Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021
✝
Regína Hanna
Gísladóttir
fæddist í Reykjavík
17. nóvember 1932.
Hún lést 6. júní
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli
Sigurðsson rakara-
meistari, f. 25. des-
ember 1896, d. 6.
júní 1970, og Unn-
ur Aðalheiður
Baldvinsdóttir, húsmóðir í
Reykjavík, f. 5. desember 1912,
d. 1. júlí 1977. Bræður hennar
voru Björgvin, f. 1930, d. 1935,
og Björgvin Óskar, f. 1936, d.
1936. Systkini hennar samfeðra
eru Reynir, f. 1922, d. 1923,
Ámundi, f. 1924, d. 2008, Ingi-
gerður, f. 1928, Hulda, f. 1928,
d. 1974, Björn Ingi, f. 1946, og
Gylfi Þór, f. 1949.
Eiginmaður hennar er Þórð-
ur Haukur Jónsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri hjá VÍS, f.
23. júní 1930. Þau giftust á 25
3) Unnur Thordardottir Sö-
reide, f. 16. ágúst 1960. Eig-
inmaður hennar er Torleif Sö-
reide, f. 12. maí 1957. Börn
þeirra eru Kari, Kristin og Ja-
cob. Barnabörn þeirra eru
Daría, Stella og William. 4)
Marta, f. 17. júlí 1967. Eigin-
maður hennar er Egill Þor-
steins, f. 15. júlí 1963. Synir
þeirra eru Úlfur Þór og Unnar
Elí. Fyrir átti Egill dótturina
Uglu.
Fjölskyldan bjó lengst af á
Markarflöt 9 í Garðabæ. Regína
og Þórður fluttu síðar í Lækja-
smára 8 í Kópavogi. Síðasta ár-
ið dvaldi Regína á hjúkr-
unarheimili Hrafnistu á
Sléttuvegi.
Regína starfaði á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins þar til þau
Þórður giftust. Lengst af var
hún húsmóðir en þegar börnin
voru orðin stálpuð hóf hún störf
sem deildarritari á Barnaspítala
Hringsins. Hún tók virkan þátt í
félagsmálum og var félagi í
Kvenfélagi Garðabæjar og
Lionsklúbbnum Eik. Hún var
mikil hannyrðakona og lista-
kokkur.
Jarðsett verður frá Fossvogs-
kirkju í dag, 15. júní 2021,
klukkan 13.
ára afmælisdegi
hans árið 1955.
Foreldrar hans
voru Jón Berg-
steinsson, f. 30. júní
1903, d. 9. desem-
ber 1991, og Marta
Guðnadóttir, f. 1.
mars 1899, d. 5.
júní 1947. Börn
Regínu og Þórðar
eru: 1) Jón Rafnar,
f. 13. júlí 1956.
Eiginkona hans er Valgerður
Ásgeirsdóttir, f. 4. apríl 1958.
Börn þeirra eru: Regína Björk,
Ásgeir Þór og Helga Rún.
Barnabörn þeirra eru: Ísar
Logi, Hekla Björk, Óliver, Apr-
íl, Axel og Emelía Rós. 2) Björg-
vin, f. 14. janúar 1959. Eigin-
kona hans er Þórhildur
Garðarsdóttir, f. 15. júlí 1965.
Sonur þeirra er Garðar. Fyrir
átti Björgvin Hildi og Hauk.
Móðir þeirra er Anna Margrét
Guðjónsdóttir. Barnabörnin eru
Þórður Bjarki og Rögnvaldur.
Í dag kveðjum við elskulega
móður okkar með söknuði. Hún
var einstaklega hlý móðir og
fyrirmyndarhúsmóðir. Á laugar-
dögum var það bökunarilmur
sem vakti okkur, á sunnudögum
lyktin af helgarsteikinni. Allt var
straujað; viskastykki, vasaklútar
og sængurföt (bendlarnir líka),
flísafúgur voru burstaðar, bækur
viðraðar og það var ekki sama
hvernig þvotturinn var hengdur
upp. Allt flokkað eftir tegundum
og hengt upp samkvæmt
ákveðnu litakerfi, skipti þá engu
hvort þvotturinn var hengdur
upp úti eða inni þar sem enginn
sá. Hún var listakokkur og dug-
leg að prófa nýjungar. Ein sú
fyrsta sem bauð upp á pizzu, taco
og graflax og hún bjó til bestu
perutertuna, rækjusalatið og
fiskibollurnar. Áður en við vorum
vakin til að fara í skólann hafði
hún velgt sokkabuxurnar á ofn-
inum og heitt kakó beið á eldhús-
borðinu. Mikil natni var lögð í
nestið og fengum við oft tilboð
um að býtta og fá sjoppusam-
loku, sem þá var fágætur lúxus, í
skiptum fyrir nesti mömmu.
