Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 ✝ Esther Eygló Þórðardóttir fæddist í Keflavík 12. júní 1936. Hún lést þann 5. júní 2021 á Landspít- alanum við Hring- braut í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru: Margrét Dagbjartsdóttir frá Velli í Grindavík, f. 24.5. 1914, d. 14.1. 1999, og Þórður Helgason, bif- reiðastjóri frá Patreksfirði, f. 4.6. 1904 á Vattarnesi, Múlahr. í Barðastrandarsýslu, d. 27.12. 1969. Hún ólst upp í Grindavík og síðar í Reykjavík á unglings- árum. Hún gekk í Kvennaskól- ann í Reykjavík og eignaðist þar vinkonur sem voru henni mjög kærar til æviloka. Hún giftist þann 26.10. 1957 Kjartani Guðmundssyni, bif- reiðastjóra frá Núpi í Haukadal, Dal, f. 24.4. 1921. Hann lést þann 12.8. 1972. Þau eignuðust Axel Þorberg Ingvarsson, f. 30.7. 1944, d. 24.6. 2016. Börn þeirra eru Þorgeir, Guðjón og Soffía. Esther og Kjartan hófu sinn búskap í Reykjavík en fluttu síð- an til Suðurnesja. Þau bjuggu nokkur ár í Njarðvík en fluttu síðan til Keflavíkur. Þar bjó hún síðan. Esther átti vin, Friðrik Sigur- björnsson. Hann lést 2017. Hálfbróðir hennar sammæðra er Einar Guðlaugsson, f. 22.2. 1955 í Reykjavík. Esther starfaði í skátafélag- inu Víkverjum í Njarðvík og síð- ar St. Georgsgildinu í Keflavík og hafði yndi af þeim fé- lagsskap. Hún var félagi í So- roptimistaklúbbi Keflavíkur og Framsóknarfélagi Keflavíkur. Eftir að Esther lauk námi hóf hún störf hjá Ferðaskrifstofu ríkisins/BSÍ en eftir að hún flutti til Njarðvíkur starfaði hún við afgreiðslu í Fíabúð. Esther hóf störf í Samvinnubankanum í Keflavík 1968 og starfaði þar, þar til bankinn sameinaðist Landsbankanum og vann hún í Landsbankanum þar til hún hóf eftirlaunatöku. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. júní 2021, kl. 13. tvo syni: 1) Þórður Magni f. 23.2. 1958, kvæntur Eiríku G. Árnadóttur, f. 28.1. 1960, og eiga þau a) Guðmund Árna, f. 12.9. 1986, sem er kvæntur Guðrúnu Sigríði Egilsdóttur, f. 19.3. 1986, og eiga þau Vigdísi Birtu, f. 8.5. 2009, og Kjartan Magna, f. 16.7. 2012 b) Gylfi Már, f. 6.7. 1990, í sambúð með Elínu Mar- gréti Rafnsdóttur, 17.3. 1989, og eiga þau Guðrúnu Júlíu, f. 25.9. 2020, c) Esther Elín, f. 13.5. 1996, í sambúð með Sveinbirni Pálma Karlssyni, f. 25.5. 1995, og eiga þau Gylfa Karl, f. 31.8. 2019. 2) Guðmundur, f. 29.4. 1959, og hann á a) Þórdísi Höllu, f. 27.3. 1990, í sambúð með Elv- ari Ásgeirssyni, f. 2.1. 1986, og eiga þau Eygló Hörpu, f. 9.11. 2020, b) Arnheiður f. 14.4. 2001. Fyrir átti Kjartan Elsu Björk, f. 19.8. 1943. Maður hennar var Elskuleg móðir mín, Esther Eygló Þórðardóttir, lést á Land- spítalanum 5. júní 2021 eftir harða en snarpa baráttu við krabbamein. Móðir mín mætti örlögum sínum af æðruleysi og trúði því að hún færi á betri stað þar sem hún hitti fyrir ástvini sína sem kvatt höfðu þennan heim. Mamma var á barnsaldri þeg- ar foreldrar hennar skildu og ólst hún upp hjá móður sinni. Hún saknaði föður síns mikið og þeg- ar hún var send í vist, strauk hún til hans suður á Bessastaði. Minntist hún þessa sumars með ljóma. Mamma hóf nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík haustið 1950 og lauk því fjórum árum seinna. Hún bar mikla virðingu fyrir skólanum og kennurum hans. Í Kvennó eignaðist hún góðar vinkonur og héldu vina- böndin ævilangt. Kvennó er góð- ur skóli og hún þroskaðist í unga konu sem gerði hana sjálfstæðari frá foreldrum sínum. Mamma fagnaði því mjög að öll barna- börn hennar í kvenlegg luku stúdentsprófi frá Kvennó. Strax eftir nám hóf hún störf á Ferðaskrifstofu ríkisins. Þar kynntist hún föður mínum, Kjartani Guðmundssyni bifreiða- stjóra. