fyrirséð, en nokkru fyrr en búist var við. Í kjöl- farið var farið betur yfir hermanir á hraunflæði frá þessu svæði. Út frá því má reikna með frekara hraun- flæði og líka niður í Nátthagakrika en þaðan er opið svæði í norður, vest- ur og suður,“ segir í tilkynningunni. Fjögurra metra hár Við gerð leiðigarðsins verður not- ast við sömu hönnun og við gerð varnargarðanna sem reistir voru of- an við Nátthaga á sínum tíma. Stefnt er á að hafa hann fjögurra metra há- an til að byrja með. Samkvæmt almannavörnum verð- ur byrjað á því að setja neyðarruðn- ing upp við núverandi hraunrönd til að stöðva frekari framgang. Sem fyrr verður notast við efni sem er fyrir á svæðinu. Öll framkvæmd á svæðinu er með þeim hætti að hægt verður að slétta úr efninu aftur og færa svæðið til fyrra horfs. unnurfreyja@mbl.is Reyna að stýra leið hraunflæðisins - Ætlunin að verja mikilvæga innviði Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþing- ismaður og bæj- arstjóri, lést á heimili sínu í gær 73 ára að aldri. Gunnar fæddist í Reykjavík þann 30. september 1947 og var sonur hjónanna Birgis Guðmundssonar mat- sveins, d. 1962, og Auð- bjargar Brynjólfs- dóttur, starfsmanns heimilishjálparinnar í Reykjavík, d. 2000. Gunnar var kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða en saman eiga þau dæturnar Brynhildi og Auðbjörgu Agnesi Gunn- arsdætur, fæddar 1968 og 1976. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972 og síðan grunnnámi í verkfræði í Háskóla Íslands árið 1977. Þá flutti Gunnar til Edinborgar þar sem hann hlaut meistaragráðu í bygging- arverkfræði frá Heriot- Watt University árið 1978. Gunnar lauk svo doktorsprófi í jarðvegs- verkfræði í University of Missouri árið 1983. Gunnar starfaði sem verkfræðingur hjá Norðurverki og Hönn- un hf. á áttunda ára- tugnum en tók við sem framkvæmdastjóri Gunnars og Guð- mundar ehf. og gegndi þeirri stöðu frá 1980 til 1994. Hann var einnig forstjóri Klæðningar hf. frá árinu 1986. Hann var formaður Verktaka- sambands Íslands árin 1986 til 1991 og varaformaður þess 1985-1986. Gunnar sat í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1985 til 1992 og var varafor- maður þar 1989 til 1992. Ásamt því sat Gunnar í stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna sem formaður frá árinu 1991 til 2009. Gunnar átti auk þess verkfræðistofuna Grundun. Gunnar sinnti einnig ráðgjaf- arstörfum fyrir hin ýmsu fyrirtæki og félög. Hann var fyrst varaþingmaður ár- ið 1992 en sat á þingi frá árinu 1999 og til 2006 fyrir Sjálfstæðisflokkinn í núverandi Suðvesturkjördæmi. Hann var oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi frá árinu 1990 til 2005 og þá einnig formaður bæjarráðs Kópa- vogs. Gunnar tók við sem bæj- arstjóri Kópavogs árið 2005 og gegndi því starfi til 2009. Hann tók við sem bæjarstjóri Fjallabyggðar árið 2015 og starfaði sem slíkur til 2019. Hann sinnti síðast stöðu sveit- arstjóra Skaftárhrepps tímabundið árið 2020. Árið 2017 kom ævisaga Gunnars út. Þar kom fram að Gunnar hefði al- ist upp í fátækt en fljótt komið í ljós að hann væri hamhleypa til verka. Hann braust til mennta og fann sína fjöl sem verkfræðingur og stjórn- málamaður. Andlát Gunnar Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.