Einnig var vinsælt að koma með
okkur heim úr skólanum því á
eldhúsborðinu beið girnilegur
„drekkutími“.
Markarflötin var miðstöð fjöl-
skyldunnar. Þar var tekið vel á
móti okkur og yndislegt að
spjalla yfir kaffibolla í eldhúsinu
eða steik í borðstofunni. Barna-
börnin minnast ömmu Gínu með
hlýhug. Hún hafði bæði hlýjan
faðm og stórt hjarta og passaði
vel upp á ungana sína. Þegar
Unnur kom með sín börn í heim-
sókn frá Noregi var fjör. Þá var
hóað í hin barnabörnin svo allir
gætu skemmt sér saman og spil-
að rommí við ömmu en þá var
mikið hlegið.
Mamma var mikil hannyrða-
kona og lætur eftir sig mörg
listaverk. Þegar barnabörnin
fæddust færði hún þeim öllum
heklað teppi og prjónaða sokka
svo þeim yrði ekki kalt og hún
átti alltaf birgðir af ungbarna-
sokkum til að færa þeim sem hún
vildi gleðja.
Hún var mikil félagsvera og
átti stóran vinkvennahóp. Það
voru ófáar ferðirnar sem við fór-
um með mömmu til Siggu Ólafs
heitinnar en þær áttu einstaka
vináttu. „Prinsessurnar“, hópur
vinkvenna úr Garðabæ, var einn-
ig mjög mikilvægur og dýrmæt-
ur hluti af tilveru mömmu. Þær
hafa haft þann góða sið að fara
mánaðarlega á veitingahús á
milli þess sem þær þiggja kaffi
hjá hver annarri.
Foreldrar okkar giftust á 25
ára afmælisdegi pabba. Á 90 ára
afmæli hans, fyrir um ári, var því
haldið upp á 65 ára brúðkaups-
afmæli þeirra. Ömmubörnin tala
um hvað amma og afi séu sæt
saman en þau hafa leiðst hönd í
hönd í gegnum lífið, alltaf verið
samrýnd og áttu farsælt og
elskulegt hjónaband. Missir
pabba er því mikill, við munum
halda vel utan um hann og
styrkja hann í sorginni.
Síðustu ár voru erfið fyrir
mömmu og fjölskylduna, en hún
fékk því miður sjúkdóm sem
rænir fólk minninu sínu og per-
sónuleika. Við minnumst hennar
eins og hún var, hlýjunnar, húm-
orsins og skemmtilegu
tilsvaranna.
Undir það síðasta sátum við
gjarnan hjá henni og spiluðum
lög með Ellý Vilhjálms. Í dag
spilum við Ellý fyrir hana í síð-
asta sinn.
Takk fyrir allt elsku mamma,
Jón Rafnar, Björgvin,
Unnur og Marta.
Í dag kveðjum við Regínu
Hönnu Gísladóttur, tengdamóð-
ur mína. Hún skilur eftir sig góð-
ar minningar hjá okkur sam-
ferðafólkinu sem áttum því láni
að fagna að ganga með henni
æviveginn um stund. Regína var
mikil húsmóðir og hélt fjölskyldu
sinni fallegt og hlýlegt heimili.