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu suður til Keflavíkur þar sem við bræðurn- ir fæddumst. Hjónaband for- eldra minna var hamingjuríkt og mamma var góð húsmóðir. Mat- argerð var hennar áhugamál, hún var lagin við fatasaum og hreinlæti var henni kappsmál. Mamma var smekkvís á föt og skart og heimili hennar var fal- legt. Fjölskyldan ferðaðist mikið á uppvaxtarárum okkar bræðra og með systkinahópi pabba var far- in ferð austur í Skaftafell áður en hringvegurinn var opnaður. Oft var farið vestur á firði og mikið sótt í Dalina. Ferðalög voru eitt af áhugmálum mömmu og ferð- aðist hún mikið með vinum sín- um. Við mæðgin ferðuðumst til Orlando saman á haustin um langt árabil og á ég margar góð- ar minningar úr þeim ferðum. Mamma varð ung ekkja þegar faðir minn féll frá eftir skamm- vinn veikindi. Þegar áfallið dundi yfir var fjölskyldan nýflutt í íbúð sem ekki var fullkláruð en skuld- sett. Með dugnaði og eljusemi tókst henni að komast í gegnum erfið ár þótt hún væri ein fyr- irvinna með tvo unglingspilta. Mamma heiðraði minningu föður míns alla ævi og svo sterk var ást hennar að röddin brast þegar hún minntist hans. Hún hafði lof- að föður mínum að koma okkur bræðrum til mennta og með hvatningu hennar og útsjónar- semi lagði hún grunn að vegferð okkar í lífinu. Mamma var félagslynd og hafði gaman af því að hitta fólk. Hún sótti ýmis námskeið og var í mörgum félögum og vinahópum. Mamma ræktaði samband við vini sína og sýndi fólki áhuga og stuðning ef þurfti. Í árbók hennar úr Kvennó skrifaði kennari til hennar: „Hamingjan er ekki í því fólgin að komast aldrei í hann krappan, heldur hinu að vaxa við hverja raun.“ Hún gerði þetta að sínum baráttuorðum í lífinu. Þegar ástvinur kveður, vakna oft spurningar um tilgang lífsins eftir stritið. Kannski finnum við svarið með því að líta upp til móður minnar, því óhætt er að segja að hún sé góð fyrirmynd um duglega, umhyggjusama og góða manneskju sem lét ávallt gott af sér leiða. Blessuð sé minning þín, elsku mamma. Guðmundur. Það er skrítin tilhugsunin að amma sé farin frá okkur. Eftir sitjum við og hugsum til allra minninganna sem við eigum sam- an. Við eyddum miklum tíma saman, en það var daglegt brauð að fara heim til ömmu að skóla- degi loknum, nú eða gista hjá henni um helgar. Það var dýr- mætur tími sem við erum þakk- lát að hafa átt með henni. Hún kenndi manni líka svo ótrúlega margt, m.a. að aldrei skal trufla prjónakonur þegar þær byrja að telja, þolinmæði þegar hún sat og malaði við vinkonurnar í síma og hún kenndi mér, litlu nöfnunni, að nota stærðfræði í daglegu lífi, því alla mánudaga taldi ég hversu mörg kex ég gæti borðað hvern dag svo pakkinn myndi duga út vikuna. Amma var alltaf boðin og búin að skutla okkur systkinunum á hvers kyns æfingar hvar og hve- nær sem er. Skipti engu máli hvert ferðinni var heitið eða tími dags. Alltaf rauk hún til ef hún var ekki búin að bjóða far að fyrra bragði. Þegar ömmu hins vegar vanhagaði um eitthvað tók hún