Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 6
Ljósmynd/Snorri Kristjánsson Stafn Verulega gránaði í rót á efsta bæ í Reykjadal. Myndin var tekin á bæj- arhlaðinu um hádegisbil á sunnudag en þá gekk hvað mest á. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það var apríllegt í nótt en við höfum séð það svartara,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Snjóað hefur í fjöll á Norðuraustur- og Austurlandi og sums staðar hefur gránað í rót í byggð. Ekki virðist vorhretið hafa teljandi áhrif á búskap en þar sem kaldast er hægir á vexti gróðurs. „Mér leið furðulega þegar ég fór út í morgun og horfði á snjóinn í fjöll- unum. Mér leið eins og það væri kominn október og ekkert búið að heyja. Það var slæm tilfinning,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Snjór var lágt í fjöllum, misjafnlega mikill eftir svæðum. Telur Baldur að út með firði sé snjór nánast niður að sjó. Á bæj- um sem standa hátt inni í Eyjafirði var snjór á hlaði. „Þetta hefur engin áhrif á mig sem kúabónda. Svona bleytuhríð er hins vegar slæm fyrir lambfé og nýköstuð folöld. Kvígurnar mínar sem eru úti komast í skjól og fá nóg að éta,“ segir Baldur. Hann segir að snjórinn geri gróðr- inum ekki neitt en vissulega hægi á sprettu í kuldanum. Í lagi sé með kornakra á meðan ekki frýs. „Það er síðan ótrúlegt hvað allt tekur við sér þegar það kemur rekja,“ segir Bald- ur. Kuldalegt á fénu „Ef það verður ekki annað en þetta hefur það sáralítil áhrif á búskapinn,“ segir Snorri Kristjánsson, bóndi á Stafni sem er efst í Reykjadal og stendur bærinn í um 240 metra hæð yfir sjávarmáli. Hann segir að féð sé að mestu farið af túnunum og út í heiðina. Telur hann að því sé ekki hætt þótt gránað hafi í rót um hádeg- isbil í fyrradag. „Manni finnst kulda- legt á fénu á meðan á þessu stendur,“ segir Snorri og lætur þess getið að ef áfram verði kalt sé ákveðin hætta á að ærnar þorni upp og það komi þá niður á vexti lambanna. Snorri segir að gróður staðni í svona kulda en hann falli ekki á með- an ekki geri frost. Reyndar telur hann líklegt að hitinn hafi farið að- eins niður fyrir frostmark í fyrranótt en ekki teljandi mikið. „Við höfum oft séð það svartara á þessum tíma. Áhlaup í júní eru ekki óalgeng hér,“ segir Snorri. Sölnar bara seinna í haust Sigvaldi á Hákonarstöðum segir að hretið hafi lítil áhrif á búskapinn. „Féð er nánast allt ennþá á gjöf, þótt það sé komið út í girðingar. Ekki er farið að sleppa í úthaga vegna þess hversu gróður hefur tekið seint við sér. Það eru afleiðingar af köldum maí. Það voru mjög kaldar nætur eina viku í maí, þurrakuldi á auða jörð. Við erum að gjalda fyrir það. Gróðurinn er verulega seinni en venjulega. Nú er sá tími kominn sem fé hefur oft verið sett í úthaga. Það verður kannski bið á því nú,“ segir Sigvaldi. Hann segir þó, til að finna til björtu hliðina, að gróður sölni þá bara seinna í haust. Veðrið á Jökuldal var ágætt í gær. Enn var grá jörð í efri hluta dalsins en snjó að taka upp. Höfum séð það svartara - Gránar í rót á Norðaustur- og Aust- urlandi í vorhretinu - Hefur lítil áhrif á búskap - Kuldinn hægir þó á sprettu Ljósmynd/Sigvaldi H. Ragnarsson Hákonarstaðir Ær með lömb á beit í flekkóttu heimatúni. Snjó var farið að taka upp fyrir hádegi í gær. Ljósmynd/Sigvaldi H. Ragnarsson Í garðinum Töluvert snjóaði á Jökuldal í fyrradag. Þannig var garðurinn á Hákonarstöðum á að líta þá um kvöldið. Snjóþykktin liggur þó ekki fyrir. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigvaldi H. Ragnarsson á Há- konarstöðum segir að það hafi töluverð áhrif á gróð- urinn á köldum vorum hversu margar gæsir séu á beit. „Það eru óhemju margar gæsir sem liggja hér túnum í þessum köldu vorum því þær fara minna til heiða. Þær eru í samkeppni við féð okkar. Þar sem ásóknin er hvað hörðust eru túnin eins og sviðin jörð. Ég var að bera á tún í gær þar sem engin kind hefur komið, bara gæs, og það grænkar ekki,“ segir Sigvaldi. Gæs fjölgar stöðugt á þess- um slóðum, á Jökuldals- og Fljótsdalsheiðum. Spurður hvað sé til ráða segist Sig- valdi ekki hafa lausn á því. Ekki þýði að skjóta. Mikil gæsaveiði sé á heiðunum á haustin og á Jökuldal sé tínt töluvert af gæsaeggjum. Það hafi lítil áhrif. Telur Sigvaldi að aukin náttúruleg afföll þurfi að verða til að gæs fækki aftur en tekur fram að gæsirnar séu vel á sig komnar þegar þær koma af vetr- arstöðvunum. Sviðin jörð eftir gæsina JÖKULDALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.