Eiginmaður hennar til 66 ára var
Þórður Haukur Jónsson og lifir
hann konu sína. Þau hjónin hafa
alla tíð notið þess að verja tíma
með fólkinu sínu og eigum við
margar góðar minningar um fjöl-
skylduboðin hjá þeim þar sem
Regína sá til þess að allir væru
vel nærðir. Hún var listakokkur
og átti alltaf eitthvað nýbakað
með kaffinu þegar gesti bar að
garði. Regína var dugleg við
hannyrðir á árum áður og fengu
nýfæddir fjölskyldumeðlimir yf-
irleitt heklað teppi og prjónaða
sokka að gjöf. Flestir afkomend-
ur hennar eiga líka listilega út-
saumaðan púða eða veggmynd
sem prýða heimili þeirra. Barna-
börnin eiga góðar minningar um
kærleiksríka ömmu, sem ávalt
sýndi þeim einlægan áhuga í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Hafa þau hjónin sótt ófáa tón-
leika og aðra viðburði hjá þeim í
áranna rás. Eldri barnabörnin
eiga sérlega góðar minningar frá
árunum á Markarflötinni. Þar
var alltaf gott að gista, fá köku-
bita og mjólkurglas, spila rommí
við ömmu og fara í boltaleik við
afa. Það var stutt í dillandi hlát-
urinn hjá Regínu enda bæði glað-
lynd og skemmtileg kona sem
gaman var að umgangast. Hún
hlustaði gjarnan á Elly Vilhjálms
og Ragga Bjarna og söng gjarn-
an með þeirra þekktu dægurs-
mellum.
Síðustu árin hrakaði heilsu
Regínu hægt og bítandi og var þá
aðdáunarvert að fylgjast með
hve vel Þórður studdi konu sína.
Smám saman tók hann að sér
matseld, bakstur og annað heim-
ilishald og helgaði henni allan
sinn tíma. Sagði hana eiga þetta
margfalt inni hjá sér, hún sá um
þessa hluti og meira til öll árin
sem hann var upptekinn við
langa vinnudaga. Þeirra sam-
band var einstaklega fallegt og
til fyrirmyndar öðrum hjónum.
Missir Þórðar er mikill og
votta ég honum og afkomendum
þeirra einlæga samúð. Regínu
þakka ég fyrir alla góðvild og
kærleika sem hún hefur sýnt mér
og mínum.
Þórhildur Garðarsdóttir.
Hvíldu í friði, elsku besta
amma mín. Takk fyrir öll árin
sem við fengum saman, þau gáfu
mér fallegar minningar sem ein-
kennast af fallega brosinu þínu.
Ég talaði alltaf um ykkur sem
„ömmu og afa í draumahúsinu“.
En það var ekki bara Markaflöt-
in sem var draumahúsið heldur
fylgdi gleðin, ástin og værðin
með ykkur í Lækjasmárann sem
varð annar draumastaður. Mér
þótti mjög gaman að skoða fal-
legu munina ykkar og handa-
vinnuna eftir þig. Alltaf þegar ég
kom með Apríl, stelpuna mína, á
helgarmorgnum í heimsókn
ljómuðuð þið að sjá hvor aðra og
þú söngst fyrir hana:
Ein sit ég og sauma
inní litlu húsi.
Enginn kemur að sjá mig
nema litla músin.
Hoppaðu upp og lokaðu augunum.
Bentu í austur,
bentu í vestur.
Bentu á þann sem að
þér þykir bestur.
(Höfundur ókunnur)
Þú snertir hjörtu margra og
við erum heppnar að hafa þig að
ömmu/langömmu.
Helga Rún og Apríl.
Elsku amma mín, nafna mín
og drottningin mín.
Æskuminningarnar hrannast
upp þessa dagana þegar maður
rifjar upp og yljar sér við
skemmtilegar stundir á Markar-
flötinni hjá ömmu og afa í Garða-
bæ. Hrökkbrauð með marmelaði,
krakkahornið, naglalakk í ís-
skápnum, rækjukokteill, hárlakk
og snyrtidót, eltingaleikur, hár-
greiðsluleikur, tína ber úti í
hrauni, fara með ömmu í lagn-
ingu, fallegar styttur, veislur og
matarboð. Já, elsku amma mín,
þú varst alltaf mikill fagurkeri og
gast töfrað fram matarboð og
veislur með vinstri svo ekki sé
talað um hannyrðirnar en þar
varst þú á heimsmælikvarða, já
ég tek svo stórt til orða.
Síðustu árin tók afi svo við
kökukeflinu og hefur staðið sig
vel í eldhúsinu og hugsað svo fal-
lega og vel um ykkur. Við lofum
að hugsa vel um hann afa núna,
amma mín, en söknuður hans
verður mikill enda eruð þið búin
að leiðast hönd í hönd og gift í 66
ár og þú alltaf jafn skotin í hon-
um.
Mér er minnisstætt hvað þið
afi voruð alltaf dugleg að gera
eitthvað með okkur barnabörn-
unum þegar við vorum yngri,
fengum að gista, fara á KFC,
leikhús og fleira, væntumþykjan
leyndi sér ekki. Eins hafið þið
verið barnabarnabörnum ykkar
svo hlý og góð og hafið sýnt ein-
lægan áhuga á því sem er að ger-
ast í þeirra lífi og mætt á fót-
boltaleiki, dans- og leiksýningar.