oftar en ekki upp tólið og hringdi, lýsti vandanum sem hún var í og spurði hvort og hvenær við gætum bjargað henni. Vita- skuld var það sjálfsagt mál og á meðan maður fór í verkið, sama hversu lítið eða stórt það var stóð amma í eldhúsinu að baka rjúk- andi heitar pönnsur, vöfflur eða lummur fyrir vel unnið verk. Amma var frábær kokkur og bauð fjölskyldunni reglulega í matarboð hvar hún bauð upp á lambalæri, hangikjöt og aðrar dýrindiskræsingar. Við systkinin fengum ófá boð í mat þegar for- eldrar okkar fóru utan og þá var iðulega okkar uppáhaldsmatur, steiktur fiskur í raspi, á boðstól- um. En þrátt fyrir þessa náðar- gáfu átti amma það til að laumast til að kaupa sér sveittan ham- borgara eða panta sér pizzu og vitum við um fáa sem höfðu jafn- mikið dálæti af. Nú þegar amma er farin skilur hún eftir sig stórt skarð í hjarta okkar sem erfitt verður að fylla. Elsku amma okkar, við biðjum þig að skila kveðju og heyrum þig svara í huganum: „Guð blessi þau.“ Esther Elín og Gylfi Már. Dagurinn í dag verður erfiður, söknuðurinn mun eflaust gera vart við sig því að þrátt fyrir að hafa orðið næstum 85 ára fannst okkur tími ömmu Estherar alls ekki kominn að kveðja okkur. Hún var með allt á hreinu allt fram á síðasta dag. Þegar við minnumst ömmu kemur þakklæti fyrst upp í hug- ann. Hún þakkaði fyrir allt sem gert var fyrir hana, eða Friðrik vin hennar meðan hann lifði, hvort sem greiðinn var umbeðinn eða ekki. Stundum læddi hún jafnvel smá pening að manni fyr- ir lítil vel unnin verk. Svo ætl- aðist hún til þess sama af okkur og spurði gjarnan hvort maður ætlaði ekki að þakka fyrir sig ef maður gleymdi sér aðeins. Það gat meira að segja að segja setið í minni konu í marga áratugi minning um mann sem þakkaði ekki fyrir sig þegar amma hafði gefið honum gjöf. Í dag brýst þakklætið út af öðrum toga. Við erum þakklát fyrir að hafa farið með henni og fjölskyldunni í ferðalög sl. sumar bæði um Suðurlandið og vestur í Dalina okkar, borðað góðan mat, keypt blóm í Hveragerði og farið í sund. Við erum þakklát fyrir alla litlu hlutina, matarboðin, jóladagsboðin, kaffiboðin, heim- sóknirnar óteljandi, skutlið á æf- ingar meðan Guðmundur spilaði fótbolta sem barn og allar enda- lausu gistinæturnar þegar hann hringdi, helst eftir kvöldmat, og fékk að gista upp í hjá ömmu sinni. Mest erum við þó þakklát fyrir að hafa getað átt góð og skemmtileg samtöl allt fram á dánarstundu. Við erum þakklát fyrir að hún amma hafi leiðbeint okkur óafvit- andi í rétta átt þegar við vorum að velja millinafn á dóttur okkar, Birta er sko fallegt nafn eins og hún sagði við okkur skömmu áð- ur en hún fæddist. Við eigum eftir að sakna þess að hlæja að öllum skemmtilegu sérþörfunum hennar eins og að vera beðin um að sækja hana heim til sín á Nesvelli „af því bíll- inn er í svo góðu stæði“, skutlast með KFC eða Tommaborgara til hennar af því hún sagðist ekki nenna að elda. Svo bað hún reglulega um aðstoð frá Gunnu við að strauja rúmfötin eða skúra gólfin á hennar hátt því það var jú eina rétta leiðin. Mikið sem við elskum ömmu Esther. Guð blessi hana. Guðmundur Árni og Guðrún (Gunna). Kæra amma mín er nú fallin frá. Mikill er missirinn að góðri konu sem unni fjölskyldu sinni heitt. Hún var afar stolt af okkur barnabörnunum og var alltaf með á hreinu hvað var í gangi