Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þessar niðurstöður eru mjög upp-
örvandi og við hjá Landsvirkjun
höfum trú á þessu samstarfi við
Rotterdamhöfn,“ segir Hörður Arn-
arson, forstjóri
Landsvirkjunar.
Landsvirkjun
og hafnaryfirvöld
í Rotterdam hafa
lokið við forskoð-
un varðandi
möguleika á að
flytja grænt
vetni frá Íslandi
til Rotterdam.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá
Landsvirkjun sýna niðurstöðurnar
að tæknin er fyrir hendi jafnframt
því sem verkefnið er fjárhagslega
ábatavænt. Eins telur Landsvirkj-
um að verkefnið yrði mikilvægt
framlag í baráttunni gegn loftslags-
hlýnun, þegar hagkerfi heimsins
skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir
endurnýjanlega orku á komandi
áratugum.
Landsvirkjun og Rotterdamhöfn
munu áfram vinna náið saman að
rannsóknum og þróun á þessu verk-
efni. Stefnt er að því að á seinni
hluta næsta árs liggi fyrir útlistun á
ætlunum fyrirtækjanna en þau telja
raunhæft að grænt vetni verði sent
héðan til Rotterdam fyrir 2030.
„Við erum staðráðin í að vísa
áfram leiðina á sviði endurnýjan-
legra orkugjafa. Það er leiðin til
betri framtíðar fyrir okkur öll. Við
hlökkum til að finna bestu leiðina til
þess að koma okkar hreinu orku á
erlenda markaði,“ segir Hörður.
Skrifað var undir viljayfirlýsingu
um þessi áform í október síðast-
liðnum. Þá kom fram í umfjöllun
Morgunblaðsins að nú þegar heims-
byggðin leitaði leiða til að minnka
notkun jarðefnaeldsneytis væri
vetni einn af orkumiðlum framtíð-
arinnar. „Með því að nota vetni sem
miðil getum við flutt endurnýjan-
lega orku út til meginlands Evrópu
og því aukið framlag okkar til
þeirra hnattrænu orkuskipta sem
eru óumflýjanleg,“ sagði Hörður
þá.
Síðustu mánuði hafa fyrirtækin
unnið saman að því að tilgreina
helstu þætti virðiskeðjunnar, frá
framleiðslu á endurnýjanlegri orku
og vetnisframleiðslu á Íslandi til
flutninga til Rotterdamhafnar.
Samanburður var gerður á mis-
munandi tegundum flutningaskipa
sem gætu mögulega flutt vetnið
með tilliti til orkuþéttleika, kostn-
aðar, eftirspurnar og annarra þátta.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun sýnir forskoðunin að
verkefnið getur hafist á síðari hluta
þessa áratugar og yrði af stærðar-
gráðunni 2 til 4 TWh (eða 200 til
500 MW). Telur fyrirtækið að þessi
fyrstu skref geti dregið úr kolefnis-
losun sem nemur einni milljón
tonna á ári, en þegar til lengri tíma
er litið sé möguleiki á að minnkunin
geti hlaupið á milljónum tonna.
Orkan sem notuð væri gæti verið
blanda af endurnýjanlegri orku,
þ.á m. vatnsorka, jarðhiti og vind-
orka. Vitaskuld þykir aðgengi að
fjölbreytilegum endurnýjanlegum
orkulindum á Íslandi vera mikill
kostur og veitir íslenska vetninu
samkeppnisforskot í verði á evr-
ópska vetnismarkaðinum að mati
Landsvirkjunar. Vetnið yrði fram-
leitt með rafgreiningu og síðan ann-
aðhvort breytt í vökva eða annað
form og sent með vöruflutninga-
skipum til Rotterdam, þar sem því
yrði umbreytt á ný og tekið til
notkunar við höfnina eða sent á
markaði á meginlandinu.
Grænt ljós á útflutning á grænu vetni
- Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam staðfesta áform um að flytja grænt vetni frá Íslandi til
Hollands - Verði hluti af hnattrænum orkuskiptum - Raunhæft að vetnið verði sent héðan fyrir 2030
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ljósafossvirkjun Gæti orðið miðstöð fyrstu vetnisframleiðslu hér á landi.
Hörður
Arnarson
Karlmaður um tvítugt sem var
stunginn í Hafnarstræti í mið-
borg Reykjavíkur aðfaranótt
sunnudags er enn í lífshættu.
Grímur Grímsson, yfirlög-
regluþjónn hjá miðlægri rann-
sóknardeild, segir í samtali við
Morgunblaðið að sér hafi borist
til eyrna að maðurinn sé ekki í
bráðri lífshættu lengur, en að
hann sé ekki hólpinn enn. Hon-
um er nú haldið sofandi á gjör-
gæslu.
Rannsókn málsins segir Grím-
ur að sé enn á ákveðnu byrj-
unarstigi enda stutt síðan atvikið
átti sér stað. Karlmaður á þrí-
tugsaldri hefur verið handtekinn
í tengslum við rannsókn málsins
og er hann nú í haldi lögreglu,
grunaður um verknaðinn.
Í fréttatilkynningu frá lög-
reglu segir að rætt hafi verið við
fjölda vitna auk þess sem verið
sé að fara yfir upptökur úr ör-
yggismyndavélum í kring.
oddurth@mbl.is
Maðurinn er enn
í lífshættu
Reykjavíkurmeistaramótið í hestaíþróttum hófst í gær með glæsilegum fjór-
gangssýningum sem hófust samkvæmt dagskrá klukkan 12 og stóðu yfir
fram eftir kvöldi. Deginum var svo slúttað með fyrri tveimur sprettunum í
150 og 250 metra skeiði. Mótið stendur yfir í sjö daga. Það er haldið á fé-
lagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal og stækkar ört frá ári til árs.
Alls eru 888 pör skráð til leiks í ár, en skráningarnar hafa aldrei verið fleiri.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Aldrei fleiri skráðir á mótið„Landið er farið að rísa,“ sagði Rún-
ar Sigurpálsson, forstjóri PCC á
Bakka við Húsavík, en stefnt er á
gangsetningu síðari af tveimur ofn-
um verksmiðjunnar í byrjun júlí.
Heimsfaraldurinn hafði í för með
sér röskun á heimsmarkaði með kís-
ilmálm. Verð lækkaði og eftirspurn
dróst saman. Í lok júní á síðasta ári
stöðvaði kísilverksmiðjan PCC á
Bakka starfsemi sína. Misstu þá
tveir þriðju hlutar starfsfólks vinn-
una. Í lok janúar á þessu ári tók
fyrirtækið sig til og byrjaði að ráða
til baka starfsfólk og undirbúa
endurræsingu ofnanna. Í lok apríl
ræsti fyrirtækið annan ofninn.
Flutningaskipið Wilson North
kom í höfn á Húsavík í gærmorgun,
barmafullt af trjábolum fyrir kísil-
verksmiðjuna. Nú er verið að und-
irbúa ræsingu á seinni ofninum og
stefnt er á gangsetningu í byrjun júlí
að sögn Rúnars. thorab@mbl.is
PCC á Bakka tekur við sér
- Stefna á að gangsetja seinni ofninn í byrjun júlí
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar
Trjábolir Flutningaskip kemur með trjáboli fyrir verksmiðju PCC á Húsavík.