Þið afi voruð dugleg að ferðast
um allan heim með Lions og þú
komst alltaf heim með styttur,
dúkkur í þjóðbúningum og oft
eldspýtustokka frá hverju hóteli.
Skemmtileg hefð sem okkur
fannst alltaf gaman að fá að
skoða hjá þér ásamt myndum frá
ferðalögunum.
Þú varst vinur vina þinna og
er saumaklúbburinn Prins-
essurnar fallegt dæmi um
trausta og góða vináttu en þið
hittust mánaðarlega í mörg ár og
alltaf á mismunandi veitingastöð-
um, mikil fyrirmynd sem ég vona
að ég fái að upplifa með mínum
vinkonum.
Í vetur heimsótti ég þig dag-
lega á tímabili á Sléttuveginn og
við hlustuðum á Elly, Ragga
Bjarna og Villa Vill, fengum okk-
ur súkkulaði og mér þykir svo
vænt um að hafa fengið þann
tíma með þér.
Elsku amma mín, ég sakna þín
en er jafnframt þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa þig í mínu lífi
öll þessi ár og er svo stolt að fá að
bera nafnið þitt. Einn daginn tek
ég svo vonandi við nafnbótinni
þinni Amma í Garðabæ.
Regína Björk Jónsdóttir.
Þegar maður stendur nú sjálf-
ur á tímamótum þess að stofna
sína eigin fjölskyldu hugsar mað-
ur oft til afa Tóta og ömmu Gínu
og hvernig þeim tókst að halda í
ástina og væntumþykjuna öll
þessi ár sem hefur svo smitast
yfir í stórfjölskylduna. Þrátt fyr-
ir að vera ólík að mörgu leyti
dáðust þau að hvort öðru, til
dæmis eldaði amma heima alla
daga þar til á seinni árum og þá
tók afi sig til og skráði sig á öll
námskeið sem völ var á og var
farinn að bjóða í þriggja rétta
matarboð áður en maður vissi af.
En það sem stendur upp úr
hjá okkur bræðrum með ömmu
hefur hins vegar alltaf verið
hversu ofboðslega hlý og fyndin
hún var. Það var alltaf stutt í
grínið hjá henni og maður gat
hlegið með henni við hvaða tilefni
sem er. Það er okkur minnis-
stætt í brúðkaupinu hjá mömmu
og pabba þegar gestirnir voru að
kveðja og segja hversu skemmti-
legt og fjörugt brúðkaupið hefði
verið. Þá segir amma „púff, aðal-
fjörið byrjar ekki fyrr en í brúð-
kaupsferðinni“ og blikkar svo til
okkar bræðra. Lýsir þessi stund
léttleikanum í ömmu ágætlega.
Það var alltaf einstakt við
hana ömmu hversu mikinn áhuga
hún sýndi okkur barnabörnunum
og því sem við vorum að snúast í.
Skipti þar ekki máli hvort það
væri golfdellan sem afi hafði
kveikt eða allar hinar boltaíþrótt-
irnar. Hún gat setið með okkur
bræðrum yfir ótal íþróttaleikjum
og var farin að þekkja nöfnin á
öllu handboltalandsliðinu og ekki
langt frá því að lesa í öll kerfin
sem landsliðið bauð upp á.
Þrátt fyrir að seinustu ár hafi
verið ömmu erfið mun ekkert
sitja eftir nema bros á vör og
hlýja í hjarta þegar maður hugs-
ar til hennar ömmu. Takk fyrir
að standa með okkur öllum
stundum, takk fyrir hláturinn,
takk fyrir samverustundirnar og
takk fyrir allt, elsku amma Gína.
Úlfur Þór Egilsson og
Unnar Elí Egilsson.
Drottningin er fallin frá.
Árið 1989 stofnuðum við
nokkrar konur í Garðabæ mat-
arklúbb. Eftir að fast form komst
á hann, snæddum við hádegis-
verð saman mánaðarlega, helst
alltaf á nýjum stað. Tuttugu ár-
um síðar höfðum við líklega aldr-
ei verið á sama matsölustað. Þeg-
ar aldurinn færðist yfir, þáðum
við kaffi á eftir til skiptis heima
hjá hver annarri. Hún var elst
okkar og þar sem Regína þýðir
drottning, urðum við hinar sjálf-
krafa prinsessur. Þannig fékk
klúbburinn nafn.