hjá hverjum og einum. Sérlega stolt var hún af því að leið okkar, þriggja sonardætra hennar, líkt og hennar sjálfrar, lá í Kvenna- skólann í Reykjavík. Var henni tíðrætt um tímann sinn þar og þótti einstaklega gaman þegar hún hjálpaði mér við að finna til búning fyrir Peysufatadaginn sem við fengum lánaðan hjá góðri vinkonu hennar. Fylgdist hún svo stolt með á Peysufata- daginn sjálfan. Ég hugsa oft til heimilisins hennar á Nónvörð- unni en þar var gott að koma, ró- legt yfir og alltaf svo einstaklega hreint og fínt. Það var þannig með ömmu sjálfa, vildi vera vel til höfð og fannst gaman að kaupa sér flíkur og skartgripi, snyrta sig og punta. Ég á margar góðar minningar sem ég varð- veiti, nú helst í seinni tíð ferðina okkar til Florida þarsíðasta haust en eins öll símtölin og spjöllin okkar, ekki bara um dag- inn og veginn en um minningar ömmu af uppeldisárum og fyrstu árum sínum í búskap. Það er sárt að vita að síminn hringi ekki aft- ur og amma sé á hinum endan- um. Elsku amma mín, hvíldu í friði. Þórdís Halla Guðmundsdóttir. Esther Eygló Þórðardóttir Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓHANNSSON læknir, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu föstudaginn 4. júní. Útför fer ekki fram að ósk Halldórs. Minningarathöfn fyrir þá sem vilja minnast hans verður haldin á heimili hans, Sunnuflöt 4, Garðabæ, miðvikudaginn 16. júní klukkan 17. Margrét Halldórsdóttir Marinó Kristinsson Stefanía Halldórsdóttir Lars Meyer-Myklestad Halla Halldórsdóttir Einar Páll Indriðason Jóhann Halldórsson Valgerður M. Backman afabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HULDA JÓNSDÓTTIR, lést 26. maí á Landspítalanum, Hringbraut. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 16. júní klukkan 13. Kristjana Markúsdóttir Jón Albert Sighvatsson Ingibjörg E. Markúsdóttir Helgi Kristjánsson Elín Erna Markúsdóttir Páll Gíslason Auður Ásdís Markúsdóttir Viðar Einarsson Stefán Markússon ömmu- langömmu og langalangömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VILHJÁLMUR ÓSKARSSON, Lundi 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Lindakirkju föstudaginn 18. júní klukkan 13. Elínborg Proppé Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé Magnús Orri M. Schram Gunnar Þór Vilhjálmsson Villi, Mía og Ragnheiður Elsku dóttir okkar, systir og mágkona, SÆUNN ÓSK GEIRDAL, lést á heimili sínu í Svíþjóð 14. maí. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. júní klukkan 15. Kolbrún Matthíasdóttir Erlendur Geirdal Unnur Sif Geirdal Eggert Reginn Kjartansson Magnea Rún Geirdal Ólafur Örn Eyjólfsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Norðurgötu 38, lést á dvalarheimilinu Hlíð 7. júní. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Inga Miríam Hansen Matthías Páll Matthíasson Ólöf Erla Ingólfsdóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÓLFUR PÉTURSSON, bóndi á Hjaltastöðum, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. júní. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Anna Jóhannesdóttir Sigurður Þ. Þórólfsson Sigríður Steinunn Þórólfsdóttir Ragnheiður Þórólfsdóttir Hafdís Huld Þórólfsdóttir Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir Helga Björg Þórólfsdóttir Pétur Óli Þórólfsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.