Á árinu 1997 fórum við saman
til Barcelona í heila viku og var
sú ferð hin ánægjulegasta og eft-
ir þá ferð var farið í helgarferðir
innanlands og var þá mökum
boðið með. Einnig var skipulögð
utanlandsferð með mökum til Ja-
maica. Með hverju ári treystust
vinabönd alls þessa hóps og urðu
enn nánari.
Regína var hrókur alls fagn-
aðar í góðra vina hópi. Við nutum
þess að hittast og eiga góða
stund saman. Við höfum þegar
kvatt Sigrúnu Jensdóttur og er
mikil eftirsjá að þessum tveimur
góðu félögum okkar.
Fyrir utan Prinsessuklúbbinn
voru margar með henni á öðrum
vígstöðvum, í Kvenfélagi Garða-
bæjar, Lionsklúbbnum Eik og
ein okkar hafði unnið með henni í
áraraðir. Allar erum við sammála
um, að hún var góður, traustur
og trúr félagi, skemmtileg og
alltaf í góðu skapi. Hennar er
sárt saknað.
Við vottum Þórði Hauki, eig-
inmanni hennar, okkar dýpstu
samúð, svo og börnum þeirra og
öðrum ættingjum.
Arna, Dóra, Hrafnhildur,
Kristíana, Lóa, Ólöf,
Sigurveig og Þórunn.
Látinn er félagi okkar í
Lionsklúbbnum Eik, Regína H.
Gísladóttir.
Regína gekk til liðs við
Lionsklúbbinn Eik (áður
Lionessuklúbbinn Eik) þegar
klúbburinn var stofnaður í apríl
1985 og hefur því verið félagi í
klúbbnum í rúm 35 ár.
Regína tók alltaf virkan þátt í
starfi klúbbsins og var í fyrstu
laganefnd klúbbsins í upphafi.
Hún starfaði í ýmsum nefndum
og ráðum á vegum klúbbsins. Í
samskipta- og fjölmiðlanefnd,
ferða- og útivistarnefnd, veit-
inganefnd, verkefnanefnd,
skemmtinefnd, fræðslu- og dag-
skrárnefnd svo fátt eitt sé
nefnt.
Regína var útnefnd Melvin
Jones-félagi af klúbbfélögunum
og var hún vel að þeirri æðstu
viðurkenningu Lionshreyfing-
arinnar komin og var hún afar
stolt af þeirri viðurkenningu.
Við áttum saman yndislegar
samverustundir í leik og starfi
Lions hérlendis og erlendis.
Það var alltaf líf og fjör í kring
um Regínu og stutt í glettni og
húmor. Regína var mjög oft
fengin til þess að fara með gam-
anmál og átti margar góðar sög-
ur í safni sínu.
Við fórum meðal annars í
skemmtilega afmælisferð um
Vesturland og Snæfellsnes á 30
ára afmæli klúbbsins og nutum
við samverunnar en þá voru
veikindi farin að setja mark á líf
hennar.
Að leiðarlokum kveðjum við
félagar í Lionsklúbbnum Eik
góðan félaga með söknuði um
leið og við þökkum fyrir allar
samverustundirnar, þökkum öll
störf Regínu í þágu Lions-
klúbbsins Eikar og Lionshreyf-
ingarinnar á Íslandi.
Sendi Þórði Jónssyni eigin-
manni hennar og fjölskyldunni
allri dýpstu samúðarkveðjur á
kveðjustund.
Laufey Jóhannsdóttir,
félagi í Lionsklúbbnum
Eik í Garðabæ.
Regína Hanna
Gísladóttir
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Elskuleg móðir okkar, amma, tengdamóðir,
systir og mágkona,
GYÐA BJARNADÓTTIR
augnlæknir,
lést fimmtudaginn 3. júní í Gautaborg,
Svíþjóð. Útför verður auglýst síðar.
Ingi Bjarni Skúlason
Davíð Þór Skúlason Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir
Jóhanna Elísa Skúladóttir Davíð Þór Viðarsson
Guðmundur Þ. Bjarnason María Clara Alfreðsdóttir
Embla Hjördís Davíðsdóttir
Víkingur Brynjar Davíðsson